Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 11 MINNSTAÐUR E N N E M M / S IA / N M 2 19 13 The O.C. Nú nærðu SKJÁEINUM í gegnum Digital Ísland Á SKJÁEINUM í kvöld kl. 20.00                                                                        !      "       # $%       !"# &                        '       (  "                               "              # $%  #$$ %   &&&' ' (    )*+ ),-. /01  2, 3 !3  4   5  # )    !*                    "                         !*                  *  +        !     , *  LANDNEMASKÓLINN var hald- inn í Framhaldsskólanum í Grundar- firði frá því í febrúar og fram í maí, í fyrsta sinn á Vesturlandi. Land- nemaskólinn er 120 stunda nám fyrir innflytjendur þar sem numin er ís- lenska, samfélagsfræði, sjálfsstyrk- ing og tölvunotkun. Í náminu er lögð áhersla á íslenskt talmál og nytsam- lega þekkingu á íslensku samfélagi og atvinnulífi. Það er ætlað fullorðnu fólki á vinnumarkaði, sem ekki á ís- lensku að móðurmáli. Námið fer að miklu leyti fram með umræðum og verkefnavinnu. Menntamálaráðu- neytið hefur samþykkt að meta nám- ið til allt að 10 eininga til styttingar náms í framhaldsskóla. Magda Kulinska var nemandi í Landnemaskólanum. Hún býr í Stykkishólmi en er frá Kraká í Pól- landi þar sem hún á foreldra og þrjú systkini. Á Íslandi hefur hún búið í 11 ár, er gift íslenskum manni og á einn son. ,,Ég kom hingað í nóv- ember 1995 til að vinna í skelvinnslu. Ég er menntaður kokkur, kom hing- að til að vinna í fiski og hélt að lítið væri hægt að gera hér sem kokkur. En síðan fór ég að vinna á veit- ingastöðum hér í Stykkishólmi.“ Í fyrrasumar hafði skólastjóri grunnskólans samband við Mögdu og bauð henni starf við skólann við að kenna matreiðslu. ,,Ég var hvött til að taka þetta starf í skólanum, við að kenna matreiðslu. Það var erfitt fyrst en mér finnst það rosa gaman og kann vel við starfið. Nú langar mig að fara í kennaranám. Magda segir aðaltilganginn með því að fara í Landnemaskólann hafa verið að læra íslensku og þá aðallega málfræði. ,,Ég hafði aldrei áður farið á námskeið í íslensku og mér fannst líka mest gaman í íslenskutímunum þar sem ég hef áhuga á að læra góða íslensku. Ég hef stundum sagt við Hafþór manninn minn að ég stefni að því að verða betri en hann,“ segir Magda og hlær. ,,Ég myndi fara aft- ur í svona Landnemaskóla ef ég ætti þess kost, og myndi mæla með hon- um við aðra, þó mætti auka íslensku- tímana og fækka samfélagsfræðitím- unum, mér finnst ekki nauðsynlegt að fara eins djúpt í pólitíkina og við gerðum. En þetta er gott og skemmtilegt nám sem eflir nýbúa og gerir þá hæfari til að búa á Íslandi.“ Sóttu nám í Landnemaskólanum í Grundarfirði „Gott og skemmtilegt nám“ Morgunblaðið/Guðrún Vala Hressar í menningarferð: Svetlana, Magda, Jolanta, Isabella, Birna, verk- efnisstjóri Landnemaskólans, Bitchu, Alexandra, Danuta og Barbara. Ellefu konur stunduðu nám í Landnemaskól- anum í Grundarfirði í vetur; ein frá Zansibar, ein frá Lettlandi, tvær frá Rússlandi og sjö frá Póllandi. Magda Kulinska var meðal nemenda og ræddi Guðrún Vala Elías- dóttir við hana. VESTURLAND AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.