Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 42
G ullpálminn eftirsótti í aðalkeppni kvik- myndahátíðarinnar í Cannes féll þetta árið í skaut breska leikstjór- ans Ken Loach fyrir myndina The Wind That Shakes the Barley sem fjallar um sjálfstæðisbaráttu á Ír- landi á 3. áratug síðustu aldar. Kín- verski leikstjórinn Won Kar Wei, formaður dómnefndarinnar, sagði niðurstöðu hennar hafa verið ein- róma. Myndin hefði snert alla í dóm- nefndinni djúpt. „Þetta voru fyrstu verðlaunin sem við ákváðum að gefa. Svo einfalt er það,“ sagði hann. Ken Loach sækir nú kvik- myndahátíðina í Cannes í þrettánda sinn og er þetta í áttunda sinn sem hann tekur þátt í keppni á hátíðinni. Í tvígang hefur hann hlotið sérstök verðlaun dómnefndar og sagðist hann eftir að úrslitin voru kynnt í gær í raun og sanni alls ekki hafa átt von á að landa Gullpálmanum í ár. „Ég er agndofa,“ tilkynnti hann og virtist hálfdofinn. Hann hrósaði val- inu á kvikmyndum inn í keppnina í ár. Þær endurspegluðu pólitískan óróa í heiminum á síðustu árum. Þau verðlaunin sem mætti túlka sem annað sætið, Grand Prix, fékk franska franska myndin Flandres eftir Bruno Dumont en hann hefur áður hlotið þau verðlaun auk við- urkenningar í flokki yfir bestu frum- raunina. Sérstök dómnefndarverðlaun hlaut Andrea Arnold fyrir bresku myndina Red Road. Það er fyrsta mynd hennar í fullri lengd en hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir stuttmyndina Wasp og við- urkenndi hún að hafa verið komin til London en þurft að snúa aftur til Cannes. Bölvun Almodóvar Margir höfðu spáð Pedro Almod- óvar sigri og hann fór vissulega ekki tómhentur heim. Verðlaun fyrir besta handritið féllu honum í skaut auk þess sem dómnefndin brá á það ráð að verðlauna allar sex leikkon- urnar í myndinni hans Volver með leikkonuverðlaununum. Því hafði verið spáð að Penelope Cruz fengi þessi verðlaun en hún sagðist gleðj- ast yfir því að allur hópurinn hefði fengið verðlaunin saman. „Þetta er miklu skemmtilegra en að fá verð- launin einn,“ sagði Cruz en Almod- óvar lét þessi orð falla: „Nú líður mér ekki eins og leikstjóranum held- ur eins og mömmu þeirra allra.“ Leikstjórinn virtist vonsvikinn á verðlaunaafhendingunni en hann af- tók það öllu eftirá. „Ég sá að mynd- inni minni var spáð sigri alla vikuna og ég hef verið í þeim sporum áður. Það er í raun bölvun að fá slíka spá- dóma hér í Cannes,“ sagði hann og viðurkenndi að hafa verið mjög stressaður. Ár leikaranna Dómnefnd Won Kar Wei lét ekki þar við sitja heldur veitti karlleik- araverðlaunin einnig hópi leikara. Það voru fimm leikarar í frönsku myndinni Indigénes eftir Rachid Bouchareb. Formaðurinn sagði þetta ekki hafa verið gert til að halda samræmi heldur endurspegl- aði þetta einfaldlega þá skoðun nefndarinnar að árið í ár væri ein- stakt fyrir leikarana. Mexíkanska leikstjóranum Alej- andro González Inárritu hafði verið spáð Gullpálmanum líkt og Almod- óvar en fór heim með verðlaunin fyr- ir bestu leikstjórn í mynd sinni Bab- el með Cate Blanchett, Brad Pitt og Gael Bernal í aðalhlutverkum. Glæsikerran athyglisverð Kínverski leikstjórinn Wang Chao nældi sér í fyrstu verðlaun fyrir Luxury Car í flokki mynda sem ástæða þykir að vekja sérstaka at- hygli á, Un Certain Regard. Sá flokkur þykir sá næst mikilvægasti á hátíðinni á eftir aðalflokknum sem keppir um Gullpálmann. Myndin er sú síðasta í röð þriggja kvikmynda leikstjórans og keppti hún við á þriðja tug mynda í Un Certain Regard-flokknum. Þeirra á meðal A Scanner Darkly eftir Richard Linklater, sem einnig átti myndina Fast Food Nation í aðalkeppninni og Paris je t́aime, safn tuttugu stutt- mynda eftir jafnvel fleiri leikstjóra, sem vakið hefur athygli. Sérstök dómnefndarverðlaun í þessum sama flokki voru veitt ástr- alska leikstjóranum Rolf de Heers fyrir Ten Canoes, sem fjallar um líf frumbyggja Ástralíu. Í flokknum Cinéfondation, sem ætlað er að koma á framfæri kvik- myndum nýrrar kynslóðar kvik- myndagerðarmanna, bar argentíska myndin Ge & Zeta sigur úr býtum. Lognið á undan storminum Besta stuttmyndin í hliðarkeppni á hátíðinni var valin Sniffer eftir Bobbie Peers. Dómnefndarverðlaun í þeirri keppni fékk Primera nieve eftir Pablo Aguero og dómnefndin minntist einnig sérstaklega á teikni- myndina Conte de quartier eftir Florence Miailhe. Þá var besta frumraunin valin A fost sau n-a fost? eftir Rúmenann Coreliu Porumboiu. Það er mál manna að stjörnubirt- an hafi verið með dauflegasta móti á hátíðinni í ár og vantað í bæinn mörg risastóru nöfnin sem prýða þær myndir sem voru sýndar. Má vera að þetta gefi vísbendingu um lognið á undan storminum en á næsta ári ku verða mikið um dýrðir í Cannes enda verður kvikmyndahátíðin þá haldin í 60. sinn. Loach hirti Gullpálmann Reuters Ólíkt því sem spáð hafði verið hreppti Pedro Almodóvar ekki Gullpálmann fyrir mynd sína Volver, en allar sex leikkonur myndarinnar deildu með sér verð- laununum sem besta leikkona. Frá vinstri: Yohana Cobo, Blanca Port- illo, Lola Duenas, franski leikarinn Jean Rochefort sem var kynnir, Penelope Cruz og Carmen Maura. Eftir Soffíu Haraldsdóttur í Cannes Ken Loach var sigurreifur eftir að hafa hreppt Gullpálmann fyrir myndina The Wind that Shakes the Barley. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Dómnefndin ákvað að veita öllum karlleikurum myndarinnar Indigénes verðlaun besta karlleikara. Frá vinstri: Jamel Bebbouze, Samy Naceri, Roschdy Sem, Sami Bouajila og Bernard Blancan. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Dómnefnd veitti Bruno Dumont „annað sæti“, Grand Prix, fyrir myndina Flandres. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins 42 MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sími - 564 0000Sími - 462 3500 X-MEN 3 kl. 6, 8 og 10 B.i. 12 ára The DaVinci Code kl. 6 og 9 B.i. 14 ára X-Men 3 kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 12 ára Da Vinci Code kl. 4, 5, 7, 8, 10 og 11 B.i. 14 ára Da Vinci Code LÚXUS kl. 5, 8 og 11 Cry Wolf kl. 10 B.i. 16 ára Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 6 og 8 Rauðhetta/Hoodwinked m. íslensku tali kl. 3.50 Ísöld 2 m. íslensku tali kl. 4 LEITIÐ SANNLEIKANS - HVERJU TRÚIR ÞÚ? www.xy.is 200 kr afsláttur fyrir XY félaga MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ? VINSÆLASTA MYND Í HEIMI! eee S.V. MBL. eee VJV - TOPP5.is LOKAUPPGJÖRIÐ Í HINUM STÓRKOSTLEGA X-MEN SAGNABÁLKI. NÚNA MUNU HINIR STÖKKBREYTTU BERJAST INNBYRÐIS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.