Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 18
Í LISTASAFNI Árnesinga var á dögunum opnuð sýning á verkum textíllistakonunnar Hrafnhildar Sigurðardóttur. Hrafnhildur hlaut árið 2005 Norrænu textílverðlaun- in, fyrst Íslendinga og varð fimmti listamaðurinn til að hreppa verð- launin frá því þau voru fyrst veitt árið 2000. Sýning Hrafnhildar í Listasafni Árnesinga ber yfirskriftina Hér. „Að grunni til eru á sýningunni sömu verk og á verðlaunasýning- unni sem haldin var í Borås í Sví- þjóð á síðasta ári, en ég hef bætt við mörgum nýjum verkum sem ég hef unnið síðan þá, og held áfram að vinna með sama þema.“ Þemanu sem Hrafnhildur hefur gert að sínu verður kannski best lýst með umsögn dómnefndar Nor- rænu textílverðlaunanna: Kynjað viðhorf með konuna í forgrunni, túlkað í tilraunum með mismun- andi tækni og efni. Handverkshefð og húmanismi Það er broddur í verkum Hrafn- hildar, og margþætt gagnrýni á samfélagið: „Ég sæki í íslenska handverkshefð og nota hana til að skapa nútímaleg myndverk. Það má segja að ég leiti í hefðina til að deila á hefðina,“ segir Hrafnhildur glettin. „Ég var á tímabili mjög upptekin af feminískum pælingum og gagnrýndi þær staðalmyndir af konum sem eru á hverju strái. En ég deili líka á stríð, á alla misnotk- un minnihlutahópa. Einn listunn- andi sagði mig ekki femínista, heldur húmanista, og ég held að sé mikið til í því, en ég er kona og kannski ekki skrítið að ég deili á samfélagið frá sjónarhóli kven- manns.“ Sem dæmi um þær aðferðir sem Hrafnhildur beitir má nefna verkið „Varastækkun“/„Lip Infusion“. Verkið er gert úr þunnum plast- slöngum sem Hrafnhildur hefur fyllt af varalit: „Nú geturðu keypt varalit í Bandaríkjunum sem inni- heldur bótox, svo þegar þú berð litinn á varirnar bólgna þær upp og verða ofsalega sexy,“ segir Hrafnhildur. „Þetta er auðvitað baneitrað: má bjóða þér að setja á þig varalit og bólgna allur upp?“ Dýrt listform Hrafnhildur menntaði sig við textíldeild Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands og lauk mast- ersnámi í skúlptúr við Coloradohá- skóla. Verkin hennar eru því iðulega á mörkum þessara tveggja listforma: „Ég er ekki hreinræktuð textíllistakona, og í Ameríku myndi ég aldrei vera flokkuð sem slík, heldur vera kölluð „mixed-media artist“ sem vinnur í mjúka skúlptúra.“ Hrafnhildur hefur unnið við listir í hálfan annan áratug og segir ekki mikið á því að græða: „Þetta er dýrt listform að vinna með, verð- launaféð sem fylgir Norrænu text- ílverðlaununum fer að mestu leyti í hráefniskostnað. Þeir spurðu mig í Svíþjóð hvað ég ætlaði að gera við peninginn, og ég svaraði eins og ameríski bóndinn sem vann í Lottóinu: „I’ll keep on farming till it’s all gone“.“ Datt ég á hausinn? Hrafnhildur segist hafa verið al- veg við að gefast upp á listamanns- starfinu þegar hún hreppti verð- launin: „Það leið varla sá dagur að ég velti ekki fyrir mér hvort ég hefði dottið á hausinn, þegar ég ákvað að verða listamaður. Ég hef mörgum sinnum ætlað að pakka saman og segja þetta gott, eftir að hafa unnið næstum kauplaust í fimmtán ár við að skapa mynd- verk,“ segir Hrafnhildur. „Ég gantast stundum þegar fólk spyr við hvað ég vinn, og segist skapa menningarverðmæti í sjálfboða- vinnu. Fólk verður voða hissa og spyr hvernig ég geri það: „Jú, ég er myndlistarkona“.“ Ætlaði að segja upp Hrafnhildur hafði ákveðið að segja skilið við listina, en ekki fyrr en hún hefði þaulreynt allar leiðir. Það var þessi þrautseigja sem varð til þess að hún náði athygli Nor- rænu textílverðlaunanna: „Haustið 2004 gerði ég upp hug minn um að hætta þessu, en ég gat ekki hætt nema fullreynt alla möguleika til hins ýtrasta. Þetta er eins og með íþróttafólkið, sem ekki getur hætt fyrr en það er komið á toppinn. Ég byrja að senda út bréf, og athuga hvort ég geti fengið að sýna, og hvort eitthvað seljist. Ég ætlaði að herma eftir bönkunum og vera með smá útrás,“ segir Hrafnhildur með hlátrasköllum. „Ég sá tilkynningu um að ein- hver Finni hefði hreppt Norrænu textílverðlaunin og fannst það for- vitnilegt. Ég hafði ekki heyrt um þessi verðlaun fyrr, enda nýbreytni í textílheiminum, og sendi verð- launanefndinni bréf. Þeir voru ósköp fegnir að heyra í mér því þeir höfðu lengi verið að reyna að komast í samband við íslenska textíllistamenn og langaði að koma hingað og skoða.“ Klapp á bakið Hrafnhildur kemur verðlauna- nefndinni í samband við Íslenska textílfélagið og fljótlega kemur sendinefnd hingað til lands og skoðar verk íslenskra textíllista- manna, Hrafnhildar þeirra á með- al: „Þegar mér er tilkynnt að ég hljóti verðlaunin hætti ég við að hætta. Ég var farin að liggja yfir atvinnuauglýsingunum þegar hér var komið sögu og ætlaði að segja upp lélegu starfi listamannsins með hátíðlegum hætti, kannski með opnu bréfi í Morgunblaðið,“ segir Hrafnhildur með og hlær, en er þó fúlasta alvara. „Auðvitað hafa verðlaunin fjárhagsleg áhrif, en umfram allt er þetta eitthvert það stærsta klapp á bakið sem ég hef fengið. Það er gerist fátt á Ís- landi sem hvetur mann áfram. – Jú, þeir hæla manni, listfræðing- arnir, þegar maður heldur sýn- ingar. Ég klippi út krítíkina í Morgunblaðinu og á slæmum dög- um les ég hana aftur og líður að- eins betur næsta dag. Ekki að ég hafi verið að bugast undan ein- hverri minnimáttarkennd, en mað- ur hugsar oft með sér, hvort mað- ur er á réttri leið.“ Og Hrafnhildur segir verðlaunin óneitanlega hafa haft gott kynning- argildi: „Það gerðist lítið fyrstu vikurnar, en eftir nokkra mánuði fóru boðsbréfin að berast, svo verðlaunin hafa greinilega áhrif. Kannski ég pakki ekki saman í þessari viku, – slái því aðeins á frest,“ segir Hrafnhildur Sigurð- ardóttir og hlær. Leitar í hefðina til að deila á hefðina Hrafnhildur Sigurðar- dóttir textíllistakona hlaut Norrænu textílverðlaunin 2005. Ásgeir Ingvarsson ræddi við hana um verð- launin, boðskap listar- innar og atvinnulista- manninn sem ætlaði að segja starfi sínu lausu. Morgunblaðið/ÞÖK Hrafnhildur Sigurðardóttir er handhafi Norrænu textílverðlaunanna 2005. ’Það leið varla sá dagurað ég velti ekki fyrir mér hvort ég hefði dott- ið á hausinn, þegar ég ákvað að verða lista- maður.‘ Sýningin „Hér“ í Listasafni Árnesinga í Hveragerði stendur til 18. júní. Fræðast má meira um Hrafnhildi Sigurðardóttur á www.hsig.net. asgeiri@mbl.is Verkin „Fósturlandsins Freyja I: með rauðan skúf í peysu“ og „Fóstur- landsins Freyja II: með rauðan skúf án peysu“. 18 MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Omega 3-6-9 FRÁ H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Fjölómettaðar fitusýrur APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR „ÁTTHAGARNIR“ – Le Pays – kvað eina erlenda óperan sem gerist á Ís- landi – ef trúa skal nafnlausum höfundi tónleikaskrár á uppseldri sýningu verksins á föstudag. Getur það virki- lega verið? hlaut maður að spyrja sjálf- an sig. Einkum með tilliti til fjölda er- lendra hljómsveitarverka frá ofanverðri 19. öld og fram á 20. er leit- uðu fanga í íslenzkum fornsögum. En ef satt reynist var vissulega um tíma- mótaviðburð að ræða, og um leið myndarlega fjöður í hatt Listahátíðar. Hitt var í sjálfu sér jafn eftirtekt- arvert að Le Pays skyldi hér vera upp- færð í fyrsta sinn í hartnær öld að því er fullyrt var. Enda voru fyrstu við- brögð manns einkum mótuð af undr- un. Tónlist Josephs Maries Guys Ropartzs (1864–1955) frá Bretaskaga var nefnilega engu minna innblásin en hún var vönduð. Vissulega vart hugs- anleg án fordæma Wagners um sískarandi „endalausa laglínu“ – en um leið ósvikin frönsk. Auk þess hélzt dramatísk hljómsveitarmeðferðin oft- ast furðugegnsæ og fjölbreytt, og ágerðist það frekar en hitt í síðasta þætti af þrem. Ýmist krómatískt eða módallitað tónmálið var sjálfsagt orðið frekar íhaldssamt fyrir sinn tíma (1908–10), en á hinn bóginn tiktúru- laust, eðlilegt og hnitmiðað. Orkestr- unin var litrík og fagmannleg og féll afar vel að atburðarás mannlegra ástríðna ásamt áhrifamiklum lands- lags- og óveðurslýsingum. Söguþráðurinn fjallaði um bretónskan fiskimann er strandar í af- takaveðri austur á fjörðum og tekur saman við íslenzka bóndadóttur sem hann síðan yfirgefur af heimþrá næsta vor en ferst í kviksyndi „Hrafnagljár“ á reið sinni til franskrar skútu á Seyð- isfirði. Mun frumsagan skv. heim- ildakönnun Elínar Pálmadóttur, höf- undar Fransí Biskví, líklega tengjast sannsögulegum atburðum þegar fimm franskar skútur fórust 1873 í Lóni við Hornafjörð. Þessa einföldu sögu tónsetur Ropartz af miklu hugviti, og kemur m.a.s. fyrir smá kómískri hvíld að stórskálda sið skömmu fyrir harm- rænt niðurlagsatriðið þegar Jörundur tengdafaðir kemur hífaður heim í „Fífufjörð“ eftir kaupstaðarferð. Bergþór Pálsson fór bráðvel með minnsta hlutverkið af þremur og nýtti sér þetta eina gamansama augnablik leiksins ekki síður en hin alvarlegri. Gunnar Guðbjörnsson söng Tual há- seta af jafnt festu sem angurværð og sá vart snöggan blett á söng hans nema kannski á einum háttlægum stað þar sem krafturinn lét á sér standa. Kata (Kaethe á frummáli; allt var sungið á frönsku) var sungin með glæsilegum tilþrifum af Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, er á stundum ang- istar og örvæntingar jafnaðist á við átakamestu senur hennar í Lucia di Lammermoor hér um árið. Sérkennilegt var að sjá söngvarana athafna sig uppi á svölum fyrir ofan hljómsveitina niðri á salargólfi, er sat eins þröngt og sáttir mega sitja. Fyrir utan að einu „leiktjöldin“, að frátöld- um bláum híalínsborða (haf?), voru borð og stólar, en niðri fiskabúr með svamlandi ungþorskum þar sem dans- arinn kaffærði skútumódel í upphafi leiks. En meira þurfti í rauninni varla til. Því hin mörgu hlutfallslega löngu hljómsveitarmillispil voru snilldarvel virkjuð undir dansatriði Láru Stef- ánsdóttur (sem gleymdist að geta í tónleikaskrá), er birtist í násvörtu líki eins konar hrafnagyðju illra örlaga. Ef þá ekki jafnframt fylgju ástmeyjar sjómannsins heima á Bretaskaga, ef marka mátti erótískan pas de deux Láru við hásetann skömmu fyrir lokaklímaxinn. Tengdust þar saman helztu undirliggjandi ástæður harm- leiksins, enda var þjóðtrúin á váboða- gildi hrafna eflaust sameiginleg með Íslendingum og íbúum Bretaskaga fyrr á tímum. Hljómsveitarframlag SÍ-félaga var ekki sízt fallið til að hleypa þessari litlu harmsögu á sópandi flug. Leikið var af markvissri innlifun og nákvæmni í hví- vetna, og ég er ekki frá því að Kurt Kopecky hafi þar með framið eitt mesta afrek sitt á stjórnunarferli sín- um hér á landi. Ástandsópera frá skútuöld TÓNLIST Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi Le Pays, ópera eftir Ropartz. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran (Kata), Gunnar Guðbjörnsson tenór (Tual) og Bergþór Pálsson barýton (Jörundur) ásamt Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Dans: Lára Stef- ánsdóttir. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Stjórnandi: Kurt Kopecky. Föstudaginn 26. maí kl. 20. Listahátíð í Reykjavík – Ópera Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.