Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT BJÖRGUNARSVEITAMENN og sjálf- boðaliðar á eynni Jövu í Indónesíu leituðu ákaft í húsarústum í gær að fólki sem kynni að vera á lífi eftir jarðskjálftann mikla á föstu- dagskvöld. Talið er að margir séu enn fastir undir braki húsa sem hrundu í skjálftanum. Öll sjúkrahús voru yfirfull af slösuðu fólki og áttu læknar og hjúkrunarfólk fullt í fangi með að veita því aðhlynningu. Liðlega 4.600 manns fórust í jarðskjálftanum, að sögn stjórnvalda í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, en hann mun hafa verið 6,3 stig á Richter-kvarða. Susilo Bambang Yudhoyono, forseti Indónesíu, lét herinn þegar í stað hefja björg- unaraðgerðir og hefur tímabundið flutt skrif- stofu sína til hamfarasvæðisins og sefur þar í tjaldbúðum. Þjóðir heims hafa ásamt al- þjóðastofnunum heitið Indónesum aðstoð og leiðtogar hafa sent samúðarkveðjur. Um 200.000 heimilislausir Að sögn talsmanna barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hafa yfir 20.000 manns slasast auk þeirra sem dóu. Líklegt er að um 200.000 hafi misst heimili sín. Geysileg rigning hefur tafið fyrir hjálparstarfinu en einnig veld- ur tjón á síma- og rafmagnslínum og vegum miklum vanda. Fjöldi fólks hefst við í rústum húsa sinna eða sefur á berri jörðinni, sumir úti á hrísgrjónaökrum við borgir og bæi og reyna að verjast regninu með plasti, segldúk eða öðru tiltæku. Syrgjandi aðstandendur leita í örvæntingu að einhverju ætilegu í rústunum, víða eru lík farin að rotna og mikil stækja. Margir kvarta undan því að yfirvöld sinni þeim ekki, engin aðstoð berist. „Í öllum bæn- um, biðjið fólk um að hjálpa okkur,“ sagði Brojo Sukardi sem bjó í þorpi í Bantul-heráði. Fjöldi sjálfboðaliða hefur lagt leið sína til hér- aðsins sem er um miðbik eyjarinnar og varð verst úti, til þess að aðstoða við leit og hjálp- arstörf. „Við erum búin að sætta okkur við að hann sé dáinn,“ sagði kona á fimmtugsaldri, Yuni, sem leitaði í rústum að frænda sínum. „Eina vonin er að við finnum líkið svo að við getum grafið hann á viðeigandi hátt.“ Flestir Indónesar eru múslímar en mikil áhersla er lögð á það í íslam að jarðsetja fólk innan sólar- hrings frá því að það deyr. Fjöldi húsa og mannvirkja eyðilögðust í borginni Yogyakarta og nágrenni, meðal ann- ars gamalt og frægt hindúamusteri er nefnist Prambanan. Hrundu þar og brotnuðu fornar veggmyndir sem reynt hefur verið að lagfæra sl. 70 ár af mikilli þolinmæði. Yogyakarta hef- ur um hálfa milljón íbúa, er forn konungsborg, mjög vinsæll ferðamannastaður og helsta menningarmiðstöð Jövu. En mest varð mann- tjónið í Batul-borg. Er talið að þar hafi um 2000 manns farist og mörg þúsund slasast, að sögn héraðsstjórans, Idham Samawi. Þunglamalegt skrifræðiskerfi Hann sagði einnig líklegt að fjöldi manns væri enn fastur undir húsarústum, að sögn dagblaðsins The New York Times. Héraðs- stjórinn viðurkenndi að hjálp bærist seint. „Margir embættismenn stjórnarinnar hafa engan skilning á þessu, þeir vinna hægt í þunglamalegu skrifræðiskerfi en á meðan berjast þeir sem komust af í örvæntingu við dauða og sjúkdóma,“ sagði Samawi. Hátt í 500 minni skjálftar hafa orðið í kjölfar stóra skjálftans og það varð ekki til þess að draga úr ótta almennings. Einnig urðu harðir skjálftar á Kyrrahafi austan við Indónesíu í gær en engin flóðbylgja myndaðist og ekki vit- að um neitt tjón. Upptökin voru á suðurstörnd Jövu, rúmlega 20 km suðvestur af Yogyakarta. Skjálftinn varð rétt fyrir sex að morgni laug- ardags að staðartíma og því flestir sofandi. Að sögn eldfjallafræðings magnaði skjálft- inn virkni í eldfjallinu Merapi sem er skammt frá Yogyakarta. Eldfjallasérfræðingar telja að fjallið muni gjósa á næstunni, en drunur hafa heyrst frá því auk þess sem það hefur spúð ösku og hraunslettum síðustu vikurnar. Margir héldu að gos væri hafið þegar skjálft- inn reið yfir. „Biðjið fólk um að hjálpa okkur“ Um 4.600 manns létu lífið í hamförunum á Jövu en óttast er að margir séu fastir undir húsarústum Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Reuters Syrgjandi ættingjar við útför í Bambang Lipuro í Bantul-héraði í gær. Manntjónið var lang- mest í Bantul. Sjúkrahús á Jövu eru löngu orðin yfirfull og víða er skortur á ýmsum hjálpar- gögnum. Um 20.000 manns munu hafa slasast auk þeirra 4.600 sem fórust í jarðskjálftanum. Reuters Susilo Bambang Yudhoyono, forseti Indó- nesíu, hugar að slösuðum dreng í grennd við ferðamannaborgina Yogyakarta. með fikniefnasölu og mannránum en Kólumbía er eitt mesta útflutnings- ríki fíkniefna í heimi, hvergi er framleitt jafn mikið af kókaíni. Um 200 þúsund manns hafa fallið í átökunum við uppreisnarmenn síð- ustu fjóra áratugi. Uribe tókst að mestu að afvopna samtök hægri- sinnaðra vígamanna sem börðust með sjálfstæðum hætti gegn FARC og voru einnig bendlaðir við fíkni- Bogota. AP, AFP. | Forsetakosningar voru í Suður-Ameríkuríkinu Kól- umbíu í gær og var gríðarleg örygg- isgæsla í tengslum við þær enda hefur mikið verið um átök og ofbeldi í landinu síðustu áratugi. Uppreisn- armenn í marxistahreyfingunni FARC hétu að trufla ekki kosning- arnar, þeir hafa ekki gefið slík lof- orð síðan 1998. Sex manns voru í kjöri. Forseti landsins, hægrimaðurinn Avaro Uribe, sóttist eftir endurkjöri til næstu fjögurra ára og bentu kann- anir til þess að hann myndi ná því markmiði. Síðustu kannanir bentu til þess að helsti keppinauturinn væri vinstriþingmaðurinn Carlos Gaviria. Var honum spáð 36,5% fylgi en forsetanum 57,5% sem myndi merkja að ekki þyrfti að kjósa aftur milli tveggja efstu frambjóðenda. Liðsmenn FARC myrtu á sínum tíma föður Uribe og margsinnis hef- ur verið reynt að ráða forsetann af dögum. Fréttaskýrendur segja að þær aðgerðir sem Uribe, sem er 53 ára, hefur gripið til í baráttunni gegn uppreisnarmönnum, hryðju- verkum og fíkniefnaviðskiptum hafi skilað árangri en hann er sakaður um að hafa látið umbætur í fé- lagsmálum sitja á hakanum. Hann hefur átt náið samstarf við Banda- ríkjamenn í baráttunni gegn fikni- efnasölum. Uribe þykir vinnusamur með afbrigðum og slakar á með jóga-æfingum. Eitt helsta fíkniefnaríkið FARC hefur að miklu leyti fjár- magnað baráttu sína síðustu árin efnasölu. Mannránum hefur einnig fækkað um tvo þriðju í fjögurra ára valdatíð hans og mun betra ástand er á götum úti í borgunum, að sögn heimildarmanna. Morðum hefur fækkað úr 36.000 árið 2002 í 15.000 í fyrra. Hagvöxtur hefur einnig verið stöðugur á kjörtímabilinu. Um 41 milljón manna býr í Kólumbíu en þar af lifir helmingurinn undir fá- tæktarmörkum. Mun færri morð og mannrán í Kólumbíu Reuters Alvaro Uribe, forseti Kólumbíu, greiddi atkvæði í gær í höfuðborg lands- ins, Bogota. Hann var talinn mjög líklegur til að ná endurkjöri. Katmandu, Sydney. AP, AFP. | Fimm- tugur ástralskur fjallgöngumað- ur, sem talinn hafði verið af skömmu eftir að hafa komist á tind hæsta fjalls heims, Everest, reyndist á sunnudag vera á lífi. Burðarmenn hans úr röðum sherpa urðu að skilja manninn, Lincoln Hall, eftir nálægt tindin- um á fimmtudag þegar hann veiktist en súrefnisbirgðir þeirra sjálfra voru á þrotum. Nokkrum stundum síðar rakst hópur Bandaríkjamanna á Hall og tókst loks með aðstoð frá búðum neð- arlega í fjallinu að bjarga honum af fjallinu. Everest er 8,848 metrar að hæð. Hall er þrautreyndur fjall- göngumaður en mun hafa veikst skyndilega og tókst sherpunum, sem voru tveir, ekki að fá hann til að þiggja aðstoð. Eftir að hafa eytt aðfaranótt laugardags í upphituð- um tjaldbúðum í um 7.000 metra hæð jafnaði hann sig svo mikið að hann gat gengið sjálfur niður næsta dag, að mestu hjálparlaust. Björgun Halls ýtir enn undir umræður um siðferði fjallgöngu- manna og náungakærleika en 15. maí lést 34 ára gamall, breskur göngumaður, David Sharp, á Everest eftir að 40 manns höfðu gengið fram hjá honum bjargar- lausum í snjónum. Súrefniskútar hans voru tómir. Fólkið sagðist ekki hafa getað hjálpað manninum án þess að taka þá áhættu að þess eigin birgðir myndi þrjóta. Nýsjálendingurinn Sir Edmund Hillary, sem fyrstur komst á tind- inn 1953 ásamt sherpanum Norgay Tenzing, gagnrýndi harð- lega þetta framferði og sagði „hryllilegt“ að fjallgöngumenn skyldu yfirgefa deyjandi mann. Of margir óreyndir að ganga Hins vegar mun atburðurinn ekki hafa valdið undrun meðal flestra fjallgöngumanna, mörg dæmi munu um svipuð atvik. Ekki megi gleyma að einn gönguhópur- inn hafi gefið manninum eitthvað af súrefni þar sem hann sat. Gang- an sé svo erfið að ekkert megi bregða út af og birgðirnar af súr- efni, sem menn hafi með sér, dugi með naumindum þeim sjálfum. Sharp hafi verið illa búinn undir gönguna, haft of lítið af súrefni með sér og jafnvel ekki verið með nothæfa hanska. En aðrir benda á að nú séu svo margir farnir að reyna sig við tindinn að siðferðið hafi breyst, samheldnin hafi verið meiri þegar um var að ræða nokkra tugi vel þjálfaðra manna. Margir óreyndir göngumenn, sem gangi á Everest, viti heldur ekki hvernig best sé að hjálpa þeim sem lendi í vanda eins og Sharp sem var einn á ferð. Skilinn eftir til að deyja Fjallgöngumenn á Everest sakaðir um skort á náungakærleika

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.