Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Sjálfstæðisflokkurinn getur íheild mjög vel unað við úr-slit sveitarstjórnarkosning-anna, að mati Geirs H.
Haarde, formanns Sjálfstæðis-
flokksins.
„Við bætum heildarfylgi okkar í
landinu allverulega og styrkjum
stöðu okkar í ýmsum sveitar-
stjórnum. Við fáum meirihluta í
þrettán bæjarfélögum og sveit-
arstjórnum og aukið fylgi mun víð-
ar,“ sagði Geir. Staðirnir þar sem
Sjálfstæðisflokkurinn fékk meiri-
hluta eru Snæfellsbær, Grund-
arfjörður, Stykkishólmur, Tálkna-
fjörður, Seyðisfjörður, Vestmanna-
eyjar, Rangárþing ytra, Hveragerði,
Sveitarfélagið Ölfus, Reykjanesbær,
Garðabær, Seltjarnarnes og Mýr-
dalshreppur.
Geir sagði að sér sýndist að þar
sem fylgi Sjálfstæðisflokksins
minnkaði í kosningunum hefði það
aðallega gerst vegna staðbundinna
aðstæðna. Á einhverju stöðum hefði
flokkurinn misst meirihluta með
mjög litlum atkvæðamun. Hann
sagði að sér þætti ánægjulegt hvað
Sjálfstæðisflokkurinn sótti í sig
veðrið um allt Suðurland, t.d. í Vest-
mannaeyjum, um Vesturland, t.d.
um allt Snæfellsnes og í Borg-
arbyggð. Sjálfstæðisflokkurinn hefði
unnið sinn stærsta sigur til þessa í
Ísafjarðarbæ, fengið mjög góða út-
komu í hinni nýju Fjallabyggð
[Siglufirði og Ólafsfirði] og eins í
Norðurþingi [Húsavík og nágrenni].
Einnig hefði hann fengið sterka út-
komu í Fjarðabyggð og haldið sínum
hlut á Fljótsdalshéraði.
„Um land allt er Sjálfstæðisflokk-
urinn í sókn,“ sagði Geir. „Þá á ég
eftir að nefna staðina þar sem við
vinnum stærstu sigrana sem er á
Seltjarnarnesi, þar sem við fáum
meira fylgi en nokkru sinni fyrr
þrátt fyrir vissa erfiðleika á kjör-
tímabilinu, í Garðabæ þar sem fylgið
er mjög öflugt og í Reykjanesbæ.
Við bætum verulega við okkur í
Kópavogi og sömuleiðis bætum við
við okkur í Reykjavík þar sem Sjálf-
stæðisflokkurinn er nú í lykilað-
stöðu. Í Reykjavík er ljóst að
R-listaflokkarnir hafa misst meiri-
hluta sinn og að ekkert meiri-
hlutasamstarf er raunhæft án þess
að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd-
viti okkar í borginni, verði borg-
arstjóri.“
Geir kvaðst telja að úrslit sveit-
arstjórnarkosninganna gæfu Sjálf-
stæðisflokknum byr í seglin í að-
draganda næstu alþingiskosninga.
Hann kvaðst einnig telja að úrslit
sveitarstjórnarkosninganna væru
ákveðinn skellur fyrir Samfylk-
inguna, ekki síst í Reykjavík. „Það
er greinilegt að fylgi frá þeim er að
færast yfir til Vinstri grænna, sem
ná góðum árangri víða líkt og Frjáls-
lyndi flokkurinn.“
Aðspurður um gengi Framsókn-
arflokksins sagðist Geir telja að út-
koman sem hann fékk hefði mest
verið vegna staðbundinna aðstæðna.
„Þeir sækja í sig veðrið á nokkrum
stöðum. Ég held að þeir hafi tapað
verulega á því að hafa verið í R-lista-
samstarfinu í borginni og þar sem
þeir hafa verið í samkrulli með
vinstriflokkunum.“ Geir kvaðst ekki
telja að niðurstöður sveitarstjórn-
arkosninganna hefðu nein áhrif á
stöðu ríkisstjórnarinnar.
„Það var ekkert verið að kjósa um
ríkisstjórnina í þessum kosningum.
Hún nýtur meirihlutafylgis sam-
kvæmt skoðanakönnunum. Ég sé
ekki að þetta eigi að hafa nein áhrif á
hana. Við munum halda okkar
striki.“
Geir H. Haarde,
formaður Sjálfstæðisflokksins
Sjálfstæðismenn
mega vel við una
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
Ég er bara nokkuð sátt viðútkomu Samfylking-arinnar og sýnist að húnsé að festa sig í sessi
sem 30% flokkur á landsvísu,“
sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
formaður Samfylkingarinnar.
„Hún vinnur mikla sigra í Hafn-
arfirði, Kópavogi og á Akureyri.
Reyndar víðar eins og á Höfn, í
Sandgerði, í Skagafirðinum og
Sveitarfélaginu Ölfusi þannig að
Samfylkingin er víða að bæta fylgi
sitt.“ Einnig unnust víða góðir
sigrar í sameiginlegum framboðum
þar sem Samfylkingin tók þátt.
Ingibjörg Sólrún nefndi Dalvík,
Álftanes, Garð og Borgarbyggð í
því sambandi.
Samfylkingin í Reykjavík
stefndi að því að ná Oddnýju
Sturludóttur inn en það tókst ekki.
„Kannski má segja að það hafi ver-
ið heldur bjartsýnar vonir miðað
við að við erum með fjóra borg-
arfulltrúa og búin að vera tólf ár í
meirihluta og ákveðin ósk í loftinu
um breytingar,“ sagði Ingibjörg
Sólrún. Hún sagði og að nið-
urstaða kosninganna í Reykjavík
hefði verið í samræmi við það sem
skoðanakannanir höfðu sýnt og því
ekki komið beint á óvart.
„Samfylkingin hefur verið kjöl-
festan í Reykjavíkurlistanum og
hún ákvað að standa með honum
allt til enda. Það var því ekki við
öðru að búast en að ágjöf á hann
kæmi niður á Samfylkingunni. Ég
hlýt hins vegar að vekja athygli á
að aðeins tvisvar áður frá stríðs-
lokum hefur flokkur á vinstri væng
stjórnmálanna fengið jafn mikið
fylgi í borgarstjórnarkosningum.“
Í niðurstöðum sveitarstjórn-
arkosninganna á landsvísu liggur,
að mati Ingibjargar Sólrúnar, að
Sjálfstæðisflokkurinn sé m
40% fylgi, Samfylkingin um
fylgi og Framsóknarflokku
Frjálslyndi flokkurinn og V
hreyfingin grænt framboð
sig með 10-12% fylgi. „Það
segja að þetta munstur sé
teikna sig nokkuð afgeran
sagði Ingibjörg Sólrún. „V
Samfylkingunni erum ekk
tjalda til einnar nætur. Þe
nýr flokkur sem er að byg
upp á landsvísu og við ætl
sækja meira í næstu kosni
Ingibjörg Sólrún sagði s
það athyglisvert að þetta h
verið fjórðu kosningarnar
sem Sjálfstæðisflokkurinn
að ná hreinum meirihluta
Reykjavík.
„Hann er búinn að skipt
menn, stefnu og jafnvel lit
nær ekki þessu markmiði
Jafnvel þó hann standi nú
uðsvörðum Reykjavíkurlis
útför hans fór fram nánast
útsendingu mánuðum sam
Þetta áttu að vera kjöraðs
fyrir Sjálfstæðisflokkinn, e
bætir aðeins við sig 307 at
frá síðustu kosningum. Að
úr þessum kosningum krö
Sjálfstæðisflokkurinn taki
Reykjavík finnst mér ekki
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinn
Samfylkingin er að festa sig
ODDVITAR flokkanna í
tölum úr kosningunum í
ur á laugardagskvöldið.
Spenna í
Úrslit sveitarstjórkosninganna sýFrjálslyndi flokhefur víða feng
góð viðbrögð við framboðu
um, að mati Guðjóns A. K
sonar, formanns Frjálslyn
flokksins. Hann sagði ekk
hægt að merkja en að stuð
við málstað flokksins hefð
vaxandi í aðdraganda kosn
víðast hvar.
„Við erum þokkalega sá
okkar hlut í kosningunum
almennt, þó að okkur þæt
missa út mann í Skagafirð
atkvæðum. Við erum ekki
alveg sátt við niðurstöðun
fjarðarbæ þar sem við hél
væri meiri inneign fyrir fr
sameiginlega [Í-listi Samfy
Vinstrihreyfingarinnar – g
framboðs og Frjálslyndra
óháðra]. Við erum að auka
okkar í Reykjavíkurborg ú
6% í yfir 10%. Í Grindavík
við með tæp 12%, á Skaga
náum við inn manni. Þetta
mörgu leyti mjög viðunand
Höfum
Guðjón A. Kri
KOSNINGAÚRSLITIN
Úrslit sveitarstjórnarkosn-inganna í fyrradag eruum margt athyglisverð.
Meginniðurstaða kosninganna
er sú, að við Íslendingar erum
ekki á leið til tveggja flokka
kerfis. Minni flokkar á borð við
vinstri græna og frjálslynda eru
að styrkjast.
Aðalástæðan fyrir því, að
Sjálfstæðisflokkurinn endur-
heimti ekki meirihluta sinn í
borgarstjórn nú er tilvist og
sterk staða Frjálslynda flokks-
ins.
Sverrir Hermannsson, fyrrum
þingmaður og ráðherra Sjálf-
stæðisflokksins, stofnaði flokk-
inn eftir harðar deilur við for-
svarsmenn Sjálfstæðisflokksins
og fékk til liðs við sig Guðjón A.
Kristjánsson, sem einnig hafði
verið virkur í Sjálfstæðisflokkn-
um og síðar Matthías Bjarnason,
fyrrum þingmann og ráðherra
Sjálfstæðisflokks. Í borgar-
stjórnarkosningum fyrir fjórum
árum gekk Ólafur F. Magnús-
son, fyrrum borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokks, til liðs við Frjáls-
lynda flokkinn. Það er því ekki
ofmælt að um sé að ræða flokk,
sem hafi orðið til vegna klofn-
ings úr Sjálfstæðisflokknum.
Nú er þessi flokkur farinn að
valda Sjálfstæðisflokknum veru-
legum óþægindum. Það hefur
blasað við um skeið, að til þess
gæti komið. Fyrir nokkrum
misserum varpaði Morgunblaðið
fram þeirri spurningu, hvort
ekki væri tímabært að kanna
möguleika á sameiningu Sjálf-
stæðisflokks og Frjálslynda
flokksins. Ekki verður sagt að sú
ábending hafi vakið mikla hrifn-
ingu í flokkunum tveimur og alla
vega ekki mikil viðbrögð.
Í gær hófust óformlegar við-
ræður milli oddvita þessara
tveggja flokka í borgarstjórn um
hugsanlega meirihlutamyndun. Í
þeim viðræðum er mikilvægt
fyrir Sjálfstæðisflokkinn að loka
engum dyrum á hugsanlegt sam-
starf við aðra, svo sem Fram-
sóknarflokk og vinstri græna.
Sennilega tæki það skemmstan
tíma að mynda meirihluta með
Framsóknarflokki. Samstarf við
vinstri græna mundi opna nýjar
og spennandi víddir í pólitíkinni
en til þess þarf kjark af beggja
hálfu. Meirihlutamyndun með
frjálslyndum gæti þjónað lang-
tímahagsmunum Sjálfstæðis-
flokksins en gæti orðið erfið á
köflum.
Í ljósi erfiðrar stöðu Fram-
sóknarflokksins í upphafi kosn-
ingabaráttunnar er það afrek
hjá Birni Inga Hrafnssyni að ná
kjöri. Eftir að hafa náð þeim ár-
angri hefur hann augljóslega
styrkt stöðu sína sem hugsan-
legur framtíðarleiðtogi Fram-
sóknarflokksins.
Vinstri grænir hafa fest sig í
sessi og fram er komin á sjón-
arsviðið ný kona, sem er líkleg til
að láta að sér kveða í íslenzkum
stjórnmálum, þar sem er Svan-
dís Svavarsdóttir.
Sjálfstæðisflokkurinn má að
flestu leyti vel við una þessi
kosningaúrslit og hefur augljós-
lega styrkt stöðu sína. Hins veg-
ar eru úrslitin í Hafnarfirði um-
talsvert áfall fyrir flokkinn.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
lengi verið sterkur í Hafnarfirði
og þess vegna eru hörmuleg úr-
slit í bæjarstjórnarkosningunum
þar illskiljanleg. Þau verða tæp-
ast skilin á annan veg en þann að
mikil innanmein séu í Sjálfstæð-
isflokknum í Hafnarfirði. Hvern-
ig stendur á því að tveir af ráð-
herrum flokksins, Árni M.
Mathiesen, fjármálaráðherra, og
Þorgerður Katrín Gunnarsdótt-
ir, menntamálaráðherra, láta
það gerast? Þau þurfa augljós-
lega að taka til hendi nú þegar.
Úrslitin á Akureyri ollu von-
brigðum meðal sjálfstæðis-
manna, ekki sízt í ljósi augljósra
vinsælda Kristjáns Þórs Júlíus-
sonar, bæjarstjóra, sem telja má
víst að skipi forystusveit flokks-
ins í framtíðinni. Margir sjálf-
stæðismenn gerðu sér einnig
vonir um meirihluta í Kópavogi
og hafi einhver bæjarstjóri unn-
ið til þess með verkum sínum er
það Gunnar I. Birgisson, sem
augljóslega hefur unnið þrek-
virki í uppbyggingu Kópavogs-
bæjar eftir að hann kom þar til
sögunnar.
Framsóknarmenn urðu fyrir
áfalli í þessum kosningum og
þurfa að huga rækilega að stöðu
sinni. Það gera þeir ekki með því
að ástunda sjálfsblekkingu held-
ur með köldu mati á stöðunni,
hversu óþægilegt, sem það kann
að verða.
Kosningaúrslitin staðfesta þá
tilfinningu, sem margir hafa
haft, þar á meðal Morgunblaðið,
að Samfylkingin undir forystu
Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt-
ur væri ekki að ná neinu flugi
heldur þvert á móti. Að óbreyttu
horfir Samfylkingarfólk fram til
áframhaldandi veru í stjórnar-
andstöðu eftir næstu þingkosn-
ingar. Þar hljóta menn að spyrja
hvað valdi og hvort ekki þurfi að
koma til snarpari forysta.
Minnkandi þátttaka í kosning-
unum er mikið áhyggjuefni. Það
kann ekki góðri lukku að stýra ef
landsmenn missa áhuga á mál-
efnum líðandi stundar og nýta
sér ekki þann lýðræðislega rétt,
sem þeir hafa til að hafa áhrif.