Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 15 ERLENT Sheer Driving Pleasure BMW 5 lína www.bmw.is HART er nú deilt í Bretlandi um gagnsemi náttúrulækninga eða hómópatíu en heilbrigðiskerfi rík- isins, NHS, gefur almenningi kost á að nýta sér slíkar aðferðir, að sögn vefsíðu dagblaðsins The Guardian. Peter Fisher, yfirmaður Konung- lega náttúrulækningaháskólans í London, svarar fullum hálsi þeim sem gefa í skyn að um skottulækn- ingar sé að ræða og segir að það sem skipti öllu sé að aðferðirnar virki. Fishers er gigtarlæknir og lauk námi við Cambridge-háskóla, hann segist hafa af forvitni viljað ráða gátuna um gagnsemi náttúrulækn- inga, það hafi sér þó ekki tekist enn. Fisher segir náttúrulækningar vissulega umdeilanlegar en þær byggist á því að gera ekki skýran greinarmun á líkama og sál, and- stætt gömlum hefðum í vestrænum vísindum og heimspeki René Des- cartes. Um 27.000 manns fá aðstoð hjá Fisher og starfsliði hans ár hvert. Beitt er m.a. kínverskum nálastungum gegn gigt og fleiri sjúkdómum og margir fá bót meina sinna. Einnig er lögð áhersla á fæðu- val og þegar skjólstæðingar fá lyf af einhverju tagi er þeim gefið örlítið af efninu sem veldur krankleik- anum. Líkja má aðferðinni við bólu- setningu. Fisher sýnir litla flösku með blöndu sem er 900 hlutar af vatni á móti einum af virka efninu. „Það er varla eitt einasta fjárans mólekúl af virka efninu í þessari. En þetta virk- ar alveg tvímælalalaust.“ „En þetta virkar alveg tvímæla- laust“ Miami Beach. AP. | Bandarísk- ur karlmaður, Edward van Dyk, kastaði tveimur börnum sínum fram af svölum á 15. hæð hótels á Miami Beach á Flórída á laugardag áður en hann fyrirfór sér með því að stökkva sjálfur. Synirnir voru átta og fjögurra ára gamlir og dóu þegar þeir lentu eins og faðirinn á þaki á annarri hæð. Eiginkona mannsins sá til hans er hann stökk fram af svölunum. Konan sagði lögreglunni að þau hjónin hefðu átt í hjóna- bandsvandræðum, en þau höfðu verið gift í 10 ár. Þau bjuggu í Illinois. Harmleikurinn varð á Loews-hóteli. „Það er miður að þessi herramaður hafi ver- ið svo sjálfselskur að í við- leitni sinni til að hefna sín á eiginkonu sinni hafi hann tek- ið frá henni þær tvær mann- eskjur sem henni þótti vænst um í heiminum,“ sagði tals- maður lögreglunnar. Van Dyk hafði starfað sl. eitt og hálft ár á krabba- meinsdeild sjúkrahúss í heimabæ fjölskyldunnar í Alton í Illinois. Að sögn lög- reglu skildi hann ekki eftir sig neinar vísbendingar sem gætu skýrt ákvörðun hans. Fjölskyldu- harmleikur í Miami Beach TALIÐ er að um 900 þúsund manns hafi sótt útimessu Benedikts XVI páfa á engi rétt hjá Krakow í Póllandi í gærmorgun. Páfi hvatti viðstadda til að breiða út kristna trú. Lokadagur heimsóknar páfa til Póllands var í gær en henni lauk með því að páfi, sem er þýskur, skoðaði Auschwitz þar sem útrýmingarbúðir nasista voru í síð- ari heimsstyrjöld og milljónir gyðinga létu lífið. Hann flutti hluta af prédikun sinni á pólsku en páfi hefur helgað Jóhannesi Páli II, fyrirrennara sínum, sem var pólskur, heimsóknina. Messan var haldin á sama eng- inu og Jóhannes Páll hélt útimessur sem páfi í ferðum til heimalandsins en hann var erkibiskup í Krakow áð- ur en hann var kjörinn páfi. Nokkrum skugga var varpað á heimsókn páfa í Auschwitz þegar ráðist var á rabbínann Michael Schudrich frá Varsjá í gær. Rabbíninn meiddist ekki en árásarmaðurinn slapp. Reuters Stúlkur við messuna í Póllandi syngja með páfa, þær hafa skreytt andlitið með „B16“ til heiðurs Benedikt 16. Nær milljón við páfamessu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.