Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF NISSAN PATHFINDER Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Selfossi 482 3100 Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Nissan Pathfinder SE sjálfskiptur Verð aðeins 4.390.000 kr. Verð áður 4.890.000 kr. E N N E M M / S ÍA / N M 2 19 9 1 ÞEI R R UKU ÚT EN VIÐ BÆ TTU M N OKK RUM VIÐ ! TAKMARKAÐ MAGN! 500.000 KR. VERÐLÆKKUN! NISSAN BERST Á MÓ BORGAÐU MINNA KOMDU OG REYNSLUAKTU! KONUR skipa aðeins 12% stjórnar- sæta í 100 veltumestu fyrirtækjum landsins og 10,5% stjórnenda þessara fyrirtækja eru konur. Þetta er meðal þess sem fram kemur á lista yfir jafn- rétti í fyrirtækjum á vegum rann- sóknarverkefnisins Jafnréttiskenni- talan sem Rannsóknasetur vinnu- réttar og jafnréttismála við Við- skiptaháskólann á Bifröst birti ný- lega. Á listanum eru 39% fyrirtækjanna með skriflega jafnréttisáætlun, engin kona er í stjórn 55% fyrirtækjanna en fimm konur, eða um 5%, eru stjórnarformenn. Fimm fyrirtæki eru með konur í 50% stjórnarsæta eða meira, þ.e. um 5% fyrirtækjanna. Þetta eru Íslensk- ameríska verslunarfélagið ehf., Fast- eignafélagið Stoðir hf., Bílabúð Benna ehf., Eykt ehf. og Þ.G. verk- takar ehf. Konur gegndu stjórnarfor- mennsku í tveimur þessara fyrir- tækja. Konur eru í tæplega 6% stjórnar- sæta af þeim fyrirtækjum á listanum sem skráð eru á aðallista Kauphallar Íslands, þar af gegndi ein kona stjórnarformennsku. Upplýsingar um 100 stærstu fyr- irtækin voru fengnar hjá Lánstrausti og var þar miðað við veltu ársins 2004, þar sem ekki lágu fyrir heild- stæðar upplýsingar um veltu árið 2005. Fyrirtækjunum gafst svo kost- ur á að leiðrétta upplýsingar sem afl- að var með símakönnun. Rannsókna- setur vinnuréttar og jafnréttismála ætlar að birta Jafnréttiskennitöluna einu sinni á ári þannig að hægt verði að greina þróun á hlut kvenna í stjórnum og stjórnendastöðum 100 veltumestu fyrirtækja landsins. Rýr hlutur kvenna í stjórnum Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is 6!"  0/ "                                  ! ' '"  $&    ! " #$% " &   ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● POUL Madsen, aðalritstjóri Ekstra Bladet, hefur verið ráðinn ritstjóri væntanlegs fríblaðs sem útgáfu- félagið JP/Politikens Hus hyggst gefa út í haust í samkeppni við Nyhedsavisen, væntanlegt fríblað dótturfélags Dagsbrúnar í Danmörku, 365 Media Scandinavia. Madsen hef- ur störf á nýjum vinnustað í dag og ber ábyrgð á að ráða blaðamenn og móta stefnu blaðsins. JP/Politikens Hus gefur út blöðin Jyllands-Posten, Politiken og Ekstra Bladet. Ritstjóri á nýtt fríblað JP/Politiken BAUGUR Group á í viðræðum við stjórn bresku versl- anakeðjunnar House of Fraser um möguleika á að leggja fram tilboð í fyrirtækið. Þetta kemur fram í yfir- lýsingu til bresku kauphallarinnar, sem sagt var frá á fréttavef Morgunblaðsins. Í yfirlýsingunni segir að komi til tilboðs verði kaup- verð greitt í reiðufé. Viðræður séu hins vegar ekki langt komnar og ekki liggi fyrir að tilboð verði lagt fram. Haft er eftir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni , forstjóra Baugs, í blaðinu Daily Telegraph að formlegt tilboð geti komið fram á næstu vikum. Þar segir Jón Ásgeir enn- fremur að Baugur muni gera mun meiri viðskipti í Bret- landi á þessu ári en því síðasta. Undirbúa tilboð í House of Fraser VIÐSKIPTA- og hagfræði- deild Háskóla Íslands verður með málstofu í Odda, stofu 101, í hádeginu á miðvikudag. Ólaf- ur Ísleifsson hagfræðingur mun flytja erindi um íslenska lífeyriskerfið í alþjóðlegu sam- hengi og tengsl þess við inn- lendan fjármálamarkað og þjóðarbúskap. Málstofa um lífeyriskerfið ● GLITNIR hefur hug á að auka verð- bréfamiðlun sína í Danmörku, Svíþjóð og á Bretlandi, að því er fram kom hjá Bjarna Ármanns- syni, forstjóra Glitnis, á síma- fundi á föstudag með fjárfestum. Fundurinn fór fram í tilefni af kaupum Glitnis á sænska verðbréfafyrirtæk- inu Fischer Partn- ers. Fram kemur í frásögn danskra miðla af fundinum að á síðustu tveimur árum hafi Glitnir staðið í sex fyrirtækjakaupum á al- þjóðlegum markaði, og nokkur fleiri slík kaup séu til skoðunar. Glitnir vaxi enn frekar Bjarni Ármannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.