Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 15% afsláttur af öllum drögtum Mánudagur 29. maí Hnetupottréttur m/tofu á teini Þriðjudagur 30. maí Dahl m/litlum samósum Miðvikudagur 31. maí Moussaka grískur ofnréttur Fimmtudagur 1. júní Spínatlasagna sí sí sívinsælt Föstudagur 2. júní Tortillas & chillipottur Helgin 3.-4. júní Thailenskur pottur m/núðlum www.svanni.is Sendum nýja sumarlistann út á land Sími 567 3718 BOLIR, PILS TOPPAR 20% AFSLÁTTUR Ertu á leið til sólarlanda? Frábært úrval af sumarfatnaði. NEMENDUR, starfsfólk og foreldrar við Aust- urbæjarskóla héldu laugardaginn hátíðlegan með veglegri vorhátíð þar sem margt var um dýrðir. Fór skólafólk m.a. í skrúðgöngu um bæ- inn þar sem slagverkssveitir slógu taktinn. Klæddu nemendur sig í litríkan klæðnað með fjölþjóðlegu yfirbragði og bar margs konar skraut fyrir augu, t.d. grímur, boli, veifur og fleira sem nemendur útbjuggu í tilefni dagsins, auk skreytinga frá framandi löndum. Gekk hersingin þannig um miðbæinn syngjandi af hjartans list, en að lokinni skrúðgöngunni hélt vorhátíðin áfram, jafnt innan veggja skólans og í skólaporti Austurbæjarskóla, þar sem grillað var, boðið upp á andlitsmálningu og leiktæki. Þá voru flutt skemmtiatriði á útisviði, yngstu nemendur skólans tóku lagið og hljómsveit nemenda úr 10. bekk spilaði. Þá kom fram 50 manna stórsveit nemenda, kennara, foreldra og kennaranema, söng, dansaði, lék á hljóðfæri og flutti leikþátt. Morgunblaðið/Eggert Það er ljóst að börnin elska sumarið og ekki er úr vegi að byrja það með smá andlitsmálun. Litrík vorhátíð í Austurbæjarskóla Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali ALLAR skoðanakannanir sem gerð- ar voru rétt fyrir borgarstjórnar- kosningarnar ofmátu fylgi Sjálfstæð- isflokksins í borginni. Könnun Gallup fór þó næst úrslitunum, en meðalfrá- vik í könnuninni var 1,13% og segist Þóra Ásgeirsdóttir, forstöðumaður viðhorfsrannsókna hjá Gallup, vera mjög ánægð með þá niðurstöðu. Úrslit kosninganna í Reykjavík eru í ágætu samræmi við síðustu skoð- anakönnun Gallup að öðru leyti en því að Sjálfstæðisflokkurinn fékk heldur minna fylgi en könnunin sýndi og Frjálslyndi flokkurinn fékk meira fylgi í kosningunum en könnunin sýndi. Þóra bendir á að könnun Gallup hafi sýnt Björn Inga Hrafnsson með sæti í borgarstjórn, en það gerðu hvorki Félagsvísindastofnun í könn- un sem gerð var fyrir NFS né Frétta- blaðið. Í síðustu könnun NFS var Sjálfstæðisflokkurinn með meirihluta og síðasta könnun Fréttablaðsins sýndi Samfylkinguna með 3,4% meira fylgi en flokkurinn fékk í kosn- ingum. Tíðar kannanir Gallup birti skoðanakönnun dag hvern síðustu vikuna fyrir kosningar. Kannanirnar bentu til að Framsókn- arflokkurinn hefði verið að bæta við fylgi sitt alla vikuna, en það var innan við 4% í fyrstu könnuninni. Flokkur- inn fékk mjög svipað fylgi í kosning- unum og hann fékk í tveimur síðustu könnununum. Ef marka má kannan- irnar var Sjálfstæðisflokkurinn að styrkja sig framan af vikunni, en síð- an virtist heldur draga úr fylgi hans. Flokkurinn fór reyndar upp í síðustu könnuninni og mældist með 45% fylgi. Í kosningunum fékk hann hins vegar 42,9%. Frjálslyndi flokkurinn fór upp og niður í könnunum sem Gallup gerði í vikunni. Flokkurinn mældist með 10% fylgi í upphafi vik- unnar, en 7,3% í lok vikunnar. Flokk- urinn fékk hins vegar 10,1% fylgi í kosningunum, sem bendir til að fylgi flokksins í skoðanakönnunum hafi verið vanmetið. Kannanir Gallup benda til að dreg- ið hafi úr stuðningi við Samfylk- inguna síðustu vikuna fyrir kosning- ar. Flokkurinn mældist með 32,1% fylgi í könnun sem birt var á sunnu- dag, en fylgið var komið niður í 24,9% í könnun á þriðjudaginn. Fylgið var heldur að aukast í lok vikunnar sam- kvæmt könnun Gallup og flokkurinn fékk 27,4% í síðustu könnuninni eða nákvæmlega það sama og í kosning- unum. Fylgi við vinstri græna jókst síðustu vikuna fyrir kosningar ef marka má kannanir Gallup. Flokkur- inn fékk hins vegar heldur minna fylgi í kosningunum en hann fékk í síðustu tveimur könnunum Gallup. Svarhlutfall í könnunum hefur far- ið lækkandi og sagði Þóra að hún hefði verið spennt að sjá hvort það kæmi til með að auka frávik kannana frá kosningum. Niðurstaðan væri sú að lægra svarhlutfall virtist ekki hafa þessi áhrif. Þóra sagði að rannsóknir sýndu að sjálfstæðismenn væru lík- legri til að gefa upp afstöðu sína í könnunum en aðrir. Úrslit í þessum kosningum og niðurstaða kannana Gallups staðfestu þetta. Til að vinna gegn þeirri skekkju sem þessi staðreynd fæli í sér notuðu Gallup og Félagsvísindastofnun þá aðferð að spyrja þriggja spurninga. Auk spurningarinnar um hvern við- komandi ætluðu að kjósa væru óá- kveðnir spurðir hvern þeir teldu lík- legast að þeir myndu kjósa. Þeir sem enn væru óákveðnir væru þá spurðir hvort líklegt væri að þeir myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða ein- hvern hinna flokkanna. Í síðustu könnun Gallup í Reykjavík hefðu 34 svarað síðustu spurningunni og þar af hefðu aðeins sex nefnt Sjálfstæðis- flokkinn. Sögðu fyrir um meginlínur í öðrum bæjarfélögum Gallup, Félagsvísindastofnun og Fréttablaðið gerðu skoðanakannanir í öðrum sveitarfélögum vítt og breitt um landið fyrir kosningarnar. Þessar kannanir voru hins ekki eins tíðar og í Reykjavík og sumar voru gerðar nokkrum dögum eða vikum fyrir kosningar. Það er því erfiðara að bera þær mjög nákvæmlega saman við úr- slit kosninganna og kannanirnar sem gerðar voru í Reykjavík. Þó má nefna að allar kannanir bentu til að Sjálfstæðisflokkurinn myndi vinna mjög góðan sigur í Reykjanesbæ og að Samfylkingin myndi vinna mjög góðan sigur í Hafnarfirði og að Sjálfstæðisflokkur- inn myndi tapa þar fylgi. Þetta gekk eftir í kosningunum. Flestar kannan- ir bentu til að Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihluta í Kópavogi, en það gekk ekki eftir. Kannanir sem gerðar voru nokkru fyrir kosningar sýndu Í-listann með meirihluta á Ísafirði en listanum tókst hins vegar ekki að ná meiri- hluta. Þá bentu kannanir sem gerðar voru nokkru fyrir kosningar til að Sjálfstæðisflokkurinn ætti möguleika á meirihluta í Árborg en það gekk ekki eftir þó að flokkurinn ynni þar verulega á í kosningunum. Þá bentu kannanir til að vinstri- flokkarnir á Akureyri myndu vinna verulega á og það gekk eftir í kosn- ingunum. Kannanir bentu einnig til þess að Framsóknarflokkurinn myndi tapa verulega í stærri bæjar- félögum víða um land, eins og Kópa- vogi, Mosfellsbæ, Akranesi, Akureyri og Árborg. Úrslit kosninganna urðu í samræmi við kannanir að þessu leyti. Fréttaskýring | Úrslit kosninga í Reykjavík í samræmi við kannanir Gallup Fylgi Sjálfstæðisflokksins í borginni ofmetið í könnunum Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is                        !  ""#     ! " " #  $%                        & '  (  ) #  *+,    $  -!"" & .         &   # $ % & '" ' % '$  ' ' %  /-" !-- "" %01  2  !-- ""  01#"3 !-- "" %  #-" ," 4  2"   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.