Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HANNES Hólmsteinn skrifar um Galbraith í Fréttablaðið um daginn og heldur því fram að kenningar Galbraiths hafi ekki ræst. Hann tiltekur sérstaklega kenningu Galbraiths um að kapítalismi myndi smám saman líkjast sósíalisma vegna auk- inna ríkisafskipta á Vesturlöndum, um leið og sósíalismi tæki á sig svip kapítalisma vegna greiðari mark- aðsviðskipta í komm- únistaríkjum. Hannes fullyrðir „þetta rætt- ist ekki“. Hannes skrifar mjög lítið í blöðin þessa dagana og les þau greinilega ekki heldur. Hann hefur ekki áttað sig á því að Galbraith er að rætast fyrir framan augun á okkur. Lesendur verða að hafa í huga að ef ég á rétt á að sveitarfélag- ið passi börnin mín eða þjónusti aldraða ættingja mína á kostnað samfélagsins bý ég við sósíalisma í sinni bestu mynd og órafjarri kapítalisma sem hugmyndafræði. Hér eru nokkrar tilvitnanir í sjálfstæðisfólk sem annaðhvort er orðið „sósíalistar“ eða að hér er kenning Galbraiths um „kapítal- isma að líkjast sósíalisma“ að ræt- ast. Guðrún P. Ólafsdóttir, í framboði í Reykjavík til borgarstjórnar 2006: Við í frambjóðendahópi Sjálf- stæðisflokksins ætlum að stuðla að því að foreldrar geti valið um úr- ræði um vistun barna frá níu mán- aða aldri … að börn njóti sama stuðnings óháð því hvar þjónustan er sótt. Við viljum að börnin njóti þess besta og að foreldrar geti far- ið út á vinnumarkaðinn aftur eftir að fæðingarorlofi lýkur, lausir við áhyggjur af vistunarúrræðum fyrir barn sitt. Ég er auðvitað sammála tak- marki Guðrúnar af því að ég er jafnaðarmaður en ef hún er sjálf- stæðiskona þá er þetta mjög gott dæmi um „kapítalisma sem er að líkjast sósíalisma“ og þar með „hugmyndasnauða hægrimenn“. Ég þekki reyndar nokkra sjálf- stæðismenn sem myndu kalla þetta hreinan kommúnisma. Sigrún Edda Jónsdóttir, í fram- boði til bæjarstjórnar Seltjarn- arness fyrir Sjálfstæðisflokkinn: Nýverið var samþykkt fjöl- skyldustefna fyrir Seltjarnarnes sem skapar heildstæða umgjörð um þjónustu Seltjarnarnesbæjar … dagvist barna, skólum, málefnum aldraðra, íþrótta- og tómstunda- starfi, heilsugæslu, forvörnum og fræðslu, menningu, fjölmenningu, safnaðarstarfi, útivist og umhverfi, jafnréttismálum, skipulagsmálum og húsnæðismálum … öllu sem viðkemur daglegu lífi okkar … (Hún) mun liggja til grundvallar allri starf- semi … og stofnanir og nefndir bæjarins starfa eftir henni í daglegri þjónustu við íbúa og efla þannig fjölskylduparadísina Seltjarnarnes. (Ath. höf. stytti texta.) Hér er gengið enn lengra í því að lofa „kapítalisma sem er sósíalismi“, reyndar lengra í átt til „stóra bróður“ eða „alræðis“ en jafnaðarmenn telja hollt. Niðurstaða mín er að Hannes Hólmsteinn geri Galbraith alrangt til í grein sinni í Frettablaðinu. Hálf kenning Galbraiths um þjóðfélagsþróun er þegar orðin að veru- leika, sem er meiri ár- angur en Friedman og Hayek geta státað af. Önnur kenning Galbraiths var að stór- fyrirtæki sem réðu yfir sérstökum mörkuðum stjórnuðu þörfum neytenda með auglýsingabrellum og settu verð eins og þeim sýndist. Hannes segir þessa kenningu líka vera ranga og fullyrðir að: „Þar sem fjármagns- markaður er virkur búa stjórn- endur stórfyrirtækja við aga, sem knýr þá til að þjóna öðrum dyggi- lega.“ Ef Hannes hefur rétt fyrir sér þá eru fjölmiðlalögin okkar óþörf en ég hef ekki séð hann rísa upp og benda á að sú löggjöf stangist á við skynsemi. Hannes endar grein sína á að segja: „Á bak við ádeilur hans (Galbraiths) á kapítalisma bjó gremja hrokafulls menntamanns, sem taldi fram hjá sér gengið, því að völdin ættu að vera í höndum sjálfvalins gáfumannafélags.“ Mér finnst aftur á móti allt benda til þess að kenning Galbra- iths um samruna kapítalisma við sósíalisma sé að rætast um holt og hæðir hérlendis og erlendis og fjöl- miðlalög vera undir áhrifum Galbraiths en ekki Friedmans eða Hayeks. Mér finnst Hannes sem „hægri“ menntamaður skulda okkur betri rökstuðning fyrir þeirri fullyrðingu sinni að Galbraith hafi verið „hug- myndasnauður vinstrimaður“. Þangað til ætla ég að líta svo á að Galbraith hafi haft þó nokkuð til síns máls. Galbraith sigrar Hannes Hólmstein Stefán Benediktsson gerir athugasemd við skrif Hannesar Hólmsteins um Galbraith Stefán Benediktsson ’Mér finnstHannes sem „hægri“ mennta- maður skulda okkur betri rök- stuðning fyrir þeirri fullyrðingu sinni að Gal- braith hafi verið „hugmynda- snauður vinstri- maður“. ‘ Höfundur er arkitekt. Á HAUSTMÁNUÐUM 2002 tók lagadeild Háskólans í Reykjavík formlega til starfa. Markmið deild- arinnar strax frá upphafi var að bjóða ekki aðeins upp á það sem fram að þeim tíma höfðu verið kallaðar hinar hefð- bundnu kjarnagrein- ar, heldur einnig hin- ar nýju kjarnagreinar lögfræðinnar. Innan þessa síðari flokks fellur fræðigreinin Evrópuréttur, en lagadeild HR var fyrst íslenskra laga- deilda til gera Evr- ópurétt að skyld- ugrein í grunnnámi. Auk 4 eininga skyldunámskeiðs sem kennt er á 2. námsári býðst nem- endum að taka 3 framhaldsnámskeið í meistaranámi á hverju ári. Um kennslu í þessum námskeiðum sjá innlendir sem erlendir Evrópurétt- arsérfræðingar er hafa skipað sér í fremstu röð, ritað fjölda fræðigreina, flutt mýmarga fyrirlestra um rétt- arsviðið, gegnt ábyrgðarstöðum t.a.m. innan EFTA, framkvæmda- stjórnar ESB og Evrópudómstólsins og komið að mótun bandalagsréttar með afgerandi hætti, s.s. með störf- um sínum við uppbyggingu hins sam- eiginlega innri markaðar Evrópu- bandalagsins. Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík Vettvang rannsókna og fræðslu á sviði Evrópuréttar er að finna innan Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík. Stofnunin heyrir undir lagadeild HR og er eina rannsóknarstofnunin innan íslensks háskóla- samfélags sem sérhæfir sig í rannsóknum á Evr- ópurétti. Hlutverk stofn- unarinnar er m.a. að efla rannsóknir og tengsl rannsókna og kennslu á sviði Evrópuréttar, veita nemendum í meist- aranámi rannsókn- araðstöðu, stuðla að sam- starfi við innlenda og erlenda rannsóknaraðila, sinna lögfræðilegum þjónustuverkefnum, safna heim- ildum og veita aðgang að þeim og veita fræðslu og ráðgjöf um álitamál á sviði Evrópuréttar. Til þess að sinna þessu hlutverki sínu hefur stofnunin m.a. staðið fyrir all- mörgum ráðstefnum og fyrirlestrum. Nægir þar að nefna erindi Franz Fischler, meðlims framkvæmda- stjórnar ESB, um sjávarútvegs- stefnu Evrópusambandsins, sameig- inlega ráðstefnu með Academy of European Law um merkingu full- veldis á 21. öldinni í ljósi íslenskra viðhorfa, morgunverðarfund með dr. Haluk Gunugur helsta sérfræðingi Tyrkja í samskiptum Tyrkja og ESB, námskeið Allister Sutton um Evrópurétt frá sjónarhóli sérfræð- ingsins. Miðstöð Evrópuupplýsinga (EDC) Mikilvæg stoð við bæði starfsemi Evrópuréttarstofnunarinnar og rannsóknir og kennslu innan laga- deildar HR er Miðstöð Evrópu- upplýsinga (EDC). Stofnunin var formlega opnuð þann 10. ágúst 2003 af áðurnefndum Franz Fischler. Starfsemi stofnunarinnar er grund- völluð á samningi milli Evrópurétt- arstofnunar HR og Framkvæmda- stjórnar ESB og er miðstöðin sú eina sinnar tegundar hér á landi. Mið- stöðin er hluti af neti upplýsinga- miðstöðva sem starfræktar eru á vegum ESB og hefur tvíþættu hlut- verki að gegna, annars vegar að styðja við og efla kennslu og rann- sóknir á háskólastigi og hins vegar að vera upplýsingaveita um Evrópurétt. Miðstöðin þjónar nemendum hins ís- lenska háskólasamfélags, fræði- mönnum, stjórnvöldum, atvinnulífi og öllum öðrum er til hennar leita. Hlutverk nemenda HR Nemendur lagadeildar HR njóta ekki einungis góðs af þeirri vönduðu umgjörð sem skólinn hefur byggt ut- an um Evrópuréttinn sem fræði- grein, heldur hafa þeir einnig mik- ilvægu hlutverki að gegna í rannsóknum á sviði Evrópuréttar Fyrst og fremst í Evrópurétti Davíð Ingi Jónsson fjallar um Evrópuréttarkennslu við lagadeild HR Davíð Ingi Jónsson FYRIR kosningar ræddu allir for- ystumenn flokka í Reykjavík um stefnumál. Ofarlega voru ýmsar að- gerðir fyrir þessa hópa. Allt góð málefni og þörf, frá heimilishjálp, heimahjúkrun, dagvist- un, elliheimili, hjúkr- unarheimili. Allt, eins og Danir hafa orðað það, eins og borð með fjóra fætur. Ef einhver borðlöppin er styttri en hinar verður borðið valt. Fyrir 40 árum fundu Svíar út, að umönnun lamaðs ein- staklings í heimahúsi 24 tíma sólarhrings kostaði 168 skr. á dag, en vistun sama á bráðadeild sjúkra- húss kostaði 400 skr. á dag. Líklega er þetta tíu sinnum meira núna. Hér er til mikils að vinna, í kostn- aði og líka lífsgæðum fólks. Enginn minntist á aðalbætur til þessara hópa, þ.e. óskertan lífeyri. Tekjutenging og skerðing áunnins lífeyris er hrein óhæfa sem ekki tíðk- ast á Norðurlöndunum, hvað þá skerðing við tekjur maka. Farið nú öll í þingmenn og krefjist leiðréttinga og auðvitað líka á skattleysismörkum og vísitölutengingu nú í júní. Var það ekki 1975 sem íslenskar konur gengu á Lækjartorg til að berjast fyrir frelsi og sjálfstæði kvenna? Hvað eru þingkonur (og -karlar) að hugsa? Allt frá 1776 (Bandar.), 1779 (Frakkar), nú SÞ, EU og við líka: Sömu laun fyrir sömu vinnu, frelsi til athafna, leit að lífs- gæðum og hamingju, án tillits til kyns, litarháttar, trúar- bragða o.s.frv. 2006 á kona (eða karl) á örorku- eða elli- lífeyri, sem á maka, með einhverjar tekjur að koma til hins sama og biðja um pening? Skeleggar greinar Steinunnar Bjarman og fleiri, sem lýsa þessu, og greinargóðir leið- arar í Morgunblaðinu virðast ekki hrífa. Spekin að allt vald spilli og algert vald gjörspilli stenst. Þegar valdakerfið í Rússlandi og austantjaldsríkjunum hrundi var hrunið skjótt og algert. Við starfslok 1998 leitaði undirritaður ráða hjá sérfræðingum við Riksförsäkrings- verket og KPA (Kommunernas Pen- sions Anstalt), í síma og bréfum, og sama, ásamt persónulegum fundi hjá Försäkringskassan, Gautaborg og tveimur sérfræðingum við Skatt- stofu Gautaborgar, þar af sá síðari sérfræðingur í skatti fyrir „utlands- svensk“ (ef við flyttum til Íslands) og samningi milli Norðurlandanna fimm gegn tvísköttun. Niðurstaðan var, að ég mundi fá helming lífeyris í Svíþjóð fyrir 20 ár í Svíþjóð. Skattur greidd- ur í Svíþjóð, viss prósenta eftir því hvort við værum í Svíþjóð eða er- lendis og svo annan helming lífeyris á Íslandi fyrir 20+ ár þar. En ef ég vinn á Íslandi? Þú borgar skatt fyrir það þar. Ef ég vinn í Noregi? Þú borgar þar. Ef ég vinn í Svíþjóð? Þú borgar skatt af því. En eftirlaunin, hvað með þau? Breytast þau eitt- hvað? Sérfræðingurinn: Það eina sem gerist er að þú borgar skatt af því, sem þú vinnur. Eftirlaunin breytast ekkert. Þú átt þessa pen- inga. Það hefur verið tekið af launum þínum alla tíð, 10–11% og raunar miklu meira. Þú færð aðeins eft- irlaun fyrir hluta af þeim 10–11% sem hafa verið tekin af þér. það sem þér hefur verið reiknað sem eftirlaun færð þú, eins og allir. Eina breyt- ingin sem verður er ef vísitalan breytist. Þau eru vísitölubundin. Hér á Íslandi hef ég fengið greitt úr Lífeyrissjóði lækna, en ekki einu sinni spurt hjá TR, vegna eigin vinnu til hausts 2004 og vinnu konu minnar til maí 2005. Hættið að stela af elli- og örorku Ingvar Kjartansson fjallar um skattlagningu á elli- og örorkulífeyri ’Það væri nær að sparaeitthvað þessa fundi og byrja að fara eftir þeim samningum, sem gerðir hafa verið.‘ Ingvar Kjartansson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.