Morgunblaðið - 29.05.2006, Síða 35

Morgunblaðið - 29.05.2006, Síða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 35 Elsku kæri Hebbi minn, mig langaði bara að fá að kveðja þig með nokkrum orðum. Það er alveg ólýsanlega erfitt að setja réttu orðin á blað sem bærast í hjarta manns. Þú fórst alltof fljótt og skyndilega frá okkur. Skildir samt eftir óteljandi ljúfar og skemmtilegar minningar sem við varðveitum öll í hjarta okk- ar. Maður gæti endalaust þulið upp skemmtileg atvik kringum þig. Það var mikil kátína og gleði nálæg þar sem þú varst staddur og hafðir þú alveg einstakan hæfileika til að koma manni í gott skap. Þegar maður kom oftar en ekki úrvinda og þreytt heim eftir langan vinnu- dag, þá tók alltaf á móti manni grín og glettni sem fékk mann til að hlæja og gleyma sér. Svo varstu nú farinn að vera duglegur við elda- mennskuna, kaupa í matinn, gefa Hnoðra meðleigjanda þínum, þvo þvott og svona mætti lengi telja, en já, já, „róleg róleg“ myndir þú segja núna svo við skulum láta staðar numið hér svo karlmennskan verði í heiðri höfð. „Já, maður verður að bjarga sér,“ varstu vanur að segja ef mað- ur var að kvarta og kveina eitthvað. Það eru orð að sönnu enda varstu hörkuduglegur og vinnusamur. Vinnuna stundaðir þú af mikilli alúð og varst svo áhugasamur að byrja í nýrri vinnu hjá Vífilfelli eftir nokk- urra ára vinnu hjá Bónus. Þín verður sárt saknað og ég HERBERT GRÄNZ ✝ Herbert Gränzfæddist á Sel- fossi hinn 15. júní 1986. Hann lést hinn 17. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Selfoss- kirkju 26. apríl. mun aldrei gleyma öllum góðu og fjör- legu samræðunum okkar um allt milli himins og jarðar. Ég mun varðveita og fylgja ráðum þínum. Enn er ég að hugsa til þess hvaðan þú hafðir allan þennan þroska og skilning á öllu mögulegu. Bentir manni á svo margt og gafst manni nýja sýn á hlutina. Ég þakka þessar samverustund- ir og mun varðveita þær í hjarta mínu. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Ég bið Guð að gefa fjölskyldu þinni og nánustu ættingjum styrk á þessum erfiðu tímum. Minningin um þig mun lifa um ókomna tíð. Sigrún og Hnoðri. Hebbi, eins og hann var kallaður, ólst upp hér á Selfossi. Hann var alveg indælis drengur sem var með hjarta úr gulli og alltaf stutt í hlát- ur ef hann var nærri, einnig var hann traustur vinur og vinur vina sinna. Hebbi var afbragðs málari enda með það í genunum. Hann var með blússandi áhuga á rafvirkjun og stefndi á það. Ég veit að þeir sem kynntust Hebba hafa aldrei séð hann öðruvísi en í góðu skapi. Það vekur furðu margra að þetta henti hann og sjálfur mun ég aldrei átta mig á því. Hebbi og ég kynntumst haustið 1999 þegar við krakkarnir úr sveit- inni komum á Selfoss í skóla og urðum við strax vinir og erum enn. Þegar ég sá Hebba fyrst áttaði ég mig ekki á karakternum. Hann var meira en sérstakur, hann var í raun einstakur. Ég og Hebbi vorum ná- grannar þegar hann var hjá móður sinni. Við röltum í gegnum garðinn sem var á milli okkar til að stytta okkur leið hvor til annars. Síðan fór Hebbi að fara með mér heim upp í sveit, en Hebbi var alltaf frekar matvandur og það er ekki að skapi föður míns. Hebbi borðaði ekki fisk en hann reyndi alltaf þegar hann kom og byrjaði að borða kartöflur sem hann var nú alltaf svo stoltur af og aldrei mun ég gleyma því þegar hann kom að hjálpa okkur að girða. Þá sagði hann: ,,Einar, hug- aðu þér, eftir 20 ár þá verða strák- urinn minn og þinn að laga þessa girðingu.“ Þegar við byrjuðum í 9. bekk fór- um við að grallaraspóast meira en við gerðum áður. Á þeim tíma voru krakkar í bekknum að byrja að fá sér bjór og ég og Hebbi þar engin undanteking. Það sem er nú eft- irminnilegast er þegar við fórum í Galtalæk og Rúnar, pabbi Hebba, keyrði okkur. Það mátti ekki fara með vín inn en ég og Hebbi vorum með mikið enda tókum við fyrir nokkra vini okkar líka. Þegar kom að hliðinu þá vorum við að deyja úr stressi, hvort það yrði leitað í bíln- um og lukkan var ekki með okkur. Það var leitað í bílnum og allt fannst nema ein kippa sem var í matarkassanum mínum. Við vorum eins og aular og pabbi þinn var að missa andlitið yfir magninu. Hann talaði við verðina og sagði að hann héldi að við værum með smá en í raun vorum við með alltof mikið og þurftum að hella öllu niður. Okkur var ekki hleypt inn og Rúnar keyrði okkur aftur heim, hló að okkur alla leiðina og spurði síðan: ,,Hvernig var í Galtalæk, strákar?“ Við sátum með fýlusvip og fórum heim en fór- um aftur daginn eftir með mæðrum okkar og komumst inn. Við Hebbi áttum margar góðar stundir saman. Hann tók lífinu með stakri ró og var aldrei stressaður um framtíðina. Hann vissi ekki hvað hann vildi verða en svo fór hann í starfsnám til Fossrafs og voru þeir svo ánægðir með hann að hann fékk borgað í náminu og fékk að vinna meira heldur en hann þurfti. Hebbi fór að vinna í fiski sumarið eftir 10. bekk. Eftir sum- arið fór Hebbi í FSu og vorum við saman í nokkrum tímum. Eftir vet- urinn fórum við félagarnir og feng- um vinnu í fiski. Það var rosa stuð hjá okkur þar og myndaðist ákveð- in stemmning. Hebbi var kominn með bílpróf og keyrði okkur á milli. Hann átti Lancer sem var ótrúlega góður „miðað við aldur og fyrri störf“. Það voru margar skemmti- ferðirnar sem við fórum á honum. Þegar kom að hausti fórum við aft- ur í FSu en Hebbi hafði lítinn áhuga á náminu. Hann hætti rétt í lok annar og var að vinna um helg- ar í Bónus og við áfyllingar fyrir Vífilfell. Svo kom jólafríið og við fórum að vinna næturvinnu í fiski. Það var gaman að okkur fannst en Hebbi vann einnig um helgar í Bón- us og í áfyllingu alla daga. Eftir jól fór hann í Bónus í fulla vinnu og vann þar til hausts er hann flutti í bæinn og leigði með systur sinni. Hebbi var kominn í Iðnskólann og var að læra rafvirkjun sem hann var ákveðinn í að gera að ævistarfi. Hann þurfti að gera hlé á náminu vegna fjárskorts og vann hann í Bónus á meðan og vann sig upp í stöðu aðstoðarverslunarstjóra og svo kom hann aftur í Bónus hér en í stuttan tíma vegna íbúðarmissis. En svo fann systir hans íbúð handa honum í Kópavogi. Hebbi flutti þangað og leigði herbergi hjá vin- konu systur sinnar. Honum var boðin vinna sem sölufulltrúa hjá Vífilfelli og tók hann því starfi. Hann var mjög ánægður með það starf. Ég sé mikið eftir því að hafa ekki komið oftar í heimsókn til þín í bæinn því þú varst duglegri að heimsækja mig og gerðir reglulega. En, Hebbi, það sem ég hef upp- lifað með þér er ótrúlegt. Allt djamm og allt annað er engu líkt. Ég á eftir að sakna þín svo, því þú fannst það besta í manni og gerðir mann að betri manni. Ég minnist Hebba sem góðrar manneskju og mun alltaf gera, því eingöngu eru góðar minningar í huga mínum um þennan dreng. Kveð ég þig í hinsta sinn og bið guð að geyma þig, elsku Hebbi minn, og þakka þér allar stundirnar sem við áttum saman. Hebbi var og mun vera í mínum augum besti vinur minn. Elsku fjölskylda, ykkur votta ég mína dýpstu samúð og bið guð um að vaka yfir ykkur og þó dagarnir fram undan séu ekki bjartir verða þeir bjartari með tímanum. Þinn vinur, Einar Magnússon frá Oddgeirshólum. Við kynntumst Hebba okkar þeg- ar hann byrjaði að vinna með okkur í Bónus í Holtagörðum fyrir um tveimur árum síðan. Hebbi var ávallt hrókur alls fagnaðar og alltaf var eintóm gleði og hlátur í kring- um hann. Þau eru mörg skemmti- leg atvikin sem koma upp í hugann þegar við minnumst Hebba og þá sérstaklega íj-ið í kisukallinum Hebba sem var ekki lengi að kom- ast á allra varir og ósýnilegi Eirík- ur. Hebba var svo sannarlega sárt saknað þegar hann hætti hjá okkur en söknuðurinn núna, eftir að hann er alfarið farinn af þessari jörð, er óbærilegur. Eftir að Hebbi byrjaði með Írisi vinkonu minni (Önnu) kynntist ég honum alltaf betur og betur og þær eru ófár minningarnar um allar kaffihúsaferðirnar og löngu og skemmtilegu spjallstundirnar sem við áttum meðan Íris var úti. Hebbi er einn sá besti og traust- asti vinur sem hægt er að hugsa sér. Við viljum votta fjölskyldu Hebba, ættingjum og vinum inni- legustu samúð okkar. Elsku Hebbi, megir þú hvíla í friði. Þínar vinkonur, Anna og Elísa. Páll Gísli Stefáns- son, fósturbróðir minn frá Vatnsenda í Ólafsfirði, er látinn eftir langvarandi veikindi. Páll var fjórði í röð sjö systkina, barna þeirra Önnu Sveinsdóttur og Stef- áns Stefánssonar frá Vatnsenda. Útför hans fór fram frá Ólafsfjarð- arkirkju þriðjudaginn 2. maí sl. í björtu og fögru veðri, sól skein í heiði og stirndi á snjóinn fram í sveitinni sem óðum var að hverfa. Þannig hefði Palli, eins og hann var alltaf kallaður, viljað hafa ásýnd Ólafsfjarðar og sveitarinnar þegar hann kvaddi því ætíð var hugurinn fyrir norðan hjá ættingj- um og vinum og hann ljómaði allur þegar talið barst þangað. Palli bar nafn Páls Gísla Stef- ánssonar frá Efra-Ási í Hjaltadal, en hann, var nokkru áður en Palli fæddist farkennari í Ólafsfirði og fór þá á milli bæja og kenndi þar börnum heima áður en formleg skólaganga hófst. Á þeim tíma fóru börn úr sveitinni ekki í skóla fyrr en þau voru orðin 9–10 ára gömul. Páll Gísli kom í Vatnsenda oftar en einu sinni og fékk und- irritaður sína fyrstu fræðslu frá honum. Hann var sérstaklega ljúf- ur maður, barngóður og glaðsinna og átti afar gott með að ná til þeirra sem hann var að kenna. Það PÁLL GÍSLI STEFÁNSSON ✝ Páll Gísli Stef-ánsson fæddist á Vatnsenda í Ólafs- firði 28. febrúar 1946. Hann lést á LSH við Hringbraut 20. apríl síðastliðinn og var jarðsunginn frá Ólafsfjarðar- kirkju 2. maí. er óhjákvæmilegt annað en þegar að- komumaður dvelur í nokkrar vikur inni á heimili en að hann falli inn í heimilis- venjur. Hann fór með mig í fjárhúsin og var eins og það tilheyrði fræðslunni og var alltaf að út- skýra ýmislegt. Hann lyfti upp lífinu á Vatnsenda á vetr- arkvöldum því hann hafði með sér grammófón og nokkrar plötur aðallega með dans- tónlist og var þá gjarnan dansað á kvöldum og komu þá nágrannar til að taka þátt í gleðinni. Páll Gísli lést snögglega í febrúar 1946 og var þá staddur í Ólafsfirði hjá Helgu Sigurðardóttur frænku sinni. Í sama mánuði fæddist Palli og við skírn skömmu síðar fékk hann nafn Páls Gísla Stefánsson- ar. Foreldrum hans líkaði svo vel við Pál kennara meðan hann var á heimili þeirra að þau vildu heiðra minningu hans með því að láta soninn bera nafn hans. Helgu frænku Páls og manni hennar, Guðmundi Jóhannssyni, þótti svo vænt um þessa nafngift að þau gáfu drengnum lamb með eyrna- marki og brennimarki Páls kenn- ara sem hann hélt síðan. Á þeim árum sem Palli var að alast upp var mannmargt á heim- ilinu á Vatnsenda 14–15 manns. Auk foreldra og systkina hans voru þar Stefanía móðir Stefáns, tvær systur hans Soffía og Oddný, tvö börn Oddnýjar, Sveinbjörn og Emilía og Bára Sæmundsdóttir frænka okkar sem kom á öðru ári á heimilið og ólst þar upp og var komin yfir tvítugt þegar Palli fæddist. Þess má nærri geta að oft þurfti að taka til hendinni á svo stóru heimili. Enda fóru börnin og við sem eldri vorum strax að hjálpa til við sveitastörfin. Nýi tíminn var tæpast genginn í garð, sá gamli enn að mestu við lýði eins og hann hafði verið í Héðinsfirði þaðan sem Stefanía amma okkar kom til Ólafsfjarðar 1922, þá ekkja með börn sín. Öll vinna svo sem heyvinna og aðdrættir fóru fram með hestum og ef þurfti að fara bæjaleið var oftast farið fótgang- andi. Það var ekki fyrr en um og upp úr 1960 sem fór að rofa til í þessum málum. Þá komu drátt- arvélarnar og allt sem þeim til- heyrði sem auðveldaði öll störf við landbúnaðinn. Palli og Lauga, Guðlaug systir hans sem var einu ári yngri voru mjög samrýnd og voru ekki gömul þegar þau fóru að rölta á eftir kúnum og sóttu þær að kvöldi og voru mjög liðtæk við heyskap þeg- ar þau urðu eldri og hugsuðu um sinn eigin heyflekk sem þeim var úthlutað. Þau voru bæði söngelsk og oftar en ekki heyrðist til þeirra þegar þau voru vöknuð á morgn- ana að syngja í rúminu áður en þau fóru á fætur bæði barnalög og sálma sem þau höfðu lært mest af ömmu. Árin liðu í faðmi fjölskyldunnar og á unglingsárum Palla fór hann á vertíð til Vestmannaeyja. En eftir það fór að bera á þeim sjúk- dómi sem hrjáði hann allt til dauðadags. Þegar Stefán faðir hans brá búi flutti hann með hon- um niður í Ólafsfjarðarkaupstað og dvaldi þar í nokkur ár eða þar til faðir hans lést 1974. Áður hafði Bára fest sér hús- næði í bænum. Hún leit til með þeim feðgum og voru þessi heimili sem eitt því svo kært var með þeim öllum. Um þetta leyti ágerðist sjúk- dómurinn hjá Palla og var það ein- sýnt að hann þurfti að komast undir læknishendur. Sveinn bróðir hans sem bjó í bænum og Bára sáu til þess að hann fengi hæl- isvist og fór hann suður á Reykja- lund. Það var hans mesta lán í líf- inu að fá að dvelja þar í 25 ár. Þar leið honum vel, átti marga vini bæði meðal vistmanna og hjúkr- unar- og starfsfólks. Þarna gat hann unnið smávegis og tekið þátt í gönguferðum með öðrum vist- mönnum. Hann tók alltaf vel á móti Ólafsfirðingum sem þurftu að fara á Reykjalund til endurhæf- ingar. Þá var hægt að rifja upp minningar úr heimabyggðinni. Hann var mjög ættrækinn, minn- ugur á alla merkisdaga í fjölskyld- unni og sótti öll ættarmót Vatns- endaættarinnar. Hann hafði ætíð mikið samband við Báru, hringdi oft í hana enda var hún honum eins og önnur móðir og sendi hún honum ætíð gjafir á afmæli hans og um jól og oft þurfti engin til- efni. Fyrir tveimur árum þegar Reykjalundi var alfarið breytt í endurhæfingarstöð fluttist Palli á Kumbaravog við Stokkseyri. Sú breyting varð honum þung í skauti og fór þá mjög að halla undan fæti hjá honum heilsufarslega. Hann varð að leggjast inn á Kleppsspít- alann þar sem hann hafði að vísu verið nokkrum sinnum áður en náði sér alltaf upp úr veikindunum eftir dvöl þar. Það var komið að leiðarlokum. Hann veikist og var fluttur á Landspítalann og gekkst þar und- ir uppskurð vegna meins við lunga og virtist vera að ná sér eftir það en líkaminn var veikur fyrir eftir miklar lyfjagjafir í gegnum árin. Eftir rúma viku lést hann þar sumardaginn fyrsta, hinn 20. apríl. Við aðstandendur Palla viljum þakka sérstaklega öllu því góða fólki sem hann var samtíða á Reykjalundi og annaðist hann svo frábærlega vel. Þetta var hans heimili í 25 ár. Sveinbjörn Sigurðsson frá Vatnsenda. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út- för hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skila- frests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandend- ur senda inn. Þar koma fram upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.