Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 44
44 MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ M EÐ HI NU M E INA SANNA HUGH GRANT SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK AMERICAN DREAMZ kl. 6 - 8 - 10 MI : 3 kl. 8 - 10:20 B.i. 14 ára SHAGGY DOG kl. 6 X-MEN 3 kl. 8 - 10:10 B.i. 12 á DA VINCI CODE kl. 7:30 - 10:15 B.i. 14 á NÝ GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA „AMERCAN PIE“ & „ABOUT A BOY“ FRÁ FRAMLEIÐENDUM „BRIDGET JONE’S DIARY“ OG „LOVE ACTUALLY“ THE DA VINCI CODE kl. 4 - 6 - 8 og 10 B.I. 14 ÁRA MI:3 kl. 5 - 8 og 10 B.I. 14 ÁRA SHAGGY DOG kl. 6 og 8 SCARY MOVIE 4 kl. 6 og 8 B.I. 10 ÁRA V FOR VENDETTA kl. 10 B.I. 16 ÁRA eeee VJV, Topp5.is VERÐUR HANN HUNDHEPPINN EÐA HVAÐ! VINSÆLASTA MYND Í HEIMI! eee S.V. MBL. eee VJV - TOPP5.is Leitið Sannleikans - Hverju Trúir Þú? eee L.I.B.Topp5.is WEITZ-bræðurnir, Paul og Chris, gerðu garðinn frægan með Americ- an Pie, vinsælli unglingamynd um missi sveindómsins og önnur ámóta brennandi málefni þroskasögunnar. Þeir sýndu að eitthvað meira bjó í þeim með ágætri kvikmyndagerð sögu Nicks Hornbys, About a Boy, og nú á að taka þá alvarlega, eða öllu frekar Paul, sem er skrifaður fyrir leikstjórn og handriti. Tilburðirnir minna á Bob Ro- berts, pólitíska satíru Tims Robbins fyrir röskum áratug, hún kom og fór. Robbins var þó mun markviss- ari, Weitz ætlar sér um of í misjafnri háðsádeilu á forseta Bandaríkjanna, sem birtist undir nafninu Stanton (kallaður Mr. P., af sínum nánustu) og er tekinn réttum tökum af Denn- is Quaid. Varaforsetinn, Don Chen- ey, er einnig í sviðsljósinu, lítillega felulitaður eins og forsetinn sem Chief of Staff (Dafoe), starfs- mannastjóri Hvíta hússins, og stjórnandi brúðunnar í forsetastóln- um, sem er nýbúinn að vinna kosn- ingabaráttuna í annað sinn með yf- irburðum. Nú lokar hann sig inni og er farinn að taka upp á því að lesa blöðin. Myndin snýst um valdatafl, en er í stórum dráttum tvíþætt, fjallar á hinn bóginn um American Dreamz, skopstælingu vinsælustu sjónvarps- þátta í Bandaríkjunum og víðar, American Idol. Þáttastjórinn, Tweedy (Grant), minnir meira en lít- ið á Simon Cowell, og keppendurnir eru þessi venjulegi hópur vonbiðla um frægð. Tilbúinn að fórna öllu. Í þeim hópi er Omer (Golzari), landflótta Íraki og ónytjungur úr æfingabúðum skæruliða, sem er sendur til Bandaríkjanna til að vera til taks, ef svo ólíklega vildi til að hryðjuverkamennirnir gætu ein- hvern tíma notast við hann. Hann lendir í keppninni fyrir mistök, í stað frænda síns, Iqbal (Yalda). Annar keppandi er Sandy Kendoo (Moore), samviskulaus framapotari, glansgæra tilbúin að láta allt róa fyrir farseðil að heiman, langþreytt á kærastanum úr menntó (Klein), móður sinni og flestu öðru í sínu miðríkjakrummaskuði. Að lokum leiðir þetta lið saman hesta sína og arabapilturinn Omer, sem náð hefur langt fyrir tilsögn Iqbals, fær skilaboð frá sínum gömlu öfgasamtökum um að nú sé upprunnin ögurstundin að sanna sig í augum spámannsins. Honum er skipað að sprengja sig upp í heiðið hátt og taka forsetablókina með sér, sem hefur fallist á að vera dómari í keppninni til að gerast sýnilegri í augum þjóðarinnar. Margar góðar hugmyndir fara fyrir lítið og flestar af sömu ástæðu, þær eru einfaldlega ekki nógu fyndnar, margar hverjar kauðskar og satíran missir mikið til marks. Dafoe fer á kostum í Cheney- gervinu, en flest sem hann segir er þannig framreitt að það hentar ekki samhenginu. Myndin gerist æ lang- dregnari og lokakaflinn er slakari en flest það sem á undan er gengið. Þeir sem komast skást frá rislítilli ádeilunni á skemmtibransann og stjórnmálamakkið eru Grant sem Tweedy og Moore, sem er frábær sem glansandi yfirborð innihalds- leysisins og sjálfumgleðinnar. Yalda er dæmigerður einnar myndar mað- ur, hann hressir upp á mistæka kaldhæðnina þegar hans nýtur við. En sem þjóðfélagsádeila gleymist American Dreamz áður en gest- urinn hefur yfirgefið salinn. Stjórnmálamenn og skemmtikraftar KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjóri: Paul Weitz. Aðalleikarar: Hugh Grant, Dennis Quaid, Mandy Moore, Chris Klein, Jennifer Coolidge, Shohreh Aghdashloo, Judy Greer, John Cho, Tony Yalda, Sam Golzari, Willem Dafoe. 105 mín. Bandaríkin 2006. American Dreamz  Sæbjörn Valdimarsson „Myndin gerist æ langdregnari og lokakaflinn er slakari en flest það sem á undan er gengið.“ Dennis Quaid og Hugh Grant í hlutverkum sínum. MIÐASALA hefst 8. júní kl. 10 á tvenna tónleika Emilíönu Torrini og skosku hljómsveitarinnar Belle & Sebastian í sumar. Fyrri tónleikarnir verða á skemmtistaðnum Nasa 27. júlí og þeir síðari í Bræðslunni á Borgarfirði eystra 29. júlí. Hljómsveitin Belle & Sebastian kom fram á sjónarsviðið 1996 í Glasgow með plötunni You’re feeling sinister. Skemmst er frá því að segja að hljómsveitin sló rækilega í gegn og í kjölfarið komu plötur á borð við Tigermilk og The Boy With The Arab Strap. Hreppti hljómsveitin m.a. hin eftirsóttu Brit-verðlaun sem besti nýliðinn árið 1998. Emilíönu Torrini þarf ekki að kynna, enda ein af ástæl- ustu söngkonum landsins. Nýjasta plata hennar, Fisher- man’s Woman, hefur selst í yfir 15.000 eintökum hér á landi. Miðasala verður á Midi.is, í verslunum Skífunnar í Reykjavík og verslunum BT á Egilsstöðum, Akureyri og Selfossi.Liðsmenn Belle & Sebastian. Belle & Sebast- ian og Emilíana Torrini halda tónleika í sumar Ljósmynd/Kevin Westenberg Emilíana Torrini Tónlist | Spila í júní í Reykjavík og á Borgarfirði eystra ANGELINA Jolie og Brad Pitt eign- uðust á laugardag dótturina Shiloah Nouvel Jolie-Pitt. Brad og Angelina eignuðust barnið í Namibíu, fjarri ágengum ljósmynd- urum og blaðasnápum, og hafa engar myndir verið birtar af barni og móð- ur. Ræður þar eflaust nokkru að for- eldrarnir nýbökuðu seldu bandarísku glansblaði dýrum dómum réttinn til birtingar fyrstu mynda af barninu. Ríkisstjórn Namibíu hefur lagt sitt af mörkum til að tryggja næði Brads og Angelínu og þannig neitað slúð- urblaðamönnum um landvist sem og að ljósmyndarar hafa verið hand- teknir, filmur gerðar upptækar og settar upp girðingar kringum bústað heitasta parsins í Hollywood. Jolie og Pitt eiga fyrir tvö börn sem ættleidd voru frá Kambódíu og Eþíópíu. Og það var stúlka! REUTERS Brad Pitt og Angelina Jolie.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.