Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 26
Í ÍSLENSKU stjórnarskránni er vikið að lýðræði án þess að það sé skilgreint nánar. Í nútímasamfélagi fer ákvörðunartaka og meðferð valds einkum gegnum stjórn- málaflokkana sem stjórna á hverjum tíma. En undarlegt má heita, að hvergi er í stjórnarskránni vikið að stjórnmálaflokkum né hvernig þeir eigi að starfa. Þeir þurfa hvorki að upplýsa alþjóð um fjármál sín né tengsl við þá ákvörðunaraðila sem í raun móta samfélagið einna mest. Þessir aðilar, fjármálaöflin og verk- takar, eiga mestan þátt í að skapa það samfélag sem við búum við. En er það alltaf í þágu fólksins í land- inu? Þessa tegund lýðræðis mætti gjarna nefna verktakalýðræði. Við getum ekki annað séð en að heilu sveitarfélöguum sé stjórnað af verk- tökum, einum og jafnvel fleirum. Og í sumum sveitarfélögum eru það oft verktakarnir sem hafa síðasta orðið við mikilvæga ákvarðanatöku. Fyrir allnokkrum árum sagði bæj- arstjóri í bæ nokkrum af sér vegna þess að verktaki nokkur kom með hugmynd inn á fund hjá Sjálfstæð- ismönnum sem stjórnuðu viðkom- andi bæjarfélagi um byggingu stór- hýsis sem gjörsamlega kollvarpaði nýsamþykktum fjárhagsáætlunum sveitarfélagsins! „Annað hvort stýri ég þessu sveitarfélagi eða einhver byggingabraskari úti í bæ,“ átti við- komandi bæjarstjórti að hafa sagt, þekktur fyrir faglega vandvirkni og varkárni í sínum störfum. Þar við sat, bæjarstjóranum var bent á, að viðkomandi verktaki væri einn helsti stuðningsmaður og greiðandi í kosn- ingasjóð flokksins og það væri sjálf- sögð kurteysi að virða það! Sagt er, að fjárhagsvanda þessa sveitarfé- lags megi rekja til þessa vandræða- gangs enda urðu ýms önnur nauð- synlegri verkefni sveitarfélagsins að bíða betri tíma og er jafnvel enn í dag ekki séð fyrir endann á þeim vanda. Hér erum við komin ansi nálægt þeim varhugaverðu freistingum sem einkenna mjög íslensk stjórnmál: Verktakar geta í skjóli yfirburða sinna tekið heilu sveitarfélögin og jafnvel landstjórnina í nokkurs kon- ar gíslingu. Þeir hafa yfir að ráða yf- irburða þekkingu á sviði verklegra framkvæmda og hafa fyrst og fremst í huga að nýta vélar sínar og tæki ásamt starfsmönnum sínum sem best til þess að hámarka ágóða Verktakalýðræði Frá Guðjóni Jenssyni: af starfsemi sinni. Þeir kaupa jafnvel upp heilu jarðirnar, fá arkitekta og til þess menntaða fræðinga til að út- lista nánar hugmyndir sínar sem þeir leggja fyrir sveitarfélögin. Dæmi er einnig um, að verktakinn sjálfur sitji í stól bæjarfélagsins og „semji nánast við sjálfan sig“. Í raun eru til í stjórnarfarsrétti ákveðnar vanhæfisreglur sem eiga að taka á þessu en í okkar litla vanþróaða samfélagi er tiltölulega auðvelt að fara í kringum þessar einföldu regl- ur. Þarna geta kjósendur ekki átt sömu möguleika á að verjast þessari miklu byggingagleði. Öll fjármál sveitarfélagsins eru meira og minna njörvuð niður um margra ára skeið í fullkomnu samræmi við þarfir verk- takans. Efla þarf lýðræðið á Íslandi og koma í veg fyrir minnsta möguleika á spillingu. Setja þarf skýrar reglur um skipulag og fjármál flokkanna. Efla þarf vettvang skoðanaskipta, opna möguleika borgaranna til að bera fram fyrirspurnir og taka þátt í skoðanaskiptum sem varða sam- félagið. Allt þetta á að vera öllum op- ið að lesa og kynna sér. Koma þarf í veg fyrir að verktaka- lýðræðið á Íslandi verði enn sterk- ara en orðið er. Mistökin verða því dýrari sem framkvæmdin er um- deildari og vafasamari. Valdið í nú- tímasamfélagi á að grundvallast fyrst og fremst af borgurum og í þágu þeirra hvort sem þeir eru ungir eða eldri, konur eða karlar, efna- meiri eða fátækir, trúaðir eða heiðn- ir. GUÐJÓN JENSSON, Arnartanga 43, 270 Mosfellsbæ, esja@heimsnet.is. 26 MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is FRÁ aldaöðli hafa bændur við Þing- vallavatn lagt net sín í vatnið og veitt Þingvallableikjuna og urriðann til matar á heimilum sínum, jafn- framt til sölu í nágrenni við sig um Suðurland, Reykjavík og nágrenni. Egill Guðmundsson, bóndi að Króki í Grafningi, hefur lagt af búskap á jörð sinni fyrir nokkrum árum, en hefur nýtt veiðirétt sinn og hefur aðstöðu við Hagavík. Hann er 85 ára gamall, heilsu- hraustur og heldur uppi merki gam- alla veiðibænda við Þingvallavatn, ásamt nokkrum öðrum við vatnið. Hann drýgir ellilaunin sín með veið- inni og er ávallt einsamall, það verður eftirtektarvert hve lengi hann endist við þennan erfiða veiðiskap á vatn- inu. Egill leggur net sín eftir því hvar bleikjan heldur sig, stund- um er hún djúpt úti og fer hann þá á litlum báti sínum í ýmsum veðrum og leggur þar. Nú undanfarið hefur hann lagt nærri Hagavík og hefur netunum verið stolið. Hann fylgir fast þeirri reglu að merkja net sín með duflum eins og lögboðið er, en það greiðir götu veiðiþjófanna við að finna net- in. Þetta hefur gerst áður að bæði þessi bóndi og aðrir við vatnið hafi verið rændir netum eða silungi úr þeim. Stundum er grunur um hver er gerandi í slíkum óhæfuverkum, en í tilvikum eins og núna með hinn aldna Króksbónda er engan veginn ljóst hver er að verki. Það er þó ljóst að þetta er gert á hraðbátum og komið seint að kvöldi eða mjög snemma morguns til að stela net- unum. Það er beiðni til fólks við Þingvallavatn að veita stuðning þessum aldna veiðibónda. Takið eft- ir hverjir fara af stað á hraðbát yfir vatnið um miðja nótt, eldsnemma morguns eða mjög seint að kvöldi. Sumir hafa eðlileg erindi til veiða, aðrir ekki. GYLFI GUÐJÓNSSON, ökukennari og fv. lögreglumaður. Netaþjófnaður í Þingvallavatni Frá Gylfa Guðjónssyni: Gylfi Guðjónsson Á FJÓRÐA áratug seinustu aldar voru rannsökuð möguleg flugvall- arstæði í nágrenni Reykjavíkur. Einn af þeim stöðum sem til greina komu var hraunið fyrir sunnan Hafn- arfjörð. Á viðreisnarárunum var talað um að flytja flugreksturinn úr Vatns- mýrinni þangað suður eftir. Fyrir nokkrum dögum var ég á göngu þarna í hrauninu og gekk þá fram á þennan fína flugvöll. Við nánari at- hugun kom í ljós að þetta var spyrnu- braut Kvartmíluklúbbsins sett niður eftir vindrós með stefnu SA–NV. Á landakortum er þetta merkt sem flugvöllur. Brautin er 1000 m löng og 12 m breið og þarf því ekki að breikka mikið til að verða nothæfur flugvöllur fyrir innanlandsflug. Komið hefir fram að kostnaður við flugvallargerð á Lönguskerjum geti orðið 20 millj- arðar og helmingur af því á Hólms- heiði. Nú vil ég vita hvernig nokkrir ung- lingar geta í frístundum búið til heil- an flugvöll. Árið 1988 fórst flugvél í aðflugi að Reykjavík (á Njarðargötu), þá var gerð skýrsla um öryggismál flugvallarins. Eitt af því sem átti að gera var að flytja allt æfingaflug suð- ur í hraun (Óbrynnishólabruna). Ennþá er æfingaflugið á Reykjavík- urflugvelli 15 árum eftir að skýrslan kom út. Er ekki hægt að leigja þessa braut af Kvartmíluklúbbnum undir æfingaflugið? Einhverja leigu mætti greiða fyrirfram svo kvartmílumenn- irnir geti breikkað brautina. GESTUR GUNNARSSON, tæknifræðingur. Hafnarfjarðarflugvöllur Frá Gesti Gunnarssyni: FÖSTUDAGINN 19. maí birtist grein í Fréttablaðinu eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur leikkonu í sambandi við gömlu húsin á Laugaveginum. Þar hvatti hún ungt fólk til að gera eitthvað í málunum. Þegar mamma mín var ung var hún ein af þeim eld- hugum sem börðust fyrir varðveit- ingu gamalla húsa í Grjótaþorpinu og gamla miðbænum sem flestir í dag eru mjög fegnir að hafi verið gert. Maður heyrir allavega nógu mikið talað um Fjalarköttinn og hversu mikil synd það sé að hann hafi verið rifinn til að trúa því að fólk sé al- mennt ánægt með þau hús sem voru varðveitt og gerð upp. Ég er allavega alin upp við það að það sé mikilvægt að varðveita þessi gömlu hús. Mér finnst mjög mikill sjarmi yfir miðbænum með öll sín marg- breytilegu hús og finnst mjög gaman eins og svo mörgum öðrum Íslend- ingum að labba niður Laugaveginn eða keyra „rúntinn“. Ég býst við því að EF þessi hús verða rifin og byggð nokkur „Morgunblaðshús“ á Lauga- veginum í staðinn, eins og það sem stendur við Ingólfstorg, þá muni smám saman draga úr þeim vinsæld- um. Sjarminn myndi ekki vera sá sami. Stemningin myndi hverfa. Það held ég allavega og þykir mjög miður. Ég heyri eldra fólk oft kvarta yfir því hversu lítill baráttuhugur sé í ungu fólki í dag og að allir hugsi bara um sjálfan sig og hvernig best sé að verða ríkur. Það trúi enginn lengur á málstaði eða hafi áhuga á samfélag- inu né því sem í því sé að gerast. Ég vil ekki meina að það sé rétt. Einu sinni var mér sagt frá því að í París væri alltaf heil síða í dagblaðinu fyrir tilkynningar um það hvar væri verið að mótmæla þann daginn. Mér var sagt að Frakkar væru mjög öflugir í mótmælum og að þar væri líka hlust- að á fólk og lögum breytt ef nógu mikil andstæða væri meðal þjóð- arinnar. Þannig hefur þetta ekki ver- ið hér á landi, fólk hefur mótmælt en það hefur engu breytt. Svo í fram- haldi af því deyr baráttuandinn og maður heyrir tautað: Æ ég nenni þessu ekki, það breytir engu hvort eð er! Það gaf mér smávon um að þetta væri að breytast þegar ég heyrði að menntamálaráðherra hefði frestað samræmdu stúdentsprófunum eftir mótmæli menntskælinga og kennara þeirra. Það gaf mér von um að kannski þyrfti ég ekki að sjá Morg- unblaðshús rísa í staðinn fyrir Prikið. Að stjórnmálamennirnir séu kannski farnir að hlusta á almenning. Kannski. Vonandi. Varðveitum Laugaveginn. Útlend- inga langar ekkert að koma til Ís- lands til að sjá „mini“ New York. Þá langar að sjá Ísland. Reykjavík eins og hún byggðist. Af því hún er falleg og skemmtileg borg með sinn sjarma sem hverfur ef við pössum ekki upp á að varðveita hann. ÍSGERÐUR GUNNARSDÓTTIR, leikari. Ekki skemma Laugaveginn Frá Ísgerði Gunnarsdóttur: VIÐ GETUM öll verið sammála um að tölvur hafa valdið byltingu í þjóðfélag- inu og flest okkar eru minnt á það á hverj- um degi. Það sem fáir leiða þó hugann að er hvað liggur að baki þessari þróun og hvert hún stefnir. Í huga flestra eru tölvunarfræðingar fyrst og fremst forritarar sem forrita það sem þeim er sagt að forrita; ef þeir eru heppn- ir fá þeir að gera þarfagreiningu á væntanlegum hugbúnaði og sjá um prófanir á afurðunum til að tryggja gæði þeirra. Vissulega eru þessir þættir verksviðs tölvunarfræðinnar mikilvægir. Hins vegar er þessi tak- markaða lýsing langt frá því að gefa rétta mynd af starfi tölvunarfræð- ings eða yfirleitt á þeim möguleikum sem fagsviðið býður upp á. Tölvunarfræði er ekki bara forritun Við viljum að það sé öllum ljóst að tölvunarfræðingur er ekki bara for- ritari. Tölvunarfræðingur er miklu frekar fagaðili sem er sérþjálfaður í að leysa vandamál með aðstoð tölva. Oft, en langt frá því alltaf, er hug- búnaður lokaafurð þeirra verkefna sem tölvunarfræðingar taka að sér. Forritun er undirstaða tölv- unarfræðinnar, það sameiginlega tjáningarform sem við notum til að tjá lausnir okkar í og sá efniviður sem við byggjum afurðir okkar úr. Hins vegar er álíka fráleitt að líta á þessa afurð sem „bara forrit“ eins og að líta á bíl sem „bara blikkdós“, hús sem „bara steinsteypukassa“ eða fallegt ljóð eða skáldsögu sem „bara röð af orðum“. Tölvunarfræðingurinn er hönn- uðurinn að því sköpunarverki sem birtist í formi forrits. Við starf sitt þarf hann alltaf að hafa í huga hvernig tölvur vinna, hvað þær geta og ekki síst hvað þær geta ekki. Einnig þarf hann að vita hvernig notandinn leysir verkefni og vill nýta forritið til þess. Tölvunarfræði- nám er þess vegna byggt upp sem blanda af greinum sem veita nægi- lega þjálfun til að fást við slíka hönn- un. Á síðari árum hefur það færst mjög í vöxt, sem hönnunaraðferð, að búa til líkön af hugbúnaði áður en hann er endanlega útfærður sem forrit. Þessi líkön eru í eðli sínu mjög mismunandi allt eftir því hvers kon- ar vandamál verið er að leysa hverju sinni og oft krefst sama heild- arlausnin margra mismunandi lík- ana. Sem dæmi um þetta má nefna hugbúnað sem felur í sér allt í senn flóknar reikningsaðgerðir, leit og meðhöndlun gagna í gagnagrunni, samskipti um netið og skal á sama tíma vera aðgengilegur fyrir not- endur með ákveðinn bakgrunn. Þessi hugbúnaður gæti haft gagn af fjórum mismunandi líkönum, allt eftir því hvert af þessum atriðum verið er að fjalla um. Það er því ljóst að góður tölv- unarfræðingur þarf að vera vel þjálf- aður í faginu en ekki síður að vera hugmyndaríkur og tilbúinn að leita sér fyrirmynda annars staðar ef á þarf að halda. Tölvunarfræði er þverfagleg grein Þau verkefni eða þau vandamál sem tölvunarfræðingurinn stendur frammi fyrir að leysa eiga uppruna sinn á ýmsum sviðum þjóðfélagsins. Tölvunarfræði er því í eðli sínu mjög þverfagleg grein. Þó svo að það sé auðvitað sjálf- gefið að góður tölvunarfræðingur sé vel þjálfaður í greininni sjálfri, reyn- ast honum hæfileikar til að vinna með og skiptast á skoðunum við fólk úr öðrum faggreinum ekki síður mikilvægir. Hönnun og hugmyndaflug Tölvunarfræði hentar þeim sem hafa áhuga á að takast á við vanda- mál og finna lausnir sem hægt er að nýta með aðstoð tölvunnar. Greinin byggist á hönnun og hugmyndaflugi sem byggist á góðum fræðilegum grunni. Tölvunarfræðingar eiga kost á mjög fjölbreytilegum störfum sem ættu að henta jafnt konum sem körl- um, sérstaklega þegar litið er til þess hversu mörgum öðrum sviðum tölvunarfræðin tengist. Sem dæmi um störf tölvunarfræðings má nefna störf við alla þætti hugbún- aðargerðar, s.s. greiningu og lausnir á flóknum vandamálum, hönnun, forritun og prófanir, eða önnur fjöl- breytileg störf eins og stjórnun, ráð- gjöf, rannsóknir og kennslu. Jafn- framt nýtist tölvunarfræðin í síauknum mæli við vísindarann- sóknir ýmiss konar og er nú orðin ómissandi á flestum þeim vís- indasviðum sem fást til dæmis við stór gagnasöfn, flókin kerfi og sam- skiptakerfi. Gífurleg eftirspurn er eftir útskriftarnemum HR Mjög mikil eftirspurn er eftir tölv- unarfræðingum á atvinnumarkaði. Samkvæmt nýlegri könnun sem framkvæmd var af tölvunarfræði- sviði við Háskólann í Reykjavík þá hafa 80% væntanlegra útskrift- arnema fengið fleiri en eitt atvinnu- tilboð, og sumir allt upp í fimm at- vinnutilboð. Við viljum hvetja alla sem hafa áhuga á tækni, vísindum og upplýs- ingafræðum að kynna sér tölv- unarfræðina – hún nýtist á svo margan hátt og er þrælskemmtileg! Tölvunarfræðingar eftirsóttir Anna Ingólfsdóttir og Ásrún Matthías- dóttir fjalla um tölvunarfræðinám Anna Ingólfsdóttir ’Við viljum hvetja allasem hafa áhuga á tækni, vísindum og upplýsinga- fræðum til að kynna sér tölvunarfræðina – hún nýtist á svo margan hátt og er þrælskemmtileg!‘ Anna er doktor og dósent og Ásrún lektor við Háskólann í Reykjavík. Ásrún Matthíasdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.