Morgunblaðið - 29.05.2006, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 29.05.2006, Qupperneq 34
34 MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Sumt fólk er þannig að þó maður sjái það ekki dögum eða mán- uðum saman, þá er eins og það hafi aldrei farið. Maður situr einn morguninn við eldhúsborðið og sötrar kaffið. Það skrjáfar í blaði. Við hinn endann á borðinu situr Pálmi með sín kringl- óttu gleraugu og les. Það er eins og hann hafi alltaf verið þarna. Mynd- arlegur, íbygginn á svip með fallegt yfirvararskegg, litli risinn. Við tölum ekkert, það líða mínútur og ekki flettir hann blaðinu, fær sér þó einn sopa af kaffinu og kveikir í sígarettu. Ég rista mér brauðsneið og set aðra sneið á disk hjá Pálma. Ég smyr og fæ mér ost ofaná. Stekk svo í sturtu, klæði mig og býst til að fara í vinnuna. Ég kasta kveðju á Pálma áður en ég fer, hann lætur blaðið síga, horfir á mig gegnum kringlóttu gleraugun og kinkar kolli. Ristaða brauðsneiðin liggur óhreyfð á disknum hans. Hann hefur kveikt sér í annarri sígarettu og er dreyminn á svip. Það sem hann hefur verið að lesa í blaðinu á hug hans allan. Veit ekki hvort hann heyrði; sjáumst í kvöld. Það skiptir engu máli, við eigum eftir að hittast um kvöldið, ræða mús- ík, pólitík, fótbolta, gengi Skaga- manna og kannski rifja upp söguna þegar við ferðuðumst með Pálma langar leiðir í Köben til að fá lánaða sæng, en týndum henni svo í lestinni PÁLMI GUÐMUNDSSON ✝ Pálmi Guð-mundsson fædd- ist í Súðavík 23. jan- úar 1954. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness föstudaginn 19. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akraneskirkju 26. maí. á leiðinni heim. Eða þegar við heimsóttum Sigurbjörn í Gauta- borg og Pálmi fór út á snarbratt þak hót- elsins til að ná í karamellubréf því ekki mátti sjást drasl eftir okkur Íslendingana. Eða þegar Pálmi fór með okkur að skoða Litlu hafmeyjuna í fyrsta skiptið, í slyddu og myrkri og þegar hann reyndi að kenna mér á dönsku að biðja um „rúnstykki með birki“ áður en ég var sendur út í bakarí. Svo myndum við örugglega þegja mikið saman. Það var svo gott að þegja með Pálma, litla risanum. Mér finnst hann ekkert vera farinn núna frekar en fyrri daginn. Ég yrði ekki hissa þó hann sæti við morgun- verðarborðið í fyrramálið. Á bak við blaðið stigi upp reykjarmökkur, hann kinkaði kolli til mín þegar ég kastaði á hann kveðjunni, sjáumst í kvöld. Sjáðu fjallið himinhátt Þú skynjar vel þess mikla mátt Hirtu ekki um kaldann vindinn Haltu þráðbeint upp á tindinn Þétt er morgunþokan gráa Fallið gerir menn svo smáa Ekki yfir striti kvarta Fylgdu alltaf þínu hjarta Brött er brekkan vörðuð grjóti Öll er leiðin uppí móti Á grýttu fjalli margur týnist Það er lengra upp en sýnist Um kvöld á fjallsins tindi stendur Horfir yfir höf og lendur Af þér heitur svitinn bogar Himinhvolfið allt það logar (Gísli Gíslason.) Lára Stefánsdóttir, Gísli Gíslason. Elsku Lilja mín, það er svo erfitt að þurfa að sætta sig við það að þú sért farin frá okkur. Það er svo margt sem ég get sagt en veit ekki alveg hvað segja skal. Betri vinkonu var ekki hægt að hugsa sér, þú varst svo hlý og opin og alltaf með réttu svörin við öllu og reyndist manni alltaf svo vel og gerðir allt sem í þínu valdi stóð til þess að hjálpa þeim sem þér var annt um. Þú varst klettur við hliðina á mér í fyrra þegar ég missti mömmu mína og ég efast um að ég hefði getað þetta án þín, þú kenndir mér að maður ætti ekki að lifa lífinu í reiði og guð væri ekki vondur og það væri ástæða fyrir öllu í lífinu. Mig langaði alltaf að vera betri manneskja þegar ég var í kring- um þig og fannst það vera forréttindi að eiga þig sem vinkonu, ég væri ekki þessi manneskja í dag ef ég hefði aldrei kynnst þér og finnst þessi 11 ár sem ég átti þig sem vinkonu svo dýr- mæt. Þú munt ávallt eiga stóran stað í hjarta mínu. Elska þig af öllu hjarta, þín vin- kona, Helga Þórey. Aldrei, aldrei, aldrei hafði ég haldið eða trúað því að ég þyrfti að setjast niður og rita þessi orð um einu mann- eskjuna sem ég hef elskað jafn mikið og mína eigin fjölskyldu. Að velja minningar sem myndu lýsa henni best er ekki erfitt, því allar voru þær yndislegar. Ein sú fyrsta sem kemur LILJA GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Lilja Guðmunds-dóttir fæddist 20. september 1984. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri að morgni 1. maí síðastliðins og var útför hennar gerð frá Akureyrar- kirkju 8. maí. upp í huga minn er þegar Lilja og Svala sitja á Café Karo og eru að halda fund í tón- listarklúbbnum sínum. Ég sest hjá þeim og byrja með einhverjar yfirlýsingar um að ég hafi eitthvert vit á tón- list og gef í skyn að mig langi inn í klúbbinn þeirra. Eitthvað var það hægara sagt en gert því upp hófust heitar rökræður þeirra á milli um hvort inn- ganga mín stæðist klúbbslögin. Fór svo að mér var hleypt inn og hefur mín sýn á tónlist víkkað svo um mun- ar eftir það. Bíóferðirnar okkar Lilju voru ófáar enda bæði miklir kvik- myndaunnendur, og ekki mátti gleyma að kaupa eitthvert súkkulaði í sjoppunni fyrir hana annars fékk maður að heyra það. Eftir bíóferðir var skylda að kíkja á Café Amour í einn eða tvo latté, þar gat hún hlustað á mig tala endalaust um myndir eða einhverja þætti, sem var oft, og alltaf hlustaði hún á mig með einlægum áhuga. Oft enduðum við kvöldin á því að taka smárúnt um bæinn og spjöll- uðum þá um persónuleg mál og gát- um við spjallað mjög lengi. Þar kynntist ég henni best, sitjandi í far- þegasætinu á Fíu hlustandi á yndis- legustu mannesku í heimi talandi um það sem skipti hana máli í lífinu. Við fórum því miður ekki í margar ferðir saman en sú sem stendur uppúr er þegar ég fór með Lilju á Air- waves-hátíðina á síðasta ári. Þetta voru án efa 5 skemmtilegustu dagar sem við áttum saman. Byrjuðum alla daga á Kaffibrennslunni og byrjuðum að plana hvað ætti að sjá þann dag- inn, ekkert drykkjustúss á okkur, heldur var markmiðið að mæta snemma og sjá sem flest. Einnig fór- um við á nokkur söfn í ferðinni og man ég eftir því þegar Lilja fór með mig í Þjóðmenningarhúsið að sjá handritin, sem allir ættu að gera. Nú síðustu misseri var Lilja á fullu í stjórnmálum og dró hún mig á nokkra fundi hjá vinstri grænum, ekki það að ég gæti neitað því. Þar kynntist ég miklu af skemmtilegu og góðu fólki. Það er svo erfitt að koma einhverju á blað sem á að lýsa þessari manneskju, því það er ekki hægt að lýsa henni með nokkrum minningum, því þarna á milli vantar augnaráðin frá henni, brosið hennar, hláturinn, hvernig hún sagði alltaf bæ við mig í símann og allt það sem orð fá ekki lýst. Elsku Lilja mín, þú varst orðin svo stór hluti af hjarta mínu að mér fannst það vera rifið úr mér þegar þú fórst frá okkur. En þessir undanfarn- ir erfiðu dagar eru búnir að sýna mér það að allir sem þekktu þig, lítið sem mikið, eru með þína einstöku hæfi- leika til að hugsa um þá sem eru í kringum þá fyrst og þú hefur kennt okkur öllum að við eigum að nota þessa hæfileika allt okkar líf. En þó ég gráti, geta engin tár mér gefið framar stund á jörð með þér, því þú ert farin – heim í himininn. Með það í huga þerra ég votar brár og þakka vissu, er býr í hjarta mér, að eilífðin er okkar, vinur minn. (Sólveig Kristjánsdóttir.) Hlynur Kristjánsson. Elsku Lilja mín. Takk fyrir öll brosin. Takk fyrir öll hlátursköstin. Takk fyrir að þú hélst utan um mig þegar ég átti það bágt. Takk fyrir að þú sýndir mér að hver dagur var æðislegur. Takk fyrir að þú varst þú. Ég er svo þakklát fyrir að ég fékk að kynnast þér, þú hefur gefið mér styrk til að vera betri, meiri, takk elskan, þú verður áfram í hverri manneskju sem þú þekktir. Ísland hefur aldrei verið lengra í burtu, af öllu mínu hjarta óska ég þess að ég gæti verið hjá ykkur öllum núna. Þú verður alltaf hjá mér, Lilja mín. Koss frá Silja Baldersheim, Bergen Noregi. ✝ Sveinborg Sím-onardóttir fæddist í Vatnskoti í Þingvallasveit 9. ágúst 1915. Hún lést 12. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jónína Sveinsdóttir frá Torfastöðum í Grafningi, f. 7.12. 1885, d. 29.4. 1957 og Símon Daníel Pétursson bóndi og þúsundþjalasmiður, f. á Þingvöllum 2.2. 1882, d. 27.4. 1966. Systkini Svein- borgar, sem öll eru nú látin, voru fjögur, Karl Pétur, f. 4.8. 1911, d. 11.11. 1997, Katrín Silvia, f. 27.9. 1912, d. 27.5. 2001, Helga, f. 22.5. 1914, d. 1.10. 2000,og yngstur var Aðalsteinn, f. 9.11. 1917, d. 9.3. 1993. Sveinborg giftist 12. október 1935 Stefáni Skúlasyni. Hann lést 1959. Hinn 9. júní 1962 giftist hún Sverri Steingrímssyni. Sveinborg eyddi bernskuárunum í Vatnskoti í Þing- vallasveit, þar sinnti hún almennum sveitastörfum, sil- ungs- og murtuveiði og netagerð. Hún fluttist ung til Reykjavíkur og vann í fyrstu á neta- verkstæði með systrum sínum, handbrögðin höfðu þær lært í Vatnskoti. Seinna vann Sveinborg á hóteli, sem móðursystir hennar rak í Hveragerði. Þá passaði hún gjarna börn systra sinna og ann- arra ættingja. Í nokkur ár var Sveinborg kokkur á olíuflutninga- skipinu Hamrafellinu. Sveinborg var jarðsungin 17. maí, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sveinborg Símonardóttir, ömmusystir mín og nafna var af flestum kölluð Bogga. Frá því ég man fyrst eftir mér við eldhús- borðið heima hjá henni hét hún amma. Mér fannst ég heppnari en önnur börn enda átti ég líka þrjár ömmur og auk þess afa. Amma á Háteigsvegi eins og ég kallaði hana stundum, passaði mig þegar ég var barn. Frá þeim tíma á ég mínar fyrstu minningar. Á morgnana gengum við alltaf, að mér fannst óraleið, út í kaup- mannsbúðina á horninu til að kaupa nýju mjólkina. Svo var tekið til við spilamennsku áður en afi kom heim í hádegismat. Deginum var ýmist eytt úti við eða við ýmis konar föndur og hannyrðir sem amma var svo einstaklega lagin við. Mér fannst hún sýna mér sér- staka þolinmæði er hún kenndi mér að föndra og spila. Heima hjá ömmu og afa var gott að vera enda var þar ró og friður. Stundum fórum við með afa í göngu út á Klambratún og þar var ég dregin upp á hól á skíðum svo ég gæti rennt mér niður. Ég var svo heppin að fá að fara á hverju vori með ömmu og afa að skoða lömbin hjá vinafólki þeirra í Næfurholti við Heklurætur. Fylgdi því alltaf mikil eftirvænting. Síð- asta vor fór ég aftur með ömmu og afa í Næfurholt og rifjuðust upp við það ljúfar æskuminningar. Amma og afi áttu sannarlega vina- fólk víða um land. Amma var góð og umhyggjusöm kona og aldrei var langt í hláturinn hjá henni. Glettnin skein úr augum hennar er afi gantaðist við hana og samband þeirra var litað af ást og umhyggju. Ég er þakklát fyrir að hafa átt ömmu á Háteigsvegi að. Kæri afi, megi Guð geyma þig og minn- inguna um ömmu. Sveinborg Hlíf. Mig langar til að minnast móð- ursystur minnar Sveinborgar. Mér varð það til gæfu að kynnast henni og alast upp í návist hennar. Svein- borg passaði mig og bræður mína fjóra í mörg ár og kynntumst við henni því betur en ella. Nú kveðj- um við afkomendur Vatnskots- fólksins síðasta systkinið sem ólst þar upp með eftirsjá. Foreldrar Sveinborgar, Jónína og Símon, bjuggu allan sinn bú- skap í Vatnskoti í Þingvallasveit. Bærinn stóð við vatnið og var næsti bær við Þingvöll norðaustan vatnsins, innan þjóðgarðsins. Sím- on og Jónína voru síðustu bænd- urnir í þjóðgarðinum. Símon bjó þar til 1964 en Jónína lést 1957. Þarna var mjög harðbýlt að búa og lítil tún. Það var bannað að vera með kindur í þjóðgarðinum eftir 1930. Símon afi var smiður og vann mikið við smíðar í sveitinni. Það var stunduð þó nokkur silungs- og murtuveiði en murtan veiddist í tonnatali. Á tímabili var hún öll lögð niður í dósir hjá verksmiðj- unni Ora og seld til New York. Allt heimilisfólkið vann við murtuveið- ina og fékk ég að kynnast því sem unglingur. Símon var einnig upp- finningasamur og bjó hann t.d. til vindmyllu til rafmagnsframleiðslu. Í Vatnskoti var mjög gestkvæmt og þar bjó gestrisið fólk. Það mæddi mjög mikið á ömmu að taka á móti öllu fólkinu og sjá til þess að allir fengju helst silung að borða. Til dæmis þurfti hún að vitja um netin þegar afi var að heiman og sinna ýmsum bústörf- um. Hún stóð sig eins og sann- kölluð hvunndagshetja. Viggó heit- inn frændi okkar bjó hjá ömmu sinni og afa í nokkur ár. Einnig tóku þau Einar (Donna) að sér og bjó hann hjá þeim í mörg ár. Í þessu umhverfi ólst Sveinborg upp. Eftir að hún flutti í bæinn vann hún ásamt systrum sínum á netaverkstæði, en netagerð hafði hún lært heima í sveitinni. Seinna fór hún að vinna hjá móðursystur sinni Sesselju Sveinsdóttur, en hún rak hótel í Hveragerði. Helga syst- ir Sveinborgar opnaði síðar sauma- verkstæði og unnu systurnar þrjár saman þar. Sveinborg giftist Stefáni Skúla- syni fyrri manni sínum tvítug að aldri og voru þau gift í tuttugu og fjögur ár, ferðuðust þau mikið saman. Hann varð bráðkvaddur langt fyrir aldur fram. Í jólaboðum hjá þeim minnist ég þess að Stefán spilaði á orgel og sungu frænd- systkinin með. Skömmu síðar réð hún sig á olíuflutningaskipið Hamrafellið sem sigldi m.a. til Rússlands og starfaði þar sem kokkur. Þar um borð kynntist hún Sverri Steingrímssyni smið, eftir- lifandi eiginmanni sínum. Fljótlega eftir að þau giftust hætti hún á Hamrafellinu og fór að vinna í landi. Sveinborg og Sverrir voru afskaplega samrýnd hjón og voru gift í 43 ár. Þau reyndust hvort öðru mjög vel. Þau ferðuðust mikið saman og heimsóttu vinafólk og ættingja um allt land. Þau áttu sér griðastað í Aðaldalnum, þaðan sem Sverrir er ættaður. Þar byggðu þau sér sumarbústað á sælureit og dvöldu þar hvert sumar. Eftir að Sverrir hætti að vinna dvöldu þau þar allt sumarið, enda voru þau miklir náttúruunnendur. Svein- borg ferðaðist einnig mikið með systkinum sínum um landið í styttri sem lengri ferðum. Í barn- æsku höfðu þau öll lært að njóta þess sem landið gaf, fegurðar þess, sérstakrar birtu og margbreytilegs veðurs. Oft fóru þau á skauta á Þingvallavatni eða skíðaferðir í Heiðmörk. Sveinborg eignaðist sjálf aldrei barn en var mjög barngóð. Eins og áður sagði hjálpaði hún mömmu að passa okkur systkinin, sem voru fimm talsins. Síðar passaði hún margar litlar frænkur sínar og Sverris. Hún passaði yngstu dóttur mína, nöfnu sína, meðan ég var í hjúkrunarnámi. Þær bundust sterkum böndum og kallaði Svein- borg yngri, þ.e. dóttir mín, þau hjónin ömmu og afa. Hún var því sannkölluð fóstra og ómetanlegt að eiga hana fyrir frænku. Fyrir tveimur mánuðum fórum við saman í Perluna og dásamaði Sveinborg útsýnið og veðrið sem var svo fallegt. Sveinborg var afskaplega skap- góð kona og æðrulaus. Hún hafði mikla trú á útivist og gönguferð- um, hafði reynt það á sjálfri sér hvað gönguferðir gera fyrir heils- una. Hún byrjaði að stunda göngu- ferðir fyrir fimmtíu árum og gekk daglega þar til nú á vordögunum. Mátti oft sjá þau Sveinborgu og Sverri ganga göngustígana í ná- grenni Nauthólsvíkur jafnt sumar sem vetur. Nú gengur hún á Guðs vegum. Ég mun ávallt minnast Svein- borgar móðursystur með hlýju. Ég sendi Sverri og frænd- og vinafólki samúðarkveðjur. Ég vil þakka starfsfólki á Landspítalanum fyrir þá góðu umönnun sem þau veittu henni síðustu mánuði ævi hennar. Samúðarkveðjur frá Gunnari, Maríu, Ingibjörgu og Gunnlaugi. Jónína Melsteð. SVEINBORG SÍMONARDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.