Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
L
itlar breytingar urðu á
fylgi stærstu flokkanna,
Sjálfstæðisflokksins og
Samfylkingarinnar, á
landsvísu í sveitarstjórn-
arkosningunum á laugardag. Mestu
tíðindi kosninganna eru fylgishrun
Framsóknarflokksins víða um land.
Þá liggur fyrir að Vinstri grænir hafa
sótt verulega í sig veðrið, sama hvort
litið er á úrslit síðustu sveitarstjórn-
arkosninga eða þingkosninganna, og
Frjálslynda flokknum virðist vera að
takast að festa sig í sessi. Þrátt fyrir
lítinn málefnaágreining í kosningun-
um er sennilegt að afstaða kjósenda
til umhverfismála hafi ráðið nokkru
um þær fylgissveiflur, sem urðu.
Stundum er litið á sveitarstjórnar-
kosningar sem „æfingu“ eða styrk-
leikapróf flokkanna fyrir alþingis-
kosningar, sem undanfarna áratugi,
eða frá 1979, hafa farið fram ári eftir
sveitarstjórnarkosningar. Flokkarn-
ir fá þó misgóðar vísbendingar um
styrk sinn á landsvísu og jafnframt er
samanburður oft erfiður á milli kosn-
inga vegna þess hvað samsetning
framboðslistanna getur verið breyti-
leg frá einum kosningum til þeirra
næstu.
Sjálfstæðisflokkur
styrkist heldur
Eini flokkurinn, sem fær alltaf
góða vísbendingu um það hvernig
hann stendur á landsvísu, er Sjálf-
stæðisflokkurinn, einfaldlega vegna
þess að hann hann býður fram í nærri
öllum stærri sveitarfélögum. D-lista-
framboð fengu þannig samtals 65.944
atkvæði af 158.368 greiddum atkvæð-
um í sveitarfélögunum 37 þar sem
flokkurinn bauð fram. Þetta er um
41,6% fylgi, ívið meira en í síðustu
sveitarstjórnarkosningum. Þá fékk
Sjálfstæðisflokkurinn 40,7% fylgi að
meðaltali í sveitarfélögum þar sem
hann bauð fram. Í síðustu þingkosn-
ingum, sem ekki komu vel út hjá
Sjálfstæðisflokknum, fékk hann
33,68% atkvæða. Sjálfstæðismenn
sækja með öðrum orðum heldur í sig
veðrið, sem einhvers staðar þætti
gott hjá flokki, sem setið hefur hálfan
annan áratug í ríkisstjórn.
Fylgi flokksins hefur sveiflazt dug-
lega í ýmsum sveitarfélögum, bæði
upp og niður á við. Þannig vinna sjálf-
stæðismenn stórsigra t.d. í Reykja-
nesbæ, Garðabæ og á Seltjarnarnesi,
þar sem þeir höfðu fyrir hreinan
meirihluta, auk þess sem þeir vinna
meirihluta í Vestmannaeyjum, í
Hveragerði, á Grundarfirði og fleiri
stöðum. Þeir tapa hins vegar veru-
legu fylgi í Hafnarfirði og missa
meirihluta í sveitarfélögum á borð við
Mosfellsbæ, Vesturbyggð og Álfta-
nes. Á heildina litið jafnast þessar
sveiflur hins vegar út og flokkurinn
bætir við sig.
Breytt vígstaða í Reykjavík
Vafalaust hafa sjálfstæðismenn
orðið fyrir vonbrigðum með úrslitin í
Reykjavík, enda sýndu allar kannanir
að þeir fengju meira fylgi en raun
varð á, og sumar hreinan meirihluta
borgarfulltrúa. Framboð Frjálslynda
flokksins gerir Sjálfstæðisflokknum
erfitt fyrir; margir þeirra, sem ella
myndu kjósa sjálfstæðismenn, fylgja
honum að málum og frjálslyndir fá
heldur meira fylgi en síðustu kann-
anir sýndu.
Engu að síður er vígstaða Sjálf-
stæðisflokksins allt önnur í höfuð-
borginni nú en eftir þrennar síðast-
liðnar kosningar, þar sem R-listinn
hefur brotnað upp í frumeindir sínar
og sjálfstæðismenn geta myndað
meirihluta með hverjum hinna flokk-
anna sem er.
Vonbrigði Samfylkingar
Forystumenn Samfylkingarinnar
bera sig vel að kosningunum loknum,
en niðurstaðan er þeim þó vafalaust
vonbrigði, ekki sízt í Reykjavík. Þar
bjóst Samfylkingin áreiðanlega við
meira fylgi og einum borgarfulltrúa
til viðbótar. Miðað við útkomuna í síð-
ustu þingkosningum hefði Samfylk-
ingin líka mátt búast við meira fylgi í
höfuðborginni. Flokkurinn bætti
sums staðar verulega við sig, t.d. í
Hafnarfirði, þar sem hann bætti við
meirihluta sinn, í Kópavogi, Skaga-
firði og á Akureyri.
Á heildina litið breytist fylgi Sam-
fylkingarinnar hins vegar lítið frá síð-
ustu sveitarstjórnarkosningum. Það
flækir samanburðinn svolítið að
flokkurinn tekur víða þátt í ýmsum
bræðingslistum, sem ekki eru bornir
fram undir hans merkjum, og enn-
fremur hefur Reykjavíkurlistinn ver-
ið leystur upp, en frá Reykjavík kem-
ur tæpur helmingur þeirra atkvæða,
sem S-listar fengu á landsvísu. Hlut-
deild Samfylkingarinnar í borgar-
stjórn er hins vegar svipuð og fyrir
kosningar, þ.e. fjórir borgarfulltrúar,
þannig að líta má svo á að Samfylk-
ingin haldi sínu í borginni og að upp-
lausn R-listans hafi þannig ekki veru-
leg áhrif á útkomu flokksins.
Samfylkingin bauð fram S-lista í 17
sveitarfélögum og fékk þar 36.608 af
122.223 gildum atkvæðum, eða rétt
um 30%. Það er heldur minna en
flokkurinn fékk í þeim sveitarfélög-
um, sem hann bauð fram í fyrir fjór-
um árum, en þá var þetta hlutfall
31,4%. Í síðustu þingkosningum fékk
Samfylkingin 30,95%.
Þannig er munurinn á tveimur
stærstu flokkunum um tíu prósentu-
stig og Samfylkingarfólk virðist hætt
að tala um þá jafnstöðu, sem því varð
tíðrætt um eftir þingkosningarnar,
og leggur fremur áherzlu á að flokk-
urinn hafi fest sig í sessi sem næst-
stærsti flokkurinn.
VG nærri tvöfaldar fylgið
Það hefur vafalaust aukið á von-
brigði Samfylkingarfólks hversu vel
Vinstrihreyfingunni – grænu fram-
boði gekk í baráttunni um atkvæðin á
vinstri vængnum. Rétt eins og Sam-
fylkingin heldur VG sínu í borgar-
stjórn Reykjavíkur miðað við valda-
hlutföllin innan R-listans og fær tvo
borgarfulltrúa. Á landsvísu eykur
flokkurinn hins vegar fylgi sitt tals-
vert. Hann bauð fram V-lista í 13
sveitarfélögum og hlaut þar 15.847
atkvæði af samtals 125.568 gildum at-
kvæðum, eða 12,6%. Í síðustu sveit-
arstjórnakosningum gekk VG illa;
flokkurinn fékk ekki nema 6,8% at-
kvæða í þeim sveitarfélögum þar sem
hann bauð fram. VG hartnær tvöfald-
ar því fylgi sitt. Í þingkosningunum
2003 fékk flokkurinn 8,8% atkvæða,
þannig að VG má nokkuð vel við una.
Kreppa Framsóknar staðfest
Fylgistap Framsóknarflokksins er
markverðustu tíðindin í þessum
kosningum og staðfestir þá kreppu,
sem flokkurinn hefur verið í undan-
farin misseri. Ef enn er miðað við
valdahlutföllin í gamla R-listanum er
Framsóknarflokkurinn eini flokkur-
inn, sem tapar borgarfulltrúa; nær
einum manni inn í borgarstjórn í stað
tveggja framsóknarmanna í R-listan-
um. Ef gengið er út frá þessum for-
sendum er eina mannabreytingin í
borgarstjórninni í raun sú að fram-
sóknarmenn missa mann til Sjálf-
stæðisflokks.
Á heildina litið missir Framsókn-
arflokkurinn verulegt fylgi. Í síðustu
sveitarstjórnarkosningum fékk hann
22,9% fylgi í þeim sveitarfélögum,
þar sem B-listar voru bornir fram.
Nú voru boðnir fram B-listar í 23
sveitarfélögum og fylgið er aðeins
11,8%, eða 15.860 atkvæði af samtals
134.796 gildum atkvæðum. Þetta er
líka mun minna fylgi en Framsókn-
arflokkurinn fékk í síðustu þingkosn-
ingum, en þá var fylgið 17,7%.
Á stöku stað, t.d. í Skagafirði, á
Fljótsdalshéraði, í Fjarðabyggð og í
Rangárþingum, unnu framsóknar-
menn á, en í öllum stærstu sveitar-
félögunum töpuðu þeir fylgi.
Frjálslyndir unnu hins vegar á og
festu sig frekar í sessi sem fimmti
flokkurinn. Þeir buðu nú fram í fleiri
sveitarfélögum en síðast, eða sex, og
hlutu þar samtals 9,3% fylgi í stað um
6% fylgis í síðustu kosningum. Alls
fengu Frjálslyndir 7.531 atkvæði af
80.937 gildum atkvæðum í sveitar-
félögunum sex.
Kvennalistinn er líklega eina dæm-
ið frá fyrri tíð um að flokkur, sem
lagði til atlögu við fjórflokkakerfið,
næði mönnum bæði á Alþingi og í
sveitarstjórnir. Sagan sýnir að það
„frávik“ frá fjögurra flokka kerfinu
varð ekki varanlegt. Enn sem komið
er hefur Frjálslyndi flokkurinn ekki
slegið met Kvennalistans í að lifa af
sem fimmti flokkurinn.
Umhverfismálin og úrslitin
Það einkenndi kosningabaráttuna
að málefnaágreiningur var lítill. Þó er
freistandi að setja fram þá tilgátu að
afstaða kjósenda til eins málaflokks,
nefnilega umhverfismála, hafi ráðið
nokkru um þær fylgisbreytingar,
sem augljóslega hafa orðið hjá þrem-
ur minnstu flokkunum. Framsóknar-
flokkurinn hefur, miklu frekar en
Sjálfstæðisflokkurinn, orðið tákn-
gervingur fyrir stóriðjustefnuna svo-
kölluðu, sem vissulega hefur átt þátt í
að tryggja hátt atvinnustig og mikinn
hagvöxt, en er afar umdeild vegna
áhrifa virkjana og stóriðjuvera á
náttúruna. Vinstri-grænir og frjáls-
lyndir hafa sett baráttuna gegn fleiri
stórvirkjunum og stóriðjuverum á
oddinn. Þetta virðist einna skásta
skýringin á því, a.m.k. í fljótu bragði,
hvers vegna fylgi færðist frá Fram-
sóknarflokknum og til VG og Frjáls-
lyndra. Þessi niðurstaða getur sömu-
leiðis verið fyrirboði þess að stóriðju-,
virkjana- og umhverfismálin verði
eitt af stóru kosningamálunum í þing-
kosningunum að ári.
Tapaði
Framsókn
á stóriðju-
stefnunni?
Fréttaskýring | Litlar breytingar urðu á styrk
stærstu flokkanna, en fylgishrun Framsóknarflokks-
ins er markverðustu tíðindi kosninganna. Afstaða
kjósenda til umhverfismála kann að hafa ráðið mestu
um fylgissveiflu frá Framsókn til VG og Frjálslyndra.
Ólafur Þ. Stephensen rýnir í úrslit sveitarstjórnar-
kosninganna á landsvísu.
olafur@mbl.is
!
""#
(
5
" (
2
.
"
0
6/)
! 2
7! 2
*#-0
% 0
"
" ("3
- 2
*#-0
" 2
%
"3 2
8-
"-
) ( "3
0
9
#
:!
#
%"2 2
% #--4/
:! "
;
0
<1-"
0
, #
:"3 /
.="
"
.
4))
%-
0
8- #
9
- #
>#0
0
$! "
0
#
0/ 3
4
0
#
.!"
0
%# 0
5 !
.
7?3
4))
*
"1"#
*
"1"#
,
""
#0
@
)
8 -
03
'&
&
&
'
'&
'
'
''
'
'&
&
''
'
'&
'
'
&
'
&
'
&
'
'
'
'
&
'&!#*$
+
+
,
+
+
+
-
. ,
!
Morgunblaðið/ÞÖK
Frjálslyndir og Vinstri grænir bættu við sig mestu fylgi í kosningunum. Frjálslyndir styrktu m.a. stöðu sína í höf-
uðborginni. Hér fagna efstu menn F-listans í Reykjavík, þau Margrét Sverrisdóttir og Ólafur F. Magnússon.