Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 17 DAGLEGT LÍF Í MAÍ FJÁRFESTU Í GÓÐRI HEILSU „Gríðarlega mikilvægt er að halda meltingunni í jafnvægi, ef meltingin starfar rétt þá er hægt að leiðrétta marga kvilla sem hrjá marga í vestrænu þjóðfélagi. Kvillar eins og höfuðverkur, þreyta, útbrot, leiði, ofnæmi og óþol geta verið merki um slæma meltingu. Íhugaðu mataræðið þitt og lífsstíl, það er ein besta fjárfesting lífs þíns !“ Dr. Gillian McKeith. Næringarduftið hennar Gillian er súperfæða, troðfullt af öllum helstu næringarefnum, ensímríkt og frábært fyrir meltinguna og orkuúthaldið. Gillian duftið fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaup, Fjarðarkaup og Melabúðinni. Yamaha píanó. Yamaha píanó og flyglar með og án SILENT búnaðar. Veldu gæði – veldu Yamaha! Samick píanó. Mest seldu píanó á Íslandi! Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 357.000 kr. Goodway píanó. Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 238.000 kr. 15 mán. Vaxtalausar greiðslur. Estonia flyglar. Handsmíðuð gæðahljóðfæri. Steinway & Sons Fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Til sýnis í verslun okkar. H L J Ó Ð F Æ R A H Ú S I Ð Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • 591 5350 SÉRHVER manneskja býr yfir ein- hverjum kostum sem gera hana að þeim mannauð sem samfélagið byggist á og vill nýta. Hins vegar hafa vísindamenn, í æ ríkari mæli, sýnt fram á að í samstarfi fólks að tilteknu málefni verði til afl sem kallað er félagsauður. Ekki liggur ljóst fyrir hver kom fyrstur fram með hugtakið en Bandaríkjamað- urinn Róbert Putnam hefur sagt að félagsauður sé þau verðmæti sem verða til þegar samfélög eða hópar byggja á trausti, ákveðnum gildum og tengslaneti með gagnkvæma hagsmuni að leiðarljósi. Fé- lagsauður byggist á þátttöku fólks í ýmiss konar formlegum eða óform- legum félagasamtökum eins og íþróttafélögum, kórum, vinahópum, foreldrasamstarfi og stjórn- málaflokkum. Félagsauður í þjóð- félögum er metinn eftir því trausti sem íbúar bera til stofnana sam- félagsins og hversu virkir þeir eru í samfélaginu. Erfitt er að mæla fé- lagsauð en flest bendir til þess að hann hafi áhrif á velferð, hagsæld og heilbrigði einstaklinga og sam- félaga. Tengslanetum skipt í tvennt Í áhugaverðri samantekt eftir vís- indamenn frá Svíþjóð og Bandaríkj- unum eru tengsl félagsauðs og heil- brigði skoðuð og hvort jöfnuður í þjóðfélögum skipti máli. Niðurstaða þeirra var að það væru tengsl milli félagsauðs og heilsufars þjóða, eink- um þó í löndum þar sem efnahags- legum gæðum er misskipt. Fyrrnefndur Putnam hefur ritað bók sem hann nefndi Bowling alone þar sem hann kemst að þeirri nið- urstöðu að einstaklingshyggjan sé að aukast og að fólk í Bandaríkj- unum taki í æ minna mæli þátt í ýmiskonar félagsstarfi og það dragi úr félagsauðnum þar í landi. Þess ber þó að geta að tengslanet hópa eru missterk og er þeim gróf- lega skipt í tvennt. Annars vegar lokaða hópa með sterk tengsl og síð- an hópa þar sem tengslin eru ekki eins mikil og menn koma og fara að vild. Í fyrrnefndu hópunum ríkja mjög ákveðin gildi og siðir sem hafa mótandi áhrif á hegðun og viðhorf einstaklinganna sem tilheyra þeim. Þau gildi geta haft jákvæð áhrif á heilsu og velferð en geta líka verið neikvæð eins og til dæmis í glæpa- gengjum eða minnihlutahópum sem einangra sig frá samfélaginu. Á ráðstefnu sem haldin var um félagsauð hér á landi ekki alls fyrir löngu kom fram að þátttaka for- eldra í foreldrastarfi grunnskóla hefur jákvæð áhrif á alla nemendur skólans. Einnig þá nemendur hvers foreldrar voru ekki virkir í foreldra- starfinu. Fjölmargar rannsóknir í heilbrigðisvísindum hafa sýnt fram á að fólk sem er félagslynt býr við betri heilsu og nær sér fyrr af veik- indum. Stuðningur fjölskyldu og fé- laga er líka afar mikilvægur þegar fólk er að leitast við að taka upp heilsusamlegri lífshætti, s.s. við að hætta að reykja. Flest bendir þann- ig til að manninum sé eðlislægt og nauðsynlegt að eiga samskipti við annað fólk, þau þurfa þó að vera uppbyggileg og fela í sér umhyggju fyrir velferð náungans.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Landlæknisembættið Félagslyndi hef- ur áhrif á heilsu Morgunblaðið/Ómar Flest bendir þannig til að manninum sé eðlislægt og nauðsynlegt að eiga samskipti við annað fólk. Þau þurfa þó að vera uppbyggileg og fela í sér umhyggju fyrir velferð náungans. Anna Björg Aradóttir, yfirhjúkrunar- fræðingur Landlæknisembættinu. MUNUR er á læknismeðferð karla og kvenna með endaþarmskrabbamein, konum í óhag, að því er sænsk rannsókn leiðir í ljós. Í Svenska Dagbladet kemur fram að fimmta hver kona með endaþarmskrabbamein fær ekki nauðsyn- lega geislameðferð sem hún á rétt á. Rann- sóknin var gerð við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi og tók til 12 þúsund krabbameins- sjúklinga sem gengust undir aðgerð vegna endaþarmskrabbameins á árunum 1995-2002. Fleiri karlar en konur greinast með endaþarms- krabbamein, þ.e. þeir eru 60% sjúklinganna. Þekkt er að geislameðferð fyrir aðgerð minnkar hættu á myndun nýrra æxla um helm- ing. Frá miðjum tíunda áratugnum hefur tíðkast að veita þessum krabbameinssjúklingum í Sví- þjóð geislameðferð sem hluta af annarri með- ferð. Þrátt fyrir það fá 20% færri konur en karl- ar þessa samansettu meðferð. Niðurstöðurnar komu aðstandendum rannsóknarinnar á óvart og þeir hafa ekki fundið neina skýringu á mun- inum á meðferð karla og kvenna eins og t.d. ald- ur eða stærð æxlis. Að mati Önnu Martling, for- svarsmanns rannsóknarinnar, liggur skýringin e.t.v. í einhvers konar ómeðvituðu vali læknanna.  HEILSA | Endaþarmskrabbamein Karlar fengu betri meðferð SVEFNLEYSI getur leitt til fitusöfnunar hjá miðaldra kon- um, að því er bandarísk rannsókn bendir til. Í frétt Svenska Dagbladet er greint frá rannsókn á 68 þúsund bandarískum hjúkrunarfræðingum. Svefnleysi er vaxandi lýðheilsuvandamál, sérstaklega meðal kvenna, og hefur vandinn tilhneigingu til að aukast með aldrinum. Áður hefur komið í ljós að svefnleysi eykur hættu á sykursýki og háum blóðþrýstingi og þessi rannsókn er talin leiða í ljós að svefnleysið hafi einnig áhrif á efna- skiptin í líkamanum og orkubrennslu. Sanjay Patel, læknir og prófessor við Case Western Re- serve-háskólann í Cleveland, stýrði rannsókninni og segir að brennsla hjá þeim sem sofa lítið geti verið minni í hvíld. Rannsóknin leiddi í ljós að konur sem sofa aðeins fimm tíma á nóttu eru 32% líklegri til að bæta á sig kílóum og 15% lík- legri til að verða of feitar ef svefnleysið er viðvarandi, miðað við konur sem sofa sjö tíma. Rannsóknin var gerð á sextán árum og fór fram með spurningalistum sem konurnar svör- uðu annað hvert ár. Sænskur svefnsérfræðingur við Karol- inska segir við SvD að þessar niðurstöður geti vel staðist. Að auki geti haft áhrif hvenær sólarhringsins borðað er. Ef borðað er á nóttunni eykst hætta á þyngdaraukningu og þar sem rannsóknin var gerð á hjúkrunarfræðingum sem oft vinna vaktavinnu gæti það átt sinn þátt í niðurstöðunum.  HEILSA Svefnleysi og fitusöfnun hjá miðaldra konum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.