Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 25 Við erum yfir okkur ham-ingjusöm með þannglæsilega árangur semvið náðum nánast yfir línuna,“ sagði Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs (VG). Hann sagði það gríðarlega breyt- ingu fyrir flokk að fá sína fyrstu fulltrúa kjörna í sveitarstjórnir í stórum sveitarfélögum, eins og VG gerði nú víða á landinu. „Það er gaman og glæsilegt að fá tvo menn bæði á Akureyri og í Reykjavík og vera með tæp 30% í Dalabyggð. Ef til vill er ennþá mik- ilvægari sá sigur að fá fyrst mann kjörinn í Kópavogi, Hafnarfirði, Árborg, Akranesi og í Mosfellsbæ og á mörgum fleiri stöðum. Að mínu mati er að hefjast nýr kafli í uppbyggingu okkar hreyfingar.“ Hvað varðar pólitísk áhrif úr- slitanna á landsvísu sagði Stein- grímur að VG væri að stimpla sig inn með mjög afgerandi hætti sem þriðja stærsta stjórnmálaflið í landinu. Fylgi VG í velflestum stóru sveitarfélögunum væri upp á 12 –15%. „Við erum að verða til sem sveitarstjórnarafl af þessum styrkleika og erum þar með að færa okkur nær því að vera í raun með fylgi á sveitarstjórnarstiginu nálægt því sem við erum að mælast í skoðanakönnunum á landsvísu og ætlum okkur að sjálfsögðu að landa í næstu kosningum.“ Steingrímur taldi að hin svo- nefnda „tveggja turna kenning“ hefði beðið skipbrot í þessum kosn- ingum. „Ef við skoðum bilið á milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og svo milli okkar og Samfylkingar þá sýnist mér í fljótu bragði að það sé lengra á milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks en milli okkar og Samfylkingar,“ sagði Steingrímur. Árangur VG hlýtur að teljast vinstri- og umhverfisverndar- sveifla, að mati Steingríms. „Það er enginn vafi á að okkar einörðu áherslur í umhverfismálum, and- ófið við hina trylltu og brjáluðu stóriðjustefnu og okkar róttæku fé- lagslegu áherslur, voru að skora í þessum kosningum. Þetta er, held ég, óumdeilanlega sterkasta sveifl- an í kosningunum.“ Steingrímur kvaðst ekki vera í nokkrum vafa um að úrslit sveit- arstjórnarkosninganna gætu verið upptaktur að því sem gæti gerst í fyrirhuguðum alþingiskosningum að ári. „Andrúmsloftið í landinu er svona, það hef ég skynjað mjög sterkt á ferðalögum í aðdraganda kosninganna. Sjálfstæðisflokknum tókst með því að bleikja sig upp og láta lítið fyrir sér fara að sleppa betur en ella hefði orðið. Tilraunir Framsóknarflokks til að breiða yfir nafn og númer og þykjast vera eitthvað annað en ríkisstjórn- arflokkur mistókust hins vegar. Það er enginn vafi á að menn voru öðrum þræði að refsa stjórnar- flokkunum og það bitnaði meira á Framsókn. Ég er geysilega bjart- sýnn á framhaldið og vildi fá kosn- ingar sem fyrst. Ríkisstjórnin er stórkostlega löskuð og í raun búin að vera með þessu. Forysta hennar er í molum eftir þennan dag. Vegna aðstæðna í samfélaginu, óvissunnar í efnahagsmálunum og ólgunnar sem undir niðri er og birtist talsvert í þessum kosn- ingum, þá þurfum við að kjósa strax. Það verður mikill hörm- ungavetur fyrir ríkisstjórnina, þjóðina og efnahagslífið ef á að reyna að láta þetta laskaða fley, sem ríkisstjórnin er, fljóta allan næsta vetur. Það er ábyrgðar- hlutur, að mínu mati, að endurnýja ekki umboð þannig að nýr þing- meirihluti og ríkisstjórn geti tekist á við þau erfiðu verkefni sem fram- undan eru – að vinda ofan af vit- leysunni sem þeir eru búnir að gera.“ Steingrímur taldi að staðan varðandi nýja borgarstjórn í Reykjavík væri mjög flókin. „Mér sýnist að menn séu að þreifa á hvort einhvers konar samstarf flokkanna til vinstri við Sjálfstæð- isflokkinn geti gengið. Ég sé ekki af hverju menn ættu að útiloka þann kost. Ég er ekki í þeim hópi sem gefur sér að þetta hljóti að snúast um hver vinnur með Sjálf- stæðisflokknum.“ Ríkisstjórnin í raun búin að vera Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG með um m 30% ur, Vinstri- ð hver um ð má að ndi upp,“ Við í ki að etta er ggja sig um að ingum.“ sér þykja hefðu í röð n reyndi í ta um t og hann sínu. yfir höf- stans, en t í beinni man. stæður en hann tkvæðum ð lesa út öfu um að við í i rétt túlkun á vilja kjósenda. Reykjavík- urlistaflokkarnir eru með meira fylgi samanlagt en Sjálfstæð- isflokkurinn,“ sagði Ingibjörg Sól- rún. Hún sagði að Frjálslyndi flokk- urinn hefði það nokkuð í hendi sér hvort hann leiddi Sjálfstæðisflokk- inn aftur til valda í borginni. Frjálslyndum stæði einnig til boða að ganga til liðs við flokkana sem stóðu að Reykjavíkurlistanum. Um áhrif úrslita sveitarstjórn- arkosninganna á stöðu ríkisstjórn- arinnar sagði Ingibjörg Sólrún: „Ég get ekki ímyndað mér annað en að Framsóknarmenn séu orðnir svolítið vansælir í þessu samstarfi eftir þessa útreið. Sjálfstæðisflokk- urinn kemur frá þessum kosn- ingum með svipað eða jafnvel held- ur meira fylgi en hann hafði í síðustu sveitarstjórnarkosn- ingum.“ Ingibjörg Sólrún kvaðst telja að niðurstaða kosninganna hlyti að draga þróttinn úr ríkisstjórninni. „Það er mjög alvarlegt mál, því miðað við þær aðstæður sem eru nú í efnahagslífinu, þá þarf festu í landsmálin. Mér sýnist að rík- isstjórnin sé mjög löskuð eftir þetta og hætt við að hún hafi litla stjórn á málum.“ nar g í sessi Reykjavík biðu eftir Ráðhúsi Reykjavík- Eins og sjá má á myndinni ríkti mikil spenna hjá frambjóð- endunum. Hér sjást þau Ólafur F. Magn- ússon, Svandís Svavarsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Dagur B. Eggertsson og Björn Ingi Hrafnsson bíða eftir birtingu talna í kosningunum. Morgunblaðið/ÞÖK Ráðhúsinu að kvöldi kjördags Úrslit sveitarstjórnar-kosningnna eruáhyggjuefni fyrirFramsóknarflokkinn, að sögn Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins. Hann segir að flokkurinn muni fara ítarlega yfir úrslitin og draga sína lær- dóma af þeim. „Það gekk nú sums staðar illa hjá flokknum í þessum sveitar- stjórnarkosningum. Við fáum slæma kosningu víða á suðvest- urhorninu. Annars staðar á land- inu er þetta miklu betra eins og víða á Suðurlandi, Austurlandi, Norðurlandi og Vesturlandi. Okkar menn hafa verið mjög víða í meirihlutasamstarfi og tekið ábyrgð á rekstri sveitarfélag- anna. Þeir munu gera það áfram,“ sagði Halldór. Kosningabaráttan var fram- sóknarmönnum erfið og fundu þeir sérstaklega fyrir því á höf- uðborgarsvæðinu, að sögn Hall- dórs. „Það var unnið mikið og gott starf víða um land. Ég tel að það hafi verið viss varnarsigur að við komum manni inn í Reykja- vík. Okkur var nú ekki spáð mjög vel í því sambandi. Úrslit þessara kosninga eru áhyggjuefni fyrir Framsóknarflokkinn og við mun- um fara ítarlega yfir málið og draga okkar lærdóm af því.“ En eru þessi úrslit einhver vís- bending um hvað kann að gerast að ári í alþingiskosningum? „Það er enginn vafi að lands- málin spiluðu inn í þessa kosn- ingu að einhverju leyti. Ég er ekki að segja að þau hafi gert það um allt land, en þau gerðu það sums staðar. Það þýðir ekki ann- að en að taka það með í reikning- inn,“ sagði Halldór. Ekki virðist vera hægt að lesa ákveðið mynstur út úr kosn- ingaúrslitunum nú um hvort Framsóknarflokknum hafi farn- ast vel eða illa þar sem hann átti hlut að samvinnu við aðra flokka, að sögn Halldórs. „Á nokkrum stöðum var ákveðið að fara í sam- eiginlegt framboð með öðrum flokkum. Mér finnst það ekki hafa gefist neitt sérstaklega vel. Við vorum t.d. í sameiginlegu fram- boði með sjálfstæðismönnum síð- ast á Húsavík og nú varð breyt- ing þar á sem skilaði báðum flokkunum góðri útkomu. Síðan var ákveðið að vera í sameig- inlegu framboði með Samfylking- unni bæði í Garðabæ og Reykja- nesbæ, sem mér sýnist ekki hafa skilað þeim árangri sem menn væntu.“ Halldór kvaðst ekki geta sagt neitt á þessu stigi um myndun nýs borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík. „Ég veit að það eru þreifingar í gangi og auðvitað hefur Framsóknarflokkurinn þar aðeins einn mann. Þannig að það er mjög erfitt sýnist mér að spá um það á þessari stundu.“ Halldór var spurður hvort hann, sem forsætisráðherra, teldi að úrslit sveitarstjórnarkosning- anna hefðu einhver áhrif á stöðu ríkisstjórnarinnar. „Kosn- ingaúrslitin hafa áhrif á stöðu Framsóknarflokksins á lands- vísu,“ sagði Halldór. „En við munum að sjálfsögðu sinna okkar skyldum í þessu ríkisstjórnar- samstarfi eins og til var stofnað og halda áfram að rækja þær út kjörtímabilið.“ Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins Úrslitin áhyggju- efni fyrir Fram- sóknarflokkinn rnar- ýna að kkurinn gið mjög um sín- Kristjáns- nda i annað ðningur i farið ninganna átt við svona ti sárt að ði á átta heldur a í Ísa- ldum að ramboðið fylkingar, græns og a fylgi úr um k erum anum a er að di nið- urstaða; þó að við höfum ekki náð inn manni í Skagafirði og í Vest- mannaeyjum erum við með 7,5–8% í hvoru sveitarfélagi um sig. Heild- arniðustaða mín er sú að við höf- um styrkt stöðu okkar í þessum sveitarstjórnarkosningum þar sem við buðum fram.“ Guðjón kvaðst líta svo á að nið- urstaða kosninganna styrkti Frjálslynda flokkinn á landsvísu og kvaðst vona að það myndi skila sér þegar kæmi til alþingiskosninga og heldur aukast en hitt. Hann var spurður hvort hann teldi kosning- arnar hafa áhrif á stöðu rík- isstjórnarinnar. „Framsókn- arflokkurinn fer skelfilega út úr þessum kosningum. Sjálfstæð- isflokkurinn heldur frekar sínu, þó að það sé svona upp og ofan. En ríkisstjórnin sem heild kemur ekki vel út úr þessum kosningum þegar lögð er saman staða Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks.“ Guðjón kvaðst ekki á þessu stigi vita neitt um hvernig myndun nýs borgarstjórnarmeirihluta í Reykja- vík gæti farið. „Sjálfstæðisflokk- urinn er í þeirri stöðu að vera stærstur og geta rætt við marga. Ég held að það sé ekkert hægt að fullyrða um það á þessari stundu til hvers viðræður allra flokkanna, annarra en Sjálfstæðisflokksins, geti leitt. Við höfum lýst því yfir, bæði í ræðu og riti, að það væru fyrst og fremst málefnin sem réðu því með hverjum við vildum starfa. Við höfum ekkert hafnað samstarfi við Sjálfstæðisflokk eða aðra flokka. Við höfum fyrst og fremst sett málefnin á oddinn í því sam- bandi. Það ræðst eingöngu af mál- efnasamningum hvernig menn ná samkomulagi um að starfa saman í sveitarstjórnum. Það á jafnt við um Reykjavík og aðra staði á landinu hvað okkur varðar. Við höfum alltaf haft það sem okkar leiðarljós að vinna að málefnum og styðja málefni, sama hvort þau koma frá stjórn eða stjórnarand- stöðu í þinginu til dæmis, ef við höfum talið að málefnin væru góð. Þá höfum við ekki lagst gegn mál- um ef við teljum þau til fram- dráttar og heilla. Ég á von á að það verði gegnumgangandi stefna hjá okkar við samræður um stjórn borgar og bæja að það verði fyrst og fremst málefnastaðan sem ræð- ur því með hverjum við vinnum, ef við förum einhvers staðar inn í samstarf.“ m styrkt stöðu okkar istjánsson, formaður Frjálslynda flokksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.