Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 40
40 MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hér kemur róttæk tillaga: Hvað ef þú
myndir sinna sjálfum þér áður en þú
mætir kröfum vinnunnar? Svarið er
ámóta róttækt, þú færð óskir þínar
uppfylltar.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Hafðu markmið þitt í huga í allan dag.
Það er ekki nóg að þrá umbætur til
þess að þær verði að veruleika, en ef
bjartsýni, staðfesta og nákvæmni eru
með í farteskinu gerist eitthvað.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Fjársjóðsleitin stendur yfir og tvíbur-
inn er sá sem hefur fengið flestar vís-
bendingar. Þú værir rétti leiðtogi
hópsins en líklega beitir þú þínum al-
ræmdu persónutöfrum og leiðir bakvið
tjöldin.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Viðkvæmni krabbans er blessun. Hún
hjálpar honum að ráða í merkin sem
varða lífsleiðina hans og eru ætluð
honum einum. Minnsta kitl eða vöðva-
kippur í líkamanum er vísbending sem
hann myndi betur fara eftir.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljónið er í skapi fyrir tilraunir og læt-
ur reyna á ýmislegt í sínum nánustu
samböndum. Ástæðan er ekki sú að
það vilji leika leiki, heldur vegna þess
að það er að leita að einhverju betra,
sannara og skemmtilegra.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Sagan er ekki búin til, hún er ofin.
Þinn snjalli hugur fer í gegnum minn-
ingabrotin og raðar þeim á þann hátt
sem þú kýst. Fyrst þú veist það, getur
þú allt eins litið atburði dagsins í já-
kvæðu ljósi.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Umkvörtunarefni vogarinnar er alls
ekki úr lausu lofti gripið. Jafnvel hin
skarpa og bjartsýna vog verður pirruð
annað veifið. Himintunglin lauma fé í
vasa hennar og það gerir sitt til að
létta lundina áður en henni tekst að
smita aðra af svartsýni.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Leyfðu þér að vera yfirdrifinn, hlýða
innsæinu og jafnvel dálítið harðsvír-
aður í viðskiptum. Það er auðvitað
meint á fallegan hátt, kæri sporðdreki.
Breytingar eru í vændum.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaðurinn er til í að mæta á teppið
og standa fyrir máli sínu. Vertu trúr í
vináttu þó að þú standir í viðskiptum.
Þó að þinn heimur sé að stækka er
ekki þar með sagt að heimur einhvers
annars þurfi að minnka.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Það sem er lógískt er ekki endilega
alltaf satt og það sem er satt er ekki
endilega lógískt. Árangur veltur á því
hvort þú ert nógu djörf til þess að fara
eftir því hvernig þú skynjar, sérð og
heyrir sannleikann, þó að það kunni að
virðast glórulaust.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Orka vatnsberans er lífleg, þú laðar að
þér aðdáanda sem eltist við þig án ótta
og jafnvel af of mikilli ákefð, fyrir þinn
smekk. En það er gaman að einhver
vilji mann, svo njóttu athyglinnar.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Aðstæður koma upp í félagslífi fisksins
sem storka og trufla þitt náttúrulega
innsæi. Þær verða eins og nokkurs
konar sálrænn púltími. En álagið á
reyndar eftir að styrkja athyglisgáfu
þína.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Tungl í krabba gerir dag-
inn upplagðan til þess að
heiðra minningu ástvina á
heimilinu. Ef þú færð gesti skaltu ekki
gleyma að fólk er viðkvæmt þessa dag-
ana, ekki minnast á neitt sem kemur illa
við einhvern. Venus er á leið í nauts-
merkið og gerir aðlaðandi fólk jafnvel
enn geðslegra.
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 afdrep, 4
blaðra, 7 milda, 8 fang-
brögð, 9 þegar, 11 hold-
lítið, 13 heiðurinn, 14
mannsnafn, 15 görn, 17
súrefni, 20 stór geymir,
22 lítið herbergi, 23 sett,
24 bik, 25 fífl.
Lóðrétt | 1 er viðeigandi,
2 ísstykki, 3 fuglinn, 4 út-
flenntur, 5 kjánar, 6
skynfærin, 10 heldur, 12
líkamshlutum, 13 hlass,
15 kunn, 16 magurt dýr,
18 dáin, 19 halda vel
áfram, 20 sjávargróðurs,
21 æsingur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 handaskol, 8 veini, 9 æskan, 10 lár, 11 rudda,
13 tunna, 15 hlaði, 18 ögrar, 21 nit, 22 sárin, 23 urmul,
24 hringlaði.
Lóðrétt: 2 aðild, 3 deila, 4 skært, 5 orkan, 6 sver, 7 snúa,
12 dáð, 14 ugg, 15 hass, 16 aurar, 17 innan, 18 ötull, 19
rómað, 20 rola.
Ísland tók fyrir skemmstu við formennsku íRáði norrænna sjóntækjafræðinga, NOR.Axel Örn Ársælsson sjóntækjafræðingurer nýr formaður ráðsins:
„Sjóntækjafræðingar á Íslandi hafa verið skil-
greindir sem heilbrigðisstétt allt frá árinu 1984.
Með lögum um sjóntækjafræðinga sem þá tóku
gildi var stéttinni þó ekki heimilað að nýta að
fullu sína menntun. Áfangasigur vannst árið
2004 þegar ný lög tóku gildi sem heimila sjón-
tækjafræðingum að framkvæma sjónmælingar
hérlendis, líkt og kollegar okkar hafa gert um
árabil í allri Evrópu,“ segir Axel. „Aðildarlönd
NOR hafa stutt dyggilega við bakið á íslenskum
sjóntækjafræðingum í baráttunni fyrir auknum
starfsréttindum stéttarinnar og hefur það verið
okkur mikil hvatning. Með því að Íslendingar
taka í fyrsta skipti við formennsku í ráðinu má
segja að árangri sjóntækjafræðinga hérlendis sé
veitt táknræn viðurkenning.“
Axel segir það hafa verið ósk Félags íslenskra
sjóntækjafræðinga allt frá upphafi að skapa
stéttinni það vinnuumhverfi hérlendis, fyrir ný-
útskrifaða sjóntækjafræðinga, að sú aukna
þekking þeirra og færni sem skapast hefur með
síaukinni menntun fengi að skila sér í bættri
þjónustu til allra sem til þeirra leita. Eftir að
sjóntækjafræðingum var leyft, árið 2004, að
framkvæma og taka ábyrgð á sjónmælingum
hefur stéttin náð að komast jafnfætis kollegum
sínum í Evrópu um starfsréttindi: „Með því
skapaðist grundvöllur fyrir okkur til að leiða þá
stefnumótandi vinnu sem NOR framkvæmir fyr-
ir Norðurlöndin í heild sinni.“
„Von mín er að sú þróun sem verið hefur
haldi áfram, og starfsvettvangur sjóntækjafræð-
inga taki breytingum í samræmi við aukna
menntun og þeir fái að nýta sína sérþekkingu
þjóðfélaginu til hagsbóta. Á Íslandi sem og á
hinum Norðurlöndunum hefur þróun undanfar-
inna ára og áratuga meðal annars haft í för með
sér aukin og góð samskipti milli aðila sem sinna
augnheilsu almennings en gott samstarf þeirra á
milli tryggir almenningi besta þjónustu,“ segir
Axel.
„Að sinna góðri sjónheilsu felst ekki aðeins í
að velja réttan styrkleika sjóntækja heldur einn-
ig að hjálpa fólki til vellíðunar. Almenningur á
Íslandi er þegar orðinn meðvitaður um hve góða
þjónustu má fá hjá vel menntuðum sjóntækja-
fræðingi með sjónmælingarréttindi. Í auknum
mæli eru sjóntækjafræðingar þeir fyrstu sem
fólk leitar til með sjónvandamál og vegur þar
þyngst gott aðgengi að sjóntækjafræðingum og
þeirra ráðgjöf. Sjóntækjafræðingar greina
vandamál hvers og eins, leysa þau ef svo ber
undir eða vísa með öruggum hætti til annarra
sérfræðinga, s.s. augnlækna.“
Félag íslenskra sjóntækjafræðinga var stofn-
að 1978. Fjöldi félagsmanna er í dag um fjöru-
tíu. Lesa má um starfsemi félagsins á www.opti-
ker.is
Heilbrigði | Íslendingar taka við formennsku í Ráði norrænna sjóntækjafræðinga
Aukin þekking – betri þjónusta
Axel Örn Ársælsson
fæddist í Reykjavík
1972. Hann lauk stúd-
entsprófi frá MS 1992,
hlaut gráðu Augenopti-
ker frá BBS Technik
Koblenz 1998 og lauk
námi sem sjóntækja-
fræðingur frá Karol-
inska Institutet 2002.
Axel starfaði sem sjón-
tækjafræðingur hjá
Profil Optik á árunum 1998-2001 og 2002-
2003. Axel er meðeigandi í Optic Reykjavík
ehf. frá árinu 2004. Hann hefur setið í stjórn
Félags íslenskra sjóntækjafræðinga frá 2003-
2005. Axel er giftur Sif Stanleysdóttur og
eiga þau þrjá syni.
80 ÁRA afmæli. Í dag, 29. maí, eráttræður Friðrik Kristjánsson
húsgagnasmíðameistari, Vallartröð 2 í
Eyjafjarðarsveit. Eiginkona hans er
Kolfinna Gerður Pálsdóttir hús-
mæðrakennari. Þau eru að heiman á
afmælisdaginn.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is