Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Vika á Ítalíu
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
ER
3
25
46
05
/2
00
6 16.600 kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar.
Bíll úr flokki B
50 50 600 • www.hertz.is
*
Bókaðu bílinn heima
- og fáðu 500 Vildarpunkta
*Verð miðað við gengi 1. maí 2006.frá
FRJÁLSLYNDI flokkurinn birti
flestar auglýsingar í dagblöðum í
kosningabaráttunni fyrir sveitar-
stjórnarkosningar, en auglýsingar
Samfylkingarinnar þöktu flesta
dálksentimetra. Þetta kemur fram í
úttekt kosningavaktar Fjölmiðla-
vaktarinnar á umfjöllun um sveit-
arstjórnarkosningarnar. Í tilkynn-
ingu frá Fjölmiðlavaktinni er ekki
fjallað um auglýsingar í ljósvaka-
miðlum.
Fjölmiðlavaktin fylgdist með allri
fjölmiðlaumfjöllun sem tengdist
sveitarstjórnarkosningunum frá 1.
mars til 27. maí. Þar kemur fram að
Frjálslyndi flokkurinn birti flestar
auglýsingar í dagblöðum á þessu
tímabili, 124 talsins, Sjálfstæðis-
flokkurinn birti 113, Samfylking 63,
Vinstrihreyfingin – grænt framboð
56, og Framsóknarflokkurinn fæst-
ar, eða 50 talsins. Langstærstur
hluti auglýsinganna, um 85%, var
vegna borgarstjórnarkosninganna í
Reykjavík.
Þegar auglýsingarnar voru skoð-
aðar miðað við stærð og fjölda dálk-
sentimetra kom í ljós að Samfylk-
ingin birti stærstu auglýsingarnar,
samtals 6.966 dálksentimetra, sem
jafngildir 35,7 heilsíðuauglýsingum.
Auglýsingar Frjálslyndra þöktu
6.671 dálksentimetra á sama tíma-
bili, sem jafngildir 34,2 heilsíðum.
Sjálfstæðisflokkurinn var á svipuðu
róli, með 6.665,5 dálksentimetra,
eða 34,2 heilsíður. VG keyptu minna
pláss, 5.227 dálksentimetra, eða 26,8
heilsíður, og Framsóknarflokkurinn
minnst allra, 4.908 dálksentimetra,
25,2 heilsíðuauglýsingar. Samtals
birtust 355 auglýsingar í dagblöðum
vegna sveitarstjórnarkosninganna á
tímabilinu frá 1. mars til 27. maí.
Flestar auglýsingar voru birtar í
Fréttablaðinu, 205 talsins, sem jafn-
gildir um 86 heilsíðuauglýsingum. Í
Morgunblaðinu birtist 151 auglýs-
ing, sem jafngildir um 53 heilsíðu
auglýsingum. Blaðið birti 63 auglýs-
ingar, sem samsvöruðu um 22 heil-
síðum, og DV birti 4 auglýsingar,
sem jafngiltu fjórum heilsíðuauglýs-
ingum.
Flest viðtöl tekin við
Dag B. Eggertsson
Einnig var kannað hversu oft var
minnst á nöfn oddvita framboðanna
fimm í Reykjavík, og hversu oft var
rætt við þá, og voru þá skoðuð dag-
blöð, aðalfréttatímar ljósvakamiðla
og umræðuþættir.
Nafn Dags B. Eggertssonar, efsta
manns á lista Samfylkingar, var oft-
ast nefnt, í 197 tilvikum á tímabilinu
frá 1. mars til 27. maí. Þar á eftir
kom Björn Ingi Hrafnsson, oddviti
lista Framsóknarflokks, sem var
nefndur 184 sinnum. Næstur kom
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti
Sjálfstæðisflokks, en nafn hans var
nefnt í 172 tilvikum. Svandís Svav-
arsdóttir, sem leiddi lista VG, var
nefnd 108 sinnum, og Ólafur F.
Magnússon, oddviti Frjálslyndra,
var nefndur í 94 tilvikum.
Niðurstöðurnar voru svipaðar
þegar kannaður var fjöldi viðtala
sem tekin voru við oddvitana fimm.
Tekin voru 50 viðtöl við Dag, 40 við
Vilhjálm, 29 við Björn Inga, 20 við
Ólaf, og 16 viðtöl voru tekin við
Svandísi.
Úttekt Fjölmiðlavaktarinnar á auglýs-
ingum í dagblöðum fyrir kosningarnar
Frjálslyndir
auglýstu oftast en
Samfylking mest
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
Í KOSNINGUNUM á laugardaginn
náðu einstakir flokkar eða framboðs-
listar hreinum meirihluta kjörinna
fulltrúa í alls 37 sveitarfélögum. Þar
sem flokkarnir buðu fram einir og
undir eigin nafni náði Sjálfstæðis-
flokkurinn meirihluta í 13 sveitar-
félögum. Samfylkingin náði hreinum
meirihluta þar sem flokkurinn bauð
einn fram í Hafnarfirði, Vesturbyggð
og Höfðahreppi og er auk þess aðili
að framboðslistum sem náðu hreinum
meirihluta í nokkrum sveitarfélögum.
Er litið er yfir landið allt má sjá að
Sjálfstæðisflokkurinn fékk hreinan
meirihluta í eftirtöldum sveitar-
félögum: Reykjanesbæ, Garðabæ,
Seltjarnarnesi, Hveragerði, Vest-
mannaeyjum, Stykkishólmi, Seyðis-
firði, Tálknafirði, Grundarfirði,
Snæfellsbæ, Ölfusi, Mýrdalshreppi
og Rangárþingi ytra.
Stórir sigrar D-lista í Reykja-
nesbæ og S-lista í Hafnarfirði
Samfylkingin er sigurvegari kosn-
inganna í Hafnarfirði, undir forystu
Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra, þar
sem flokkurinn heldur meirihluta
sínum, bætir við sig fylgi og fær sjö
fulltrúa í stað sex áður. Jók Sam-
fylkingin fylgi sitt úr 50,2% árið 2002
í 54,7% atkvæða nú. Sjálfstæðis-
flokkurinn varð hins vegar fyrir
miklu fylgistapi í Hafnarfirði, fékk
27,3 samanborið við 40,5% í kosning-
unum 2002 og tapaði tveimur bæj-
arfulltrúum.
Sjálfstæðismenn unnu stórsigur í
kosningunum í Reykjanesbæ, undir
forystu Árna Sigfússonar bæjar-
stjóra, þar sem þeir halda hreinum
meirihluta í bæjarstjórn og bæta við
sig manni. Jók flokkurinn fylgi sitt
verulega frá seinustu kosningum og
fékk nú 57,9% atkvæða og sjö full-
trúa af ellefu í bæjarstjórn. Í sein-
ustu kosningum fékk Sjálfstæðis-
flokkurinn 52,3% atkvæða í
Reykjanesbæ og sex fulltrúa.
D-listi áfram einn við völd á
Seltjarnarnesi og í Garðabæ
Sjálfstæðismenn verða áfram ein-
ir í meirihluta í Garðabæ. Þar jók
flokkurinn við fylgi sitt verulega og
fékk nú 62,4% atkvæða samanborið
við 54,2% í kosningunum 2002 og
fjóra bæjarfulltrúa (sama fjölda
bæjarfulltrúa og í kosningunum
2002) en A-listinn, sem er sameig-
inlegur listi Framsóknarflokks og
Samfylkingar, fékk 37,4% og þrjá
bæjarfulltrúa.
Sjálfstæðismenn verða einnig ein-
ir við völd á Seltjarnarnesi eins og á
liðnu kjörtímabili. Þar jók flokkur-
inn verulega við fylgi sitt, fékk
67,2% nú samanborið við 60,2% í
kosningunum 2002 og fimm fulltrúa
kjörna en var með fjóra. Neslistinn
missti einn mann og fékk tvo fulltrúa
kjörna á laugardaginn.
Sviptingar í Eyjum
Í Vestmannaeyjum urðu miklar
breytingar í kosningunum á laugar-
daginn. Sjálfstæðisflokkurinn, sem
hefur verið í meirihlutasamstarfi
með Vestmannaeyjalistanum, náði
nú hreinum meirihluta og fékk fjóra
menn kjörna á móti þremur fulltrú-
um Vestmannaeyjalistans. Sjálf-
stæðismenn juku fylgi sitt verulega
eða úr 46,8% í kosningunum 2002 í
56,4% í kosningunum nú.
Í Vesturbyggð urðu einnig nokkr-
ar sviptingar í kosningunum þar
sem S-listi Bæjarmálafélagsins
Samstöðu náði hreinum meirihluta
af Sjálfstæðisflokki. S-listinn fékk
57,8% atkvæða og fjóra bæjarfull-
trúa en D-listi Sjálfstæðisflokks
fékk 42,2% atkvæða og þrjá bæjar-
fulltrúa.
Álftaneslistinn felldi
meirihluta D-listans
Í Garði urðu einnig sviptingar í
kosningunum þar sem N-listinn
sigraði í kosningunum, fékk 52,99%
atkvæða og fjóra menn í bæjar-
stjórn. F-listi var áður í meirihluta
en fékk nú 47,01% atkvæða og þrjá
menn.
N-listi framfara og félagshyggju
fer með hreinan meirihluta á Vopna-
firði eftir kosningarnar, fékk 54,4%
og fjóra menn af sjö í bæjarstjórn.
Meirihlutaskipti urðu einnig á
Álftanesi í kosningunum á laugar-
daginn en þar vann Álftaneslistinn
meirihlutann úr höndum Sjálfstæð-
isflokksins. Fékk Álftaneslistinn
50,1% atkvæða og fjóra fulltrúa af
sjö. Jók listinn fylgi sitt verulega frá
því í kosningunum 2002 þegar hann
fékk 43,9%.
Einn með hreinan meiri-
hluta í 37 sveitarfélögum
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Fréttaskýring| Í 37 sveitarfélögum náðu flokkar eða
framboðslistar einir hreinum meirihluta í kosningunum
á laugardaginn. Sjálfstæðisflokkurinn er einn með
meirihluta í 13 sveitarfélögum. Samfylkingin styrkti
meirihluta sinn í Hafnarfirði og fékk sjö fulltrúa.
Lúðvík Geirsson Árni Sigfússon
FJÖLDI fólks tók þátt í göngu Íslandsvina frá Hlemmi
að Austurvelli undir dynjandi hljóðfæraleik og söng
margra af helstu listamönnum þjóðarinnar á laugar-
dag. Á Austurvelli var síðan haldinn útifundur með
fjölbreyttri dagskrá. Þar komu m.a. fram tónlistar-
mennirnir Hjálmar, KK, Benni Hemm Hemm, Flís og
Bogomil Font, Ragnhildur Gísladóttir auk skálda og
annarra listamanna.
Þá komu fram börn og unglingar sem báru fram ósk
til alþingismanna um að erfa aðgang að óspjallaðri
náttúru og byggilegt, ómengað land. Einnig var kynnt
áskorun til stjórnvalda um að vernda menningararf Ís-
lendinga, íslenska náttúru, efnahagslegt sjálfstæði,
frumkvæði og sköpunarkraft og var þátttakendum
göngunnar boðið að skrifa undir áskorunina.
María Kristín Jónsdóttir einn af aðstandendum
göngunnar segir Íslandsvini vilja hvetja almenning til
að kynna sér hvað stóriðjustefna stjórnvalda hefur í för
með sér fyrir náttúruna og samfélag og taka ábyrga af-
stöðu. Landsmönnum býðst að skrifa undir áskorunina
á síðunni www.islandsvinir.org. Að sögn aðstandenda
tóku um þrjú þúsund manns þátt í fundinum.
Íslandsvinir mótmæltu á Austurvelli
Morgunblaðið/Eggert
Á meðal göngumanna sem börðu bumbur af krafti, til stuðnings náttúru Íslands, voru meðlimir Sigur Rósar.
ÍSLENSKA karlaliðið tapaði stórt í
opnum flokki 0,5-3,5 fyrir sveit Fil-
ippseyja í 7. umferð Ólympíu-
skákmótsins sem fram fór í gær í
Tórínó á Ítalíu. Henrik Danielsen
gerði jafntefli en aðrar skákir töp-
uðust. Íslenska kvennaliðið tapaði
0,5-2,5 fyrir sveit Úsbekistans.
Lenka Ptácníková gerði jafntefli en
aðrar skákir töpuðust.
Íslenska liðið í opnum flokki er í
59.-66. sæti með 15 vinninga og
mætir sveit Albaníu í 8. umferð ól-
ympíuskákmótsins sem fram fer í
dag. Kvennasveitin, sem er í 64.-73.
sæti sæti með 9,5 vinninga, mætir
sveit Nígeríu.
Stefán Kristjánsson hefur hlotið
3,5 vinninga í 5 skákum. Hannes
hefur 3,5 vinninga í 6 skákum og
Helgi Ólafsson 2,5 vinninga í 4
skákum. Í kvennasveitinni hefur
Guðlaug Þorsteinsdóttir hlotið 4
vinninga í 6 skákum og Lenka
Ptácníková hefur 3,5 vinninga einn-
ig í 6 skákum.
Tap hjá íslensku liðunum