Morgunblaðið - 04.06.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.06.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 13 Afl er lengur tilviljunum háð. En bullurn- ar vilja ekki láta stöðva sig og því er ofbeldið orðið þaulskipulagt. Átökin eru skipulögð með tækni farsímanna. Bullurnar mæla sér mót á afviknum stöðum til að berjast og senda SMS- boð sín á milli. Lykilatriði er að yf- irvöld hafi ekki pata af því, sem er að gerast. Svo er komið að verstu bull- urnar komast ekki á völlinn og sjá ekki einu sinni leikina. Aðeins ofbeld- ið er eftir. Öfgamenn hafa iðulega litið á knattspyrnubullur sem frjóan jarð- veg fyrir hatursáróður sinn. Þær hafa tengst Þjóðarfylkingunni á Englandi og þýskir nýnasistar hafa leitað í þeirra raðir eftir stuðningsmönnum. Oft er um að ræða atvinnulausa auðnuleysingja, sem hægt er að ná til með fyrirheitum að hér sé kominn hópur, sem þeir geti tilheyrt. Enn það er of mikil einföldun að útskýra bull- urnar með atvinnu- og auðnuleysi, því að í þeirra röðum er einnig að finna millistéttarfólk í spennuleit. Það kann að vera að flestir áhangendur knatt- spyrnuliðanna hafni bullunum, en þó ýta þeir óbeint undir þann hugsunar- hátt, sem liggur til grundvallar með því að kyrja tiltekna söngva haturs og fordóma. Slíka söngva má heyra á Bretlandi og í Þýskalandi má sjá rauða fána með hvítum hring í miðj- unni í höndum áhangenda. Engum dyljast skilaboðin – það eina sem vantar í hringinn er hakakrossinn. Það er ekkert nýtt að fótbolti teng- ist nasisma eða fasisma. Benito Muss- olini notaði fótboltann í áróðursskyni og ekki þarf að leita lengra aftur en til síðustu leiktíðar þegar leikmaður á Ítalíu var settur í bann fyrir að heilsa aðdáendum með fasistakveðju til að sjá að þau tengsl eru enn til. Rauða stjarnan og upplausn Júgóslavíu Lið Rauðu stjörnunnar í Belgrad er dæmi um verstu birtingarmynd knattspyrnunnar. Blaðamaðurinn Franklin Foer skrifaði í hittifyrra bókina „Hvernig knattspyrna skýrir heiminn“ (How Soccer Explains the World). Þar veltir hann fyrir sér fyr- irbærunum knattspyrnu og hnatt- væðingu og spyr hvort hinu síðar- nefnda hafi tekist að uppræta ljótustu hliðar hins fyrrnefnda. Rauða stjarn- an er sögufrægt lið, sem varð Evr- ópumeistari árið 1991. En liðið hefur líka verið notað til að kynda undir serbneskri þjóðerniskennd og í valda- tíð Slobodans Milosevic voru sóttar bullur í raðir áhangenda liðsins. Foer lýsir því hvernig þær urðu að „storm- sveitum Milosevic, virkustu hvatarnir í þjóðernishreinsunum, skilvirkir fremjendur þjóðarmorðs“. Foer segir að það sé aðeins stigsmunur á Hausa- veiðurunum, áhangendum knatt- spyrnuliðsins Chelsea, og bullunum á bandi Rauðu stjörnunnar. Áhangend- ur Rauðu stjörnunnar virðist vera af- sprengi stríðshrjáðs lands og sjúkrar hugmyndafræði, en í raun sé munur- inn sá að serbnesku áhangendurnir hafi verið betur skipulagðir og mun betur vopnaðir en áhangendur annars staðar í heiminum. Leiðtogi bulln- anna úr Rauðu stjörnunni hét Zeljko Raznatovic og gekk undir nafninu Arkan. Hann eignaðist knattspyrnu- liðið Obilic, sem lék við ÍBV í for- keppni meistaradeildar Evrópu árið 1998. Obilic varð meistari í Serbíu, að því er talið er vegna þess að leik- mönnum annarra liða var hótað með limlestingum ef þeir legðu sig fram í leikjum gegn því. En það var undir merkjum stuðningsmanna Rauðu stjörnunnar, sem Arkan varð leiðtogi Tígranna, síns eigin hers, sem vann mörg ódæðisverk í Bosníu. Talið er að Arkan hafi látið taka 2000 manns af lífi, ýmist með því að skera þá á háls eða kyrkja. Menn hans fóru einnig um rænandi og ruplandi. Stríðsglæpir hans voru ekkert launungarmál, en engu að síður varð Arkan þjóðhetja í Serbíu. Arkan var myrtur árið 2000. Rauða stjarnan sundraði ekki gömlu Júgóslavíu, en knattspyrnu- félagið lék stórt hlutverk í að kynda undir þjóðernishatri í landinu, ekki síst á milli Króata og Serba. Sameiningartákn þjóðar Þegar Frakkar urðu heimsmeistar- ar fyrir átta árum varð Zinedine Zid- ane þjóðhetja. Innflytjendasonurinn frá Alsír hafði gert Frakka að heims- meisturum. Hann hafði lagt að velli léttleikandi lið Brasilíu eins og ekkert væri auðveldara. Zidane varð að sam- einingartákni þjóðar. Í gegnum knattspyrnuna gleymdu Frakkar – um stundarsakir – að samfélag þeirra er sett saman úr ólíkum hópum. Lín- urnar milli innflytjenda og annarra hópa í samfélaginu þurrkuðust út. Franska þjóðin endurspeglaðist í mannmergðinni, sem safnaðist saman við Eiffel-turninn og hrópaði gælu- nafn þjóðhetjunnar, Zisou, Zisou. Þessa hlið viljum við sjá á heims- meistaramóti, knattspyrnu sem afl- vaka einingar, en skuggahliðin er aldrei langt undan og það er hægara sagt en gert að halda henni í skefjum. Reuters kbl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.