Morgunblaðið - 04.06.2006, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Vönduð og persónuleg þjónusta
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj.,
s. 691 0919
✝ Ingólfur Hall-dórsson fæddist
í Reykjavík 21. jan-
úar 1975. Hann lést
19. maí síðastliðinn.
Foreldrar Ingólfs
eru Hrönn Jónsdótt-
ir, f. 12. janúar 1955
og Halldór Kristján
Ingólfsson, f. 31.
október 1954. For-
eldrar Hrannar eru
Ragnheiður Hann-
esdóttir, f. 1926 og
Jón Höjgaard, f.
1923, d. 2002. For-
eldrar Halldórs eru Ingibjörg
Halldórsdóttir, f. 1926 og Ingólfur
Guðjónsson, f. 1920. Bræður Ing-
ólfs eru Bjarki Rafn,
f. 26.
janúar 1981, d. 1.
febrúar 2000, Ingi-
björn, f. 2. apríl
1989 og Júlíus, f. 10.
ágúst 1996.
Dætur Ingólfs og
Fjólu Burkneyjar
Jack eru Elín
Efemía, f. 20. októ-
ber 2001 og Rakel
Natalía, f. 11. októ-
ber 2004.
Ingólfur lauk
grunnskólaprófi frá
Foldaskóla. Hann vann í fyrir-
tækjum foreldra sinna.
Útför Ingólfs var gerð 26. maí.
Sonur okkar Ingólfur Halldórsson
fæddist þriðjudaginn 21. janúar
1975 og var það mesti hamingjudag-
urinn í lífi okkar. Aldrei höfðum við
séð fallegri augu í nokkru barni.
Ingólfur var fjörugur drengur, upp-
finningasamur og sniðugur. Sögurn-
ar af uppátækjum hans bæði smáum
og stórum gætu hæglega fyllt heila
bók. Ingólfi var margt til lista lagt
þegar á unga aldri og fjölhæfur var
hann mjög. Hann var drátthagur og
dundaði sér gjarnan við að teikna
sem barn en samt var það tónlistin
sem alla tíð átti hug hans allan. Ing-
ólfur átti mikla og stóra drauma í
tónlistinni og gaf út tvo geisladiska
með lögum við eigin texta. Ingólfur
var ágætur skákmaður og hafði mik-
inn áhuga á skák allt frá því afi hans
kenndi honum mannganginn.
Löngum sat hann að tafli við frænd-
ur sína, þá Grétar og Brynjar. Við 17
ára aldur greindist Ingólfur með
erfiðan sjúkdóm sem hann glímdi
við alla ævina.
Ingólfur var orðheppinn og eng-
inn honum skemmtilegri á góðum
stundum. Sannarlega hefði almættið
mátt færa okkur fleiri slíkar því lífið
fór ekki alltaf mjúkum höndum um
Ingólf. En nú er til lítils að óska.
Fyrir nokkrum árum kynntist
Ingólfur stóru ástinni í lífi sínu
henni Fjólu og áttu þau saman tvær
yndislegar stúlkur, þær Elínu og
Rakel. Guð gefi þeim styrk.
Það er erfitt að trúa því að við eig-
um aldrei eftir að sjá Ingólf aftur,
hlæja með honum, spjalla við hann
um allt og ekkert, hlusta á hann
spila lag á gítarinn. Vonandi finnur
hann núna friðinn sem hann alltaf
þráði.
Með þér var lífið svo ljúft og hreint
og ljómi yfir hverjum degi.
Í sál þinni gátum við sigur greint,
sonurinn elskulegi.
Þú varst okkur bæði ljóst og leynt
ljósberi á alla vegi.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Ástarkveðja
mamma og pabbi.
Elsku Ingólfur.
Ég bara trúi ekki að þú sért far-
inn. Ég horfi á mynd af þér og allt
inni í mér öskrar „Þetta er ekki að
gerast!“ Ég bíð eftir að vakna upp af
þessari martröð en það gerist ekki.
Elsku Ingólfur minn, ég sakna þín
svo sárt. Þú ert stóra ástin í lífi mínu
og skilur eftir þig stórt skarð í lífi
mínu og dætra þinna. Við áttum
yndislegan tíma saman, sem ég er
rosalega þakklát fyrir. Í restina tók
þó sjúkdómur þinn yfirhöndina og
sigraði. Ég vildi að þú hefðir þrauk-
að lengur og sigrað hann. Það er svo
margt fleira sem ég gæti skrifað, en
látum það bara vera á milli mín og
þín.
Við elskum þig, ástin mín og
kveðjum þig, full af tárum, sæti
strákur.
Augun loga – læstar dyr.
Leggstu hjá mér sem áður fyrr.
Síminn sefur, allt er hljótt.
Ég veit að þetta verður þúsund kossa nótt.
Opinn gluggi, ágústkvöld.
Við þurfum enginn gluggatjöld.
Blóð mitt streymir hægt og hljótt.
Ég veit að þetta verður þúsund kossa nótt.
Þröstur á grein situr og syngur.
Sólina lofar meðan kötturinn slyngur
fikrar sig nær og nær.
Þá stund er lífið aðeins leikur
öfugt við fuglinn er ég ekkert smeykur.
Ást mín til þín er hrein og tær.
Augun vaka – opnar dyr.
Aðeins lengur liggja kyrr.
Dögun birtist hægt og hljótt.
Ég er að vakna eftir þúsund kossa nótt.
(Bubbi Morthens.)
Elsku Hrönn, Halldór, Ingibjörn
og Júlli, við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð á þessum erfiða tíma.
Við elskum þig, ástin mín og
kveðjum þig, full af tárum, sæti
strákur.
Þínar
Fjóla, Elín Efemía og
Rakel Natalía.
Ingólfur Halldórsson lést fyrir
aldur fram aðeins þrítugur að aldri.
Ingólfur hafði skemmtilega
kímnigáfu og ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum. Hann hafði
gaman af tónlist og var Bubbi Mort-
hens í sérstöku uppáhaldi hjá hon-
um.
Í seinni tíð átti hann við erfið veik-
indi að stríða en þegar heilsan var í
lagi vann hann af miklum dugnaði á
skurðgröfu hjá pabba sínum. Ingólf-
ur þótti flinkur gröfumaður.
Hann bjó með Fjólu, barnsmóður
sinni, um tíma og var þá mjög ham-
ingjusamur en því miður þá stóð það
ekki lengi því veikindin tóku sig upp
aftur.
Hann var ákaflega stoltur af
dætrum sínum, þeim Elínu og Rak-
el.
Elsku Hrönn, Halldór, Ingibjörn,
Júlli, Elín og Rakel, við vottum ykk-
ur innilegustu samúð okkar og biðj-
um guð að hjálpa ykkur að takast á
við þá erfiðu tíma sem í hönd fara.
Afi, amma, Lára, Þórhildur
Hrönn og fjölskyldur.
Elsku Ingólfur.
Okkur bræður langar til að kveðja
þig með ljóðinu þínu.
Himneski faðir, það býr lítill strákur í mér,
sem segir að hér sé ég,
en eitthvað annað seinna ég fer.
Himneski faðir tekur þú við mér.
Ég veit ég á hér daga sem þér líka ekki vel,
en reyndu samt að fyrirgefa mér,
ég get ekki sagt ég hafi staðið mig vel.
Himneski faðir tekur þú við mér.
Já lífið er svona og á trúna ég vona.
Ég get ekkert gert að því að ég er svona,
En svo sannarlega ég á þig vona.
Himneski faðir tekur þú við mér.
Kveðja
Ingibjörn og Júlíus.
Með fáum orðum vil ég kveðja
bróðurson mannsins míns Ingólf
Halldórsson, sem lést 19. maí 2006
og var jarðsunginn í Bústaðakirkju
26. maí sl.
Það er ekki auðvelt að kveðja ung-
an mann í blóma lífsins, sem hefði
getað átt langa ævi framundan.
Ingólfur fæddist í Reykjavík 21.
janúar 1975. Hann var frumburður
foreldra sinna, við sem að honum
stóðum dáðumst að þessum litla fal-
lega dreng sem var kominn í fjöl-
skylduna okkar. Við fylgdumst með
honum vaxa og komast á skólaaldur
og fermast og verða unglingur.
Hann var fjörmikill og skemmtileg-
ur, hann var músíkalskur og sást
það snemma, því að þegar hann var
varla nema þriggja ára þá dillaði
hann litla fætinum sínum í takti þeg-
ar pabbi hans þandi nikkuna.
Lífið hans Ingólfs var ekki auð-
veld ganga. Hann var haldinn erf-
iðum sjúkdómi frá unglingsaldri,
sjúkdómi sem erfitt er að halda í
skefjum og erfitt fyrir ungan mann
að sætta sig við að þurfa að bera alla
ævi. Hann var duglegur í vinnu,
hann var útsjónarsamur og hafði
góða skipulagshæfileika þegar heils-
an leyfði og allt lék í lyndi.
Ingólfur eignaðist tvær dætur
með barnsmóður sinni Fjólu B.
Jack, þær heita Elín Efemia fædd
2001 og Rakel fædd 2004. Þær
mæðgur voru líf hans og yndi og
veittu honum þá lífsfyllingu sem all-
ir ættu að fá að njóta í þessu lífi.
Hann var góður og umhyggjusamur
faðir dætra sinna og vildi hag þeirra
mæðgna sem mestan.
Fyrir sex árum síðan varð fjöl-
skylda Ingólfs fyrir miklum harmi,
þegar Bjarki Rafn yngri bróðir hans
hvarf snögglega úr þessum heimi.
Sá harmleikur markaði djúp sár í
hjörtum fjölskyldunnar og hafði al-
varleg áhrif á heilsu Ingólfs til hins
verra.
Ég vona og veit að nú hefur góður
Guð tekið Ingólf í sinn náðarfaðm,
þar sem hann fær þá huggun og
hjálp sem hann virtist ekki bera
gæfu til að meðtaka í þessum heimi.
Elsku Hrönn, Halldór, Ingibjörn,
Júlíus, Fjóla og litlu stúlkurnar Elín
og Rakel, megi góður Guð styrkja
ykkur öll í ykkar miklu sorg.
Þrautagöngu drengsins okkar í
þessum heimi er lokið. Megi hann
hvíla í friði.
Svanhildur Guðmundsdóttir.
Elsku Ingólfur.
Nú hefur ljós þitt slokknað. Við
stöndum hér harmi slegin og agn-
dofa. Við drúpum höfði í tómleika og
tilfinning sem er í senn blanda af
sorg og söknuði heltekur okkur. Til-
gangsleysið er algert, svörin eru
engin, við erum ráðþrota og hrædd.
Hlutskipti allra er að lokum að
kveðja þennan heim og það hefur
Ingólfur gert 31 árs að aldri, en
hann skilur eftir svo ótal margt,
dætur sínar tvær og ljúfar minning-
ar sem við þekktum, sem þekktum
hann og munum varðveita um alla
ævi.
Ingólfur minn, ég veit að þegar
Bjarki bróðir þinn dó áttir þú mjög
erfitt og það huggar mig að vita að
nú ertu búinn að hitta hann og að þið
eruð saman.
Ég var aðeins 13 ára þegar þú og
systir mín Fjóla urðuð ástfangin og
nú sex árum síðar eigið þið gullfal-
legar dætur sem má segja að séu lif-
andi eftirmyndir þínar. Þær eru svo
ungar og vita eiginlega ekkert hvað
er á seyði, en seinna þegar þær
verða eldri fá þær að heyra sögur af
yndislegum manni sem þær geta svo
varðveitt. Það er svo sárt að vita til
þess að þær fái ekki að kynnast þér
betur og alast upp með föður.
Elsku Ingólfur minn, ég veit
hreinlega ekki hvernig Fjóla mun
komast í gegnum þetta. Hún er svo
miður sín. Hún elskaði þig svo óend-
anlega mikið. Þú er sá eini sem hún
vill. Hún grætur stanslaust og grát-
urinn er svo hrikalega sár að ég veit
að það eru engin orð sem hægt er að
nota til að hugga hana en ég vona að
tíminn muni hjálpa til við það þó að
ég viti að það verður alltaf hólf í
hjarta hennar aðeins ætlað þér. Og
að minningarnar um þig munu ylja
henni um hjartarætur þegar hún
hugsar um hvað þið áttuð saman. En
það verður ekki strax því nú eru
minningarnar bara sárar. Ég veit að
þú átt eftir að fylgjast með henni og
dætrum þínum og hugsa vel um þær
og vernda.
Ég á engin orð til að lýsa því hve
sorgmædd ég er og hve mikið ég
sakna þín, Ingólfur, og í hvert sinn
er ég lít á Fjólu og dætur þínar veit
ég að það er stórt gat í hjörtum
þeirra.
En nú þegar þú ert kominn í faðm
Drottins þá er það með sárum og
þungum tárum að ég kveð þig nú í
þetta sinn. En eitt er þó til hugg-
unar, að ég veit að þú ert á góðum
stað. Fallegar rósir lifna og visna
síðan en fegurð þeirra og hlýja lifa í
minningu alla tíð og eins er það með
þig, elsku Ingólfur.
Elsku Fjóla, Elín Efemía, Rakel
Natalía, Hrönn, Halldór, Ingibjörn
og Júlli. Ég vil votta ykkur mína
dýpstu samúð. Megi kærleikurinn
styrkja og styðja ykkur í þessarri
miklu sorg.
Fanný Mjöll.
„Ég hlusta á Zeppelin og ég
ferðast aftur í tímann“. Er gömul
minning í huga mínum þar sem ég
horfi á þig spila þetta lag á gítarinn
og tekur undir með söng. Við deild-
um því áhugamáli saman að spila á
gítar. En þú hafðir einn kost fram
yfir flesta aðra, að vera ófeiminn við
alla. Þú gast spilað fyrir hvern sem
er hvenær sem og hafðir ánægju af
því.
Nú verður þessi minning tengd
þessari melódíu en sterkar en áður.
Þó hefði ég viljað það með öðrum
hætti en nú er orðið. Ég mun alltaf
hugsa til þín þegar ég spila þetta lag
og eflaust munt þú hjálpa mér með
framkomuna.
Það er langt síðan við sáumst síð-
ast og blómaskeið okkar stóð stutt.
Þrátt fyrir það var það skemmtileg-
ur tími með góðum minningum. Við
vorum nefnilega ansi góðir saman
þegar við nýttum styrkleika hvor
annars. Ég á eflaust eftir að segja
sögur af okkur, enda sumar mjög
góðar og skemmtilegar til frásagn-
ar. En nú hefur allt skyndilega
breyst og skarð myndast sem seint
verður fyllt í.
Ég vil votta fjölskyldu þinni mína
dýpstu samúð því við höfum nú glat-
að því verðmætasta sem við eigum í
jarðnesku lífi okkar, því að hafa
hvert annað. Ást okkar hvers til
annars, að elska og vera elskuð er
dýrmætasti fjarsjóðurinn sem við
eigum. Þess vegna fyllumst við ang-
ist og reiði þegar ástvinir okkar eru
teknir frá okkur þegar þeir eru í
blóma lífs síns. Nú ert þú, Ingólfur
minn, farinn á stað sem við ekki
þekkjum og höfum mismunandi
hugmyndir um. En eitt er víst að þú
munt áfram verða til sem ljóslifandi
minning í huga okkar og við munum
ávallt elska þig.
Hér við skiljumst
og hittast munum
á feginsdegi fira;
drottinn minn
gefi dauðum ró,
hinum líkn, er lifa.
(Úr Sólarljóðum.)
Páll Kristbjörn Sæmundsson.
Ský hefur dregið fyrir sólu hjá lít-
illi fjölskyldu í Breiðholtinu. Fjög-
urra ára ömmustelpa hvíslar: Fæ ég
aldrei að sjá pabba aftur? Ætlar
pabbi aldrei að koma og leika við
mig? Tárin renna niður kinnarnar
og úr augunum skín svo mikil sorg
og margar spurningar. „Pabbi er dá-
inn!“ Honum leið svo illa í sálinni.
Mér verður litið til dóttur minnar
sem horfir á okkur með örvæntingu.
„Mamma! Þetta er svo sárt“ Lifi ég
þetta af! Lítil 19 mánaða skotta situr
á gólfinu og vill að einhver leiki við
sig en fær lítil viðbrögð. Veröldin
þeirra er hrunin. Ekkert verður eins
aftur.
Ingólfur þráði ekkert heitar en að
fá að lifa eðlilegu lífi með dætrum
sínum og Fjólu en sjúkdómurinn
hans leyfði það ekki. Ingólfur lagði
mikla vinnu í að leita sér hjálpar svo
þau gætu átt framtíðina saman. Allt
sem hann tók sér fyrir hendur þegar
hann gat, gerði hann af dugnaði og
átti góða að. Alltaf þegar hann gat
unnið fékk hann vinnu hjá föður sín-
um eða móður sem studdi hann og
hlúði að honum eins og móðir ein
getur. Ég trúi að Ingólfur sé loksins
búinn að finna þann frið og hvíld
sem sál hans þurfti. Ingólfur minn,
ég þakka þér fyrir yndislegu ömmu-
börnin mín, þær Elínu Efemíu og
Rakel Natalíu.
Elsku Fjóla, Elín, Rakel, Halldór,
Hrönn, Ingibjörn og Júlli, Guð veri
með ykkur, huggi og styrki á þess-
arri stundu. Ég kveð með orðum
móður minnar:
Megi Guð gefa ykkur sálarró
huggun, styrk og frið
hjörtun veita hugarfró
af alhug þess biðjum við.
(B.B.)
Elín.
Elsku, elsku Ingólfur minn.
Ég veit að þér líður vel núna, ert
með Bjarka bróður þínum og laus úr
því fangelsi sem veikindi þín voru.
Þú ert frjáls. Ég get ekki annað en
hugsað að þetta hefði ekki átt að
fara svona. Einhversstaðar stendur
það, að vilji sé allt sem þurfi – þú
hafðir viljann til að takast á við veik-
indi þín. Mér finnst að þú og Fjóla
systir mín hafið verið svikin um líf,
sem ykkur var lofað. Þið áttuð ykkur
drauma um hamingjusamt fjöl-
skyldulíf með dætrum ykkar og vor-
uð að leggja grunn að því. Þið vilduð
gera allt rétt og voruð að leita svara
á réttum stöðum. En einhversstaðar
brást heilbrigðiskerfið ykkur og því
fór sem fór. Ég er mjög reið því að
ég veit að það er miklu ábótavant í
úrræðum fyrir geðsjúka. Þar sem ég
er sjálf notandi þess kerfis.
Hvernig þeir sem eftir sitja munu
lifa þetta af veit ég ekki.
Elsku Fjóla, Elín Efemía, Rakel
Natalía, Hrönn, Halldór, Ingibjörn
og Júlli. Ég bið til æðri máttarvalda
á hverjum degi að veita ykkur styrk
til að halda áfram. Ég hef tamið mér
trúna á Guð... bara til að lifa af og
trúi því að allir eigi sinn tíma. Ég
reyni að trúa því að tími Ingólfs hafi
verið kominn.
Ingólfur var búinn mörgum góð-
um kostum. Hann var mjög klár,
skemmtilegur, andlega þenkjandi,
hæfileikaríkur tónlistarmaður og
margt fleira. Hann dýrkaði Bubba
Morthens, fór á alla tónleika hans og
keypti alla diska hans á útgáfudegi
þeirra, svo spenntur var hann. Það
er þess vegna sem ég kveð hann með
þessum orðum úr laginu „Aldrei aft-
ur“ af disknum 3 heimar með Bubba.
Hvernig má það vera ég standi í þeirri
stöðu
ég stjórna engu sjálfur og veit ekki neitt
að kvöldi dags ég lofa að líf mitt skuli
breytast
en loforð mín þau virðast ósköp litlu geta
breytt.
Íris Blómlaug Jack.
INGÓLFUR
HALLDÓRSSON