Morgunblaðið - 04.06.2006, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 04.06.2006, Blaðsíða 72
Marilyn Monroe hefði fagnaðáttræðisafmæli sínu síðast-liðinn fimmtudag, ef hún væri á lífi. En eins og flestir vita lést þessi þekkta kvikmyndastjarna af ofneyslu svefnlyfja, fyrir meira en fjörutíu árum, 5. ágúst 1962. Hún náði aðeins 36 ára aldri og lifir því síung í hugum aðdáenda eins og aðr- ar táknmyndir þessa tíma á borð við James Dean. Orð eins og „kynbomba“ og „ljóska“ eru nátengd Marilyn og það sem hún er þekktust fyrir. Nafn hennar er víðfrægt og líka það sem henni var gefið eftir fæðingu, Norma Jean, en Paramount- kvikmyndaverið breytti nafni henn- ar á fimmta áratugnum. Hún er eitt helsta tákn glamúrs og tælingar á 20. öldinni. Andlit hennar er vöru- merki út af fyrir sig en líkt og með Che Guevara vita ekki allir hvað liggur að baki. Það þekkja allir Marilyn en það þýðir ekki að þeir sömu hafi endilega séð hana í bíó- mynd. Fyrsta myndin sem ég sá með Monroe var Some Like It Hot. Marilyn er ómótstæðileg í myndinni, þrátt fyrir að hafa séð óteljandi ljós- myndir af henni, kemur það manni á óvart hversu töfrandi hún er á skjánum. Hún heimtar alla athyglina og hreinlega geislar. Some Like It Hot er líka ein uppá- halds mynd mín ef undan er skilin Breakfast at Tiffany’s með Audrey Hepburn í aðalhlutverki. Reyndar var það svo að rithöfundurinn Truman Capote, höfundur sög- unnar, vildi alls ekki fá Audrey í hlutverkið heldur fannst honum Marilyn fullkomin í það. Þessar tvær konur voru andstæður, Marilyn hafði sínar mjúku línur með áherslu á mittið meðan beinar línur hæfðu hinni tággrönnu Audrey betur, sem var á þessum tíma tákn nýrrar tísku. Svo fór þó að Audrey túlkaði hina léttgeggjuðu en sjarmerandi Holly Golightly, og varð þetta eitt þekkt- asta hlutverk hennar.    Þeir sem vilja kynnast leikkon-unni Marilyn betur hafa tæki- færi til að gleðjast því í tilefni afmæl- isins er komið út sex diska safn, sem ber nafnið Marilyn Monroe – 80th Anniversary Collection. Í safninu eru fimm myndir leikkonunnar, Seven Year Itch, Gentlemen Prefer Blondes, Niagara, River of No Re- turn og Let’s Make Love. Einnig er þarna myndin Marilyn: The Final Days, sem er heimildarmynd um síð- ustu mánuðina í lífi kvikmynda- stjörnunnar. Fjallað er um storma- söm sambönd hennar, eiturlyfja- og áfengisfíknina og sagt frá því þegar hún var rekin úr síðustu mynd sinni, Something’s Got to Give. Í myndinni eru viðtöl við fólkið sem umkringdi hana þessar síðustu vikur og ýmsar upptökur frá þessum tíma, bæði bakvið tjöldin-senur og úr myndinni en hún lék á móti Dean Martin og Cyd Charisse.    Samkvæmt frétt á BBC er ímyndMonroe virði tæpra 700 milljóna króna á ári. Það kemur því ekki á óvart að einhverjir reyni að græða á þessum vinsældum hennar. Nú lítur út fyrir að brögð hafi verið í tafli hvað varðar sýningu um borð í skemmtiferðaskipinu Queen Mary, sem tileinkuð er Marilyn. Mál hefur verið höfðað gegn skipuleggjendum sýningarinnar, þar sem haldið er fram að flestir sýningargripirnir hafi ekki haft nein tengsl við þessa goðsagnakenndu kynbombu. Frá því að sýningin var opnuð fyr- ir sex mánuðum hafa þúsundir manna borgað tæpar 1.700 kr. í að- gangseyri að sýningunni. Til sýnis voru 350 munir, m.a. töskur, vara- litabox og kjóll en allt átti þetta að tengjast Monroe á einn eða annan hátt. Lögfræðingurinn George Braunstein fer með málið fyrir rétti í Los Angeles fyrir hönd tveggja sýningargesta, Ernest Cunningham, höfundar The Ultimate Marilyn og Emily Sadjady. „The Queen Mary hefði átt að vinna heimavinnuna sína betur,“ var haft eftir Braunstein í Los Angeles Times en aðstandendur sýning- arinnar létu ekki hafa neitt eftir sér.    Núna þegar allir virðast getaorðið sjónvarpsstjörnur, með því að taka sér eitthvað bjánalegt fyrir hendur í veruleikaþætti, verð- ur glamúrinn ennþá meiri yfir gömlu kvikmyndastjörnunum. Fáar eru eins glæsilegar og Marilyn Monroe. Til hamingju með afmælið. Táknmynd tælingar ’Þrátt fyrir að hafa séðóteljandi ljósmyndir af henni kemur það manni á óvart hversu töfrandi hún er á skjánum.‘ ingarun@mbl.is AF LISTUM Inga Rún Sigurðardóttir AP Algjör bomba: Við tökur á The Prince and the Showgirl frá 1957 en mynd- inni er leikstýrt af Laurence Olivier. Ímynd Marilyn Monroe er virði tæpra 700 milljóna króna á ári. 72 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Reiknifræði Lífupplýsingafræði Hugbúnaðarþróun Forritunarmál Gagnvirkni manns og tölvu Reiknirit Gæðastjórnun Tölvugrafík www.verk.hi.is Umsóknarfrestur er til 6. júní TÖLVUNARFRÆÐI HUGBÚNAÐAR VERKFRÆÐI E N N E M M / S IA / N M 22 10 2 Tónlistarmaðurinn illa rakaði,sem gengur undir nafninu Mugison, fær þann heiður að verða sá fyrsti til að prýða „Hafn- arsviðið“ í Kaupmannahöfn eftir vetrarfrí. Sviðið er flotprammi sem vígður var í ágúst í fyrra og getur hýst hljómsveitir af flestum stærðum og breytir þannig hvers kyns hafnarbökkum í tónleikasali. Danir eru ekki alls ókunnugir Mugison, því hann hefur áður leikið á Hróarskelduhátíðinni og í tónleikasalnum Vega við góðan orðstír. Aðstandendur tónleikanna eru einmitt eigendur Vega og hafnaryfirvöld á N-Atlantshafs- bryggju þar sem tónleikarnir verða haldnir. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.