Morgunblaðið - 04.06.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.06.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 39 FRÉTTIR í laun á ári fyrir iðnaðarmenn kr.4.915.000 Kynntu þér auglýsingu frá Alcoa Fjarðaáli í Atvinnublaðinu í dag Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000 Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500 www.terranova.is Golden Sands í Búlgaríu hefur sannarlega slegið í gegn hjá Ís- lendingum. Terra Nova býður nú síðustu sætin í júní á ótrúlegum kjörum. Gríptu tækifærið og skelltu þér til þessa vinsæla sumar- leyfisstaðar sem býður þín með frábæra strönd, einstakt loftslag, ótæmandi afþreyingarmöguleika, fjölbreytta veitingastaði og fjör- ugt næturlíf. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. kr. 29.994 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn í hótelherbergi/stúdíó/íbúð í viku. Súpersól tilboð, 8., 22. og 29. júní. Aukavika kr. 10.000 á mann. kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í viku. Súpersól tilboð, 8., 22. og 29. júní. Aukavika kr. 10.000 á mann. Súpersól til Búlgaríu í júní frá kr. 29.994 Síðustu sætin - SPENNANDI VALKOSTUR MENNTASKÓLINN við Hamrahlíð braut- skráði 169 stúdenta 28. maí sl., 57 af fé- lagsfræðabraut, 71 af náttúrufræðibraut, 31 af málabraut og 20 af námsbraut til alþjóðlegs stúdentsprófs og 1 af framhaldsleið tölvubraut- ar. 8 stúdentar brautskráðust af tveimur braut- um og 1 af fjórum brautum (öllum brautum dagskólans). Dúx var Jóhann Þorvaldur Bergþórsson, stúdent af náttúrufræðibraut. Meðaleinkunn Jóhanns var 9,73 og lauk hann náminu á 3 ár- um. Einingadúx var Benjamín Ragnar Svein- björnsson, stúdent af félagsfræðabraut, mála- braut, náttúrufræðibraut og námsbraut til alþjóðlegs stúdentsprófs, með samtals 221 ein- ingu. Við brautskráninguna var frumflutt tónverk eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson (tileinkað syni hans sem var í hópi nýstúdenta). Lárus H. Bjarnason rektor sagði m.a. í ræðu við útskriftina að á þessari kveðjustund vildi hann að árétta enn einu sinni við nemendur að ástunda tillitssemi, í víðtækri merkingu. „Það verður mitt hollráð til ykkar í ham- ingjuleit varasamrar framtíðar. Sýnið fjöl- skyldu og samferðafólki tillitssemi og verið til- litssöm gagnvart dýralífi og náttúru.“ Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon 169 brautskráðir frá MH VIÐ skólaslit Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi 20 maí sl. voru 66 nemendur brautskráðir við athöfn á sal skólans. Af þessum hóp útskrifuðust 34 með stúdents- próf, 17 af hinum ýmsu iðnbraut- um, 9 sjúkraliðar, 3 útskrifuðust með stúdentspróf og auk þess af iðnbrautum, 2 með stúdentspróf og einnig af sjúkraliðabraut, 1 útskrif- aðist eftir ársnám sem skiptinemi. Hörður Ó. Helgason skólameist- ari ávarpaði samkomugesti og af- henti útskriftarnemum skírteini sín. Sólveig Rós Jóhannsdóttir hlaut viðurkenningu skólans fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á vorönn 2006. Einnig hlaut hún viðurkenn- ingar fyrir ágætan árangur í þýsku, sálfræði, uppeldisfræði og íslensku. Forvarnahópur nemenda fékk framlag úr minningarsjóði Karls Kristins Kristjánssonar. Ljósmynd/Myndsmiðjan Akranesi Brautskráning frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands ÝMSAR nýjungar hafa verið gerðar á heimasíðu Barnalands sem að- gengileg er á vefsíðu Morgunblaðs- ins barnaland.mbl.is. Hefur m.a. leitarvélin verið endurbætt. Þá hef- ur áminningarkerfi fyrir viðburði verið uppfært og nú er komið daga- tal sem auðvelt er að vinna með til að skrá viðburði til áminningar, skv. upplýsingum Barnalands. Einnig er nú hægt að sækja sér ýmiss konar dagatöl á vefnum og tengja á einfaldan hátt við við- burðakerfi barnalands. Til að stilla viðburðina smellir notandinn á Við- burðir sem er fyrir neðan skila- boðahnappinn á stjórnborðinu vinstra megin á síðunni. Lokað vegna uppfærslu Vegna flutnings og uppfærslu á netþjóni verður vefsíðu Barnalands lokað tímabundið frá kl. 02.00 að- fararnótt mánudagsins 5. júní fram til kl. 18.00 þann 5. júní. „Við ákváðum að velja þennan dag þar sem hvítasunnuhelgin er stór ferða- helgi hjá mörgum og ætti flutning- urinn því að hafa sem minnsta trufl- un fyrir notendur,“ segir í fréttatilkynningu frá Barnalandi. Nýjungar á barnalandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.