Morgunblaðið - 04.06.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.06.2006, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MEÐ þessum skrifum vil ég þakka fyrir hönd Dalamanna Birni Stefáni Guðmundssyni, fyrrver- andi grunnskólakennara við Grunnskólann í Búðardal, fyrir farsæl og vel unnin störf í hér- aðinu í 45 ár. Björn lét af störfum sem kennari við Grunnskólann í Búðardal í lok skólaársins 2004 til 2005 eftir að hafa starfað sem kennari og skólastjóri heima í hér- aði í 46 ár að undanskildum einum vetri þegar hann kenndi á Húsa- vík. Einnig kenndi Björn við Laugarnesskóla í Reykjavík á námsárum sínum. Björn útskrif- aðist sem kennari frá Kennarahá- skóla Íslands árið 1973. Samhliða kennslu og skólastjórn kom Björn víða við. Að loknu far- sælu ævistarfi skilur hann ekki einungis eftir sig djúp spor á því sviði heldur einnig á ýmsum fram- fara- og menningamálum héraðs- ins. Hann var einn af stofnendum Tónlistarskóla Dalasýslu og Nik- kólínu, harmonikkufélags Dala- sýslu. Hann stofnaði barna- og stúlknakór Laugaskóla og stjórn- aði kórnum um nokkur ár. Á sviði íþrótta kom hann víða við. Hann var einn af stofnendum Hesta- mannafélags Búðardals. Hann leiðbeindi börnum og unglingum í hestaíþróttum og fór með kepp- endur að Kaldármelum 1980. Var það í eitt af fyrstu skiptum sem börn og unglingar úr Dölum fóru á stórmót. Hann kom á fót ung- lingavinnu fyrir sveitarfélagið og stjórnaði henni fyrstu árin. Í gegnum tíðina hefur Björn oft komið fram sem skemmtikraftur heima í héraði og víðar með margs konar frumsamið efni. Árið 1991 var gefin út hljómplata með text- um eftir hann, en Björn er hag- yrðingur góður. Af þessari litlu upptalningu hér má sjá að Björn hefur komið víða við og haft mikil áhrif á menningu Dalamanna og hefur ekki hvað síst markað sér djúp spor í uppeldi æskunnar. Fyrir þetta viljum við Dalamenn þakka Birni og óskum honum alls hins besta um ókomin ár. HARALDUR L. HARALDSSON, sveitarstjóri. Þakkir til fyrrverandi grunnskólakennara í Dalabyggð Frá Haraldi L. Haraldssyni: ÁRIÐ 2005 varð sú breyting á lána- markaðinum að bankarnir fóru að bjóða íbúðarlán í samkeppni við Íbúðarlánasjóð. Fóru að bjóða 90% lán og á lægri vöxtum en Íbúðar- lánasjóður. Þegar þetta hafði staðið í smátíma fylgdi Íbúðarlánasjóður einnig með svo að hann tapaði nú ekki af lestinni og að enginn vildi taka lán hjá honum. Fljótlega sáu verktakar í byggingariðnaðinum á höfuðborgarsvæðinu og fast- eignasalarnir, sem ég kalla mestu glæpamenn þjóðarinnar núna, sér leik á borði og hækkuðu allt verð á íbúðum bæði notuðum og í bygg- ingu. Þeir sáu sér leik á borði að þarna væri nú hægt að plata fólkið og græða á því. Fólk í íbúðarkaupa- hugleiðingum sá einnig að nú gæti það keypt sér húseign án þess að hafa mikið fyrir því, labba bara inn í sinn banka og fá greiðslumat og 90% lán. Leikurinn auðveldur hjá nýju glæpamönnunum, fljótir að hækka verðið, seljandi fasteignar fær hærra verð og fasteignasalinn á prósentum og þá fær hann einnig meira í sinn hlut. Ekkert er spáð í hvað kostar að byggja hvern m², heldur vísað í að mikil eftirspurn væri og samkeppni um eignir, og fólkið í fasteignakaupum dolfallið yfir möguleikunum. Hér á Ísafirði er mikið byggt núna og þar er verð á nýju 180 m² einbýlishúsi, með bílskúr fullbúið um 25 milljónir og ný 100 m² íbúð í fjölbýlishúsi með bílgeymslu 16 milljónir. Þetta er talið raunverð. Ekki væru byggingaraðilar og fast- eignasalar hér að gera þetta ef þeir hefðu ekki eitthvað út úr því. Hvernig stendur á því að þetta skuli fara svona gersamlega úr böndunum og ráðamenn þjóð- arinnar geti ekki gripið inn í. Nú er svo komið að unga fólkið er að flýja þetta okur á höfuðborgarsvæðinu, þeir sem geta, en hinir sem hafa lent í þessum hringdansi eru að kikna undan greiðslubyrðinni vegna þess að það hefur trúað á að geta keypt svo og svo dýra eign. Hvernig ætla ráðamenn þjóð- arinnar að bjarga fólkinu sem hefur trúað á frjálsræðið og hefur ekki bolmagn að borga af þessu og bank- arnir eru að fara að hirða eignirnar af fólkinu? Byggingarfurstarnir hafa grætt svo mikið og fast- eignasalarnir á höfuðborgarsvæðinu að þeir geta alveg þreytt þorrann, þegar nú er að skella á fjármagns- kreppan með hærri lán og lægra lánshlutfall. Ráðamenn, látið nú skoða hver ber ábyrgð á þessu glæpaverði á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, og hverjir stóðu og standa að þessu háa verði. KRISTJÁN PÁLSSON, vélfræðingur. Húsnæðismarkaðurinn Frá Kristjáni Pálssyni: Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Fáðu úrslitin send í símann þinn Hraunhamar hefur í einkasölu mjög góða og vel skipulagða 84,7 fm íbúð á 1. hæð í góðu, vel staðsettu fjölbýli á góðum stað í nálægð við skóla og leikskóla í Vallarhverfi í Hafnarfirði. Eignin er með sérinn- gangi og skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, barnaherb., hjóna- herb., baðherb., þvottahús og geymslu. Nánari lýsing eignar: Góður sérinngangur. Góð forstofa með skáp. Þaðan er gengið inn á gang. Eldhús með glæsilegri innréttingu úr eik, vönduðum tækjum og góðum borðkrók. Góð björt stofa með útgang á suður séreignarlóð. Inn af stofu er gott hjónaherb. með góðum skápum. Baðherb. flísalagt með baðkari sem í er sturta. Falleg innrétting á baði. Mjög gott barnaherbergi með skáp. Gott þvottahús. Góð sérgeymsla í íbúð og í kjallara. Íbúðin afhendist fullbúin án gólfefna. Tekið skal fram að eignin er í endursölu. Sérlega snyrtileg og falleg eign á rólegum stað. Myndir af eigninni á mbl.is. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Eskivellir - Hf. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is -Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Nýlegt, sérhæft vöruhús og vandað iðnaðar- og skrif- stofuhúsnæði við höfnina í Hafnarfirði. Húsið er vel hannað og í mjög góðu ástandi og öllu greinilega vel við haldið. Húsnæðið hefur frá upphafi hýst alla starfsemi SÍF, þ.e.a.s. skrifstofur, mót- töku á hráefni, vinnslu og dreifingu á fiskafurðum. Húsnæðið er búið öflugri kæli- geymslu með ca. 11 metra lofthæð, ásamt mjög góðum hleðslurekkum. Aðkoma að húsinu er mjög góð. Athafnar- svæði við húsið er allt malbik- að og með góðri aðkomu að hafnaraðstöðu við höfnina, sem hentar mjög vel við lestun og losun afurða. Lóðin er 11.667,9 fm og er grunnflötur hússins ca. 3.850 fm. Byggingaréttur er á lóðinni fyrir allt að 1.500 fm. Eignin er staðsett á einum besta stað við höfnina og getur nýtt sér hafnaraðstöðu sem liggur samhliða lóð ofangreindar eignar. Fjárfestingartækifæri! Óskað er eftir tilboðum í eignina. Allar nánari upplýsingar veita: Eiríkur Svanur Sigfusson 520-2600 / 862-3377 Magnús Gunnarsson 588-4477 / 822-8242 Kári Halldórsson, lögg. fast. www.as.is -Opið virka daga kl. 9-18 Fornubúðir, Hafnarfirði Til sölu öll eignin samtals 6.239 fm Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.