Morgunblaðið - 04.06.2006, Side 56
56 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
MEÐ þessum skrifum vil ég
þakka fyrir hönd Dalamanna Birni
Stefáni Guðmundssyni, fyrrver-
andi grunnskólakennara við
Grunnskólann í Búðardal, fyrir
farsæl og vel unnin störf í hér-
aðinu í 45 ár. Björn lét af störfum
sem kennari við Grunnskólann í
Búðardal í lok skólaársins 2004 til
2005 eftir að hafa starfað sem
kennari og skólastjóri heima í hér-
aði í 46 ár að undanskildum einum
vetri þegar hann kenndi á Húsa-
vík. Einnig kenndi Björn við
Laugarnesskóla í Reykjavík á
námsárum sínum. Björn útskrif-
aðist sem kennari frá Kennarahá-
skóla Íslands árið 1973.
Samhliða kennslu og skólastjórn
kom Björn víða við. Að loknu far-
sælu ævistarfi skilur hann ekki
einungis eftir sig djúp spor á því
sviði heldur einnig á ýmsum fram-
fara- og menningamálum héraðs-
ins. Hann var einn af stofnendum
Tónlistarskóla Dalasýslu og Nik-
kólínu, harmonikkufélags Dala-
sýslu. Hann stofnaði barna- og
stúlknakór Laugaskóla og stjórn-
aði kórnum um nokkur ár. Á sviði
íþrótta kom hann víða við. Hann
var einn af stofnendum Hesta-
mannafélags Búðardals. Hann
leiðbeindi börnum og unglingum í
hestaíþróttum og fór með kepp-
endur að Kaldármelum 1980. Var
það í eitt af fyrstu skiptum sem
börn og unglingar úr Dölum fóru
á stórmót. Hann kom á fót ung-
lingavinnu fyrir sveitarfélagið og
stjórnaði henni fyrstu árin. Í
gegnum tíðina hefur Björn oft
komið fram sem skemmtikraftur
heima í héraði og víðar með margs
konar frumsamið efni. Árið 1991
var gefin út hljómplata með text-
um eftir hann, en Björn er hag-
yrðingur góður. Af þessari litlu
upptalningu hér má sjá að Björn
hefur komið víða við og haft mikil
áhrif á menningu Dalamanna og
hefur ekki hvað síst markað sér
djúp spor í uppeldi æskunnar.
Fyrir þetta viljum við Dalamenn
þakka Birni og óskum honum alls
hins besta um ókomin ár.
HARALDUR L.
HARALDSSON,
sveitarstjóri.
Þakkir til fyrrverandi
grunnskólakennara
í Dalabyggð
Frá Haraldi L. Haraldssyni:
ÁRIÐ 2005 varð sú breyting á lána-
markaðinum að bankarnir fóru að
bjóða íbúðarlán í samkeppni við
Íbúðarlánasjóð. Fóru að bjóða 90%
lán og á lægri vöxtum en Íbúðar-
lánasjóður. Þegar þetta hafði staðið
í smátíma fylgdi Íbúðarlánasjóður
einnig með svo að hann tapaði nú
ekki af lestinni og að enginn vildi
taka lán hjá honum. Fljótlega sáu
verktakar í byggingariðnaðinum á
höfuðborgarsvæðinu og fast-
eignasalarnir, sem ég kalla mestu
glæpamenn þjóðarinnar núna, sér
leik á borði og hækkuðu allt verð á
íbúðum bæði notuðum og í bygg-
ingu. Þeir sáu sér leik á borði að
þarna væri nú hægt að plata fólkið
og græða á því. Fólk í íbúðarkaupa-
hugleiðingum sá einnig að nú gæti
það keypt sér húseign án þess að
hafa mikið fyrir því, labba bara inn í
sinn banka og fá greiðslumat og
90% lán. Leikurinn auðveldur hjá
nýju glæpamönnunum, fljótir að
hækka verðið, seljandi fasteignar
fær hærra verð og fasteignasalinn á
prósentum og þá fær hann einnig
meira í sinn hlut. Ekkert er spáð í
hvað kostar að byggja hvern m²,
heldur vísað í að mikil eftirspurn
væri og samkeppni um eignir, og
fólkið í fasteignakaupum dolfallið
yfir möguleikunum.
Hér á Ísafirði er mikið byggt
núna og þar er verð á nýju 180 m²
einbýlishúsi, með bílskúr fullbúið
um 25 milljónir og ný 100 m² íbúð í
fjölbýlishúsi með bílgeymslu 16
milljónir. Þetta er talið raunverð.
Ekki væru byggingaraðilar og fast-
eignasalar hér að gera þetta ef þeir
hefðu ekki eitthvað út úr því.
Hvernig stendur á því að þetta
skuli fara svona gersamlega úr
böndunum og ráðamenn þjóð-
arinnar geti ekki gripið inn í. Nú er
svo komið að unga fólkið er að flýja
þetta okur á höfuðborgarsvæðinu,
þeir sem geta, en hinir sem hafa
lent í þessum hringdansi eru að
kikna undan greiðslubyrðinni vegna
þess að það hefur trúað á að geta
keypt svo og svo dýra eign.
Hvernig ætla ráðamenn þjóð-
arinnar að bjarga fólkinu sem hefur
trúað á frjálsræðið og hefur ekki
bolmagn að borga af þessu og bank-
arnir eru að fara að hirða eignirnar
af fólkinu? Byggingarfurstarnir
hafa grætt svo mikið og fast-
eignasalarnir á höfuðborgarsvæðinu
að þeir geta alveg þreytt þorrann,
þegar nú er að skella á fjármagns-
kreppan með hærri lán og lægra
lánshlutfall.
Ráðamenn, látið nú skoða hver
ber ábyrgð á þessu glæpaverði á
íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, og
hverjir stóðu og standa að þessu
háa verði.
KRISTJÁN PÁLSSON,
vélfræðingur.
Húsnæðismarkaðurinn
Frá Kristjáni Pálssyni:
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
Fáðu úrslitin
send í símann þinn
Hraunhamar hefur í einkasölu mjög
góða og vel skipulagða 84,7 fm
íbúð á 1. hæð í góðu, vel staðsettu
fjölbýli á góðum stað í nálægð við
skóla og leikskóla í Vallarhverfi í
Hafnarfirði. Eignin er með sérinn-
gangi og skiptist í forstofu, hol,
eldhús, stofu, barnaherb., hjóna-
herb., baðherb., þvottahús og
geymslu. Nánari lýsing eignar:
Góður sérinngangur. Góð forstofa með skáp. Þaðan er gengið inn á gang. Eldhús
með glæsilegri innréttingu úr eik, vönduðum tækjum og góðum borðkrók. Góð
björt stofa með útgang á suður séreignarlóð. Inn af stofu er gott hjónaherb. með
góðum skápum. Baðherb. flísalagt með baðkari sem í er sturta. Falleg innrétting
á baði. Mjög gott barnaherbergi með skáp. Gott þvottahús. Góð sérgeymsla í
íbúð og í kjallara. Íbúðin afhendist fullbúin án gólfefna. Tekið skal fram að eignin
er í endursölu. Sérlega snyrtileg og falleg eign á rólegum stað. Myndir af eigninni
á mbl.is.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Eskivellir - Hf.
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast.
www.valholl.is
-Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Nýlegt, sérhæft vöruhús og
vandað iðnaðar- og skrif-
stofuhúsnæði við höfnina í
Hafnarfirði.
Húsið er vel hannað og í mjög
góðu ástandi og öllu greinilega
vel við haldið. Húsnæðið hefur
frá upphafi hýst alla starfsemi
SÍF, þ.e.a.s. skrifstofur, mót-
töku á hráefni, vinnslu og
dreifingu á fiskafurðum.
Húsnæðið er búið öflugri kæli-
geymslu með ca. 11 metra
lofthæð, ásamt mjög góðum
hleðslurekkum. Aðkoma að
húsinu er mjög góð. Athafnar-
svæði við húsið er allt malbik-
að og með góðri aðkomu að
hafnaraðstöðu við höfnina,
sem hentar mjög vel við lestun
og losun afurða.
Lóðin er 11.667,9 fm og er
grunnflötur hússins ca. 3.850
fm. Byggingaréttur er á lóðinni
fyrir allt að 1.500 fm. Eignin er
staðsett á einum besta stað
við höfnina og getur nýtt sér
hafnaraðstöðu sem liggur
samhliða lóð ofangreindar
eignar.
Fjárfestingartækifæri!
Óskað er eftir tilboðum í
eignina.
Allar nánari upplýsingar
veita:
Eiríkur Svanur Sigfusson
520-2600 / 862-3377
Magnús Gunnarsson
588-4477 / 822-8242
Kári Halldórsson, lögg. fast.
www.as.is
-Opið virka daga kl. 9-18
Fornubúðir, Hafnarfirði
Til sölu öll eignin samtals 6.239 fm
Fréttir
í tölvupósti