Morgunblaðið - 04.06.2006, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
KYNNA TILLÖGUR
Nokkur samdráttur verður í veið-
um á þorski og ýsu milli ára miðað
við tillögur um aflamark fyrir fisk-
veiðiárið 2006–2007 sem Hafrann-
sóknastofnun kynnti í gær. Gert er
ráð fyrir aukinni veiði á síld en litlar
breytingar eru á aflamarki í öðrum
tegundum.
Nærri 90 mál afgreidd
Alls 33 þingmál voru afgreidd frá
Alþingi fyrri part dags í gær, laugar-
dag, ýmist sem lög eða þingsálykt-
unartillögur. Daginn áður höfðu 56
þingmál verið samþykkt á Alþingi.
Það þýðir að samtals 89 þingmál
voru samþykkt á Alþingi síðasta
sólarhringinn fyrir þinglok í sumar.
Þing kemur næst saman í byrjun
október.
Íhugar endurkomu
Finnur Ingólfsson íhugar nú til-
mæli um að hann komi aftur til þátt-
töku í stjórnmálum. Í samtali hans
við Morgunblaðið kemur fram að
eftir sveitarstjórnarkosningarnar á
dögunum hafi fjölgað mjög í þeim
hópi, sem hvetur hann til að gefa
kost á sér í pólitík á nýjaleik.
Segja hermenn saklausa
Rannsókn Bandaríkjahers hefur
leitt í ljós að bandarískir hermenn
hafi ekki gerst brotlegir við starfs-
reglur þegar á annan tug Íraka féll í
áhlaupi á hús í bænum Ishaqi í nóv-
ember í fyrra. Hermennirnir höfðu
áður verið sakaðir um að hafa myrt
fólkið með köldu blóði, nú þegar
Bandaríkjaher verst ásökunum
vegna rannsóknar á dauða 24 Íraka í
bænum Haditha í nóvember.
Segja aðkomu hræðilega
Tveir íslenskir skiptinemar í
Indónesíu segja aðkomuna að
skjálftasvæðinu á Jövu, stærstu eyju
Indónesíu, hræðilega, en að hjálp sé
tekin að berast fórnarlömbum ham-
faranna. Að minnsta kosti 6.234 fór-
ust og yfir 46.000 slösuðust í skjálft-
anum um síðustu helgi, sem mældist
6,2 á Richters-kvarðanum.
Íhuga tillögu
Manouchehr Mottaki, utanríkis-
ráðherra Írans, tilkynnti í gær að
stjórnin í Teheran myndi íhuga til-
lögu stórveldanna í deilunni um
kjarnorkuáætlun landsins, sem lögð
var fram á fundi fulltrúa fimm fasta-
ríkja öryggisráðsins auk Þýskalands
á fimmtudag.
Y f i r l i t
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann
Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Magnús
Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri,
sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Spennandi fótboltasaga
Ómissandi kvöldsaga fyir
boltapeyja og -pæjur í
HM-mánuðinum.
edda.is
Afsláttarverð
1.590 kr.
Skemmtileg
og falleg
myndabók!
HM-tilboð!
BJÖRGUNARSVEITARMENN af suðvestur-
horninu fjölmenntu fyrir utan Alþingishúsið í
gær til að mótmæla frumvarpi um breytingar á
lögum um olíu- og kílómetragjald sem sam-
þykkja átti í gær. Fyrir lá að frumvarpið yrði
samþykkt en breytingartillaga um að 2. grein,
sem fjallar um kílómetragjaldið, yrði felld út var
ekki samþykkt. Beið frumvarpið þriðju umræðu
þegar Morgunblaðið fór í prentun. Jón Gunnars-
son, framkvæmdastjóri Landsbjargar, segir ekki
eðlilegt að öll aðflutningsgjöld á ökutækjum
björgunarsveita séu gefin eftir en um leið sé
notkun þeirra skattlögð. Jón segir að kostnaður
við að koma mælum fyrir í bifreiðum sveitanna
muni hlaupa á milljónum.
Morgunblaðið/Kristinn
Mótmæltu frumvarpi um kílómetragjald
„ÉG á von á góðri mætingu. Við héld-
um vorfund hinn 1. mars og þar
mættu gríðarlega margir,“ segir
Ragna Ívarsdóttir, skrifstofustjóri
Framsóknarflokksins, um fund í mið-
stjórn flokksins sem haldinn verður á
Hótel Sögu næstkomandi föstudag.
Hún segir að fundurinn sem slíkur
ákveði hvort hann verði opinn utan-
aðkomandi. „Oftast hefur það verið
þannig að ræða formanns er opin
fjölmiðlum og fundurinn þar á eftir
lokaður. Almennar umræður hafa
alltaf verið lokaðar síðustu ár.“
Ragna segir enn ekki liggja fyrir
hvað gerist á fundinum. „Fundurinn
er fyrst og fremst boðaður til að
koma saman og skoða stöðuna. Það
verður spennandi en eins og stendur
virðast fjölmiðlar stjórna þróun
flokksins og vita meira en við.“
Í miðstjórn Framsóknarflokksins
eiga sæti um 150 fulltrúar; bæði al-
mennir flokksmenn, alþingismenn og
ráðherrar, landsstjórnarfulltrúar og
framkvæmdastjóri flokksins, for-
menn launþegaráða, fyrrverandi
þingmenn, sveitarstjórnarráð og sjö
fulltrúar kosnir af landsstjórn. Mið-
stjórnin fundar tvisvar á ári en aðrir
fundir skulu haldnir þegar lands-
stjórn flokksins ákveður.
Í lögum Framsóknarflokksins seg-
ir: „Ef formaður flokksins hverfur úr
embætti tekur varaformaður við
störfum hans. Miðstjórn skal þá
kjósa nýjan varaformann á næsta
fundi sínum og gildir kjör hans til
næsta flokksþings þar á eftir.“ Þetta
þarf þó ekki endilega að þýða að
Guðni Ágústsson, nú varaformaður,
verði formaður því einnig kemur
fram að ef ritari eða varaformaður
hverfi úr embætti kjósi miðstjórnin
nýjan fram að næsta flokksþingi.
Miðstjórn Framsóknar
getur skipt um forystu RÓLEGT var hjá lögreglu um land
allt í fyrrinótt og skemmtanahald fór
víðast hvar vel fram. Nokkur erill
var þó hjá lögreglunni í Borgarnesi
sem hafði m.a. hendur í hári ungs
fíkniefnaneytanda. Var ungi maður-
inn stöðvaður við hefðbundið um-
ferðareftirlit í bænum og þótti lög-
reglu vissara að leita í bifreið hans.
Við leitina fundust nokkur grömm af
kannabisefnum sem talin voru ætluð
til eigin neyslu. Var manninum
sleppt að loknum yfirheyrslum og
telst málið upplýst. Annar ökumaður
var auk þess stöðvaður þar sem öku-
lag hans þótti undarlegt og er hann
grunaður um ölvun við akstur.
Fíkniefni gerð
upptæk í
Borgarnesi
„VIÐ ætlum okkur að virkja betur
flokksmenn og ná betur utan um hið
almenna flokksstarf,“ segir Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, formaður
Samfylkingarinnar, um þá vinnu
sem fram undan er hjá flokknum að
loknum sveitarstjórnarkosningum.
Flokksstjórnarfundur Samfylk-
ingarinnar verður haldinn 10. júní og
segir Ingibjörg það hafa verið löngu
ákveðið að hittast þá og ræða úrslit
kosninganna. „Við í Samfylkingunni
höfum verið að vinna að því að skýra
betur línur varðandi flokkinn og hins
vegar að byggja upp innviðina. Það
er mikilvægt fyrir flokka að vera
ekki bara með góða frambjóðendur
og stefnu heldur að innviðirnir séu
sterkir og það hefur okkur vantað.“
Hún segir að skipuleggja þurfi
starfið betur. „Í borginni þurfum við
að byggja upp hverfafélög og efla
tengslanet. Við þurfum að halda bet-
ur utan um sjálfboðaliða og koma
okkur upp öflugri maskínu, sem get-
ur unnið þá miklu
vinnu sem fylgir
kosningum. Þetta
hefur verið
vandamál okkar
bæði í þessum
kosningum og
síðustu þingkosn-
ingum. Þá sýndu
kannanir að við
áttum mikil sókn-
arfæri sem við
náðum ekki alveg að nýta okkur til
fulls og alveg sama átti við núna.“
Hún segir það þó villandi að bera
saman úrslit þingkosninga 2003 og
sveitarstjórnarkosningar í borginni,
því Sjálfstæðisflokkur hafi ætíð ver-
ið sterkari í borgarstjórnarkosning-
um og því minna til skiptanna fyrir
aðra. Ef horft sé á úrslit Samfylking-
arinnar í sögulegu ljósi hafi aðeins
tvisvar áður eftir stríð nokkur flokk-
ur á vinstri kanti stjórnmálanna
fengið jafnmikið fylgi.
Styrkja þarf
innviði flokksins
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Í dag
Sigmund 8 Myndasögur 66
Fréttaskýring 8 Dagbók 66/69
Sjónspegill 38 Víkverji 66
Forystugrein 40 Velvakakndi 67
Reykjavíkurbréf 40 Staður og stund 68
Menning 44/45 Leikhús 70
Umræðan 46/56 Bíó 74/77
Bréf 54/56 Sjónvarp 78
Minningar 58/62 Staksteinar 79
Hugvekja 65 Veður 79
* * *