Morgunblaðið - 04.06.2006, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 73
15.30 Nortón
16.10 Hermigervill
17.00 Forgotten Lores
17.30 Johnny Sexual
18.20 Bogomil Font
19.20 Kid Carpet
20.40 Dr. Spock
21.40 Ghostigital
22.40 ESG
23.40 President Bongo
00.20 Trabant
Tónlist | Reykjavík Trópík
Dagskrá sunnudags
RAPPARARNIR Christopher „Ludacris“ Bridges og
Kanye West voru á fimmtudaginn sýknaðir af ákærum
um að hafa stolið hluta af lagi og gert að sínu eigin. Það er
lítt þekkt hljómsveit frá New Jersey sem nefnist I.O.F.
sem heldur því fram að þeir félagar hafi stolið hluta af
lagi þeirra, „Straight Like That“ og notað það í lagi sínu
„Stand Up.“ Meðlimir I.O.F., sem stendur fyrir It’s Only
Family, dreifðu laginu til plötuútgefenda árið 2003, en
þóttust svo heyra brot úr laginu í „Stand Up.“
Lögfræðingar sveitarinnar segjast munu áfrýja mál-
inu til æðri dómstiga, en lögfræðingar rapparanna halda
því fram að þeir hafi fyrst heyrt lagið í dómsalnum. Að
auki segja þeir að orðasambönd á borð við „like that“ sem
kemur fyrir í báðum lögum séu ekki upphaflega komin
frá I.O.F.
Ludacris og Kanye
West sýknaðir
Reuters
Kanye West og Ludacris taka við verðlaunum úr hendi
Matts Dillons á Grammy-verðlaunahátíðinni í febrúar.
ÓLÁTABELGURINN og söngvari hljómsveitarinnar
Babyshambles, Pete Doherty, var enn og aftur á vafa-
sömum slóðum þegar öryggislögregla á flugvellinum í
Barcelona steig um borð í flugvél Easy Jet þar sem
hann var innanborðs eftir að flugþjónar fundu blóðuga
sprautunál í ruslafötu á salerni flugvélarinnar. Flug-
þjónar höfðu áður veitt því athygli að eitt salernanna
hafði verið upptekið í óeðlilega langan tíma og þegar
Doherty steig út að lokum, fylltust þjónarnir grun-
semdum. Einn þeirra ákvað að grennslast fyrir á sal-
erninu og fannst þá blóðug sprautunál falin í ruslatunn-
unni innan um bréf og annað rusl.
Var umsvifalaust haft samband við flugstöðvarlög-
regluna í Barcelona sem síðan steig um borð þegar vél-
in var lent. Segja flugþjónarnir að skömmu áður hefði
Doherty skotist inn á annað salerni með litla tösku og
komið svo tómhentur út. Þegar lögreglan bað Doherty
og félaga hans að láta af hendi töskur sína, létu þeir sér
það í léttu rúmi liggja og köstuðu þess í stað töskunum
á milli sín, lögreglunni og öðrum farþegum til mikillar
mæðu. Við leit lögreglunnar fundust þó engin ólögleg
fíkniefni á Doherty eða hljómsveitarmeðlimum Baby-
shambles og svo fór að öllum farþegum vélarinnar var
leyft að fara eftir þó nokkra bið. Í kjölfarið gaf Easy
Jet út þá yfirlýsingu að hvorki Doherty né félögum
hans í sveitinni yrði leyft að fljúga með flugfélaginu
aftur.
Sprautunál fannst á salerni
Reuters
Doherty kom að lokum fram á tónleikunum í Barcelona.
Tónlist | Pete Doherty enn við sama heygarðshornið