Morgunblaðið - 04.06.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.06.2006, Blaðsíða 25
Voru heimtur nokkuð góðar eða í kringum 300 fýlsegg samtals. Eftir það var sigútbúnaðurinn tekinn til og farið austan til í eyj- una í gegnum Dauðadalinn og út að bjargbrún og hafinn undirbúningur að sigi. Í Bjarnarey hefur verið sigið á hverju ári frá því elstu menn muna, og hefur verið notast við sömu að- ferðir allt þar til í dag, fyrir utan að nú er notast við talstöðvar til að samskipti sigmanns og undirsetu- manna séu sem best. Að öðru leyti hafa nýtískuaðferðir ekki verið not- aðar að neinu ráði, eggjatökumenn fara saman niður í berg og sitja undir hvor öðrum. Eggjafötum er slakað niður til þess sem er í berg- inu og hann tínir eggin í föturnar og svo eru menn og fötur hífðar upp með handafli. Í löngu sigi er sigmanni slakað beint niður í bát ásamt þeim eggjum sem hann hef- ur tínt á leið sinni en lengsta sig er um 120 m frá brún niður í sjó. Mjög mikilvægt er að traust milli sigmanns og undirsetumanns sé mikið og að báðir þekki bergið vel. Að þessu sinni var þremur mönnum slakað niður á Skoru. Það- an fer sigmaður í bandi inn á Rassabæli sem hægt er að komast inn á af Skoru og færir sig eftir syllunum sitjandi á rassinum sem skýrir nafnið. Svartfuglinn virðist hafa verið seinn í ár sem tvö síð- ustu ár á undan, en úr Rassabæli sem gefur í góðu ári á milli 150 og 200 egg voru aðeins 18 egg. Eftir frekar dapra útkomu úr Rassabæli var farið í sig ofan við göngur sem gefa í kringum 200 egg í góðu ári en í þetta skiptið voru tvö egg á syllunum. Eftir erfiðan dag er ekkert betra en að borða kjötsúpu, skella sér í gufubað og halda svo góða kvöld- vöku með tilheyrandi gítarspili og söng. Á laugardag var sigið í vesturhlið eyjunnar í Hrútaskoru og Hall- anda, voru heimtur þar betri en í austurhliðinni, samtals fengust 200 egg úr þessum sigum. Þessi tvö sig eiga leikandi að gefa yfir 600 egg. Eftir þessi sig var ákveðið að láta annað sig eiga sig þetta árið sökum þess hvað fuglinn var lítið orpinn. Áður en gengið var frá sigbún- aðinum var þó ákveðið að taka eitt sig niður á fýlabekk í Jónsskoru (brúðarbekk) og tekin nokkur hundruð fýlsegg. Að úteyjasið var góður kvöld- verður á eftir, gufubað og að lokum kvöldvaka þar sem tekið var vel undir og að sjálfsögðu endað með Bjarnareyjarbragnum: Ljúft við lifum í Bjarnareyju Lítill lundi og minna um meyju Það er tárið sem andann hressir Við vonum bara að bráðum hvessi Á sunnudagsmorgun leit nú ekki vel út með heimferð sökum hvass- viðris en eftir að hafa ráðfært okk- ur við skipherrann á Lubbunni var ákveðið að láta reyna á það. Þrátt fyrir veðrið og að aldan berði á Steðjanum komust allir í bátinn og var eyjan fagra kvödd með trega í hjarta. Enn einu Bjarnareyjarævintýr- inu lokið og er þegar hafinn und- irbúningur að næsta ævintýri í lundaveiði síðar í sumar! Guðmundur T. Ólafsson sígur niður á bæli fyrir ofan göngur. Langvían situr í bæli og fylgist grannt með, tilbúin að fljúga af syllunni. Svartfuglseggin eru skyggð og flokkuð í þrjá flokka. Í fyrsta flokki eru ný og fersk egg, öðrum flokki eru egg sem eru aðeins farin að stropa og eru með sæt- ara bragði og í þeim þriðja eru vel stropuð egg, aðeins fyrir útvalda. Höfundur er landfræðingur. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.