Morgunblaðið - 04.06.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.06.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 41 anlega betur til kjósenda á höfuðborgarsvæðinu en núverandi forysta Framsóknarflokksins ger- ir. Og gætu þess vegna myndað sterka forystu. Því má þó ekki gleyma að þau hafa áður eldað grátt silfur og þess vegna ekki ljóst hvort og hvernig þau myndu ná saman í nýjum forystu- hlutverkum. Hins vegar eru þau bæði praktískir stjórnmálamenn og þess vegna meiri líkur en minni á því að þau mundu einsetja sér að starfa vel saman. Hver eru markmið forystusveitar Framsókn- arflokksins með breytingum af þessu tagi? Markmiðin eru augljóslega þau að efla Fram- sóknarflokkinn svo fyrir næstu kosningar, að hann hafi möguleika á að taka áfram þátt í sam- starfi í ríkisstjórn að loknum næstu þingkosn- ingum. Þess vegna vill flokkurinn ganga til þeirra kosninga undir nýrri forystu yngra fólks, sem endurspeglar betur veruleika nútímans. Þetta verður ekki auðvelt verk fyrir flokkinn og bæði Finnur og Siv, ef þau verða kjörin til þess- ara starfa, eiga eftir að verða fyrir miklum póli- tískum ágjöfum en breyting af þessu tagi mundi veita flokknum alveg nýja viðspyrnu auk þess sem það verður auðveldara fyrir nýja forystu að breyta um stefnu og slá nýjan tón í landsmála- pólitíkinni. ESB-stefnan er Framsóknarflokknum ekki til framdráttar nú um stundir, svo að dæmi sé nefnt. Halldór Ásgrímsson hefur á margan hátt verið umdeildur stjórnmálamaður en hann hefur verið ábyrgur stjórnmálamaður. Þegar horft er yfir farinn veg er ljóst, að hann hefur verið ákveðinn klettur í Framsóknarflokknum. Forveri hans Steingrímur Hermannsson, sem var vinsæll stjórnmálamaður, gat átt það til að hlaupa óvænt í ýmsar áttir. Halldór hefur verið fastur fyrir. Það hefur verið umtalsvert afrek hjá honum að halda Framsóknarflokknum svo lengi í ríkis- stjórn sem raun ber vitni. Morgunblaðið hefur lengst af verið annarrar skoðunar en forsætis- ráðherra um grundvallarmál. Þannig barðist blaðið gegn stefnu hans í kvótamálum en hann verður að teljast einn helzti höfundur kvótakerf- isins á Íslandi. Morgunblaðið hefur líka verið andvígt afstöðu ráðherrans til Evrópusambands- ins. Engu að síður hafa samskipti blaðsins við forsætisráðherra verið vinsamleg, sem segir sennilega meiri sögu um ráðherrann en blaðið! Þegar fram líða stundir mun nafn Halldórs Ás- grímssonar verða tengt kvótakerfinu og Kára- hnjúkavirkjun. Það eru tvö stór mál sem hafa valdið miklum deilum í samfélaginu. En óneitanlega er útganga Halldórs Ásgríms- sonar af sviði stjórnmálanna að verða býsna dramatísk, ef fram heldur sem horfir. Samstarfs- flokkurinn Hverfi Halldór Ás- grímsson af vettvangi stjórnmálanna kemur upp ný staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn og formann hans. Samningar stjórnarflokkanna um forsætisráðuneytið voru bundnir Halldóri Ásgrímssyni persónulega þannig að fyrirhuguð breyting þýðir, að Geir H. Haarde tekur við embætti forsætisráðherra. Sú breyting mun styrkja stöðu hins nýja formanns Sjálfstæðisflokksins. Það verður auðveldara fyr- ir hann að ganga til kosninga sem forsætisráð- herra en sem utanríkisráðherra. Síðarnefnda ráðherraembættinu fylgja mikil ferðalög til út- landa og augljóst að það er ekki auðvelt fyrir for- mann flokksins að sameina þær skyldur að vera mikið á ferðalögum í útlöndum sem utanríkisráð- herra og veita Sjálfstæðisflokknum forystu heima fyrir og það á kosningaári. Þess vegna sýnist augljóst, að staða Sjálfstæðisflokksins verður sterkari en ella. Telja má víst að sömu ástæður valdi því að Finnur Ingólfsson hafi ekki áhuga á að taka að sér embætti utanríkisráðherra en það þýðir frek- ari breytingar á ráðherraembættum Sjálfstæð- isflokks. Hvert fer Árni M. Mathiesen, ef Finnur tekur við embætti fjármálaráðherra? Hvernig ráðstafar Sjálfstæðisflokkurinn embætti utan- ríkisráðherra verði það áfram hans megin? Það embætti er þeim mun mikilvægara nú, þar sem ljúka þarf samningum við Bandaríkjamenn og koma öryggismálum þjóðarinnar til frambúðar í fastan farveg. Þá sýnist nokkuð ljóst að Fram- sóknarflokkurinn fái í sinn hlut ráðherraembætti sem flokkurinn lét af hendi þegar Halldór Ás- grímsson tók við embætti forsætisráðherra. Það er ekki vandalaust fyrir Sjálfstæðisflokk- inn að beina þessum breytingum í farsælan far- veg fyrir flokkinn. Þessar breytingar allar leiða hins vegar til þess, að stjórnarflokkarnir báðir mundu ganga til næstu þingkosninga með breytta ásýnd, sem ætti að verða þeim báðum til góðs. Hvað af því leiðir hlýtur tíminn einn að leiða í ljós. Sveitarstjórnarkosningarnar hafa undir- strikað það sem áður var vitað, að andrúmið á milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er ekki með þeim hætti að líklegt sé að þessir tveir flokk- ar mundu kjósa að starfa saman í ríkisstjórn. Raunar má á margan hátt segja það sama um samskipti Samfylkingar og Framsóknarflokks. Margir hafa velt því fyrir sér, hvort samstarf Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna væri mögu- legt í ríkisstjórn. Raunar er búið að mynda meiri- hluta þessara tveggja flokka í Mosfellsbæ, sem verður athyglisverð tilraun. Hins vegar virðist vandi Vinstri grænna vera sá, að áður en þeir gætu tekið þátt í slíku samstarfi þurfi margt að hafa gerzt innan þeirra flokks og m.a. það að á það hafi reynt að ekki væri hægt að ná samstarfi á milli vinstri flokka og þá hugsanlega Fram- sóknarflokks. Það er ekki auðvelt fyrir Sjálf- stæðisflokkinn að fallast á slíka málsmeðferð. Auðvitað á þetta allt eftir að koma í ljós og þar ráða úrslit þingkosninga mestu. Það er samt sem áður athyglisvert að frum- kvæðið í stjórnmálunum er nú í höndum stjórn- arflokkanna. Þar eru að verða breytingar. Þeir eru báðir að skapa sér sterkari vígstöðu fyrir baráttu næstu mánaða. Vinstri grænir mega að sjálfsögðu una vel við sinn hlut eftir úrslit sveit- arstjórnarkosninganna en Samfylkingin situr eftir. Þar sýnist ekkert vera að gerast sem breyti þeirri stöðu sem sá flokkur er kominn í. Samfylk- ingin fékk lélega útkomu úr kosningunum fyrir viku og ekki auðvelt að sjá, hvað flokkurinn getur gert til þess að styrkja stöðu sína fyrir þingkosn- ingar. Morgunblaðið/Eggert Í ríkissjónvarpinu sagði Halldór Ás- grímsson að hann tæki ábyrgð á slæmri útkomu Framsóknarflokks- ins í kosningunum. Hann gaf enga frek- ari skýringu á því, þótt gengið væri á hann. Hins vegar fór ekki á milli mála, að hann var sallarólegur og af- slappaður. Eftir á að hyggja var fas hans með þeim hætti, að þar fór maður, sem var orðinn frjáls, hann hafði tekið ákvörðun. Laugardagur 3. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.