Morgunblaðið - 04.06.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.06.2006, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það er ekki bara að stíllinn sé orðinn kvenlegur, hann er líka orðinn píkulega slöraður. Mikill hluti þeirrakvenna og barnasem búið hafa á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka eru nú að fara í sumarleyfi til heimalanda sinna og sum þeirra koma ekki aftur í Laugaássþorp- ið. Ástæða þess er að verk- efni Impregilo við virkj- unina er nú á seinni sprettinum og næsta ár helgað frágangsvinnu að mestu leyti. Um þrjátíu erlendar konur eru nú í aðalbúðum Impregilo, voru 40 þegar mest lét og börnin eru 26 talsins, á aldrinum þriggja mánaða til 14 ára. Fyrsta barnið sem fæddist eftir að byrjað var að byggja Kárahnjúkavirkjun er núna tveggja ára, drengur að nafni Vla- dimir. Þá eru í búðunum tvær þriggja mánaða gamlar stúlkur og einn níu mánaða piltur. Lucilla Solazzo er leikskóla- kennari og hefur um tug barna í sinni umsjá í leikskólanum. „Einhverjar kvennanna fara al- farnar með börnum sínum í haust, ekki síst til að koma þeim í skóla fyrir veturinn“ sagði Lucilla í sam- tali við Morgunblaðið, en konurn- ar segja unnt að vera á ferðinni með börnin fram að fermingu, en þá þurfi að koma á þau festu í heimahögunum. „Nokkrar fjöl- skyldur fara á nýja verkstaði Impregilo með mönnum sínum þegar líður á árið,“ segir Lucilla einnig. Hún lætur vel af dvölinni norð- an Vatnajökuls. „Þessi vetur hefur verið algjörlega ólíkur vetrinum þar á undan. Þá var meiri snjór og miklu kaldara. Bæði erfitt og skemmtilegt. En satt að segja er ég mjög hrifin af þessum stað og er farið að þykja vænt um hann. Því fer fjarri að við höfum ekkert við að vera hér, það eina sem er kannski mínus er að næsti bær er í klukkutíma fjarlægð, sem er þó ekkert skelfilegt. Hér er fagurt og ég fer með börnin um nágrennið, m.a. fann ég fallegan foss þar sem síðar í sumar munu spretta góm- sæt bláber sem við úðum í okkur. Auðvitað getur verið kuldalegt að berjast hér út snemma á morgn- ana þegar vindasamt er og blautt, en hvað um það, við leikum okkur úti og inni og erum dugleg við að finna okkur ýmislegt til dundurs.“ Lucilla segir samskiptin við ís- lenskar konur hafa verið allnokk- ur. „Zoroptimistakonur af Fljóts- dalshéraði voru hér um daginn í heimsókn og við slógum upp hátíð saman, sem var mjög skemmtileg. Við höfum hitt þær áður, bæði hjá okkur og þeim.“ Skólahald dregst saman „Á næsta ári verður skólinn áfram starfræktur, en þó aðeins fyrstu fimm kennsluárin,“ segir Ómar Valdimarsson, upplýsinga- fulltrúi Impregilo. „Kennarinn mun áfram verða Francesca Fran- cesconi. Hefði svo borið við, hefð- um við stafrækt önnur kennslu- stig, en fjölskyldur með börn sem voru á leið í efri deildir grunnskóla ákváðu að fara. Margar fjölskyld- ur verða á ferð og flugi, ekki hvað síst þær sem hafa verið á Kára- hnjúkum yfir veturinn og vilja komast til Ítalíu til þess að eyða sumarfríinu sínu. Eins munu ein- hverjar fjölskyldur sem verið hafa á Ítalíu yfir veturinn koma til Ís- lands í sumar,“ segir Ómar. Flestar þær erlendu konur sem búið hafa í aðalbúðum Impregilo eru þar til að eiga fjölskyldulíf með eiginmönnum sínum. Þær eru á ýmsum aldri og með fjölbreyttan bakgrunn. M.a. er ein þeirra Kól- umbíumeistari í sundi og lífefna- fræðingur, en hefur ekki starfað í sínu fagi síðan hún var í Afríku um nokkurra mánaða skeið með Impregilo áður en hún kom til Ís- lands. Þær tala flestar mörg tungumál og hafa búið við hinar fjölbreytilegustu aðstæður víða um heim á verkstöðum fyrirtæk- isins. Nokkrar kvennanna vinna margvísleg störf hjá Impregilo og eru til dæmis verkfræðingar, ör- yggisfulltrúar, tæknimenn eða í skrifstofuhaldi hjá fyrirtækinu. Margar hafa átt allt sitt líf með Impregilo, bæði feður þeirra og eiginmenn hafa unnið hjá ítalska verktakanum og þær búið í fjöl- mörgum löndum við allskonar að- stæður á framkvæmdastöðum. Risaborarnir fluttir út TBM1 risaborinn lýkur hlut- verki sínu seinni hluta júlímánaðar og verður þá plokkað utan af bor- hausnum í sérstökum helli, born- um bakkað út borgöngin og hann tekinn í sundur og fluttur á Reyð- arfjörð, þar sem Impregilo hefur verið úthlutað lóð í útjaðri bæjar- ins til að safna saman tólum og tækjum til útflutnings. TBM2 klárar sitt verk seint í september ef að líkum lætur og þriðji borinn í nóvember og verða þeir fluttir úr landi í lok ársins eða í byrjun þess næsta. Um 200 manns vinna í kringum hvern bor og fer því væntanlega einnig að fækka í mannahaldi hjá Impregilo undir árslok. Þá fer að þynnast í trukka- flota fyrirtækisins um leið og Kárahnjúkastíflu lýkur í haust og hann fer þá einnig í geymslupláss á Reyðarfjörð. Impregilo verður svo í frágangi við virkjunarfram- kvæmdina fram á sumarið 2007. Fréttaskýring | Konur og börn á Kárahnjúkasvæðinu huga að heimferð Impregilo-fjöl- skyldur heim Nú sígur á seinni hluta verkefnis Impr- egilo og fjölskyldur halda til síns heima Kárahnjúkafjölskyldur snúa til síns heima. Konurnar láta vel af vist- inni á íslenskum fjöllum  Um fjörutíu konur með á þriðja tug barna og unglinga hafa búið í aðalbúðum Impregilo, Laugarássþorpinu við Kár- hnjúka undanfarin misseri. Þær koma frá öllum heimshornum, hafa ýmsan bakgrunn, en eiga það sameiginlegt að þær, eða menn þeirra, vinna hjá Impregilo og flakka um heiminn eftir því hvernig verk skipast. Þær halda margar heim hvað líður þar sem kúfurinn verður brátt farinn af verkefni Impregilo hérlendis. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.