Morgunblaðið - 04.06.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.06.2006, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Le Corbusier, sem lagði svoríka áherslu á ljós, loft og líf íbyggingum sínum, fór ekkihefðbundnar leiðir um nám í húsagerðarlist frekar en nokkrir fremstu brautryðjendur nútímaarki- tektúrs á tuttugustu öld. En samkvæmt seinni tíma reglu- gerðum hefðu snillingarnir ekki haft réttindi til að teikna hús víðast hvar, og trauðla hér á landi. Sjálfur hafði Corbusier stundað nám í leturgreftri frá fjórtán ára aldri en gaf það upp á bátinn og hannaði sitt fyrsta hús 1905, átján ára gamall. Tveim árum seinna hélt hann til Ítalíu til að upp- lifa þarlenda byggingarlist og suður frá voru það einkum hin ströngu form bygginga í Flórenz og nágrenni sem gerðu honum fært að hreinsa sig af áhrifum frá æskustílnum (Jugend- stil/Art Nouveau). Eftir Ítalíuferðina tóku við nokkur ár í Vínarborg og París hvar arkitektúrspíran vann hjá Auguste Perret og tileinkaði sér grunnreglur rúmfræðinnar, næst hélt hann til Þýskalands þar sem hann var í lærdómsríku sambandi við Peter Behrens og fleiri jöfra á bygg- ingarlistarsviðinu. Þarnæst kom námsferð til Austurlanda og þá var forvitni hans og rannsóknarþörf loks svalað að sinni. Hóf að kenna við listaskóla í La Chaux-de-Fonde, jafn- framt því sem hann starfaði sem arki- tekt undir merkjanlegum áhrifum frá Perret og hinum austurríska Josef Hoffmann. Á þann veg fóru hinir miklu arki- tektar vestan hafs og austan yfirleitt að á fyrri hluta síðustu aldar er mód- ernisminn og hagnýtistefnan voru að festa sig í sessi og margar perlur stíl- bragðanna urðu til, yfirsýn og per- sónuleg lifun mál málanna. Það var svo ekki fyrr en á seinni helmingi ald- arinnar þegar stílbrögðin voru orðin að skólafagi og eftirgerðum, að sú úr- kynjun tók við sem víða sér stað og snarlega þrengdi að sjálfstæðum og skapandi vinnubrögðum. Fyrr en varði gátu allir sæmilega gefnir námsmenn orðið arkitektar ekki síð- ur en til að mynda hagfræðingar, lög- fræðingar eða prestar, án þess að til kæmu kröfur um sértæka sköpunar- hæfileika og brennandi áhuga. Nú greip fjöldinn allur tækifærið því eft- irspurnin eftir „lærðum“ arkitektum var mikil eftir loftárásir og eyðilegg- ingar heimsstyrjaldarinnar. Fagið virt og vel launað auk þess sem því fylgdi listamannnafnbót í kaupbæti, meðan iðkendur annarra listgeira urðu að sanna sig á vettvanginum. En ekki leið á löngu áður en skólarnir uppgötvuðu að þeir voru að útskrifa teiknistofuarkitekta sem margir hverjir höfðu ekki meiri frumleika né metnað til að bera en almennir skrif- stofumenn. Frumleiki sjálfmennt- aðra brautryðjenda með mikla yfir- sýn var orðinn að ósköp almennu kennslufagi og andlausar eftirgerðir dreifðu sér um alla Evrópu. Svo kom- ið gátu kandídatarnir lokið tilskildum prófum án þess að hafa farið út af skólalóðinni að heitið gæti. Samræð- ur og fyrirlestrar tóku við af persónu- bundnum lifunum, mánaðar ferðalög og skottúrar á slóðir gullaldar arki- tektúrs í besta falli inni í myndinni. Það varð til þess að sums staðar komu fram tilmæli um að nemendur settust í listaskóla að loknu diplóma- prófi, bættu við sig tveim árum svo þeim auðnaðist að þjálfa skynræna formkennd og tilfinningar sínar fyrir rissi, lit og línu. Í meginatriðum ein- mitt allt það sem gerast þarf áður en nokkrum skal hleypt inn um dyr arki- tektúrskóla. Hinu einangraða námi fylgdiundarleg tegund hroka ogyfirlætis, var líkast semviðkomandi settu sama- sem merki við sig og Le Corbusier, Walter Gropius í Bauhaus, Mies van der Rohe eða Frank Lloyd Wright, hafnir yfir gagnrýni enda löggiltir meistarar. En löggilding listrænna athafna má aldrei fara svo langt að hún setji hugarfluginu skorður, sköp- unareðlinu stólinn fyrir dyrnar, og sem betur fer gerir hún það ekki í hinum rótgrónari samfélögum, sam- anber Phillipe Starck og fleiri hans líka. Hlutlægir lesendur ættu nú þegar að geta gert sér nokkra grein fyrir þeim mikla mun sem er á gildum brautryðjendum og skóluðum eftir- komendum þeirra, reglustikunni og kvarðanum hættir iðulega til að taka við af hugarfluginu. Kunnátta ber ekki einungis í sér þörfina til að auka við þekkingu sína, vita meira, heldur ekki síður að skynja meira, sem því miður vill vefjast fyrir mörgum bók- hneigðum skólamanninum. Hér ber að minnast þess að höf- uðskáldið Friedrich Schiller (1759– 1805) gagnrýndi harkalega samfélag samtíðar sinnar; fegurðarskyn sið- menningu og stjórnmál. „Samkvæmt kenningu Schillers, sem var í rökréttu framhaldi af fag- urfræði Kants, hefur jafnvæginu milli frumhvata mannsins, efnishvat- ar og formhvatar, verið raskað í sam- félagi þar sem menn hafa fjarlægst náttúruna og ofuráhersla er lögð á skynsemina. Í slíku ástandi nær fólk ekki að þroskast og verða heilsteypt- ar siðferðisverur. Til þess þarf þriðja aflið að koma til, það sem Schiller nefnir leikhvöt, eða listræna reynslu, sem tengi aftur skynsemi og skynjun, opni augu mannsins fyrir hinu fagra og geri hann heilan. Listin gegnir þannig í augum Schillers, lykilhlut- verki fyrir þróun einstaklinga og mannlegs samfélags í átt til heilbrigði og frelsis. Fegurðin er, eins og sann- leikurinn, sjálfstæð og óháð geð- þóttavaldi og hana er ekki hægt að nýta í þágu tilfallandi markmiða.“ Sé ekki betur en að þessi meira en tvö hundruð ára skilgreining skálds- ins á höfuðgildum mannlegrar tilvist- ar eigi jafnmikið, jafnvel langtum frekar við í dag, jafnt í pólitík sem fagurfræði, ekki síst á alþjóðagrund- velli. Hafi iðnbyltingin sem kom eftir daga þess sljóvgað frumhvatir mann- legs eðlis hefur tölvan og hátæknin gert enn meiri skurk svo maðurinn þarf meira en nokkru sinni fyrr að snúa sér til náttúrunnar og þjálfun skynfæranna eigi hann ekki að verða að ósjálfstæðu og sálarlausu viðrini. Þetta er raunar einmitt það sem fjöldinn virðist ósjálfrátt hafa gert sér grein fyrir og meðtekið, sem kemur fram í auknum áhuga á nátt- úruvernd og listgeirum sem eru í samhljómi við skynfærin. Ört vax- andi sókn almennings á söfn ásamt uppbyggingu þeirra víða um heim er til vitnis um þessa þróun og gerist öðru fremur þar sem geðþóttavald og handstýring hefur ekki skotið rótum. Þetta kom flatt upp á marga listhúsa- eigendur sem höfðu það eitt að mark- miði að koma skjólstæðingum sínum á framfæri og selja verk þeirra, skrif- stofurnar jafnvel stærri sýningarsöl- unum. Þeir voru óviðbúnir slíku að- streymi fólks sem einvörðungu kemur til að skoða og njóta þess sem jafnaðarlega er á boðstólnum. Fyrir áratug eða meir sagði ég frá slíkum viðbrögðum sem lýstu sér einkar vel í ummælum Holly Solomon, sem þá um áratugaskeið hafði rekið sam- nefnt og víðfrægt listhús í New York. Allt eru þetta hlutir sem sér-hverjum hugsandi manni íhöfuðborg lands á hjaraveraldar ber að gaumgæfa. Einkum í ljósi ákafa ráðamanna um þéttingu byggðar í miðborginni sem á stundum er grafalvarlegt mál, á einn hátt ígildi skemmdarverkanna á hálendinu. Í báðum tilvikum hafa menn leyft sér hluti sem óvíða gætu átt sér stað án gífurlegra mótmæla og gerist einhverjir samt svo fífl- djarfir er umsvifalaust farið að grafa undan þeim og mannorði þeirra. Engin dæmi veit ég um að hérlend- ir arkitektar hafi neitað að taka að sér verkefni sem augljóslega voru í skjön við næsta umhverfi eins og víða má sjá í miðborginni, hvar hnefarétt- ur valdsins er í hástigi en lýðræði fót- um troðið. Einkum kemur þetta fram í vanhugsuðu niðurrifi húsa með ótví- rætt minjagildi, verknaður sem menn hafa einmitt margbrennt sig á í út- landinu, og í ljósi reynslunnar löngu farnir að varast sem heitan eld. En hér vaða menn áfram í blindni og tryllingi, allt útsýni yfir sundin til að mynda einkavætt fyrir eigenda íbúða háhýsanna við Sæbraut. Húsa sem virðast hafa þann tilgang helstan, að þeir sem rekast hingað af sjó haldi að þetta sé stórborg, en eru sem Pótem- kíntjöld í nokkurs konar stöðluðum Ikea-stíl, sér enda víða stað í útland- inu. Þá hefur það gerst að fyrirhugað er að byggja hátæknisjúkrahús í ná- grenni Landspítalans, í stíl eins kon- ar skrifstofu módernisma, og skyggja mun á forhlið gamla spítal- ans. Og þá gerast loks þau undur og stórmerki að fram koma eindregin mótmæli frá tveim nafnkenndum arkitektum og veri þeir margprísað- ir, kassasamstæðan nefnilega líkust framlengingu af hraðbrautinni fyrir neðan. Landspítalinn gamli trónaði lengi yfir sem ein virðulegasta og reisulegasta bygging höfuðborgar- innar, en best mun að fara sem fæst- um orðum um viðbyggingar og þá móderníska kumbalda er upp risu í nágrenninu. Mikil spurn af hverju sjúkrahús mega ekki vera nokkur há- tíð fyrir augað, eða er það meiningin að þau skuli minna á herbúðir dauð- ans, að þeir ólánsömu sem þurfa að leggjast þar inn finni sig strax komna í snertingu við skugganna koldimma ríki? Halda svo einhverjir að það hafi uppörvandi og heilsusamleg áhrif á þolendur að gefa fagurfræðinni í þá veru langt nef, holdgerving lífs gró- magna og dásemda verundarinnar? Og ætli það sé ekki farsælli og virkari ávísun á heilbrigði að veita fólki þátt- töku í gleðinni við að vera til, að það ljómi og brosi án þess að því sé það fyrirlagt? Fagurfræðin á víst ekki upp á pall- borðið nú um stundir sé ekki á ein- hvern hátt mögulegt að hagnast á henni og mjólka, gott dæmi þess að á meðan rífandi uppbygging á sér stað um listasöfn úti í heimi hefur ekki einn fermetri bæst við sýningarrým- ið í „monthúsinu“ við Tjörnina, hins vegar kílómetravís til íþróttahalla og sparkvalla. „Vöðvann Ó. Sigurz“ í há- sæti á mesta fjárhagslega uppgangs- tímabili sögunnar, en skyldi þetta að lokum þegar allt kemur til alls ein- ungis dæmisaga af þrjátíu silfurpen- ingum, og með nærtækum afleiðing- um? Hin sjónræna opinberun SJÓNSPEGILL Eftir Braga Ásgeirsson Morgunblaðið/Þorkell Gamli íverustaður gasstöðvarstjórans á mótum Hverfisgötu og Rauðarárstígs þrengir sér fram sem einstök perla í stíl- hreinleika sínum. í laun á ári fyrir ófaglærða kr.3.732.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.