Morgunblaðið - 04.06.2006, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 39
FRÉTTIR
í laun á ári fyrir iðnaðarmenn
kr.4.915.000
Kynntu þér auglýsingu frá
Alcoa Fjarðaáli í Atvinnublaðinu í dag
Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000
Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500
www.terranova.is
Golden Sands í Búlgaríu hefur sannarlega slegið í gegn hjá Ís-
lendingum. Terra Nova býður nú síðustu sætin í júní á ótrúlegum
kjörum. Gríptu tækifærið og skelltu þér til þessa vinsæla sumar-
leyfisstaðar sem býður þín með frábæra strönd, einstakt loftslag,
ótæmandi afþreyingarmöguleika, fjölbreytta veitingastaði og fjör-
ugt næturlíf. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að
vita hvar þú gistir.
kr. 29.994
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1
barn í hótelherbergi/stúdíó/íbúð í viku.
Súpersól tilboð, 8., 22. og 29. júní.
Aukavika kr. 10.000 á mann.
kr. 39.990
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í
viku. Súpersól tilboð, 8., 22. og 29. júní.
Aukavika kr. 10.000 á mann.
Súpersól til
Búlgaríu
í júní
frá kr. 29.994
Síðustu sætin
- SPENNANDI VALKOSTUR
MENNTASKÓLINN við Hamrahlíð braut-
skráði 169 stúdenta 28. maí sl., 57 af fé-
lagsfræðabraut, 71 af náttúrufræðibraut, 31 af
málabraut og 20 af námsbraut til alþjóðlegs
stúdentsprófs og 1 af framhaldsleið tölvubraut-
ar. 8 stúdentar brautskráðust af tveimur braut-
um og 1 af fjórum brautum (öllum brautum
dagskólans).
Dúx var Jóhann Þorvaldur Bergþórsson,
stúdent af náttúrufræðibraut. Meðaleinkunn
Jóhanns var 9,73 og lauk hann náminu á 3 ár-
um. Einingadúx var Benjamín Ragnar Svein-
björnsson, stúdent af félagsfræðabraut, mála-
braut, náttúrufræðibraut og námsbraut til
alþjóðlegs stúdentsprófs, með samtals 221 ein-
ingu.
Við brautskráninguna var frumflutt tónverk
eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson (tileinkað
syni hans sem var í hópi nýstúdenta).
Lárus H. Bjarnason rektor sagði m.a. í ræðu
við útskriftina að á þessari kveðjustund vildi
hann að árétta enn einu sinni við nemendur að
ástunda tillitssemi, í víðtækri merkingu.
„Það verður mitt hollráð til ykkar í ham-
ingjuleit varasamrar framtíðar. Sýnið fjöl-
skyldu og samferðafólki tillitssemi og verið til-
litssöm gagnvart dýralífi og náttúru.“
Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon
169 brautskráðir frá MH
VIÐ skólaslit Fjölbrautaskóla
Vesturlands á Akranesi 20 maí sl.
voru 66 nemendur brautskráðir við
athöfn á sal skólans. Af þessum
hóp útskrifuðust 34 með stúdents-
próf, 17 af hinum ýmsu iðnbraut-
um, 9 sjúkraliðar, 3 útskrifuðust
með stúdentspróf og auk þess af
iðnbrautum, 2 með stúdentspróf og
einnig af sjúkraliðabraut, 1 útskrif-
aðist eftir ársnám sem skiptinemi.
Hörður Ó. Helgason skólameist-
ari ávarpaði samkomugesti og af-
henti útskriftarnemum skírteini
sín.
Sólveig Rós Jóhannsdóttir hlaut
viðurkenningu skólans fyrir bestan
árangur á stúdentsprófi á vorönn
2006. Einnig hlaut hún viðurkenn-
ingar fyrir ágætan árangur í
þýsku, sálfræði, uppeldisfræði og
íslensku. Forvarnahópur nemenda
fékk framlag úr minningarsjóði
Karls Kristins Kristjánssonar.
Ljósmynd/Myndsmiðjan Akranesi
Brautskráning frá Fjöl-
brautaskóla Vesturlands
ÝMSAR nýjungar hafa verið gerðar
á heimasíðu Barnalands sem að-
gengileg er á vefsíðu Morgunblaðs-
ins barnaland.mbl.is. Hefur m.a.
leitarvélin verið endurbætt. Þá hef-
ur áminningarkerfi fyrir viðburði
verið uppfært og nú er komið daga-
tal sem auðvelt er að vinna með til
að skrá viðburði til áminningar,
skv. upplýsingum Barnalands.
Einnig er nú hægt að sækja sér
ýmiss konar dagatöl á vefnum og
tengja á einfaldan hátt við við-
burðakerfi barnalands. Til að stilla
viðburðina smellir notandinn á Við-
burðir sem er fyrir neðan skila-
boðahnappinn á stjórnborðinu
vinstra megin á síðunni.
Lokað vegna uppfærslu
Vegna flutnings og uppfærslu á
netþjóni verður vefsíðu Barnalands
lokað tímabundið frá kl. 02.00 að-
fararnótt mánudagsins 5. júní fram
til kl. 18.00 þann 5. júní. „Við
ákváðum að velja þennan dag þar
sem hvítasunnuhelgin er stór ferða-
helgi hjá mörgum og ætti flutning-
urinn því að hafa sem minnsta trufl-
un fyrir notendur,“ segir í
fréttatilkynningu frá Barnalandi.
Nýjungar
á barnalandi