Morgunblaðið - 11.06.2006, Page 1
SJÓMANNADAGURINN er í dag og við bryggjur landsins hvíla bátar og skip, enda venjan sú að sjómenn séu í
landi á sjómannadaginn til að taka þátt í hátíðarhöldum. Boðið er upp á hátíðardagskrá víða um land og á Mið-
bakka Reykjavíkurhafnar stendur Hátíð hafsins en þar gefst meðal annars tækifæri til að skoða varðskipið Ægi.
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Til hamingju,
sjómenn
STOFNAÐ 1913 157. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Öskrandi
geispi í Kenýa
Ævintýraheimur gíraffa og ljóna
og sól í þokkabót | 44
Tímaritið og Atvinna í dag
Tímaritið | Hnöttur um knött Tískan í farteskinu Land-
mannalaugar heitar Á ferð um heimsþorpið Atvinna | Óstöðugur
vinnutími vaxandi vandamál Frumkvöðlar verðlaunaðir
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350
Vopna-
hlé úr
sögunni?
Beit Lahiya. AP. | Liðsmenn Hamas-
hreyfingarinnar í Palestínu skutu
nokkrum heimagerðum eldflaugum á
Ísrael í gær og gerðu um leið alvöru
úr þeirri hótun að rjúfa óformlegt
vopnahlé og hefna þeirra óbreyttu
borgara, sem féllu í árás Ísraela á
ströndina í Gaza í fyrradag.
Að minnsta kosti 15 eldflaugum var
skotið en Ísraelar segja, að þær hafi
ekki valdið neinu tjóni og raunar flest-
ar lent á Gaza, þaðan sem þeim var
skotið. Engu að síður er óttast, að
vopnahléið, sem staðið hefur frá því í
febrúar á síðasta ári, sé úr sögunni.
Búist var við því í gær, að Mahm-
oud Abbas, forseti Palestínu, myndi
tilkynna þjóðaratkvæðagreiðslu 31.
júlí nk. um framtíðarskipan mála, um
viðurkenningu á Ísrael og stofnun
palestínsks ríkis. Er ríkisstjórn Ham-
as andvíg atkvæðagreiðslunni og svo
virðist sem Ísraelar séu á sama máli.
Kom það fram hjá Ehud Olmert, for-
sætisráðherra Ísraels, í viðtali við The
Financial Times en hann sagði, að
hún væri „tilgangslaus“.
Eldflaugum skotið
að Ísrael frá Gaza
AP
Harmi sleginn Palestínumaður eftir
blóðbaðið á Gazaströnd í fyrradag.
Ruddarnir
sektaðir
London. AP. | Breska stjórnin til-
kynnti í gær, að fólk, sem formælti
eða hótaði starfsmönnum heilbrigð-
iskerfisins, yrði kært og sektað um
allt að 1.000 pund eða 136.000 ísl. kr.
Caroline Flint heilbrigðisráðherra
sagði, að nauðsynlegt væri að skapa
„andrúmsloft gagnkvæmrar virðing-
ar“ milli starfsfólks heilbrigðiskerf-
isins og þeirra, sem til þess leituðu,
en á síðasta ári voru skráð 60.385 til-
felli beinna árása sjúklinga eða ætt-
ingja þeirra á starfsfólkið. Hófust
þær yfirleitt með formælingum og
hótunum.
„Þetta er algerlega óviðunandi
ástand og með þessu viljum við gera
þessum litla minnihluta ljóst, að
ruddaskapur, drykkjuskapur og
önnur andfélagsleg hegðun verður
ekki liðin,“ sagði Flint en yfirmenn
heilbrigðisstofnana munu fá aukið
vald til að fjarlægja fólk, sem ekki
kann almenna mannasiði. Stéttar-
félög fólks í heilbrigðisgeiranum
hafa fagnað yfirlýsingu Flints en þau
segja, að fyrrnefndar tölur séu „að-
eins toppurinn á ísjakanum“.
♦♦♦
„Mamma,
þú verður að
hafa lægra“
Á BUGÐUTANGA 13 í Mosfellsbæ
snýst lífið um fótbolta. Allir eru því
komnir í stellingar fyrir heimsmeist-
aramótið – nema heimilisfaðirinn.
Hann hefur
engan
áhuga. Hús-
freyjan,
Hanna Sím-
onardóttir,
er aftur á
móti með
ólæknandi
fótboltabakt-
eríu og hefur
smitað börnin fjögur af henni.
Hanna er ástríðufullur áhugamað-
ur um knattspyrnu. „Ég á það til að
sleppa mér þegar Liverpool skorar.
Þegar yngsti sonur minn var aðeins
yngri vakti ég hann eitt kvöldið með
hrópum. Hann kom þá ábúðarfullur
fram og sussaði á mig. „Mamma, þú
verður að hafa lægra, það eru leigj-
endur hérna niðri“,“ segir Hanna og
skellihlær.
Áfengið víða vandamál
En fótbolti veldur ekki alls staðar
gleði. Sr. Þórhallur Heimisson prest-
ur við Hafnarfjarðarkirkju veit til
þess að fótboltaáhugi sé vandamál á
mörgum heimilum, einkum ef áfengi
er í spilinu. „Við vitum að laug-
ardagsboltinn getur orðið býsna ljót-
ur. Menn fara á krá að horfa á leiki,
fá sér bjór með félögunum og það
endar með fylliríi.“ | Tímarit
Á Bugðutanga 13 snýst
lífið um fótbolta.
ÞRÍR nýir ráðherrar koma inn í ríkisstjórn frá
Framsóknarflokknum nk. fimmtudag. Jón Krist-
jánsson félagsmálaráðherra lætur þá af ráðherra-
dómi að eigin ósk, ásamt Halldóri Ásgrímssyni for-
sætisráðherra. Jón Sigurðsson seðlabankastjóri
verður iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Valgerður
Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra verður
utanríkisráðherra, Jónína Bjartmarz þingmaður
verður umhverfisráðherra og samstarfsráðherra
Norðurlandanna og Magnús Stefánsson þingmaður
verður félagsmálaráðherra. Sigríður Anna Þórðar-
dóttir umhverfisráðherra hverfur úr ríkisstjórn af
hálfu Sjálfstæðisflokks en formenn stjórnarflokk-
anna hafa ákveðið að framsóknarmenn taki aftur
við þeim ráðherraembættum sem þeir höfðu eftir
að gengið var frá stjórnarsamstarfi eftir kosning-
arnar 2003.
Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknar-
flokksins, kynnti niðurstöðu viðræðna forráða-
manna stjórnarflokkanna að loknum þingflokks-
fundi framsóknarmanna í þinghúsinu á þriðja
tímanum í gær, laugardag. Áður hafði Halldór rætt
einslega við þingmenn flokksins. Halldór sagði að
mikil eindrægni hefði verið um þessar breytingar
innan þingflokksins. Halldór upplýsti jafnframt að
hann hygðist afsala sér þingmennsku, er hann léti
af formennsku Framsóknarflokksins á flokksþingi í
ágúst nk. Sæunn Stefánsdóttir varaþingmaður tek-
ur þá fast sæti á Alþingi í hans stað.
Hefur staðið sig mjög vel
Aðeins tvær breytingar verða hjá Sjálfstæðis-
flokki, Geir H. Haarde, formaður, flytur sig úr utan-
ríkisráðuneytinu í forsætisráðuneytið og Sigríður
Anna Þórðardóttir, sem hefur verið umhverfisráð-
herra síðan í september 2004, víkur úr ríkisstjórn.
Aðspurður sagði Geir það ekki óskastöðu að flokk-
urinn gæfi frá sér umhverfisráðuneytið á þessum
tímapunkti. „Ég vil undirstrika að þó það gerist
núna þá er það alls ekki vegna þess að Sjálfstæð-
isflokkurinn sé áhugalaus um umhverfisvernd eða
náttúruverndarmál. Og það er alls ekki vegna þess
að núverandi ráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir,
hafi ekki staðið sig vel. Hún hefur staðið sig mjög
vel og skilað mjög góðum árangri. Hún hefur sinnt
þessu starfi af alúð og samviskusemi,“ sagði Geir.
Þrír nýir ráðherrar hjá
Framsóknarflokknum
Valgerður Sverrisdóttir verður utanríkisráðherra Jón Kristjánsson og
Sigríður Anna Þórðardóttir hverfa úr ríkisstjórn Halldór hættir á þingi
Eftir Örnu Schram og Silju Björk Huldudóttur
Magnús Stefánsson, Jónína Bjartmarz og Jón Sig-
urðsson eftir þingflokksfund Framsóknar í gær.
SEINNI ÚTGÁFA
JÓN Sigurðsson seðlabankastjóri verður nýr
iðnaðar- og viðskiptaráðherra í ráðuneyti Geirs
H. Haarde og lætur af störfum í bankanum í
næstu viku. Hann segir að Halldór hafi beðið
hann um að taka þetta að sér, á föstudag. „Ég
hafði ávæning af þessu í nokkra daga en vissi
ekki af þessu beinlínis fyrr en í gær [fyrradag],“
sagði Jón, er hann var spurður hvenær þetta
hefði komið til. „Menn eiga að gera skyldu sína,“
svaraði hann er hann var spurður hvers vegna
hann hefði ákveðið að koma nú inn í stjórnmálin.
„Menn eiga að gera skyldu sína“