Morgunblaðið - 11.06.2006, Síða 2

Morgunblaðið - 11.06.2006, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þekktasta bók Hernando de Soto er nú komin út á íslensku og fæst í öllum betri bókaverslunum. Hernando de Soto LEYNDARDÓMUR FJÁRMAGNSINS RSE Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál www.rse.is „Nýtt ljós á þriðja heiminn” — Le Monde „De Soto hefur ritað undraverða bók” — Daily Telegraph „Bylting de Soto’s á erindi til allra” — The Wall Street Journal STAÐAN METIN Samfylkingin fór yfir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar og stöðu flokksins á flokksstjórnarfundi sín- um í gær. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir formaður segir að Samfylk- ingin sé búin að festa sig í sessi sem 30% flokkur og að árangurinn í kosningunum hafi verið á heildina litið góður en ekki alls staðar. Þann- ig væri Hafnarfjörður nú höfuðvígi jafnaðarmennsku á Íslandi. Í Reykjavík taldi hún hins vegar að Samfylkingin hefði tapað gegn eigin væntingum. Þá sagði hún í ræðu sinni að núverandi ríkisstjórn hefði fallið á prófinu. Hún hefði afsalað sér stjórnvaldinu og vísaði á aðra. Stórbruni í Keflavík Engan sakaði er stórbruni varð í smurstöð og dekkjaverkstæði við Aðalstöðina í Keflavík á ellefta tím- anum í gærkvöldi en eldurinn logaði í tveimur byggingum sem standa á lóð Aðalstöðvarinnar við Hafnargötu 86. Um fimm og hálfan tíma tók að ráða niðurlögum eldsins og þurfti lögregla að rýma nokkur hús sem standa vestan megin við lóðina. Varnarliðið selur muni Mikið magn af munum verða skildir eftir þegar varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hverfur á brott og hefur Geymslusvæðið í Hafnar- firði gert samning við varnarliðið um sölu á þeim. Salan mun fara fram í gamla Blómavalshúsinu við Sigtún en stefnt er á að hún hefjist 1. júlí næstkomandi. Á boðstólum verða bifreiðar, húsgögn, tölvubúnaður og tæki svo eitthvað sé nefnt. Vopnahléi lokið? Um 15 heimagerðum eldflaugum var skotið frá Gaza að Ísrael í gær og um leið gerði hernaðararmur Hamas alvöru úr þeim hótunum sín- um að rjúfa vopnahléið, sem staðið hefur frá því í febrúar á síðasta ári. Ollu þær engu tjóni en árásin var gerð til að hefna þess, að Ísraelar drápu sjö óbreytta borgara, þar af fimm manna fjölskyldu, á ströndinni í Gaza í fyrradag. Talið er, að þessir atburðir geti haft áhrif á þær fyr- irætlanir Mahmoud Abbas að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu meðal Palestínumanna en Hamas og Ísr- aelar sameinast í andstöðu við hana. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Víkverji 70 Forystugrein 26 Velvakandi 71 Listir 45 Staður og stund 72 Umræðan 48/60 Menning 74/81 Bréf 56/60 Bíó 78/81 Minningar 61/65 Ljósvakamiðlar 82 Auðlesið 66 Veður 83 Dagbók 70 Staksteinar 83 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is UM klukkan eitt í fyrrinótt var far- ið með meðvitundarlausan 17 ára dreng á slysadeild eftir að ráðist var á hann við Eiðistorg. Mun árás- armaðurinn, sem er tvítugur mað- ur, hafa slegið hann í götuna og sparkað síðan í hann. Hinn grunaði árásarmaður gisti fangageymslur lögreglunnar og var yfirheyrður í gær. Þá hafði Lögreglan í Reykjavík einnig afskipti af 7 ölvuðum bíl- stjórum. Slagsmál og ölvun í höfuðborginni Morgunblaðið/Þorkell MIKIL ölvun var í Vestmanna- eyjum í fyrrinótt að sögn Lögregl- unnar í Eyjum en þar var haldinn dansleikur í tilefni af sjómannadeg- inum. Þrír gistu fangageymslur lögreglunnar. Þá var einn tekinn fyrir ölvun við akstur. Mikil ölvun í Eyjum Morgunblaðið/Brynjar Gauti GEYMSLUSVÆÐIÐ í Hafnarfirði hefur gert samning við varnarliðið á Keflavíkurflugvelli um sölu á þeim munum sem verða eftir við brotthvarf varnarliðsins. Salan mun fara fram í gamla Blómavals- húsinu við Sigtún en stefnt er á að hún hefjist 1. júlí næstkomandi. Að sögn Ástvalds Óskarssonar, framkvæmdastjóra Geymslusvæð- isins, tekur samningurinn til allra þeirra hluta sem Sölunefnd varn- arliðseigna hafði áður umsjón með. Þannig verða á boðstólum bifreið- ar, húsgögn, tölvubúnaður og tæki svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður hægt að nálgast þar óhefðbundnari muni eins og flugvélavarahluti og mælitæki af ýmsum toga. Sýning og uppboð „Þetta verður mikið magn af hlutum en það verða alls kyns mun- ir skildir eftir þegar varnarliðið fer – hið ótrúlegasta dót,“ segir Ást- valdur og bendir á að áhugamenn um herinn ættu að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi. Að sögn Ástvalds er það í um- ræðunni að opnuð verði sýning tengd varnarliðinu samhliða söl- unni í Blómavalshúsinu. „Það eru alls kyns hugmyndir í gangi sem tengjast sölunni en við stefnum á að hafa uppboð á sér- stökum hlutum einu sinni í viku.“ Reiknað er með því að salan standi að minnsta kosti út nóv- embermánuð. Munir úr eigu varnarliðsins verða til sölu í sumar „Hið ótrúlegasta dót“ Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is Morgunblaðið/ Jim Smart Ástvaldur Óskarsson ásamt dóttur sinni, Margréti Björgu Ástvaldsdóttur, og broti af góssinu sem verið er að koma fyrir í Blómavalshúsinu. „ÞETTA var góður fundur, en núna bíðum við svars,“ segir Grétar Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambands Íslands (ASÍ), sem ásamt fleirum forsvarsmönnum sambandsins átti fund með for- mönnum stjórnarflokkanna sl. föstudag. Að sögn Grétars kynntu fulltrúar ASÍ ríkisstjórninni til- lögur sínar og bíða nú viðbragða stjórnvalda við þeim. Sagði hann ekki ólíklegt að viðbragða væri að vænta strax um helgina. Aðspurður segir Grétar tillögurnar m.a. snúa að vaxtabótakerfinu, sem sé í molum við núverandi aðstæður. „Vaxta- bótakerfið hefur ekki fylgt húsnæðisverðinu á síðustu misserum með eðlilegum hætti meðan fasteignaverðið hefur rokið upp þannig að það gagnast orðið mjög takmarkað,“ segir Grétar og tekur fram að grundvallaratriði sé að vaxtabóta- kerfið verði endurreist sem og barnabótakerfið, auk þess sem gera þurfi breytingar á skattakerf- inu sem gagnist þeim tekjulægstu. Aðspurður segir Grétar lykilatriði að það sam- komulag sem gert verði tryggi lægri verðbólgu hérlendis en menn hefðu annars séð fram á. „Málið snýst um það að verðbólgan sem við höf- um búið við allt of lengi og fer hækkandi gangi niður fyrr. Einnig er mikilvægt að kaupmátt- arrýrnunin sem þegar er orðin verði minni en ella,“ segir Grétar og tekur fram að hann sé sæmilega vongóður um að slíkt samkomulag ná- ist. Þurfum að klára þetta sem allra fyrst Í samtali við Vilhjálm Egilsson, framkvæmda- stjóra Samtaka atvinnulífsins (SA), segir hann ljóst að mikil áhersla sé lögð á að ná sam- komulagi milli ASÍ og SA um framlengingu kjarasamninga með það að markmiði að tryggja stöðugleika og hemja verðbólguna. Segir hann allar líkur á að staðan skýrist undir lok næstu viku. „Við þurfum að klára þetta sem allra fyrst. Verði ekki gripið inn í núna hvað varðar verð- bólguna þá eru allar líkur á því að vandamálið stækki.“ Sæmilega vongóður um samkomulag Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is HÁTÍÐ hafsins var flautuð á með skipslúðrum kl. tíu í gærmorgun en hún stendur alla helgina. Á hafnar- bakkanum í miðborg Reykjavíkur hófst dagskrá með sýningu fyrir alla fjölskylduna, en á sýningunni mátti berja augum ýmsa skrýtna fiska, s.s. broddabak, sædjöful, svartgóma og fleiri furðudýr. Þess- ari stúlku þóttu sannarlega vera kynjadýr hér á ferð en lét þau þó ekki koma sér úr jafnvægi. Morgunblaðið/Jim Smart Furðulegir fiskar á ferð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.