Morgunblaðið - 11.06.2006, Page 4

Morgunblaðið - 11.06.2006, Page 4
4 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FÉLAGSMIÐSTÖÐIN H88 sem rekin er af Reykjanesbæ stendur um 100 metra frá byggingunum sem brunnu, fyrir sunnan lóð Að- alstöðvarinnar. Að sögn Hafþórs Barða Birgissonar forstöðumanns barst tilkynning frá lögreglu um að hætta væri á reykeitrun vegna brunans og að rýma þyrfti húsið. „Það var þarna slatti af krökk- um á hjólabrettum, en það var stutt í lokunartíma þegar lög- reglan hringdi. Það gekk því auð- veldlega að koma krökkunum út“, sagði Hafþór. Að sögn Hafþórs var reykur ekki mikill í húsnæði H88 en betra var að hafa vaðið fyrir neðan sig í öryggismálunum og rýma húsið. Greiðlega gekk að rýma félagsmiðstöð ELDURINN logaði í tveimur byggingum sem standa norðvestarlega á lóð Aðal- stöðvarinnar við Hafnargötu 86. Húsi smurstöðvarinnar og húsi hjólbarðaþjón- ustu Gunna Gunn. „Það eina sem slapp var vörubílaplássið. Fólksbílaplássið er ónýtt en í því eru tvær lyftur sem þakið hefur hrunið ofan á, auk þess eru kaffistofan mín og klósettið, sem voru uppi, að mér sýnist brunnin,“ sagði Árni Gunnlaugsson eigandi smurstöðv- arinnar. Hann segir fólksbílapláss stöðv- arinnar vera stærri part af rekstrinum. „Ég geri ráð fyrir að þessar lyftur séu ónýtar. Annars er ég nýbúinn að fá að fara hérna inn. Lögreglan er búin að vera hér inni og taka myndir. Núna bíð ég eftir mínum mönnum frá tryggingafélaginu. Eftir minni bestu vitund er ég mjög vel tryggður, maður hefur lagt sig fram við það. Þetta á þó eftir að koma betur í ljós. Þetta er samt alltaf tjón og tap,“ sagði Árni sem hefur rekið smurstöðina frá árinu 2002 en smur- og dekkjaþjónusta hefur verið á lóð Aðalstöðvarinnar í yfir 50 ár. Inntur eftir því hvort hann hyggist halda áfram rekstri á sama stað segir Árni of snemmt að segja til um það. „Ég er bara leikmaður í þessu, en frá mínum bæj- ardyrum séð er þetta ónýtt,“ sagði Árni. Gunnar Gunnarsson, eigandi hjólbarða- þjónustu Gunna Gunn, treysti sér ekki til að tjá sig um eldsvoðann þegar blaðið hafði samband við hann. Hann sagðist hafa fengið visst áfall við að horfa upp á brunann. Líklegt má telja að dekkjaverk- stæðið sé að mestu ónýtt en veggirnir standa þó enn. „Það er ekki heil skrúfa eftir þarna inni,“ var mat Árna Gunn- laugssonar, eiganda smurstöðvarinnar, er hann var spurður um ástand dekkjaverk- stæðisins. Engan sakaði er stórbruni varð í smurstöð og dekkjaverkstæði við Aðalstöðina í Keflavík í fyrrakvöld „Ekki heil skrúfa eftir þarna inni“ Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bruninn eyðilagði innviði dekkjaverkstæðisins algerlega. Langan tíma tók að slökkva eldinn þar sem það logaði mikið í gúmmíi. STÓRBRUNI varð í húsum Smur- stöðvarinnar og Hjólbarðaþjónustu Gunna Gunn sem standa á lóð Að- alstöðvarinnar við Hafnargötu 86 í Keflavík í fyrrinótt. Eldurinn kom upp á ellefta tímanum og var allt til- tækt slökkvilið staðarins kallað á vettvang auk þess sem fengnir voru bílar frá Sandgerði, Keflavíkurflug- velli og höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliði tókst að ná tökum á eld- inum nálægt miðnætti og að sögn Brunavarna Suðurnesja skiluðu flestir slökkvibílanna sér í hús um þrjúleytið um nóttina en þá hafði tek- ist að slökkva eldinn. Fólk var ekki í bráðri hættu vegna eldsins enda voru bæði húsin sem logaði í atvinnuhúsnæði. Húsin standa á norðvesturhluta lóðar Að- alstöðvarinnar og þurfti lögregla að rýma hús sem standa vestan megin við lóðina og voru mjög nærri brun- anum. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu voru fimm til tíu hús rýmd og gekk starfið greiðlega. Flest húsanna eru fjölbýlishús, allt að þriggja hæða há. Dekkjaverkstæðið gjörónýtt Líklegt má telja að eldurinn hafi komið upp í dekkjaverkstæðinu, en þar var mesti eldurinn. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er samt erfitt að átta sig á þessu þar sem eldurinn logaði upp úr þökum beggja húsanna. Hús smurstöðvar- innar virðist eyðilagt að hálfu en sú starfsemi sem snýr að fólksbílum er aðskilin frá vörubílaþjónustunni. Fólksbílahluti hússins virðist ónýtur en þar hrundi þakið niður. Hús dekkjaverkstæðisins er gjörónýtt að sögn lögreglu en veggir standa þó enn uppi. Lögregla aðstoðaði slökkvilið frá því að tilkynning barst um brunann. Starf lögreglu var einkum fólgið í að rýma hús og halda uppi reglu á svæð- inu. Nærliggjandi götur voru afgirt- ar. Stór hópur fólks safnaðist að til að fylgjast með brunanum en allt fór friðsamlega fram að sögn lögreglu. Mikinn hita lagði frá eldinum og hefði hann getað læst sig í nærliggj- andi hús. Að minnsta kosti fjögur hús standa mjög nálægt smurstöðinni og dekkjaverkstæðinu. Slökkviliðið tel- ur þó að ekki hafi verið hætta á að eldurinn næði að breiðast yfir í olíu- tanka sem eru á lóðinni undir bens- ínstöðinni. Ekki er vitað hvað olli eldinum. Lögreglan í Keflavík rannsakar mál- ið. Rannsóknir sem þessar hefjast við fyrsta útkall en þá er reynt að kalla eftir upplýsingum á vettvangi. Þegar búið er að slökkva eldinn er leitað að vísbendingum í rústum. Lögregla kallar svo eftir aðstoð vitna eftir því sem þörf er. Lögreglan í Keflavík tel- ur sig ekki reiðubúna til að tjá sig neitt um rannsókn sína á þessu stigi. Mikill reykur Seinlega gekk að slökkva eldinn en það tók um það bil þrjá tíma eftir að slökkviliðsmönnum tókst að ná tök- um á honum. Ástæðuna má rekja til þess hversu seigur bruni verður þeg- ar eldsmaturinn er gúmmí eins og var í tilfelli dekkjaverkstæðisins. Slökkvistarf er þó talið hafa verið til fyrirmyndar og mestu munaði um það hversu fljótt slökkviliðið náði yf- irhöndinni. Mikinn reyk lagði frá brunanum og stóð hann til suðvesturs. Nokkur hús voru rýmd vegn hættu á reyk- eitrun íbúa. Þurfti meðal annars að rýma húsnæði félagsmiðstöðvarinn- ar H88, en þar stunduðu unglingar hjólabrettaiðkun þegar eldurinn kom upp. Um fimm og hálfan tíma tók að slökkva eldinn Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eyðilegging blasti við á dekkjaverkstæðinu við Aðalstöðina í Keflavík í gærmorgun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.