Morgunblaðið - 11.06.2006, Page 10

Morgunblaðið - 11.06.2006, Page 10
10 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÉG rakst á auglýsingu um að nú ætti aðhalda námskeið fyrir þá sem kláruðu ekkinám í vélvirkjun á sínum tíma og hún ýtti við mér að klára þetta loksins. Ég byrjaði í blikk- smíði á sínum tíma, fór svo í bílsmíði og hef unnið í 17 ár í starfi sem tengist vélvirkjun. Þótt vél- virkjun sé aðeins angi af því sem ég starfa nú við þá ákvað ég að draga það ekki lengur að verða mér úti um réttindi,“ segir Flóvent Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar Myllunnar. Flóvent tekur nú þátt í tilraunaverkefninu „Bættu um betur“ sem er samstarfsverkefni Mímis-símenntunar, Borgarholtsskóla, Fræðslu- miðstöðvar málmiðnaðarins, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og fleiri aðila. Markmið þess er að finna leiðir til að meta þekkingu sem menn hafa aflað sér í starfi og hvetja þá til að ljúka námi. „Við vorum 18 sem byrjuðum núna á vorönn. Fyrst þurftum við að setja saman færnimöppu, með því að afla gagna um fyrra nám og störf. Svo fengum við lýsingu á þeim áföngum sem stóðu til boða og merktum við það sem við töld- um okkur kunna. Loks var svo metið hvort ástæða væri til að við færum í raunfærnimat hjá kennurum. Hjá mér var niðurstaðan sú að ég gat alveg sleppt þremur fögum. Það eru 18 ár síðan ég var síðast í námi og ég vissi ekki hvar ég stóð miðað við námið núna. Ég var því ánægður þegar ég fékk þann úrskurð að ég væri kominn lengra en ég átti von á.“ Flóvent segir að hann gæti lokið vélvirkjanám- inu á þremur önnum, ef hann hellti sér í það af fullum krafti. „Ég tek þetta þó eitthvað hægar. Eftir fyrstu önnina núna í vor sá ég betur hvar ég stóð og í haust tek ég sennilega fjóra áfanga. Ég er ákveðinn í að taka eitthvað á hverri önn. Möguleikarnir eru ótalmargir, ég get tekið suma áfanga í fjarnámi og aðra í kvöldskóla, allt eftir því hvað hentar mér best.“ Flóvent segist ekki vera að afla sér réttinda til að bæta stöðu sína eða launakjör, enda sé hann ágætlega settur hjá Myllunni. „Það þýðir hins vegar ekkert að vera réttindalaus lengur og mér finnst ég á síðasta snúningi að gera eitthvað í mínum málum. Mér finnst vel stutt við bakið á okkur í náminu, til dæmis höfum við þurft að sækja ákveðna tíma, sem hefur verið hvatning til að halda sér við efnið.“ Það þýðir ekkert að vera réttindalaus lengur Morgunblaðið/Eyþór Flóvent Sigurðsson ákvað að draga það ekki lengur að verða sér úti um réttindi í vélvirkjun. Stærsta verkefni Fræðslu-miðstöðvar atvinnulífsins,sem er rekin af Alþýðu-sambandi Íslands ogSamtökum atvinnulífsins, er mat á óformlegu námi og raun- færni. Þar er horft til þess að fólk lærir þótt það sæki sér ekki form- lega menntun, t.d. með ýmsum námskeiðum og þjálfun í starfi, þátttöku í ýmiss konar fé- lagastarfsemi og tómstundum. Þessa raunfærni þarf að vera hægt að meta þegar fólk hyggur á form- legt nám, því oft er ekki réttlátt að fólk þurfi að byrja á byrjunarreit þegar það snýr aftur í skólakerfið. Markhópur þessa mats er fullorðið fólk á vinnumarkaði, sem hefur enga framhaldsskólamenntun að baki. Hér á landi er þessi hópur stór, en þegar raunfærnimat liggur fyrir mun það án vafa nýtast fleir- um. Ingibjörg E. Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Fræðslu- miðstöðvar atvinnulífsins, sem var stofnuð í árslok 2002. Mennta- málaráðuneytið, ASÍ og SA gerðu með sér þjónustusamning árið 2003 um rekstur miðstöðvarinnar, sem lið í aðkomu ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir kjarasamningum og nýr samningur leit dagsins ljós í byrjun þessa árs. Fræðslu- miðstöðin hefur meðal annars það verkefni með höndum að útdeila fé til símenntunarmiðstöðva á lands- byggðinni, en saman mynda þessar miðstöðvar sífellt öflugra net. Verkefni Fræðslumiðstöðv- arinnar eru mörg og margvísleg, en núna ber mat á óformlegu námi og raunfærni hæst. „Mat á raun- færni kom fyrst til álita í Banda- ríkjunum, þegar háskólar voru að meta umsóknir fólks í háskólanám, þótt það hefði ekki lokið tilskildu framhaldsskólanámi,“ segir Ingi- björg. „Núna styðjast nágranna- lönd okkar við ýmiss konar tæki til að meta raunfærni og stendur Noregur þar fremst. Við teljum ástæðulaust að finna upp hjólið, heldur viljum nýta okkur reynslu og þekkingu þeirra sem best þekkja til, í þeim tilgangi að meta raunfærni fólks sem hyggur á formlegt nám.“ Mat á raunfærni gæti til dæmis nýst ófaglærðum manni, sem lengi hefur starfað við hlið útlærðs iðn- aðarmanns og jafnvel gegnt sama starfi og hann að hluta. Þegar hinn ófaglærði hyggst fara í nám og sækja sér iðnréttindi, þá er eðlilegt að litið sé til þessarar reynslu hans. „Matið verður hins vegar að vera gert á áreiðanlegan og örugg- an hátt, svo þeir sem þegar hafa sótt sér réttindin telji ekki að nám þeirra sé gjaldfellt,“ segir Ingi- björg. „Reynslan sýnir hins vegar að þetta er gerlegt og það er mikil hvatning fyrir fólk að fara í nám ef það veit að það þarf ekki að fara í gegnum alls konar atriði sem það kann nú þegar, bara til að fá próf- ið. Oft er auðvelt að staðreyna þekkingu manna, til dæmis í verk- legum greinum.“ Símsmiðir og vélvirkjar Nú hefur verið hleypt af stokk- unum tilraunaverkefni á vegum Símans og Iðnskólans í Reykjavík, þar sem ófaglærðir en þrautreyndir starfsmenn Símans voru metnir inn í Iðnskólann í nám í símsmíði. Þá er svipað verkefni í gangi í Borgarholtsskóla, í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Mími símenntun og Fræðslumið- stöð málmiðnaðarins. Þar eru það ófaglærðir með reynslu sem eru metnir inn í vélvirkjun. Sumir hafa reynst eiga skamma leið í sveins- próf, en aðrir eiga lengra nám fyrir höndum. Ingibjörg segir að ófaglærðum hafi staðið fjölbreytt nám til boða á undanförnum árum, en það hafi verið undir hælinn lagt hvort það hafi verið metið til eininga í skóla- kerfinu. „Til að auðvelda slíkt mat höfum við tekið saman lýsingu á námskeiðum, hvaða kröfur eru gerðar og hvað er kennt. Þessi samantekt auðveldar skólastjórn- endum að taka ákvörðun um mat og fólk sem sækir námskeiðin get- ur betur áttað sig á því en áður hvort það fær námskeið metið til eininga. Ýmis námskeið, sem sér- sniðin eru að atvinnulífinu, falla ekki inn í námsskrá skólanna og því geta skólastjórnendur lent í vanda. Það er þó í sumum tilvikum hægt að leysa, til dæmis með því að meta slík námskeið til eininga í valáföngum skólanna. Og stundum er hægt að þreifa sig áfram. Ef vafi leikur t.d. á því að einhver hafi lok- ið grunnáfanga í ensku, þá getur hann tekið erfiðari áfanga og ef hann lýkur honum, þá koma jafn- framt inn einingarnar fyrir léttari áfangann. Hins vegar er algengara en hitt að fullorðið fólk, sem er að leita sér menntunar eftir mislangt hlé, gæti þess vel að reisa sér ekki hurðarás um öxl og taki fremur fleiri áfanga en færri. Það er lík- legra en hitt að gæta þurfi þess að þessi hópur sitji ekki áfanga sem hann kann.“ Ingibjörg segir að í hópi þeirra fjölmörgu sem ekki hafa fram- haldsskólanám að baki séu margir sem stríða við ýmiss konar náms- örðugleika, til dæmis lesblindu. „Það hefur hins vegar reynst vel að þjálfa fólk í nýjum námsaðferðum, bæði á vegum Mímis símenntunar í Reykjavík og símenntunarmið- stöðva á landsbyggðinni.“ Kunnátta metin til frama Önnur hlið á mati á raunfærni er að meta kunnáttu starfsmanna til framgangs í atvinnulífinu. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins fékk nýlega 30 milljóna króna Leon- ardo-styrk frá Evrópusambandinu, sem varið verður til þessa verk- efnis. „Starfsmenn njóta góðs af slíku, en ekki síður fyrirtækið sem þeir starfa hjá, því það getur nýtt starfsfólk sitt betur þegar þekking þess og færni hefur verið metin. Síðastliðið haust hófum við tveggja ára tilraunaverkefni með Lands- bankanum, Glitni, KB banka, Sam- bandi íslenskra bankamanna, VR og fleiri aðilum þar sem raunfærni bankastarfsmanna verður metin. Innan bankanna starfa margir ófaglærðir, en þeir hafa fengið mikla þjálfun í starfi. Staðan í ís- lensku bönkunum er reyndar nokk- uð sérstök miðað við nágranna- löndin, því þar er mun hærra hlutfall bankastarfsmanna háskóla- menntað. Við ætlum að búa til við- mið fyrir störf bankamanna, að evrópskri fyrirmynd. Samstarfs- lönd í verkefninu eru Bretland, Danmörk, Svíþjóð, Kýpur og Slóv- enía og fulltrúar landanna munu bera saman bækur sínar til að búa til matsaðferð. Í kjölfarið verður svo kannað hvernig niðurstöðurnar nýtast starfsmönnum og bönkunum og síðar viljum við reyna að yf- irfæra þessar aðferðir á raunfærni- mat í öðrum starfsgreinum.“ Ingibjörg segir að hér á landi sé nálægðin mikill kostur. „Fyrir utan bankana og stéttarfélög starfs- manna, þá kemur mennta- Þekking og reynsla metin Morgunblaðið/Eyþór Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnu- lífsins, segir að meta þurfi raunfærni þegar fólk hyggur á formlegt nám, því oft sé ekki réttlátt að fólk þurfi að byrja á byrjunarreit þegar það snýr aftur í skóla. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins vinnur að mati á óformlegu námi og raunfærni fólks á vinnumarkaði, til að auðvelda því að snúa aftur í formlegt nám. Ragnhildur Sverrisdóttir fræddist um þetta og önnur verkefni hjá Ingibjörgu E. Guðmundsdóttur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.