Morgunblaðið - 11.06.2006, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 11.06.2006, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 11 NÝLEGA útskrifuðust nemendur sem sótt hafa nám- skeiðið „Aftur í nám“. Það er ætlað fullorðnu fólki með les- raskanir og hófst í janúar sl. Nemendur voru 16 talsins og nutu þeir styrkja frá fræðslusjóðum sínum, en stærsta framlagið kom frá stjórnvöldum með samningi mennta- málaráðuneytisins við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, segir það fjárframlag mikinn feng fyrir bæði þátttakendur námskeiðsins og aðra lesblinda, sem eiga nú greiðari leið að úrræðum en áður. Morgunblaðið/Jim Smart „Aftur í nám“ málaráðuneytið að þessu verkefni, Starfsgreinaráðið og Mennta- skólinn í Kópavogi, sem hefur kennt fjármálagreinar. Við náum að virkja alla helstu hagsmunaaðila til samstarfs og allar boðleiðir eru stuttar.“ Aðspurð hvort ekki geti komið til togstreitu milli vinnuveitenda annars vegar og starfsmanna hins vegar, sem vilji t.d. endurskoða laun sín í samræmi við mat á raun- færni, segir Ingibjörg að á slíku geti vissulega örlað. „Hér á landi er ágætur samhljómur atvinnurek- enda og starfsmanna í þessum mál- um. Á Vesturlöndum horfast menn í augu við opnun vinnumarkaðar- ins. Vinnuveitendur eru meðvitaðir um að halda vel utan um mannauð sinn og nýta hann sem best. Starfsmenn horfa vissulega til launa, en líka til atvinnuöryggis og atvinnurekendur vilja gjarnan draga úr starfsmannaveltu og vita að ánægja starfsmanna er þar lyk- ilatriði. Í kjarabaráttu eru mennt- unar- og þjálfunarmál nú mjög áberandi. Sú áhersla kom berlega í ljós við stofnun Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, þar sem heildar- samtök atvinnulífsins sameinuðust, með fulltingi menntamálaráðu- neytisins. Slíkt samstarf þekkist ekki í öðrum löndum, þótt greina- bundið samstarf sé víða.“ Náms- og starfsráðgjöf á vinnumarkaði Auk þess að huga að mati á raunfærni vinnur Fræðslu- miðstöðin að þróun starfs- og námsráðgjafar á vinnumarkaði. „Raunin er oft sú, að fólk á vinnu- markaði leitar ekki í nám þótt það vilji gjarnan bæta við sig þekk- ingu,“ segir Ingibjörg. „Stundum skortir bara hvatningu, enda fjölg- ar tækifærum sífellt. Núna eru til starfsmenntasjóðir, sem geta létt fólki róðurinn og við getum farið á vinnustaði og beinlínis hvatt fólk til náms. Þar hefur þegar verið unnið tilraunaverkefni á vegum Starfs- afls, sem er starfsmenntunarsjóður verkafólks á Flóasvæðinu, Mímis símenntunar, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Eflingar stétt- arfélags. Verkefnið fólst í kynningarfundum og í framhaldinu var fólki boðið að koma í ein- staklingsviðtöl. Um 35% fund- armanna þáðu boðið, sem sýnir að ef tækifæri gefst hefur fólk áhuga á að sjá hvar það stendur.“ Við gerð kjarasamninga í nóv- ember sl. var sett á oddinn að gera átak í starfs- og námsráðgjöf um allt land, í kjölfar góðra viðbragða. „Við ætlum að halda þessu verk- efni áfram. Við verðum vör við að margir kjósa að byrja með ein- hvers konar starfsþjálfun eða í námi sem ekki lýkur með prófum og um 10% einstaklinga gátu þess að þeir ættu við námsörðugleika að stríða. Unga fólkið er óráðnara og kýs gjarnan að fá áhugasviðsgrein- ingu, en eldra fólkið veit fremur hvert það vill stefna og vill ráð um hvernig það nær takmarki sínu. Ég býst við að aðsókn að alls konar námskeiðum muni stóraukast í kjölfarið og að fólk muni svo enn frekar sækja í nám þegar við get- um boðið upp á raunfærnimat.“ Kennurum kennt Starf Fræðslumiðstöðvar at- vinnulífsins er enn fjölbreyttara en hér hefur verið talið. Má þar t.d. nefna námskeið fyrir kennara og uppfræðara, þar sem sérstaklega er farið yfir að hverju þarf að huga við fullorðinsfræðslu, sem kallar á aðra aðferðafræði en notuð er í al- menna skólakerfinu. Loks má svo nefna tilraunaverk- efni, sem Fræðslumiðstöðin aðstoð- aði við að koma á fót í Versl- unarskóla Íslands. Það er 3ja anna fagnám fyrir verslunarfólk, sem metið er til 51 einingar, eða nær helmings framhaldsskólanáms. Samtök verslunar og þjónustu, sem eru atvinnurekendasamtök grein- arinnar, og VR höfðu forystu um að koma þessu námi á. Fyrsti hóp- ur nemenda hefur þegar lokið námi og annar hópurinn hefur hafið nám, en námsskráin er í endur- skoðun með tilliti til fenginnar reynslu. Ingibjörg segir að atvinnurek- endur jafnt sem starfsmenn þeirra hafi tekið starfsemi Fræðslu- miðstöðvar atvinnulífsins mjög vel. „Ég er því bjartsýn á framhaldið og vona að við náum að nýta vel sérstöðu okkar, sem felst í nálægð- inni sem lítið þjóðfélag býður upp á, og þeirri einstöku samstöðu sem aðilar vinnumarkaðarins hafa sýnt með því að standa einhuga að baki Fræðslumiðstöðinni.“ til náms rsv@mbl.is ’Raunin er oft sú, að fólk á vinnu- markaði leitar ekki í nám þótt það vilji gjarnan bæta við sig þekkingu.‘ Á þessu námskeiði fékk ég sem trún-aðarmaður þjálfun í að aðstoða fólk semvill leita sér upplýsinga um námsleiðir eða starfsráðgjöf. Mitt hlutverk verður að benda fólki á þá fjölmörgu möguleika sem bjóðast og hvetja það áfram,“ segir Theódóra Theódórsdóttir, trún- aðarmaður Eflingar-stéttarfélags á elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund. Theódóra tók þátt í námi á síðasta ári fyrir trúnaðarmenn fræðslumála, sem hún kýs að kalla jafningjaráðgjöf. Starfsafl, Efling-stétt- arfélag og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins tóku þátt í þróun og tilraunarekstri námsins hér á landi, en það var þróað í samstarfi sérfræðinga frá 10 Evrópulöndum. „Trúnaðarmenn hjá Eflingu hafa verið virkir í að benda fólki á ýmsar náms- leiðir, en núna sjáum við fram á að koma þessu á fastara form,“ segir Theódóra. „Við hófum nám- skeiðið á að fara yfir hvaða námstækni myndi henta okkur sjálfum best, en námskeiðið var að mestu í fjarnámi. Hins vegar hittist hópurinn af og til, svo við gátum borið saman bækur okkar. Við lærðum í raun að verða eins konar leið- sögumenn í frumskógi námsframboðs. Á mínum vinnustað starfa margir ófaglærðir starfsmenn og ég finn mikinn áhuga meðal þeirra að afla sér frekari þekkingar. Margir kunna ýmislegt fyrir sér, en þurfa ráðgjöf um hvernig best sé að afla sér viðbótarþekkingar. Því miður hefur mannekla á vinnustaðnum komið í veg fyrir að ég hafi haft nægan tíma til að sinna þessu, en ég vona að það standi til bóta.“ Theódóra segir að áhugi starfsmanna á sí- menntun og fræðslu fari ekki eftir aldri. „Eldra fólk er ekki síður áhugasamt en það yngra. Ég hef orðið vör við að konur á aldrinum 40–50 ára sýna frekari námsmöguleikum töluverðan áhuga. Og mér finnst mikilvægt að námsframboðið sé sem fjölbreyttast. Starfsmaður, sem drífur sig til dæmis á námskeið í körfugerð, getur fengið sjálfstraust til að takast á við annað nám síðar. Hvatningin skiptir öllu máli.“ Ný námskeið fyrir trúnaðarmenn, sem byggja á reynslu Theódóru og samnemenda hennar, verða haldin hjá Félagsmálaskóla alþýðu. „Okkar nám var mjög vel skipulagt, en auðvitað þarf allt- af að sníða einhverja hnökra af að fenginni reynslu. Sjálf er ég ekki fullnuma, en ég á eftir að læra mikið af að koma náms- og starfsráðgjöf á laggirnar á vinnustaðnum. Ég vil helst geta sett upp skipulega námsráðgjöf, svo upplýsingar um nám séu aðgengilegar fyrir samstarfsfólk mitt. Og mér finnst að mat á raunfærni þurfi að koma meira inn í námsumhverfið, svo starfsfólk með mikla reynslu geti fengið réttindi án þess að þurfa að setjast á skólabekk með unglingum.“ Hvatningin skiptir öllu máli Morgunblaðið/Jim Smart Áhugi á símenntun og fræðslu fer ekki eftir aldri, segir Theódóra Theódórsdóttir. V erslunarfagnámið styrkti mig mikið, bæði sem ein-stakling og starfsmann,“ segir Davíð Fjölnir Ár-mannsson, aðstoðarverslunarstjóri hjá Byko við Hringbraut. „Róðurinn var oft erfiður, en árangurinn var mikill og ég sé alls ekki eftir því að hafa farið í þetta nám.“ Davíð var deildarstjóri hjá Byko þegar yfirmaður hans bauð honum að sækja þriggja anna verslunarfagnám. Það var kennt eftir námsskrá sem unnin var af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins fyrir Samtök verslunar og þjónustu og VR, í samvinnu við nokkur stór verslunarfyrirtæki. Kennslan fór fram í Verslunarskólanum. „Hver önn var 13 vikur. Í hverri viku vorum við tvo daga í skólanum, frá kl. 8–12, en svo leystum við ýmis verkefni á vinnustaðnum. Yfirmaður minn fylgdist með framvindu námsins og veitti umsögn um frammistöðu mína, líkt og kennararnir gerðu. Verkefnin voru sniðin að vinnustað hvers og eins, enda snýst námið ekki síður um að byggja upp vinnustaðinn en starfsmanninn sjálfan. Svo lærðum við líka að miðla þekkingu okkar áfram, til dæmis með stuttum fundum með vinnufélögunum.“ Í fyrsta hópi sem útskrifaðist voru 14 manns, en næsti hópur er nú að hefja námið. „Ekkert okkar var með stúd- entspróf og sum höfðu ekki sest á skólabekk í 25–30 ár. Það eru reyndar bara 10 ár frá því að ég var í grunnskóla svo þetta voru ekki eins mikil viðbrigði fyrir mig. En aðrir bjuggu auðvitað á móti að enn lengri starfsreynslu.“ Eftir að Davíð hóf námið fékk hann stöðuhækkun og varð vörustjóri hjá Byko og í febrúar sl. varð hann aðstoðarversl- unarstjóri. „Það er enginn vafi að námið spilaði þar inn í. Ég skil reksturinn betur eftir að hafa lært rekstrarfræði, hug- myndafræði verslunar og ýmislegt sem lýtur að við- skiptavinunum og vinnustaðnum. Allir sem sóttu nám- skeiðið eru sammála um að þeir hafi lært mest um sjálfa sig og getu sína. Við fengum aukið sjálfstraust og erum þess vegna betri starfsmenn. Núna get ég líka stutt við bakið á öðrum sem vilja fara í þetta nám.“ Verslunarfagnámið styrkti mig sem einstakling og starfsmann Morgunblaðið/Eyþór „Róðurinn var oft erfiður, en árangurinn var mikill,“ segir Davíð Fjölnir Ármannsson um verslunarfagnámið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.