Morgunblaðið - 11.06.2006, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Við þurfum að breyta við-horfi okkar til geð-sjúkra og bataferlisþeirra. Okkur hættir tilað líta á geðsjúkdóma
eingöngu sem læknisfræðileg vanda-
mál, sem leysa megi með lyfjum. En
geðsjúkir einstaklingar eru mann-
eskjur, ekki bara samansafn sjúk-
dómseinkenna og við megum aldrei
missa sjónar á því að hægt er að ná
bata, sama hversu vonlaust það get-
ur litið út í upphafi. Við verðum bara
að gæta þess að skilja batann ekki
eingöngu á einn hátt. Hann getur
verið mismunandi frá einum ein-
staklingi til annars.“
Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi er
forstöðumaður miðstöðvar innan
heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins:
Geðheilsa-eftirfylgd/iðjuþjálfun í
Bolholti 4. Hún sat nýlega ráðstefnu
í Kaupmannahöfn, þar sem kynntar
voru niðurstöður viðamikillar rann-
sóknar á viðhorfum geðsjúkra og að-
standenda þeirra til þess hvað hindri
og hvað efli batahorfur geðsjúkra.
Rannsóknin var unnin af tveimur
dönskum landssamtökum, annars
vegar samtökum aðstandenda geð-
sjúkra og hins vegar samtökum nú-
verandi og fyrrverandi notenda geð-
heilbrigðiskerfisins, í samstarfi við
rannsóknarfólk. Í kjölfarið lögðu
samtökin fram tillögur til danskra
heilbrigðisyfirvalda um úrbætur.
Auður segir að meginiðurstaða
Dananna sé sú, að bata megi ekki
aðeins skilja á einn veg. „Okkur
hættir til að líta á geðsjúkdóma ein-
göngu sem efnafræðilegar breyt-
ingar í heila og beitum lyfjum til að
halda þeim í skefjum. Þetta viðhorf
er gott og blessað svo langt sem það
nær, en það er allt of takmarkað. Við
verðum að líta til samfélagsins alls,
hver einstaklingurinn er og hver
bakgrunnur hans er. Við erum öll
ólík og geðræn vandamál geta stafað
af ýmsum ástæðum, t.d. áföllum,
missi og erfiðum aðstæðum. Ef við
tökumst á við þá orsakavalda sem
viðkomandi einstaklingur og að-
standendur hans telja mikilvægasta,
þá eru batalíkurnar miklu betri.“
Vonin ríki frá byrjun
Auður segir að í rannsókn Dan-
anna hafi komið fram að mikilvæg-
ast sé að missa aldrei sjónar á að það
sé mögulegt að ná bata. „Ef fólk er
haldið einhverjum öðrum sjúkdóm-
um, þá er oftast gengið út frá því frá
upphafi að bati náist. Þar með er
vonin ríkjandi frá byrjun. Okkur
hættir hins vegar til að líta aðeins á
einkenni geðsjúkdóma og miðum
viðbrögð okkar við þau, í stað þess
að ráðast að rót vandans. Lyfin geta
nýst vel, en önnur þjónusta sem get-
ur verið farsælli er oft óaðgengileg.
Þess vegna er brýnt að þjónustan sé
fjölbreytt og sérsniðin að hverjum
og einum og að ekki sé beðið þar til
vandinn er orðinn svo slæmur að
leita þurfi til bráðaþjónustu.“
Aðspurð hvort slík einstaklings-
miðuð nálgun myndi ekki þýða mik-
inn kostnaðarauka segir Auður að
svo þurfi ekki að vera. „Við þurfum
hins vegar að breyta viðhorfum okk-
ar til meðferðar geðsjúkra og end-
urmennta heilbrigðisstarfsfólk. Ef
batahorfurnar aukast við breytta
nálgun, þá verður kostnaðurinn ekki
meiri. Við getum komið í veg fyrir að
vandinn verði að bráðavanda á ýms-
an hátt, t.d. með forvörnum og auk-
inni þjónustu úti í samfélaginu. En
það þýðir að forgangsraða þarf fjár-
magni á annan hátt en nú er gert.
Því miður hefur önnur þjónusta en
stofnanaþjónusta oft verið neðarlega
á listanum yfir fjárveitingar. En ég
hef fulla trú á að þetta sé að breyt-
ast, við þurfum bara að halda okkur
við efnið.“
Auður segir að eitt af því sem gera
þurfi sé að vinna með tengslanet
geðsjúkra, hafa ættingja og vini með
í ráðum frá upphafi svo þeir skilji
vandann betur, geti komið með til-
lögur að úrlausnum og fái jafnframt
fræðslu og stuðning. „Allir, sem
tengjast geðsjúkum, verða að vera
meðvitaðir um þá leið sem farin er til
bata. Það má alls ekki taka drauma
og vonir frá fólki, heldur þarf þvert á
móti að skapa batahvetjandi um-
hverfi, þar sem aðaláherslan er ein-
mitt á drauma og vonir einstaklings-
ins. Við verðum alltaf að halda
voninni lifandi. Bati verður þegar
viðkomandi einstaklingur ræður við
að taka ákvarðanir og þegar hann
ræður við erfiðar aðstæður án þess
að veikjast á ný, hefur hlutverk og
er í gagnvirku samspili við umhverf-
ið og samferðafólk sitt, tengslanetið
er virkt og aðalstuðningur kemur frá
öðrum en heilbrigðiskerfinu.“
Ákveðin tregða lækna
Auður segir að niðurstaða dönsku
rannsóknarinnar hafi staðfest þá
nálgun sem unnið sé eftir hjá mið-
stöðinni í Bolholti sem hún veitir for-
stöðu. „Við höfum alltaf lagt áherslu
á að virkja tengslanet og efla hlut-
verk geðsjúkra í eigin bataferli. Það
er hins vegar ekki nóg að vinna sam-
kvæmt þessu á afmörkuðu sviði,
heldur þarf heilbrigðiskerfið allt að
verða meðvitaðra um leið geðsjúkra
til bata. “
Auður segir að hún finni fyrir
ákveðinni tregðu hjá þeim, sem
beita læknisfræðilegri nálgun gegn
geðsjúkum, til að breyta viðhorfi
sínu og vinnulagi. „Við viljum líta
meira til manneskjunnar, en ekki
einblína bara á læknisfræðina. Kerf-
ið er hins vegar enn dálítið fast í for-
ræðishyggju. Það gengur út frá að
sjúklingur sé lagður inn til lækn-
isfræðilegrar meðferðar og það sé
eina leiðin sem virki.“
Á ákveðnum stöðum í Finnlandi
hefur verið farin önnur leið sem
reynist vel. Auður segir að sú leið
byggist á því að teymi sé að störfum
úti í samfélaginu, sem sé kallað til
um leið og einstaklingur veikist.
„Þetta teymi kallar saman tengsla-
net sjúklingsins innan 24 tíma og
brýtur til mergjar ástæður þess að
hann veiktist. Urðu einhverjar
skyndilegar breytingar á högum
hans? Varð hann fyrir áfalli? Svörin
er reynt að finna með því að nálgast
sjúklinginn og tengslanet hans á
heimavelli. Unnið er með tengsl-
anetinu til að skilja undanfara og
farið í gegnum hvaða tillögur að-
standendurnir og vinir hafa til skýr-
inga og úrbóta. Stuðlað er að fram-
tíðarmarkmiðum í sameiningu, þar
sem viðhorf allra eru tekin til greina.
Fólk veikist ekki af engu. Finnar
trúa því að með því að færa aðstoð-
ina til sjúklinganna, í stað þess að
leggja þá alltaf inn, sé í mörgum til-
vikum hægt að kæfa vandann í fæð-
ingu. Hérna á Miðstöðinni í Bolholti
færum við þjónustuna til fólksins og
erum ekki föst við skrifborðin okkar.
Við förum á heimili, vinnustaði eða í
skóla, ef svo ber undir, og störfum
með einstaklingum og aðstand-
endum þeirra á vettvangi við að
leysa þær hindranir sem upp koma.“
Sveigjanlegra örorkumat
Auður vísar oft til þess að geð-
sjúkir og aðstandendur þeirra megi
aldrei missa vonina um bata. „Oft
getur verið erfitt að finna réttu að-
stoðina, sem leiðir til bata. Þar eru
ýmis ljón í veginum. Mér finnst til
dæmis einsýnt að hafa verði ör-
orkumat sveigjanlegra en nú er. Ef
geðsjúkur einstaklingur fær þau
skilaboð að hann verði öryrki til 67
ára aldurs, þá hlýtur það að vinna
mjög gegn trú hans á eigin áhrifa-
mátt og batahorfur. Mér finnst eðli-
legt að örorkumatið geti breyst, sé
kannski 100% þegar illa gengur, en
lækki svo þegar sjúklingurinn er á
batavegi og veiti þannig möguleika
til aukinnar atvinnuþátttöku.“
Meðferð geðsjúkra verður að vera
á jafnréttisgrundvelli, að sögn Auð-
ar. „Til þess að svo megi verða er
mikilvægt að nálgun fagfólks sé
þannig að það trúi á að viðkomandi
nái sér, geti tekið eigin ákvarðanir
og að tengslanet sjúklingsins taki
þátt frá upphafi. Það skiptir ætt-
ingja og vini miklu máli að fá fræðslu
og ráðgjöf um hvernig þeir geta
stutt við sjúklinginn. Um leið þarf að
skapa meiri sveigjanleika í kerfinu,
svo geðsjúkir og aðstandendur
þeirra geti leitað til þeirra fagaðila
sem þeir vilja og geti skipt um bata-
leið, bjóði þeim svo við að horfa.“
Stofnanavæðing á undanhaldi
Auður kveðst vera bjartsýn á að
viðhorf til meðferðar geðsjúkra
breytist ört á næstu árum, enda sjá-
ist þess þegar merki. „Fólk er að
verða sífellt meðvitaðra um að það
getur gert kröfu um að vera með í
ráðum þegar það þarf að leita til
heilbrigðiskerfisins. Stofnanavæð-
ingin og sérfræðiveldið er á und-
anhaldi, þótt enn sé langt í land.
Heilsugæslan er hins vegar nærtæk
og þar er hægt að tryggja ákveðna
eftirfylgni og fyrirbyggjandi starf.
Við eigum að þora að taka rækilega
til í kerfinu, henda því sem ekki virk-
ar, en halda hinu.“
Starfsemi miðstöðvarinnar Geð-
heilsa-eftirfylgd/iðjuþjálfun í Bol-
holti 4 hefur vaxið ört. „Notendur
geðheilbrigðiskerfisins og aðstand-
endur þeirra nýta sér þjónustu okk-
ar, en núna starfa hér tveir iðjuþjálf-
arar og einn sálfræðingur. Starfið
byggist á eftirfylgd út í samfélagið, á
forsendum hvers einstaklings. Við
nýtum okkur alltaf reynslu fólks af
geðheilbrigðiskerfinu, hvað hafi
virkað og hvað ekki og það er haft
með í ráðum í allri ákvarðanatöku.
Samvinna fagfólks og notenda heil-
brigðiskerfisins er rauði þráðurinn í
starfi okkar og nálgun valdeflingar
notuð. Þjónustan er þróuð út frá not-
endarannsóknum á því hvað geð-
sjúkum finnst skipta máli í bataferli
og markmiðin endurskoðuð í sí-
fellu.“
Einn liður í baráttu Auðar og
samstarfsfólks hennar í Hugarafli,
sem er starfshópur geðsjúkra í bata,
til að breyta viðhorfum gagnvart
meðferð geðsjúkra er ráðstefna, sem
haldin verður hér á landi dagana 24.
og 25. ágúst nk. „Ráðstefnan fjallar
um bataferli og valdeflingu geð-
sjúkra og við hvetjum aðstandendur,
notendur og fagfólk til að fjölmenna
og nýta sér þetta einstaka tækifæri
til innblásturs í sköpun nýrra tíma í
samfélaginu og til að skilja hvað
felst í valdeflingu. Aðalfyrirlesari
verður Judi Chamberlin frá Nation-
al Empowerment Center í Boston og
hún stýrir einnig vinnusmiðjum.
Judi er fyrrverandi notandi og bar-
áttukona, sem hefur undanfarna
þrjá áratugi breytt viðhorfum
manna til geðsjúkra og stuðlað að
annarri nálgun, þ.e. valdeflingu í
meðferð geðsjúkra. Við viljum nota
þessa ráðstefnu til að fylgja eftir
þeirri umræðu sem þegar er hafin
um batahvetjandi umhverfi og þjón-
ustu,“ segir Auður Axelsdóttir.
Hendum því sem ekki
virkar, en höldum hinu
Þótt stofnanavæðing og
sérfræðiveldi í málefnum
geðsjúkra sé á undanhaldi
er enn langt í land, að sögn
Auðar Axelsdóttur. Hún
sagði Ragnhildi Sverris-
dóttur að mikilvægast væri
að missa aldrei sjónar á að
geðsjúkir gætu náð bata.
Morgunblaðið/Golli
Ef tekist er á við þá orsakavalda sem viðkomandi einstaklingur og aðstandendur hans telja mikilvægasta, þá eru bata-
líkur geðsjúkra miklu betri, segir Auður Axelsdóttir, forstöðumaður miðstöðvarinnar Geðheilsa — eftirfylgd/iðjuþjálfun.
rsv@mbl.is
Hæð 750mm
Með eða án toppljóss
Allt að 6 tenglar pr. stólpa
Öryggi fyrir hvern tengil
Lekaliðar fyrir hverja 2 tengla
Val um tengla tengda sjálfsala
Val um efni:
Foamex® í helstu RAL litum.
Heithúðað stál.
Ryðfrítt slípað
Ryðfrítt burstað
Ljósa- og tenglastólpar
fyrir þjónustusvæði
Króli ehf, Strandvegur 2, 210 Garðabæ.
S: 565 6315 – 660 9503 – www.kroli.is