Morgunblaðið - 11.06.2006, Side 34

Morgunblaðið - 11.06.2006, Side 34
34 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ á morgun Veiðimenn eru farnir að kasta í þær laxveiðiár sem fyrstar voru opnaðar, Norðurá og Blöndu, og á næstu vik- um hefst veiði í öðrum ám. Langri bið eftir nýju laxasumri, í kjölfar met- veiðinnar í fyrra, er að ljúka. Á dimmum vetrarkvöldum dunda sífellt fleiri veiðimenn sér við að hnýta veiðiflugur; endalaust er hægt að velta fyrir sér stærðum, lögun og efni og reyna að svara spurningunni hvað fiskurinn taki. Veiðiverslanir bjóða upp á fjöl- breytilegt úrval flugna. Sumir láta hnýta fyrir sig erlendis, eftir íslensk- um uppskriftum, aðrir hnýta hér heima. Og fjölbreytnin er mikil. Þótt Frances-flugurnar og Snældur séu líklega mest notaðar, þá skipta teg- undirnar hundruðum, þekktar sem óþekktar, og eru hnýttar í margskon- ar útgáfum. Flestir veiðikaupmenn bjóða upp á vinsælustu laxaflugurn- ar, en sumir kynna jafnframt nýjung- ar í sumar og vonast til að þar sé um flugur að ræða sem laxinn falli fyrir. Flugur eftir Kristján Gíslason Stefán Kristjánsson rekur net- verslunina krafla.is, sem eingöngu selur flugur hannaðar af föður Stef- áns, Kristjáni Gíslasyni heitnum. Flugur Kristjáns voru áður fyrr með vinsælustu flugum í íslenskum lax- veiðiám, en hafa margar verið ófáan- legar hin síðari ár. „Flugurnar hans pabba höfðu ekk- ert fengist í búðum í sex, sjö ár. Við vildum halda nafni hans á lofti, vild- um alls ekki að þessar flugur myndu gleymast og stofnuðum því þennan vef,“ segir Stefán. „Þetta hefur síðan undið upp á sig og framboðið er alltaf að aukast hjá okkur.“ Stefán sýnir blaðamanni inn í fulla skápa af flugum. „Pabbi hannaði hátt í hundrað flugur í gegnum tíðina. Stefnan er að geta í framtíðinni boðið þær allar til sölu og við erum því stöð- ugt að bæta í úrvalið hjá okkur. Við látum hnýta allt beint eftir forskrift frá honum og erum mjög nákvæm á öll smáatriði.“ Stefán sýnir Grýlu- túbu og þríkrækjuna sem fylgir. „Grýlutúbunum, Ólsen-ólsen og Skröggi fylgja þríkrækjur sem búið er að hnýta skott á,“ segir Stefán. „Við höfum þó bætt við stærðum og gert nokkrar nýjar útfærslur.“ Hann bendir á Kröflutúbur með keiluhaus- um. „Þetta er nýtt hjá okkur í sumar. Hingað til hafa Kröflurnar bara verið til í fluguformi og sem þyngdar túbur. Núna bættum við þessum keilutúp- um við auk þess sem Kraflan fæst nú allt niður í stærð 18 í þríkrækjum.“ Kristján hannaði einnig margar lúrur, sem eru nokkurs konar for- mæður túpanna sem eru nú afar vin- sælar í laxveiði. „Margar af elstu flugum pabba, Eldrössu, Lepp og fleiri sem voru upphaflega lúrur, er- um við að fá sem þríkrækjur í sumar. Það væri spennandi að geta boðið upp á lúrurnar aftur og við stefnum á það í framtíðinni.“ Aðspurður hverjar séu mest keyptu flugurnar segir Stefán það vera Kröflurnar í rauðu, svörtu og appelsínugulu, auk Iðu. „Við erum búin að hafa opið í eitt ár, höfum fengið frábærar viðtökur og selt mikið af flugum. Það besta er að við höfum ekki fengið eina einustu kvörtun enda teljum við að þetta séu sterkustu flugurnar á markaðnum, bæði byggingarlega og veiðilega!“ segir Stefán stoltur á svip. Leynivopn leiðsögumannsins Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu segist bjóða upp á allt það algengasta í flugunum, eins og Frances, Snældur og Collie Dog. „Sunray Shadow hefur verið á markaðinum álíka lengi og Snældur en notuð af færri veiðimönn- um þar til fyrir svona þremur árum, þá varð sprenging í notkun á Sunray. Oftast hefur hún verið veidd í yfir- borðinu, verið látin reka með straumnum eða strippuð. Í fyrra fékk ég síðan laxa við Glitstaðabrú í Norð- urá á Sunray á sökktaumi. Þessi fluga hefur verið á markaði með keilu og nú bjóðum við líka upp á hana þannig, ef menn vilja ná henni niður, til dæmis ef vatnið er kalt.“ STANGVEIÐI | NÝJUNGAR Í LAXAFLUGUM Nú má laxinn vara sig Eftir Einar Fal Ingólfsson og Kjartan Þorbjörnsson Fjórar Kröflur frá krafla.is. Hnýttar sem keilutúbur; appelsínugul, svört, gul og rauð. Neðst er Grýla í túpuútgáfu, með blátt skott á þríkrækjunni. Morgunblaðið/Golli Nýtt í Veiðihorninu. Efst er Sunray Shado með keiluhaus og eftir sólarganginum kemur næst Scierra Bullet, þá Black Boar, sólgul Frances-túba, Potbelly Pig fjólublá og loks Potbelly Pig gyllt. Nýjungar úr smiðju frances.is. Efst er Black Eyed Prawn og þá, eftir sólargangi: Tveir bomberar, Snælda og Frances, þá þrjár útgáfur af RT, tvær keilutúpur og ein „longtail“. Loks er Snælda „Olís“. Örsmáar en vandaðar úr smiðju Kristjáns Gíslasonar. Appelsínugul Krafla nr. 18 og Gríma blá nr. 16. Allt um íþróttir helgarinnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.