Morgunblaðið - 11.06.2006, Side 35

Morgunblaðið - 11.06.2006, Side 35
Black Boar er fluga sem Ólafur er spenntur að sjá hvernig reynist í sumar. „Hún hefur verið mikið notuð í Rússlandi, Noregi og Skotlandi. Í vetur fékk ég nokkur eintök til að sýna vönum veiðimönnum og fékk mjög sterk viðbrögð.“ Honum kæmi ekki á óvart að þessi fluga yrði sterk þegar líður á sumarið. Koma þar til litasamsetningin og sérstök, stíf villisvínahárin í stélinu. „Potbelly Pig er frekar nýleg fluga en orðin þekkt víða erlendis. Ég veit að hún hefur verið notuð af leiðsögu- manni í einni á fyrir norðan, ef allt annað er að bregðast. Þegar hann sá hana hjá mér hótaði hann að hætta að versla hér ef ég færi að selja þessa túpu; ég væri að taka leynivopnið af honum!“ Ólafur byrjaði að nota kóngabláa Frances fyrir fjórum árum og eftir að hafa veitt vel á fluguna hóf hann að selja hana. „Hún hefur reynst frá- bærlega vel og er ákjósanlegur val- kostur ef laxinn kemur ekki eftir rauðri eða svartri Frances. Ef hann er tregur til að taka svarta er það mín reynsla að blá Frances getur komið honum af stað. Þennan lit í Frances erum við nú í fyrsta sinn með í hálfrar tommu túpu. Einnig í sólgulu, sem getur virkað vel í lituðu vatni.“ Að lokum dregur Ólafur upp stutt- ar þyngdar túpur sem voru að berast til landsins. „Þetta eru svokallaðar Scierra Bullets. Þær eru til í nokkr- um litasamsetningum og eru mikið notaðar í vatnsmiklum ám í Rúss- landi og Noregi. Það verður spenn- andi að prófa þær hér. Scierra Bul- lets koma líka í tvíkrækjum, bara í stærðum fjögur og sex, og koma þá í stað túpu og eru gjarnan veiddar á sökktaum.“ Frances í bomber-útfærslu Dr. Jónas Jónasson rekur hina vin- sælu vefverslun frances.is. Frances- flugurnar eru þar áberandi en fjöl- breytnin er mikil í versluninni, boðið er upp á laxaflugur í ólíkum stærðum og sem mismunandi túpur. Jónas kynnir reglulega nýjungar á vefnum og að þessu sinni eru það hinar klass- ísku Frances og Snældur í „bomber“- útfærslum. Bomber er í raun stór þurrfluga úr tilklipptum hárum, en erlendis hefur um langt skeið tíðkast að veiða lax á slíkar flugur. „Ákveðnar flugur ganga oft betur en aðrar á Íslandi og þar er Frances alveg ótrúleg,“ sagði Jónas. „Hér á landi hafa menn verið lítið í þurr- fluguveiði á laxi en mikið í Rússlandi og Skotlandi, þó sérstaklega í Kan- ada. Mig langaði að sjá hvernig svona bomber-flugur gengju hér, nokkrir veiðimenn prófuðu þetta í fyrra og gekk ágætlega. Eitt er að þetta eru flugur á ein- krækjum, sem er jákvætt þegar „veiða og sleppa“ færist sífellt í vöxt. Svo er hægt að veiða á þessar flugur á margvíslegan hátt. Fljótandi eins og aðrar þurrflugur, það er hægt að hitsa þær og strippa, og loks veiða sumir á bombera með sökktaum. Þá fer flugan í kaf en lyftist aftur upp þegar réttist úr línunni; þá tekur lax- inn oft.“ Önnur nýjung hjá Jónasi er fluga sem hann kallar RT. Hún fæst í nokkrum útfærslum, þar á meðal sem keilutúpa og „longtail“. „Ég bjó hana til fyrir veiðiklúbb fé- laga í Roundtable-klúbbnum. Í merki þeirra er svart og silfur, ég notaði það líka í fluguna. Það er gaman að segja frá því að þeir voru með keppni í veiðiklúbbnum, um hver veiddi fyrsta laxinn, hver væri með flesta laxa á vakt og flesta í hollinu. RT kom mjög vel út úr því. Ég fékk síðan leyfi hjá félögunum til að selja fluguna á vefn- um.“ Jónas talar um hvað flugur með keiluhausum hafi verið gríðarsterkar á síðustu árum. „Það er sífellt verið að fækka stöðum þar sem maðkur er leyfður og þá þarf að koma flugum niður þar sem eru straumur og foss- ar, þá eru keilutúpur ákjósanlegar. Þegar ég var í leiðsögn í gamla daga veiddi ég mikið með hagl á taumnum til að koma flugunum niður að fiskinum. Þegar keilurnar komu á markað var þessi þynging komin á fluguna sjálfa.“ Meðal annarra nýjunga bendir Jónas á Snældu í grænu og gulu og segist vita um menn sem veiddu varla á annað í fyrra, og BEP, eða Black Eyed Prawn, túpu sem er leynivopn hjá tilteknum laxveiðimönnum. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 35 Taktu þátt í HM leik KIA og þú átt möguleika á frábærri ferð fyrir tvo á úrslitaleik HM í sumar. Allir sem kaupa KIA bíl hjá KIA umboðinu til 15. júní eiga möguleika á þessari frábæru ferð. KIA umboðið er eini viðurkenndi sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. 3 ára ábyrgð. KIA umboðið á Ís landi er í e igu Heklu hf . Laugavegi 172 • Reykjavík • s ími 590 5700 26.890 kr. á mánuði* H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 4 0 5 3 Öflugur sportjeppi KIA Sportage er sigurvegari í sínum flokki, samkvæmt nýrri gæðakönnun hins virta alþjóðlega rannsóknarfyrirtækis JD Power. Könnunin náði til 115 þúsund bíleigenda í Bandaríkjunum. KIA Sportage dísil 140 hestöfl 2.790.000 kr. *M.v. 30% útborgun og 84 mán. bílasamning hjá SP fjármögnun með blandaðri myntkörfu. KIA Sportage er með nýrri og byltingakenndri 2ja lítra dísilvél sem skilar 140 hestöflum. Vélin er einstaklega umhverfisvæn, hljóðlát og eyðslugrönn. FRÉTTIR ÞRÍR tannsmiðir útskrif- uðust frá Tannsmiðaskóla Íslands 26. maí sl. Þeir eru frá vinstri. Ásta Hall- grímsdóttir, Birta Rós Sig- urjónsdóttir og Ingveldur Gyða Gísladóttir. Ásta heldur á dóttur sinni Júlíönu. Með þeim á myndinni er Sigurgeir Steingrímsson, forstöðumaður skólans. Tann- smiðir útskrifast

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.