Morgunblaðið - 11.06.2006, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 11.06.2006, Qupperneq 37
hann. Yfirhöfuð segist hann ekki hafa fundið fyrir neinum fordómum hér á landi. „Það er samt alltaf dálítið athygl- isvert að heyra viðbrögðin þegar við segjumst vera frá Afganistan,“ seg- ir hann og bendir á meðleigjanda sinn. „Fólk spyr alltaf: Og hvar er þá Osama bin Laden?! Við segjum náttúrlega bara að hann sé heima hjá okkur í Kópavoginum … Skrýt- in spurning …“ Félagarnir hlæja og bæta við að þótt Osama bin Laden hafi verið í felum í Afganistan sé hann ekki þaðan heldur frá Saudi-Arabíu. Osama sé arabi en það séu Afganar ekki. Epli og kalasnakov Foreldrar Masood eiga land í Jalalabad og rækta hveiti, baunir, lauk, kartöflur og annað. Fyrir stríðstímana fluttu þeir auk þess epli til Pakistans. Masood segir fjöl- skylduna hafa átt gott líf. Þegar sovéskur her réðst inn í Afganistan var hann fjögurra ára. „Það er skrýtið hvernig krakkar sem alast upp við átök venjast þeim. Þetta varð bara einhvern veg- inn eðlilegt fyrir okkur. Þótt það sé stríð heldur lífið áfram og verður að halda áfram,“ segir hann. Þegar hann kom til Íslands 25 ára að aldri hafði hann svo lengi sem hann mundi búið við ótryggt ástand. Ég spyr Masood hverjar séu elstu æskuminningar hans. Hann hugsar sig um. „Ég man eftir atviki þar sem allir fullorðnir karlmenn á heimilinu flúðu og konurnar voru eftir heima og börnin með þeim. Af þakinu á húsinu okkar sáum við hermennina koma. Þeir voru að leita að fullorðnum karlmönnum. Inni hjá okkur var stór fatakassi og ég man eftir sovéskum hermanni sem opnaði kassann með hníf sem hann var með inni í Kalasnakov- riffli. Hann var voða alvarlegur en það eina sem hann fann var epli sem sett hafði verið þangað úr garðinum okkar til að fá góða lykt! Ég var bara lítill og hljóp að kass- anum og tók eplið,“ segir hann og hlær. Hann lýsir því hvernig her- mönnunum varð við og hvernig hann fylgdist síðan forvitinn með þeim fara á milli húsanna í kring. „Smákrakkar skilja náttúrlega ekk- ert hvað er að gerast,“ segir hann. 170 sprengjur í kringum sjö hús Masood rifjar upp fleiri minn- ingar. Faðir hans tók hann með sér á flótta upp í fjöllin. „Pabbi kenndi mér hvað ætti að gera, beygja mig niður, þegar sprengjur féllu og svo framvegis. Ætli ég hafi ekki verið svona fimm ára gamall,“ segir hann. Úr hægindastólnum við gluggann heyrist sagt: „Fjöllin í Afganistan gera stríðsrekstur mjög erfiðan. Ég man eftir því einu sinni að ég kom á svæði þar sem voru eitthvað um 7 hús. Í kringum þau voru 170 sprengjur. Menn urðu að vera vissir um að hafa eyðilagt allt.“ Masood ranghvolfir í sér aug- unum. „Já, þeir komu kannski með 50 flugvélar yfir 50 manna þorp!“ – Áttuð þið von á að í Afganistan yrði stríðsástand svona lengi? „Nei, nei, það átti enginn von á því. Til að byrja með settu menn ekki einu sinni hurðir í dyrnar á nýjum húsum, því þeir sögðu að þeir ætluðu ekki að splæsa í þær fyrr en kominn væri friður.“ Eitt af því sem fólk gerði í Afgan- istan til að koma í veg fyrir að óvin- veittir herir næðu því, var að sögn Masood að grafa felugöng. „Sums staðar byrjuðu göngin kannski inni í fataskáp og fóru síðan á milli fjög- urra eða fimm húsa og jafnvel á milli heilu þorpanna. Þegar menn sáu að herinn var á leiðinni til að ná í unga karlmenn stukku þeir inn í göngin.“ Og var Masood sjálfur þá með svona göng? Auðvitað. Hann fer að hlæja. – En varstu einhvern tímann í her? „Nei, nei, þess vegna minntist ég nú á göngin og moksturinn,“ svarar hann og flissar. „Ég vildi ekki vera tekinn í her.“ Félagi hans skellir upp úr. „Ef þú ferð í herinn deyrðu á fyrsta degi.“ – Þið hljótið að hafa séð margt sem þið eigið erfitt með að gleyma. „Ha, já, auðvitað. Látið fólk, slas- að fólk. Ef þú ert í 25 ár á svæði þar sem meira og minna er stríð þá sérðu þetta auðvitað. Þú sérð margt,“ segir Masood og verður al- varlegur eitt andartak. Síðan hrekkur hann upp og útskýrir að þegar safnað hafi verið í herina hafi verið farið á milli húsa, leitað að ungum karlmönnum og þeir látnir sýna skilríki til að sanna aldur sinn. „En á Íslandi? Þar fer maður á diskó og er beðinn um skilríki! 18 ára og tvítugir krakkar sýna skilrík- in voða glaðir. Aðeins öðruvísi en í Afganistan…“ Síðan hlær hann. Enska frá hægri til vinstri … Skólaganga Masood var slitrótt vegna viðvarandi átaka. Hann lauk þó öllum tólf skólabekkjunum. „Maður fór í skólann kannski í einn eða tvo daga. Svo þurfti að vera heima smástund því þá var ekki öruggt að fara út. Síðan var ef til vill friður í viku og þá var aftur hægt að fara í skólann. Annars var maður alltaf á einhverju flakki á milli staða, á flótta á milli ættingja og ég hef ekki hugmynd um í hversu marga skóla ég fór! En ég elskaði að læra og var til dæmis mjög áhugasamur um að læra ensku,“ segir hann og bætir við að hann hafi æft sig af fullu kappi að skrifa ensku með stuðningi kennslu- bókar sem pabbi hans gaf honum. „Þar var hins vegar ekkert tekið fram um í hvaða átt enska er skrif- uð. Pastú er skrifað frá hægri til vinstri, öfugt við íslensku, og ég skrifaði enskuna auðvitað bara þannig. Þetta voru voðalega fín bréf hjá mér skrifuð í ranga átt og svo gleymdi ég víst líka að gera bil á milli orða!“ Masood langar að fara í háskóla en segist fyrst þurfa að ljúka ákveðnum námskeiðum í Iðnskól- anum. Sökum mikillar vinnu hefur hann ekki enn haft tíma til þess. „Í Afganistan hafði ég tíma til að vera í skóla en þar vantaði aðbúnaðinn. Hérna er aðbúnaðurinn til staðar en núna hef ég ekki tíma. Svona er líf- ið …“ Afhöggnar hendur í Kabúl Meðleigjandi Masood mundar sjónvarpsfjarstýringuna og skiptir um stöð. Á borðinu liggur stílabók þar sem orð standa skrifuð á pastú. Þetta er þýðing úr íslensku. Íslend- ingur sem horfir á stafina sér ein- ungis óskiljanleg tákn – fallega dregið mynstur. Hvað væri hann sjálfur lengi að læra að skrifa og tala þetta tungumál? „Stríð gerir fólk þunglynt. Fólk í Evrópu er líka þunglynt en þung- lyndi þess er annars konar,“ segir félaginn þegar Masood skýst inn í eldhús eftir meiri hressingu. „Veðr- ið er kannski vont eða sambandið við fjölskylduna ekki gott eða fólk er alltaf eitt og er þess vegna þung- lynt. En þar sem eru stríð er vanlíð- anin tengd átökum og óöryggi. Á Íslandi er að minnsta kosti öryggi. Og ef þú missir vinnuna geturðu fengið nýja,“ bætir hann við. Hann útskýrir að þegar stríð hafi geysað lengi vilji fólk einfaldlega eitthvað nýtt og minnist í framhald- inu á talibanahreyfinguna. Talib- anar byrjuðu sem lítill hópur náms- manna sem var meðal annars studdur af Bandaríkjunum og Pak- istan. „Menn urðu vonsviknir þegar borgarstyrjöldin hófst eftir að Sov- étríkin voru loks farin. Síðan þegar talibanar komu fram var fólk orðið þreytt á stríði, þreytt á atvinnuleysi og matarskorti. Fólk var vonsvikið og studdi þá,“ segir hann. „En síðan byrjuðu þeir að gera hluti sem eru ekki í okkar menningu og trú,“ heldur Masood áfram. „Það er til dæmis ekkert sem segir að karl- menn þurfi að vera með sítt skegg en samt kröfðust þeir þess. Það segir heldur ekkert um að konur þurfi nauðsynlega að vera í búrku. Samkvæmt islam eiga líka bæði karlar og konur að mennta sig en talibanar bönnuðu stúlkum að fara í skóla. Þeir báru enga virðingu fyrir fólki,“ segir hann og bætir við að hendur hafi verið höggnar af þeim sem hafi verið staðnir að því að stela. „Ég spilaði blak og fór einu sinni til Kabúl að keppa. Hvað heldurðu að ég hafi séð þar nema fimm hend- ur sem héngu á torginu og höfðu verið höggnar af einhverjum. Ekki stela!“ Stjórn talibana var steypt árið eftir að Masood kom til Íslands. Ég spyr hann hvort hann hafi ekki vilj- að snúa til baka eftir það. „Nú, voru talibanar fjarlægðir?“ segir hann sposkur. Síðan hagræðir hann sér í stólnum og bætir alvar- legur við: „Talibanar voru Afganar. Þetta var ekki einhver innrásarher sem fór síðan heim til sín. Talibanar fóru ekkert í burtu. Þótt núna sé talað eins og þeir séu farnir eru þeir þarna ennþá,“ segir hann. Í suðurhluta Afganistan þykja talibanar einmitt frekar hafa verið að færa sig upp á skaftið en hitt. Hörð átök hafa verið á milli þeirra og afganskra og alþjóðlegra örygg- isveita. Sumir segja að ríkisstjórnin ráði einungis lögum og lofum í höf- uðborginni Kabúl. Þótt Masood sakni fjölskyldunnar og hún hans, er hann nú sjötta árið á Íslandi og ekki að flytja búferlum til Afganistans í bráð. Á sólríkum helgum fer hann niður á Austurvöll, pantar pitsu, er með íslenskum vin- um sínum, horfir á sjónvarpið eða fer á bókasafnið – og hringir heim. „Sem betur fer er að verða ódýrara að hringja til Afganistans en áður,“ segir hann hlæjandi. Hann skýst inn í herbergi og kemur til baka með þykkan bunka af notuðum símakortum. „Fyrst kostaði mínútan yfir eitt hundrað krónur með þessum kort- um og ég var einu sinni með síma- reikning upp á 40.000 krónur eftir mánuðinn,“ segir hann og fórnar höndum. „En núna hringi ég í gegn- um Skype og það er miklu ódýrara. Það er ekkert mál að hringja til Afganistans í dag og maður þarf ekki biðja um línu eins og áður og útskýra hvern maður er fara að hringja í og af hverju.“ Ráðherrar á Laugaveginum Á borðinu í stofunni í Kópavog- inum liggur Fréttablaðið. Fé- lagarnir fylgjast vel með því sem gerist. Fréttir síðustu daga berast í tal. „Og forsætisráðherrann ykkar ákvað bara sjálfur að hætta! Þið kunnið miklu betur að fara með vald en margir. Okkar forsætisráð- herra … úff … hann myndi aldrei ákveða sjálfur að hætta ...“ Fé- lagarnir fara að hlæja. „Ykkar ráð- herrum er líka hægt að mæta bara á Laugaveginum án allrar öryggis- gæslu! Það er fínt, þannig á það að vera.“ Þeir benda á að í íslenskum fjöl- miðlum sé stundum furðulega lítið um erlendar fréttir. Sjálfur fá þeir sínar upplýsingar um stöðuna í Afg- anistan frá afgönskum vefsíðum, út- varpssendinum BBC um netið og ættingjum. Í tengslum við frétta- flutning segir Masood það athygl- isvert að þegar talibanar gerðu allt það illa sem þeir gerðu, hafi margir bent ásakandi á islam. „En það sem þeir enduðu með að gera var algjörlega öfugt við það sem islam boðar. Og það sama á við um það sem Al Kaída og öll þessi samtök gera. Ef Osama bin Laden eða einhver hryðjuverkamaður ger- ir eitthvað slæmt er islam hins veg- ar oft ásakað, svona eins og trúar- brögðin hafi gert það en ekki hópur af fólki,“ segir hann. Afgani verður hryðjuverkamaður Fyrir rúmum tveimur vikum fluttu fjölmiðlar fregnir af miklum ólátum í Kabúl eftir að bandarískir hermenn óku á heimamenn sem létu í framhaldinu lífið. „Þetta voru sögð vera mistök. Ef Bandaríkja- menn gera mistök er það alltaf allt í lagi en ef Afgani gerir mistök er hann sagður vera hryðjuverkmaður, því miður,“ segir Masood og trommar með fingrunum á fartölv- una á borðinu. Úr hinum hægindastólnum heyr- ist að mikið sé um dráp víða í Afg- anistan í dag. „Áður þekktust ekki sjálfsmorðsárásir en núna eiga þær sér oft stað og til dæmis voru tvær bara í dag. Þetta er fáránlegt.“ Masood fór í heimsókn til fjöl- skyldunnar í Afganistan fyrr á árinu og segir gott að geta auðveld- lega hringt í hana og heyrt í henni hljóðið. Fyrir utan fjölskylduna seg- ist hann mest sakna afganska mat- arins og þess að sitja ekki með vina- hópnum sínum og spjalla. „Fólk í Afganistan er miklu meira saman en Íslendingar. Hérna fara margir bara beint úr vinnunni og heim til sín en það er öðruvísi í Afganistan. Þar vorum við með gestahús sem var alltaf fullt. Íslendingar eru svo mikið einir. En fólkið hérna er yf- irhöfuð mjög fínt og lífið gott,“ seg- ir hann. Eitt af því sem hann saknar þó ekki er veðurfarið í Afganistan. „Að minnsta kosti ekki sumarsins. Það verður alltof heitt.“ Félagi hans bendir hlæjandi á að núna sé byrjun júní en hann sitji undir þykku teppi. Masood horfir út um gluggann yfir Kópavoginn og hlær líka. „Einmitt vegna þessa er Ísland gott land fyrir mig,“ segir hann og bætir síðan við: „Og það góða er líka að þegar kemur gott veður hérna á sumrin verða allir svo glað- ir og ánægðir!“ ’Ég spilaði blak og fór einu sinni tilKabúl að keppa. Hvað heldurðu að ég hafi séð þar nema fimm hendur sem héngu á torginu og höfðu verið höggn- ar af einhverjum. Ekki stela!‘ sigridurv@mbl.is ’„Nú, voru talibanar fjarlægðir?“ segirhann sposkur. Síðan hagræðir hann sér í stólnum og bætir alvarlegur við: „Talib- anar voru Afganar. Þetta var ekki einhver innrásarher sem fór síðan heim til sín.“‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.