Morgunblaðið - 11.06.2006, Page 40

Morgunblaðið - 11.06.2006, Page 40
40 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Ad Melkert var skipaður aðstoð-arframkvæmdastjóri þróun-aráætlunar Sameinuðu þjóðanna(UNDP) og aðstoðarmaður KofisAnnans, aðalritara Sameinuðu þjóðanna (SÞ) 1. mars sl. Þangað til í mars sat hann í framkvæmdastjórn Alþjóðabank- ans, eftir að hafa átt farsælan feril í hol- lenskum stjórnmálum. Hann hefur einnig starfað fyrir hollensk þróunarsamtök og í stuttu máli má segja að Melkert hafi breiða sýn yfir störf þeirra ólíku aðila sem að fjöl- þjóðlegu starfi koma. Og einhvern veginn grunar mig að hann sé maður verka sinna, laus við vífilengjur og orðafroðu. Aukin aðstoð og hagvöxtur Í september á síðasta ári lýstu fulltrúar að- ildarríkja SÞ yfir áframhaldandi stuðningi við þúsaldarmarkmið SÞ (e. Millennium Develop- ment Goals) en ljóst þykir að mjög þurfi að herða róðurinn svo þau verði að veruleika fyr- ir árið 2015. Þúsaldarmarkmiðin miðast að því að minnka tilfelli sárafátæktar um helming frá því sem var árið 1990, tryggja bæði stúlk- um og drengjum grunnskólamenntun, vinna að jafnrétti kynjanna og styrkja frumkvæð- isrétt kvenna, lækka dánartíðni barna, vinna að bættu heilsufari kvenna, berjast gegn al- næmi, malaríu og öðrum sjúkdómum sem ógna mannkyninu, vinna að sjálfbærri þróun og styrkja hnattræna samvinnu um þróun. Ríki í Asíu og Suður-Ameríku þokast í átt að þúsaldarmarkmiðunum en ríkjum í Afríku sunnan Sahara-eyðimerkurinnar hefur ekki farnast eins vel, og á sumum sviðum virðist um öfugþróun að ræða. Ég byrjaði á að spyrja Melkert hvað það væri helst sem stæði árangri fyrir þrifum í Afríku sunnan Sahara. „Vandamálin eru helst tvenns konar. Í fyrsta lagi þarf meiri þróunaraðstoð og fjár- magn til uppbyggingarstarfs og þróun- araðstoðar. Fátækustu íbúarnir munu ekki hafa aðgang að læknisþjónustu, menntun, sæmilegum samgöngum, hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu ef úrræði og fjármagn heldur áfram að skorta. Að hluta til er það hlutverk gjafaríkja að bæta úr þessu ástandi, en Norðurlönd eru í framvarðarsveit gjafa- ríkja í þessum efnum. En þetta snýst líka að verulegu leyti um hagvöxt í viðkomandi þróunarríkjum. Til að mynda hefur ríkjum eins og Kína og Indlandi tekist að ná stórum hluta íbúanna upp úr fá- tækt en þar hefur verið mikill hagvöxtur. Þau ríki sem hins vegar standa hvað höllustum fæti, eins og til dæmis ríki í Afríku sunnan Sahara, þurfa mest á aðstoð SÞ og aðild- arríkja stofnunarinnar að halda til að bæta ríkisstjórnun og opinbera þjónustu eins og menntun og heilsugæslu.“ Lengri tíma skuldbinding við friðargæsluverkefni Undanfarin ár hafa staðið yfir endurbætur á starfsemi SÞ. Stofnunin er þung í vöfum, skriffinnska stendur auknum afköstum fyrir þrifum og eitthvað hefur skort á samræmingu í þróunarstarfi á vegum stofnunarinnar. Þetta hefur m.a. leitt til þess að uppbyggingarstarf hefur ekki alltaf skilað tilætluðum árangri og hluti af skattpeningum í gjafaríkjum hefur þar af leiðandi farið til spillis. Melkert segir reynslu af þróunarstarfi í löndum eins og Tansaníu, Sambíu og Úganda sl. ár vera dæmi um vel unnin störf og vísbending um það hvernig bæta megi skilvirkni. „Þar hefur aukin samvinna stofnana og gjafaríkja gefið góða raun. Komið hefur verið á skýrari verkaskiptingu milli stofnana og dregið hefur verið úr heimsóknum mats- nefnda ólíkra stofnana.“ Það síðastnefnda hef- ur á stundum verið ósamræmt og þar af leið- andi falið í sér endurtekningar á kostnað aukinnar skilvirkni þarlendra yfirvalda. „Þetta hefur leitt til óþarfa álags á stjórn- sýslu viðkomandi landa sem fyrir er veik- burða. Í sameiningu hafa svo stærstu gjafa- ríkin, SÞ og aðrar fjölþjóðastofnanir lagt sig fram við að samræma aðgerðir sínar og fylgja forgangsröðun viðkomandi ríkja þegar kemur að uppbyggingarstarfinu.“ Melkert segir einnig brýnt að SÞ fylgi betur eftir frið- argæsluverkefnum en verið hefur gert. „Við þurfum að bregðast skjótar við og á sam- ræmdari hátt þegar kemur að uppbyggingu samfélaga eftir að vopnuðum átökum lýkur og friðarsamningar hafa verið undirritaðir. Um þriðjungur ríkja í Afríku hefur átt í vopn- uðum átökum síðasta áratug eða svo, og við þurfum að bregðast rétt við svo ríki eins og Líbería, Súdan og Síerra Leóne leysist ekki aftur upp í blóðug átök. Enduruppbygging þarf að ganga hratt og kerfisbundið fyrir sig og atvinnutækifæri fyrir ungt fólk eru mjög mikilvæg í þessu sambandi. Gjafaríki þurfa að fjárfesta í auknum mæli í þessum ríkjum eftir að átökum lýkur, til að gera út um undirliggj- andi orsakir sem eru meðal annars ójöfn skipting gæða, valdaójafnvægi og skortur á tækifærum.“ Friðaruppbyggingarnefnd SÞ Melkert segir nýstofnaða friðaruppbygg- ingarnefnd innan SÞ (e. Peacebuilding Com- mission) vera mikilvægt skref í rétta átt. „Friðaruppbyggingarnefndin er mikilvæg við- urkenning á þessari þörf. Til þessa hefur skort pólitískan vilja í öryggisráðinu og alls- herjarþinginu til að fylgja eftir friðargæslu- verkefnum svo þau leiði til lengri tíma skuld- bindingar. Hlutverk nefndarinnar er að hafa yfirumsjón með slíku þróunarstarfi eftir stríð og mun hafa yfir eigin fjármagni að ráða. Sjóður friðaruppbyggingarnefndarinnar má hins vegar ekki vera á kostnað þess fjár- magns sem rennur til sérstofnana SÞ, sem eftir sem áður hafa mikilvægu hlutverki að gegna á vettvangi.“ Alþjóðabankinn á sæti í þessari nefnd, en þetta er í fyrsta skiptið sem Alþjóðabankinn og SÞ vinna svo náið og kerf- isbundið að friðaruppbyggingu. Almennt segir Melkert samstarf milli Al- þjóðabankans og SÞ, þ.m.t. UNDP, hafa farið mjög batnandi á síðustu árum. Stofnanirnar vinna á kerfisbundinn hátt að því að ná þú- saldarmarkmiðum SÞ og bæta hvor aðra upp á mörgum sviðum. „Alþjóðabankinn hefur til að mynda töluvert fjármagn og gerir þróun- arríkjum kleift að fá þróunarlán til uppbygg- ingar. SÞ aðstoða verst settu ríkin í því að styrkja innviði sína áður en þau teljast láns- hæf.“ Aukið vægi UNDP á vettvangi Eitt af því sem rætt er á embættisfund- inum sem nú stendur yfir er afrakstur starfa háttskrifaðrar nefndar á vegum SÞ, sem fjallar um samræmingu aðgerða innan stofn- unarinnar. En hvers hefur nefndin orðið vís- ari? „Störf nefndarinnar eru enn á byrj- unarstigi. Hún var sett á laggirnar að ósk Kofis Annans, en áður en hann lætur af emb- ætti sem aðalritari SÞ (í lok árs) vill hann geta lagt fyrir allsherjarþingið raunhæfar til- lögur um aukin samlegðaráhrif stofnana SÞ og skýrari verkaskiptingu. Tillögurnar fela meðal annars í sér að í framtíðinni verði að- eins eitt stjórnteymi SÞ á vettvangi á hverj- um stað sem fer með samræmingarhlutverk uppbygginarstarfs og þróunaraðstoðar. UNDP mun fara með þetta hlutverk. Hluti af tilganginum með fundinum hér í Reykjavík er að ræða við fulltrúa Norðurlandanna um hvað þeim finnist mega betur fara í samvinnu gjafaríkja og stofnana og hvernig hægt sé að læra sem mest af reynslu SÞ. Þessum sjón- armiðum munum við svo miðla áfram til nefndarinnar.“ Engir aðrir kostir í stöðunni Þetta er allt saman gott og vel. En það er hins vegar vitað mál að viðræður um end- urbætur stofnunarinnar hafa tíðum gengið brösulega, valdamikil ríki eins og Bandaríkin hafa látið í ljósi vantraust á SÞ og trúverð- ugleiki stofnunarinnar hefur minnkað í kjöl- far innrásarinnar í Írak, svo dæmi séu tekin. Ég spurði Melkert hvort sannindi væru í þeirri staðhæfingu að alþjóðakerfið ætti í innri baráttu milli ríkja sem vilja ein ráða ferðinni (hafa litla trú á fjölþjóðlegu sam- starfi) og þeirra ríkja sem vilja fjölþjóðlegt samstarf þegar kemur að friðarmálum og þróun? „Sem stendur er ákveðinn klofningur innan Sameinuðu þjóðanna þar sem annars vegar Evrópa og Bandaríkin fylkja sér saman og hins vegar hópur 77 ríkja annars staðar í heiminum sem deila um endurbætur á stjórn- un innan SÞ. Sem stofnun hafa SÞ þó alltaf staðið uppréttar að lokum því það eru einfald- lega engir aðrir kostir í stöðunni. Í dag ríkir samkomulag um að SÞ leggi sig fram við að framfylgja þúsaldarmarkmiðunum og auki skilvirkni í starfi. Þetta er í fyrsta skipti sem aðildarríki SÞ koma sér saman um sameig- inleg markmið um þróun sem gefur sterkan grundvöll fyrir samvinnu þeirra í milli.“ Melkert segir pólitísk vandamál vissulega vera til staðar en hann er sannfærður um að slíkt leysist á endanum. Ég kreisti hins vegar fram vantrúarsvip og Melkert hélt áfram: „SÞ gegna aðeins veigamiklu hlutverki ef aðildarríkin nota stofnunina sem vettvang til að berjast fyrir hagsmunum sínum og skoð- unum. Það er erfitt að samræma aðgerðir og skoðanir 191 aðildarríkis. Deilur og sú spenna sem stundum skapast innan öryggisráðsins eru partur af þessum skoðanaskiptum og er einmitt það sem gerir SÞ að sterkri stofnun. Þessar deilur endurspegla það sem er að ger- ast í heiminum og alveg eins og við höfum deilur innan þingheimsins skapast deilur inn- an öryggisráðsins. Það er svona sem ákvarð- anataka gengur fyrir sig.“ Framlag Íslands mikilvægt Hvað varðar hlutverk Norðurlandanna og Íslands í endurbótum innan SÞ sagðist Mel- kert leggja mikið traust á þau sem aðildarríki SÞ og gjafaríki til þróunarlanda. „Norðurlönd vinna mikilvægt starf í að styrkja og styðja samræmingu ríkja og endurbætur innan SÞ.“ Þó svo að framlag Íslendinga til opinberrar þróunaraðstoðar sé enn töluvert lægra en al- þjóðlegt viðmið kveður á um sagði Melkert það fagnaðarefni að opinber þróunaraðstoð Íslendinga hefur aukist milli ára og að til standi að auka framlagið töluvert á komandi árum. „Ég myndi vilja sjá meira framlag til fjöl- þjóðastofnana eins og SÞ frá því sem nú er, og þetta á líka við um fjárveitingar til og þátt- töku Íslands í friðargæslu. Því meira sem gjafaríki eyrnamerkja framlög sín (gefa að- eins í skýrt afmörkuð verkefni) gerir það SÞ erfiðara um vik að samræma og auka skil- virkni þróunaraðstoðarinnar. Til að verkefni skili tilætluðum árangri þarf meiri sveigj- anleika af hálfu gjafaríkja.“ Melkert sagði Ísland búa yfir mikilvægri reynslu sem brýnt væri að deila með þróun- arríkjum. „Nýlega las ég í The Financial Tim- es að á Íslandi væri hvað minnst spilling í heiminum, að starfsaðferðir í viðskiptum og opinberri þjónustu væru til fyrirmyndar. Ís- land setur öðrum ríkjum fordæmi og býr yfir reynslu sem mjög mikilvægt er að deila með þeim ríkjum sem þurfa að styrkja innviði sína og markaði. Í öðru lagi er Ísland gott dæmi um það hvernig nota má náttúruauðlindir á yfirvegaðan hátt sem hluta af efnahagsstefnu landsins. Ég myndi vilja sjá Íslendinga í auknum mæli deila reynslu sinni á þessum sviðum.“ Endurbætur á starfsemi Sameinuðu þjóðanna (SÞ), aukið gagnsæi og afköst í störfum stofnunarinnar og hlutur Norðurlanda í þeim efnum er meðal þess sem rætt er á árlegum embættisfundi Norðurlandanna og þróunaráætlunar SÞ (UNDP) sem nú stendur yfir í Reykjavík. Þar skipa þúsaldar- markmið SÞ veigamikinn sess, en Ad Melkert er aðstoðarframkvæmdastjóri þeirrar stofnunar innan SÞ sem samræmir eftirfylgni þúsaldarmarkmið- anna um allan heim. Hann var staddur hér á landi í byrjun vikunnar og ræddi við Hrund Gunnsteinsdóttur um helstu mál á dagskrá. „Ísland deili reynslu sinni í auknum mæli“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Ad Melkert, aðstoðarframkvæmdastjóri þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna. hrund@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.