Morgunblaðið - 11.06.2006, Page 42
42 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
9. júní 1996: „Skipulagsstjóri
ríkisins hefur ákveðið að
fram skuli fara frekara mat á
umhverfisáhrifum fyrirhug-
aðs miðlunarlóns í Köldukvísl
við Hágöngur. Landsvirkjun
hefur kært þennan úrskurð
til umhverfisráðherra. Krefst
Landsvirkjun þess, að úr-
skurður skipulagsstjóra
verði felldur úr gildi og að
fallizt verði á miðlun þessa á
grundvelli frumathugunar
um mat á umhverfisáhrifum.
Upplýsingafulltrúi Lands-
virkjunar segir, að kröfur
skipulagsstjóra seinki fyr-
irhuguðum framkvæmdum
um eitt til tvö ár. Í nið-
urstöðu skipulagsstjóra seg-
ir: „Í ljósi þess hve víðtækar
rannsóknir eiga eftir að fara
fram og óljóst er um nið-
urstöður þeirra er niðurstaða
skipulagsstjóra ríkisins sú,
að fram skuli fara frekara
mat á umhverfisáhrifum.
Þetta er gert til þess að hægt
sé að fjalla um framkvæmd-
ina á nýjan leik í ljósi nið-
urstaðna frekari rannsókna
og ítarlegri upplýsinga.“
Í athugasemdum Lands-
virkjunar segir hins vegar:
„Takmörk eru fyrir því til
hvers megi ætlast af fram-
kvæmdaraðila og telja verð-
ur, að Landsvirkjun hafi nú
þegar lagt fram þau gögn,
sem með sanngirni er hægt
að ætlast til að gert verði.“
Stefán Thors, skipulags-
stjóri ríkisins, segir í samtali
við Morgunblaðið í gær um
athugasemdir Landsvirkj-
unar: „Að fengnum at-
hugasemdum og umsögnum
var málið athugað og lagt
mat á það, hvort í skýrslu
Landsvirkjunar væri nægj-
anlega vel gerð grein fyrir
framkvæmdinni, áhrifum
hennar á umhverfið og hugs-
anlegum mótvægisaðgerðum.
Okkar mat var, að svo væri
ekki og var sú niðurstaða
rökstudd með, að frekari
rannsóknir skorti.““
. . . . . . . . . .
8. júní 1986: „Um hálfrar ald-
ar skeið hafa Íslendingar
haldið sérstakan sjó-
mannadag hátíðlegan. Það er
sannarlega við hæfi hjá þjóð,
sem á allt sitt undir fisk-
veiðum.
Starfsvettvangur íslenskra
sjómanna er þrískiptur.
Fiskimenn færa björg að
landi og öll sjávarvörufram-
leiðslan hvílir á aflafeng
þeirra. Farmennirnir flytja
framleiðsluna, sjávarvörur
og iðnvarning, á erlenda
markaði – og innfluttar nauð-
synjar til landsins. Loks er
að nefna starfsmenn Land-
helgisgæslunnar, sem gæta
hagsmuna okkar og réttar
innan hinnar víðfeðmu efna-
hags- og fiskveiðilögsögu.“
. . . . . . . . . .
13. júní 1976: „Þegar fiski-
skipaflotinn sigldi í höfn
seint á síðasta ári, vegna
óánægju sjómanna með fisk-
verð, kom í ljós að mjög
skorti á, að sjómenn hefðu al-
mennt nægar upplýsingar í
höndum um ýmis þau atriði,
sem úrslitum ráða um af-
komu þeirra, svo sem um
verðþróun á einstökum fisk-
tegundum erlendis, aðstæður
á mörkuðum og sölumál yf-
irleitt, en augljóst má vera,
að fiskverð til sjómanna og
útgerðarmanna hér innan-
lands byggist að langmestu
leyti á markaðsaðstæðum er-
lendis.
Nú er auðvitað ljóst, að á ör-
fáum áratugum hefur orðið
gjörbylting á högum þeirra,
sem sjóinn sækja. Afar
þeirra, sem nú eru á miðjum
aldri, sóttu sjóinn á opnum
árabátum, þegar þeir voru að
hefja sinn sjómennskuferil.
Nú er öldin önnur, en þetta
sýnir okkur hvað umskiptin
hafa orðið mikil.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
H
ópefli er afgerandi þáttur í
samfélagi manna og hefur
verið frá örófi alda. Enda
fer ekki á milli mála að
með því að samstilla styrk
einstaklinga hefur mann-
kyninu tekist að áorka
stórkostlegum hlutum.
Nægir að nefna hin sjö undur veraldar til forna,
óteljandi þrekvirki á sviði byggingarlistar í ald-
anna rás og útrás samtímans í himingeiminn.
Hópeflið er líklega sá þáttur í mannlegu eðli er
hvað ríkast stýrir daglegu umhverfi og lífshátt-
um í samfélögum heims – í það minnsta ef litið er
til þess með afstæðum hætti sem mótandi afl í
stjórnmálum, trúarbrögðum og alþjóðasamskipt-
um. En enda þótt þessi tilhneiging mannfólksins
til að efla styrk sinn með því að taka sig saman sé
einhver fallegasti vitnisburður um mennsku sem
hægt er að hugsa sér, á hópeflið sem slíkt líka
sínar svörtu hliðar er birtast í margvíslegum
myndum. Í gegnum tíðina hefur það iðulega ver-
ið nýtt til að þjóna vondum málstað; kúga minni
hópa, ala á hatri, fordómum og grimmd. Stríð,
þrælahald, jafnvel útrýming hefur verið stunduð
fyrir tilstilli hópeflis af einhverju tagi með skelfi-
legum afleiðingum fyrir mannkynið allt.
Einhver stærsta hópeflishátíð samtímans
hófst í gær í Þýskalandi; HM – eða heimsmeist-
aramótið í knattspyrnu. Mótið sem slíkt er í raun
með dálitlum ólíkindum. Ekki þarf annað en líta
til þeirrar samhæfingar sem þarf til að koma því
á koppinn. Samhæfingar er teygir sig út um víða
veröld; til allra þeirra milljóna einstaklinga er
tekið hafa upp á því að sparka bolta með svo
markvissum hætti að til þess er tekið, til allra
þeirra óteljandi nálaraugna sem þarf að smjúga í
gegnum til að verða leikmaður á heimsmeistara-
móti sem þessu. Einnig má undrast áhrifamátt
þess gríðarlega skipulags sem þróast hefur í
kringum það ferli; skipulags sem hefur verið
samhæft um heim allan til að allir lúti sömu
reglum; skipulags sem aflar allra þeirra fjár-
muna er þetta átak kostar. Síðast en ekki síst er
hliðarverkun sú (ef hliðarverkun skyldi kalla) er
hlýst af þessari iðkun svo stórkostleg að þess eru
fá dæmi í heimssögunni. Áhorfendur um heim
allan flykkjast á vellina (eða að skjámynd af völl-
unum) í réttu hlutfalli við vægi leikja. Og þegar
að heimsmeistaramóti er komið er eins og allar
flóðgáttir opnist og allt sé lagt undir; peningar;
heimilislíf; vinnustaðir – fyrir utan leikvangana
sjálfa þar sem hinir útvöldu fá að berja átrún-
aðargoð sín augum.
Líklega hefur ekkert í sögu mannkyns annað
en sjálf trúarbrögðin virkjað hópefli með slíkum
krafti og skýrasta táknmynd þess eru leikvang-
arnir sjálfir; einhver stærstu mannvirki borgar-
samfélaga samtímans – oft á tíðum mun stærri
og tilkomumeiri en dómkirkjur trúarbragðanna.
Ekki má gleyma að sameiningarmáttur knatt-
spyrnu er eftirtektarverður og gengur á þessum
hápunkti sem HM er þvert á flest mæri landa,
þjóðernis, tungumála og þjóðfélagsstétta. Kraft-
urinn í slíku ferli er gríðarlegur enda hefur mikil
áhersla verið lögð á bróðerni og vináttu í
tengslum við ræktun knattspyrnuáhuga síðustu
áratuga.
Það er þó ekki hægt að horfa framhjá því að
sem endranær á hópeflið sínar skuggahliðar, á
þessu sviði sem öðrum.
Sértækur
heimur karla
og vandi honum
tengdur
Miðað við hversu al-
þýðleg og víðtæk upp-
lýsing um knatt-
spyrnu er í heiminum
kann það að virðast
heimskulegt að benda
á að einungis karl-
menn taka þátt í heimsmeistaramótinu – eða öllu
heldur því heimsmeistaramóti sem skiptir heims-
byggðina máli. Þó hlýtur það að sæta nokkurri
undrun, því auðvitað er þetta sláandi staðreynd
sem er í óþægilegum samhljómi við aldagamla
yfirburði karla sem áhrifavalda í heiminum.
Heimsmeistaramót í knattspyrnu kvenna er til,
en áhrifamáttur þess er hverfandi miðað við hið
fyrrnefnda og fráleitt að það móti lífsstíl fólks um
allan heim á meðan á því stendur. Það rataði til
að mynda ekki á sjónvarpsskjái Íslendinga síðast
er það var haldið. Þarna sker knattspyrna sem
heimsmót íþróttamanna sig til að mynda frá Ól-
ympíuleikum með afgerandi hætti og ungar
knattspyrnukonur hljóta að velta því fyrir sér af
hverju þeirra heimsmeistaramót er ekki haldið
samhliða hinu sem tilraun til að rétta þeirra hlut.
Ýmislegt neikvætt sem hefðinni samkvæmt til-
heyrir sértækri menningu karla hefur hugsan-
lega átt greiðari leið inn í knattspyrnuheiminn
vegna þessarar kynbundnu skiptingar og varpað
dimmum skuggum á hann. Um síðust helgi
fjallaði Karl Blöndal til að mynda um ofbeldi sem
fylgifisk knattspyrnu í grein hér í Morgun-
blaðinu, en yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem
ferðast landa á milli til að valda usla og meiðslum
á knattspyrnuleikjum eru karlar. Tekist hefur
verið á við þann vanda með markvissum aðgerð-
um víða um heim; bæði með uppfræðslu ungra
drengja sem og með eftirliti lögreglu og forsvars-
manna liða.
Önnur afgerandi skuggahlið þessarar karla-
menningar, sem brýst fram í hnotskurn í
tengslum við stórviðburð á borð við heimsmeist-
aramótið, er vændi. Umræða um vændi sem
fylgifisk stórviðburða á sviði íþrótta vakti fyrst
heimsathygli í tengslum við Ólympíuleikana í
Ástralíu. Hún komst aftur á flug fyrir leikana í
Aþenu 2004. Allt frá því snemma á þessu ári hafa
síðan samtök kvenna víða um heim lýst áhyggj-
um sínum af vændi í tengslum við HM í Þýska-
landi og í raun fengið ótrúlega dræmar undir-
tektir í opinberri orðræðu flestra landa.
Á Íslandi má þó fagna því að ýmis samtök hafa
komið á framfæri andmælum sínum og áhyggj-
um vegna þessa máls á síðustu vikum; meðal
þeirra vestnorrænar þingkonur, jafnréttisnefnd
Reykjavíkur, íslenska kvennahreyfingin og
prestastefnan í Keflavík. Viðbrögð Knattspyrnu-
sambands Íslands, KSÍ, við þessum ályktunum
bárust ekki fyrr en 5. maí sl. en þar segir: „Stjórn
KSÍ hefur borist ályktun Prestastefnu 2006 og
ályktun 14 kvennasamtaka þar sem vændi í
tengslum við HM í Þýskalandi er mótmælt.
Stjórn KSÍ mun koma ályktunum ofan-
greindra samtaka á framfæri við Alþjóðaknatt-
spyrnusambandið (FIFA) en minnir á að FIFA
eru óháð íþróttasamtök sem ber að virða alþjóða-
lög og landslög um heim allan.
KSÍ er eitt af 207 aðildarlöndum FIFA og ber
sem slíkt að virða ákvarðanir þess. Þá skal þess
getið að FIFA hefur þegar sent frá sér ályktun
vegna þessa máls sem finna má á vefsíðunni fifa-
.com.
Knattspyrnuíþróttin hefur á margan hátt rutt
brautina fyrir skilningi manna á milli og sann-
gjarnari heimi. Það hefur ekki síst tekist vegna
þess að knattspyrnuhreyfingin um heim allan
hefur gætt þess að hlutast ekki til um málefni á
vettvangi stjórnmála einstakra ríkja. Þess í stað
hafa knattspyrnusamböndin innan FIFA og
FIFA sjálft reynt að láta gott af sér leiða með
ýmiskonar góðgerðarstarfsemi og ályktunum
sem beinast gegn hvers kyns mannréttindabrot-
um.
Úrslitakeppni HM í Þýskalandi á að vera
glæsilegur vettvangur knattspyrnuleiksins –
leiks sem á enga samleið með mannréttindabrot-
um af nokkru tagi. Það er markmið FIFA, þýska
knattspyrnusambandsins og þátttökuliðanna 32 í
sumar að endurspegla þau gildi og þess má geta
að FIFA hefur ákveðið að tileinka þessa keppni
réttindum barna, friði og baráttu gegn hvers
kyns fordómum.
KSÍ mun ekki tjá sig frekar um málið í fjöl-
miðlum.“
Eins og bent var á í aðsendri grein Þóreyjar
Vilhjálmsdóttur í Morgunblaðinu í gær, föstu-
dag, er það fyrst og fremst hálfvelgja sem ein-
kennir þessa ályktun. Hún segir einu viðbrögð
KSÍ þau „að senda út frá sér yfirlýsingu þar sem
ekki er tekin ábyrgð á neinu og [...] að málið verði
ekki rætt meira af þeirra hálfu“. Víst er að flestir
þeir sem láta sig vændi sem samfélagsböl ein-
hverju varða hljóta að vera henni sammála. Engu
líkara er en að hagsmunir KSÍ gagnvart FIFA
séu látnir ganga fyrir hagsmunum KSÍ gagnvart
umbjóðendum sínum í grasrót íslenskrar íþrótta-
iðkunar. Ekki síst ef litið er til þess að vændi er
eitt alvarlegasta og víðtækasta mannréttinda-
brot samtímans og andúð og fordæming á því
stigmagnast á ári hverju, eins og ljóst má vera af
vaxandi umræðum og áhyggjum yfirvalda um all-
an heim hvað þennan málaflokk varðar.
Færa má góð rök fyrir því að full ástæða sé
fyrir KSÍ til að kynna sér betur þær aðstæður
sem verið er að ræða í tengslum við HM og móta
í kjölfarið mannúðlegri og afdráttarlausari
stefnu hvað þetta álitamál varðar.
Umhverfi
vændisins á HM
Talan fjörutíu þúsund
hefur verið nokkuð
stöðugt viðmið um
fjölda þeirra kvenna
sem fluttar hafa verið til Þýskalands til að bregð-
ast við aukinni eftirspurn eftir vændi þann mán-
uð sem HM stendur, en von er á um þremur
milljónum gesta. Talan er byggð á líkindareikn-
ingi, enda engin leið að staðfesta hana þar sem
flestar þessara kvenna koma ekki til landsins eft-
ir þeim leiðum sem fólk nýtir sér í hefðbundinni
atvinnuleit þótt vændi sé reyndar lögleg „at-
vinnugrein“ í Þýskalandi. Sannfærandi rök hafa
SJÓMANNADAGUR
Sjómannadagurinn er einn afhelztu hátíðisdögum íslenzkuþjóðarinnar. Svo hefur verið
um langan aldur og vonandi verður
engin breyting á því. Staða sjávarút-
vegsins er að vísu önnur en fyrir ára-
tug. Vægi þessarar grundvallarat-
vinnugreinar þjóðarinnar í
þjóðarbúskap okkar er um þessar
mundir ekki jafn mikið og áður var en
þó skyldu menn varast að líta svo á að
um varanlega breytingu sé að ræða.
Ekki þarf mikið að gerast á alþjóð-
legum fjármálamörkuðum til þess að
alvarlegt bakslag komi í viðskiptalífið
hér og þá munu menn horfa til sjáv-
arútvegsins á ný sem þeirrar atvinnu-
greinar, sem máli skiptir.
Hins vegar er rík ástæða til að hafa
áhyggjur af stöðu þorskstofnsins eft-
ir nýjustu tillögur Hafrannsókna-
stofnunar um veiðar úr stofninum á
næsta fiskveiðiári. Þær tillögur nálg-
ast nú mjög lægstu mörkin, sem við
komumst í um miðjan tíunda áratug-
inn.
Við hljótum að spyrja hvers vegna
okkur hefur ekki tekizt betur við upp-
byggingu þorskstofnsins eftir allar
þær umræður, sem fram hafa farið
um það mál og allar aðgerðir, sem
gripið hefur verið til.
Er Hafrannsóknastofnun á villigöt-
um í rannsóknum sínum eða hafa
sjávarútvegsráðherrar á þessu tíma-
bili sýnt ábyrgðarleysi í ákvörðunum
sínum? Hafa pólitískir hagsmunir
ráðherranna meiri áhrif á ákvarðanir
þeirra en vísindalegar rannsóknir?
Málið er farið að snúast um þetta og
óhjákvæmilegt fyrir ríkisstjórnina að
skoða hug sinn vel áður en endanleg-
ar ákvarðanir verða teknar um næsta
fiskveiðiár.
Þessar ákvarðanir hafa að sjálf-
sögðu mikil áhrif á stöðu sjómanna al-
veg eins og þróunin á alþjóðlegum
fjármálamörkuðum og áhrif þeirrar
þróunar hér hafa áhrif á kjör sjó-
manna.
Hitt fer ekki á milli mála, að staða
sjómanna er sú sama í hugum og
hjörtum Íslendinga og hún hefur allt-
af verið. Landsmenn bera virðingu
fyrir sjómönnum, bera til þeirra mik-
ið traust og óhöpp og slys á hafi úti
snerta tilfinningalíf hvers einasta
þegn þessarar þjóðar.
Þetta kom skýrt í ljós í viðbrögðum
landsmanna við alvarlegu slysi, sem
varð um borð í togara á kjördag.
Sú var tíðin að sjómenn voru upp til
hópa fátækir menn. Nú eru margir
sjómenn hálaunamenn eins og vera
ber. Það er við hæfi að þeir sem sækja
sjóinn beri mikið úr býtum.
Eitt einkenni sjávarútvegsins, sem
veldur því að atvinnugreinin er frá-
brugðin öðrum er sú staðreynd að oft-
ast er mikil samstaða meðal sjómanna
og útgerðarmanna, þótt stöku sinnum
hvessi á milli þeirra út af kjaramál-
um. Sennilega er skýringin á þessu
sú, að það er algengt að sjómenn á
fiskiskipum vinni sig upp í að verða
eigin herrar. Þeir hinir sömu gleyma
hins vegar ekki uppruna sínum.
Á tímabili var ástæða til að hafa
áhyggjur af því, að þessi tengsl á milli
útgerðarmanna og sjómanna væru að
rofna. En framvindan í sjávarútveg-
inum á síðustu árum og áratugum
sýnir svo ekki verður um villzt, að enn
er sá frumkraftur til í íslenzkum sjáv-
arútvegi, að ungir kraftmiklir sjó-
menn endi sem skipstjórar og eigend-
ur fiskiskipanna.
Morgunblaðið flytur íslenzkum sjó-
mönnum og þjóðinni allri árnaðarósk-
ir á sjómannadaginn.