Morgunblaðið - 11.06.2006, Side 43

Morgunblaðið - 11.06.2006, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 43 m m m r a í m t í í a a l d g m n g í A r n t a n á g m a – a í a i r m i r u A t r í f r a i d m a r m i a verið færð fyrir þeirri staðhæfingu að umtalsvert hlutfall þessara tugþúsunda séu konur sem eru beinlínis seldar nauðugar í vændi, en flestar þeirra eru á aldrinum fimmtán til tuttugu og fimm ára (sem er jafnframt kjöraldur flestra þeirra er stunda vændi). Þessi rök eru m.a. byggð á tölfræðilegum vitnisburði úr skýrslum Evrópuþingsins þar sem fram kemur að um hálf milljón kvenna er flutt til Evrópu í kynlífsánauð á ári hverju. Hér er fyrst og fremst verið að tala um ungar stúlkur sem hafa verið tældar með gylliboðum um atvinnu frá svæðum þar sem mik- il fátækt ríkir og erfitt er að afla sér lífsviðurvær- is, eða jafnvel stúlkur sem hafa verið seldar af fjölskyldum sínum eða rænt í ábataskyni. Þessar stúlkur – og reyndar allar hinar – mega búast við því að þurfa að „þjóna“ tíu og allt upp í tuttugu viðskiptavinum á sólahring. Sumar gegn greiðslu, oft á tíðum smánarlegri, en þó ekki all- ar, því fjölmörg dæmi eru um stúlkur sem gerðar hafa verið ólöglega út í lengri eða skemmri tíma án þess að sjá nokkru sinni grænan eyri. Skelfi- legum örlögum slíkra fórnarlamba gerði kvik- myndagerðarmaðurinn Lucas Moodysson þann- ig skil í kvikmynd sinni „Lilia Forever“ að dugað hefði til að græta stein. Enda varð myndin á skömmum tíma afar skilvirkt vopn í baráttunni gegn vændi, ekki síst þar sem hún hverfist fyrst og fremst um þá ótrúlegu mannfyrirlitningu sem „neytandinn“ sem einstaklingur sýnir „neyslu- vörunni“ sem persónu. Myndin afhjúpar m.ö.o. að þeir sem selja líkama sína, eða eru seldir af öðrum, eru ekki að selja neitt venjulegt kjöt – svo notuð sé samlíking úr áhrifamikilli auglýsingu Stígamóta í íslenskum fjölmiðlum fyrir nokkrum misserum – heldur kjöt sem er lifandi tilfinn- ingavera. Vettvangur vændisins í Þýskalandi er í jafn stórkostlegri yfirstærð og hin jákvæða, sport- lega umgjörð sem lýst var hér í upphafi. Þannig vöknuðu Berlínarbúar upp við þá staðreynd að búið var að reisa vændishús í nágrenni aðalleik- vangsins sem í eru 70 herbergi og annar 650 við- skiptavinum á sólarhring. Það er erfitt að víkja sér undan vélrænu orðalagi arðsemi og afkasta markaðssamfélagsins í þessu samhengi, því þótt mikil afköst séu almennt álitin dyggð og af- greiðsla á 650 hamborgurum geti til að mynda verið þrekvirki á álagstíma; þá hlýtur afgreiðsla kynmaka að lúta öðrum lögmálum og skapa allt annarskonar álag. Eða hvað? Lýsingar – til að mynda á heimasíðu „Coali- tion Against Trafficking in Women“ eða „Sam- taka gegn mansali“ í Bandaríkjunum – á öðrum mannvirkjum sem búið er að hanna til að anna eftirspurn eftir kynlífi á HM eru álíka hrollvekj- andi. Nefna má raðir „kynlífskofa“ úr timbri, á afgirtu svæði á stærð við fótboltavöll, þar sem kúnnum er séð fyrir smokkum, sturtum, bíla- stæðum og sérstaklega er gætt að því að karl- menn komist óséðir inn og út. Þá er ógetið allra þeirra kvenna sem stunda vændið á götunni, í skúmaskotum, heimahúsum, á víðavangi o.s.frv., en kvennasamtök í Þýskalandi hafa bar- ist fyrir því að þessum fórnarlömbum vændisins sé veitt sérstök athygli og vernd næsta mán- uðinn. Tvískinnungur og siðferðisleg fordæming Hér á landi hefur lítið verið um skipulagt vændi fyrr en á síð- ustu árum. Þróun vændis hefur haldist í hendur við þróun klámiðnaðarins hér og það sem nefnt hefur verið klámvæðing. Með henni hafa siðferðisleg mörk er lúta að því er flestir álíta vera sín mestu einka- og tilfinningamál færst úr skorðum að því marki að brýn þörf er á endurskoðun þess ramma sem samfélagið setur hegðun fólks. Framhjá því verður ekki horft – hversu óþægilegt sem það kann að vera – að karlmenn eru í yfirgnæfandi meirihluta meðal þeirra sem kaupa kynlíf. Stað- reyndin er sú að án markhóps er enginn mark- aður; ef engin er eftirspurnin er ekkert hægt að selja. Og það er þarna sem KSÍ hefði átt að koma til skjalanna. Þó ekki sé nema vegna þess að þeg- ar liggur fyrir að klámvæðingin hefur smogið inn í opinberar samkundur karlasamfélagsins á Ís- landi þótt það fari ekki alltaf hátt. Þess er skemmst að minnast er íslenskt knattspyrnu- félag hvatti nýverið karla til að kaupa fötin utan af konum í fjáröflunarskyni á skemmtun. Þær konur sem þar þurftu að tína af sér klæðin hafa væntanlega ekki verið systur, mæður eða eig- inkonur þeirra er borguðu fyrir spjarirnar held- ur aðkomufólk – líkt og stór hluti kvennanna sem fluttar hafa verið til Berlínar. Þar stendur hnífurinn í kúnni sem lýsandi dæmi um siðferðislegan tvískinnung. Því við- skiptavinir vændiskvenna (og reyndar margir fleiri) spyrja gjarnan af hverju konur eigi ekki að hafa frelsi til að stunda vændi eins og hverja aðra atvinnugrein ef það er vilji þeirra. Á móti hlýtur þá að þurfa að spyrja hvers vegna það sé svona mikil skömm af því ef einhver manni nákominn stundar slíkan starfa. Á meðan flestir vita að vændi er ein helsta gróðrarstía ofbeldis, lítilsvirðingar, kvenfyrirlitn- ingar og smánar, ætti í raun að vera óþarft að vísa í tölfræði því til staðfestingar. Fyrir þá sem efast er sú tölfræði þó til staðar og sannar í raun und- antekningarlaust að þeir sem stunda vændi gera það af illri nauðsyn, vegna þess að þeim hefur ver- ið misþyrmt, nauðgað eða ýtt út í það af félagsleg- um aðstæðum, eiturlyfjaneyslu eða fátækt. Karlmenn sem einstaklingar og heild Sá tími er runninn upp að karlmenn – bæði sem einstakling- ar og sem heild – geta ekki leitt þennan vanda hjá sér lengur. Þeir verða að hætta að vera hlutlausir, þegja vandann í hel eða horfa góðlátlega framhjá hon- um. Þeir verða að taka persónulega afstöðu er byggist á siðferðislega traustum grunni. Spyrja sjálfa sig hvort þeim finnist í lagi að dætur þeirra stundi vændi og ala syni sína upp þannig að þeim sé fórnarkostnaður vændis ljós. Karlmenn, ungir sem aldnir, verða að átta sig á því hvað vændi varðar, að það er einungis á valdi þeirra sem mynda eftirspurnina að minnka framboðið. KSÍ, sem ein stærstu samtök er ungir drengir og karlmenn eiga aðild að hér á landi, hefði því ekki átt að víkja sér undan því að taka eindregna afstöðu í þessu máli. Enda væri það ekki að „hlutast [...] til um málefni á vettvangi stjórnmála einstakra ríkja“, eins og það er orðað í yfirlýsing- unni sem vísað var til hér að ofan, né heldur að vanvirða „alþjóðalög og landslög um heim allan“. Það væri einungis skref í þá átt að hvetja alla þá sem stunda knattspyrnu eða eru áhugasamir um hana hér á landi til að hugsa sinn gang. Til að leggja sitt af mörkum til þess að klámvæðing samtímans tröllríði ekki öllu heldur fari halloka fyrir heilbrigðari og ábyrgðarfyllri viðhorfum til kynlífs. Þannig hefði sambandið getað „skorað“ á nýju sviði og orðið öðrum fyrirmynd á alþjóða- vettvangi. Það hefði getað nýtt það hópefli sem er aðall þess og undirstaða til að stuðla að siðferð- islegum framförum með afgerandi hætti. Gildi mannúðar sem fyrir- byggjandi afl í uppeldi Vegna þess að vændi snýst um kaup og sölu á líkömum hefur verið vísað til þess sem þrælahald nútímans. Sú samlíking er enn í fullu gildi þótt slag- krafturinn sé ef til vill farinn úr henni. Ekki má gleyma því að rökin sem notuð voru fyrir þræla- haldi forðum áttu margt sammerkt með þeim rökum sem notuð eru til að réttlæta vændi nú. Vísað er til „elstu atvinnugreinar í heimi“, á sama hátt og fyrrum var bent á að þrælahald hefði allt- af verið til og myndi aldrei verða upprætt. Vísað er til vændiskvenna sem verja hagsmuni sína, en sannleikurinn er sá að margir þrælar kærðu sig ekki um að láta leysa sig úr ánauð, þótt okkur finnist það skrítið í dag. Þeir voru illa upplýstir, höfðu að engu öðru að hverfa, auk þess að vera brotnir á sál og líkama. Þeir voru einnig, líkt og vændiskonurnar, þáttur í gríðarstóru hagkerfi, og áttu líkt og þær vissra hagsmuna að gæta. En fyrst og fremst voru þeir fórnarlömb – um það er ekki deilt lengur. Uppeldi og þroski ungmenna hefur á síðustu áratugum í vaxandi mæli byggst á viðhorfum mannúðar. Langt er síðan horfið var frá valdbeit- ingu, líkamlegum refsingum, niðurlægingu og fordæmingu við uppeldi. Gildir þá einu hvort um er að ræða uppeldi ungmenna eða mótun já- kvæðra fyrirmynda fyrir fullorðið fólk. KSÍ hef- ur verið öðrum fyrirmynd í því að stæla bakugg- ann í ungu fólki hvað heilbrigt líferni varðar. Það þykir til að mynda ekki fínt að knattspyrnumenn reyki, drekki eða neyti eiturlyfja – það hefur lýð- um fyrir löngu verið gert ljóst bæði í ræðu og riti. Nú hlýtur því að þurfa að spyrja hvers konar mannúðarstefna það er hjá KSÍ að taka ekki af festu undir raddir er fordæma vændi í tengslum við HM. Hvers konar uppeldis- og mannúðar- stefna er það hjá KSÍ að nota ekki tækifærið til að leggja hönd á plóginn við að uppræta eitthvert víðtækasta og langlífasta samfélagsmein allra tíma, vændið? Hverskonar fyrirmynd er KSÍ ungu fólki ef það er ekki tilbúið til að fordæma og taka afgerandi afstöðu til vændis – „atvinnu- greinar“ er byggist nánast alfarið á valdníðslu, niðurlægingu og misnotkun á ungu fólki? Ein- hvern veginn er erfitt að sjá annað en KSÍ hefði í þessu máli haft allt að vinna og engu að tapa. Reuters „Karlmenn, ungir sem aldnir, verða að átta sig á því hvað vændi varðar, að það er einungis á valdi þeirra sem mynda eftirspurnina að minnka framboðið.“ Framhjá því verður ekki horft – hversu óþægilegt sem það kann að vera – að karlmenn eru í yfir- gnæfandi meirihluta meðal þeirra sem kaupa kynlíf. Stað- reyndin er sú að án markhóps er enginn markaður; ef engin er eftirspurnin er ekkert hægt að selja. Og það er þarna sem KSÍ hefði átt að koma til skjal- anna. Þó ekki sé nema vegna þess að þegar liggur fyrir að klámvæðingin hefur smogið inn í opinberar sam- kundur karla- samfélagsins á Ís- landi þótt það fari ekki alltaf hátt. Laugardagur 10. júní

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.