Morgunblaðið - 11.06.2006, Page 44

Morgunblaðið - 11.06.2006, Page 44
44 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Ljónin voru mörg saman í hóp og virtust ákaflega spök. Þó að eitt ljónið á myndinni virðist vera í ansi illilegu öskri er það í raun bara að geispa! Tvö hundruð fölir Íslend-ingar lögðu af stað aðmorgni 11. apríl sl. ogeftir um hálfs sólar-hrings ferðalag var lent í Mombasa við Indlandshaf. Þar tók á móti okkur fjöldinn allur af dans- andi Afríkubúum, klæddir í afríska efnislitla búninga, og dúndrandi trumbusláttur! Komin var nótt í Kenýa og því lítið að sjá á leiðinni á hótelin annað en endalaus pálmatré sem bar við stjörnubjartan nætur- himininn. Morguninn eftir blasti svo dýrðin við, sól og haf og hvít strönd svo langt sem augað eygði. Hitinn færð- ist í kroppinn og kyrrð í sálina. Hót- elin voru öll mjög skemmtilega hönnuð, nútímalúxus með afrískri stemningu og starfsfólk vinalegt og broshýrt. Fyrstu dagarnir voru not- aðir í hvíld og sólböð, göngutúra og dekur á snyrtistofu. Þegar letin var að ná yfirhöndinni var ákveðið að skella sér í heils dags bátsferð á Indlandshafinu. Siglt var á gömlum viðarseglbáti með ströndinni og ekki leið á löngu þar til við fengum góðan félagsskap. Höfrungar í tuga- tali hoppuðu og skoppuðu kringum skipið og stungu okkur svo af. Skip- ið var svo stöðvað við geysilega fal- legt kóralrif og þeir sem vildu stukku út í til að kafa með loftpípu. Litríkir fiskar, í öllum stærðum og gerðum, syntu þarna undir okkur mannfólkinu og kipptu sér ekki upp við gestina. Bátsverjar útbjuggu dýrindis hádegismat og tóku svo lagið fyrir okkur á swahili. Við ákváðum að vera enginn eftirbátur og sungum Hafið bláa hafið og fleiri íslensk lög en mikið fannst okkur það hljóma eitthvað þungt og ang- urvært miðað við hressilegu Afr- íkulögin! Í Masai Mara-þjóðgarðinum Mesta ævintýrið var nú tvímæla- laust safaríferð til Masai Mara. Flogið var með 19 sæta vélum tæpa tvo tíma inn í landið og lent á mal- arvelli inni í miðjum þjóðgarði. Magnað var að sjá gíraffafjölskyldu á harðahlaupum með fram „flug- brautinni“ með nokkur villisvín á eftir! Við vorum svo sannarlega komin í heim villtra dýra. Þar var engin flugstöð, en jeppar biðu þar og fluttu okkur á „hótelið“, en þar var gist í lúxustjöldum, með alvöru rúmum með himinsæng og baðher- bergi. Haldið var af stað á jeppum í leit að dýrum sem eru auðfundin þarna. Í þrjá daga var keyrt fram og aftur á hræðilegum vegum og hossast utan vega til að nálgast dýr- in enn meir. Stefán (Steven), bíl- stjórinn okkar, kallaði reglulega „passa sig“ þegar holurnar voru djúpar, en við kenndum honum að sjálfsögðu nokkur orð í íslensku og var hann snöggur að læra. Dýrin voru alls staðar; ljón, fílar, gíraffar, vísundar, sebrahestar, antilópur, apar, nashyrningar og svo sáum við einn einmana blettatígur. Það rigndi smávegis á kvöldin og urðu því vegirnir og jarðvegurinn eitt drullusvað, en það gerði þetta bara meira spennandi. Ef einn jeppi festi sig kom bara annar og dró hann upp eða hreinlega bara keyrði aðeins aftan á hann og ýtti honum upp úr! „Ég ætla sko pottþétt að fara aft- ur,“ sagði Anna Arngrímsdóttir, „landslagið er ólýsanlegt, plönturn- ar eins og úr Eden.“ Og Þorgeir Már Jónsson kærasti hennar tók undir: „Það er magnað að vera svona nálægt náttúrunni, það er bara eins og að vera staddur í miðri Lion King-myndinni!“ Góðar viðtökur hjá Masai-mönnum Við heimsóttum einnig Masai- þorp, en Masaiarnir eru þjóðflokkur hirðingja sem búa aðallega í Kenýa og Tansaníu. Karlarnir klæðast flestir rauðum teppum og konurnar mjög litríkum kjólum. Um 170 manns bjuggu í þorpinu og tóku vel á móti okkur með söng og dansi. Börnin þustu að okkur, frekar tötraleg með flugur suðandi í vitum og hári. Höfðinginn, 45 ára maður, útskýrði fyrir okkur hvernig lífið gengi fyrir sig í svona þorpi. Fjöl- kvæni er leyft svo flestir karlarnir eiga nokkrar konur og hóp af börn- um. Karlarnir sjá um skepnurnar og er það það eina sem þeir mega gera því þeim er bannað að vinna erfiðisvinnu. Konurnar hugsa um börnin og byggja húsin sem eru litl- ir kofar, gerðir úr mold og kúaskít með þaki úr sprekum. Íslenski hóp- urinn skemmti sér vel í þorpinu og nokkrir skelltu sér í dans með kon- unum en aðrir létu sér nægja að spjalla og kaupa fallega handgerða muni af innfæddum. Mikið var nú gott að lenda aftur á ströndinni eftir frábæra safaríferð og eiga eftir tvo daga í leti áður en haldið var heim. Lagst var í sólbað með góða bók eða sest á barinn og spjallað. Óendanlega margt er í boði á Diani-ströndinni. Hægt er að leigja sæþotur, báta, fara í sjó- stangaveiði, golf, skógarferðir eða bara prútta við heimamenn í strákofum sem eru alls staðar við vegina. Einnig er hægt að skreppa í dagsferð til Mombasa og ganga um gamla bæinn og versla. Gott úrval er af veitingastöðum í nágrenni hót- elanna, með matargerð víðs vegar úr heiminum. Ein amman í hópnum, Ragnhild- ur Benediktsdóttir, sem reyndar hefur ferðast víða, lýsti því yfir að þetta væri ein sú albesta ferð sem hún hefði farið og nú myndi hún stefna að því að fara með barna- börnin í ævintýraferð til Kenýa, þau yrðu að fá að upplifa þetta. Ferðin tókst sem sagt í alla staði mjög vel undir traustri leiðsögn ís- lensku fararstjóranna með Elínu Þorgeirsdóttur og Borgar Þor- steinsson í broddi fylkingar. Það voru sælir og brúnir ferðalangar sem héldu heim á Frón í eftir- páskahretið! Vonandi er Kenýa komið á ferðakort okkar Íslendinga og þess má geta, fyrir ykkur, sem dreymir um ævintýri í Kenýa, að önnur ferð verður í boði í haust. Hægt er að fræðast betur um ferðir til Kenýa á www.afrika.is.og www.uu.is. Ævintýraleg Kenýaferð Margir Íslendingar prófuðu að kafa með loftpípu í ylvolgum sjónum og kíkja á eitt fallegasta kóralrif í heimi. Gott var að slaka á við sundlaugina eða í hengirúmi á ströndinni. Marga ferðalanga er farið að þyrsta í eitthvað annað en hefðbundnar sólar- landaferðir. Því var Kenýa kjörinn kostur fyrir þá sem þrá ævintýri og sól og sumar. Ásdís Ásgeirs- dóttir slóst með í för. Í Masai Mara-þjóðgarðinum var keyrt utan vega og því auðvelt að nálgast dýrin í sínu villta umhverfi. Það var ekki laust við að um mann færi smáhrollur er fíla- hjörð valsaði fyrir framan jeppana og virti í leiðinni fyrir sér þessi nýju „dýr“. Morgunblaðið/Ásdís ÍMasai-þorpinu beið dans og söngur og tóku þeir hressustu þátt í dansinum eins og hún Ragna gerði með Masai-konunum. asdis@mbl.is ’Magnað var að sjá gíraffafjöl- skyldu á harða- hlaupum með- fram „flugbraut- inni“ með nokkur villisvín á eftir! Við vorum svo sannarlega komin í heim villtra dýra.‘

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.