Morgunblaðið - 11.06.2006, Page 50
50 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Stórglæsileg sérhæð á besta stað í Kópavogi. Íbúðin er 119,2 fm, 4ra herbergja með sérinngangi beint af götu. Íbúðin er hönnuð af arki-
tekt. Innréttingar eru sérsmíðaðar úr eik. Á gólfum í stofu, holi, svefnherbergjum, sjónvarpsstofu og skrifstofu er sérlega fallegt gegnheilt
eikarparket. Öll tæki fylgja og íbúðin getur verið laus fljótlega. Glæsileg eign sem stoppar stutt við.
Opið hús í dag milli kl. 16:00 og 18:00.
Halla og Björn taka vel á móti ykkur.
Sólarsalir 1 - Kópavogi
Opið hús í dag kl. 15:00 18:00i í l. 6: - :
Um er að ræða góða
4ra herb., ca 90 fm
íbúð á 2. hæð t.v.
sem er efsta hæð í
tveggja hæða,
mjög vel staðsettri
blokk. Suðursvalir.
Íbúð er laus fljótlega.
Verð 19,2 m.
Svala og Magnús sýna í dag kl. 14-16.
Opið hús í dag frá kl. 14-16
Efstahjalli 5, Kópavogi
www.valholl.is
www.nybyggingar.is
Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30.
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Sími 588 4477
Sími 533 4040
Fax 533 4041
TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA
jöreign ehf
Opið mán.–fim. frá kl. 9–18,
fös. frá kl. 9–17.Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali
Til sölu 192,5 fm verslunarhúsnæði á mjög góðum stað í Smár-
anum í Kópavogi. Mjög gott húsnæði á götuhæð með stórum
gluggum. Góð aðkoma. Hægt er að skipta eigninni upp í smærri
einingar. Eignin er laus til afh. nú þegar. Í sama húsi er Spari-
sjóður Kópavogs. Verð 39,9 millj.
HLÍÐASMÁRI - KÓPAVOGI
Kristinn Valur Wiium sölumaður s. 896 6913 og Ólafur Guðmundsson sölustjóri s. 896 4090
Ármúla 21 • Reykjavík • kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is
Hegranes - Hús á sjávarlóð á Arnarnesi
FRÁBÆR STAÐSETNING. GOTT INNRA SKIPULAG.
Húsið er á einni hæð og er innra skipulag hússins gott. Húsið er
232,6 fm og bílskúrinn er 40,3 fm, samtals 272,9 fm. Húsið
skiptist í 4 svefnherbergi, tvær samliggjandi stofur með arinstofu, eldhús, þvottahús, geymslu,
baðherbergi og gestasnyrtingu. Innangengt er út í tvöfaldan bílskúr. VERÐ: 85 MILJ.
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali
ERU SKÓLAR strákavænir?!
Nei það tel ég ekki svo vera.
Strákar þurfa oftar meira verk-
námsmiðað nám heldur en stelpur
og því rekast margir þeirra illa
innan grunnskólans eins og hann
er byggður upp. Strákar (einnig
stelpur, en færri) þurfa nám sem
byggist á því að gera eða skapa,
„Lerning by doing“. Drengir (oft-
ast) sem rekast illa í skóla, hafa
jafnvel verið greindir með ofvirkni
með athyglisbresti eða aðrar grein-
ingar s.s. með lestrarerfiðleika
snemma á grunnskólaaldri missa
oft fótanna í náminu og jafnhliða
versnandi náms-
árangri fer hegðun
þeirra oft einnig
versnandi. Í ljósi
reynslu minnar hef ég
sérstaklega að skoðað
þessi mál og komist
að þeirri niðurstöðu
að til þess að koma til
móts við þennan hóp
þyrfti að stórefla
verklega kennslu í
grunnskólanum. Helst
hefði ég viljað sjá að
grunnskólanum væri
skipt upp í bóknám
og verknám þegar á unglingastigi
8. til 10. bekkur, en það myndi
sjálfsagt reynast of dýr biti fyrir
sveitarfélögin að halda
slíkri deild út fyrir
fremur litla hópa. Í
Grunnskólanum í
Sandgerði varð úr að
stofna lítinn verknáms-
bekk þ.e. stefnt er að
því að stórefla verk-
lega kennslu fyrir þá
nemendur sem koma í
þann bekk og mikið er
lagt upp úr því að efla
félagsfærni nemenda
og bæta líðan. Ef nem-
anda líður illa og finn-
ur sig ekki í náminu er
engin von til þess að námsárangur
þeirra verði betri. En það er mjög
dýrt að halda uppi verknámi og því
hef ég verið að velta fyrir mér
frekari kostum.
Þá er ég loks að komast að
kjarnanum, ég legg til að sveit-
arfélögin Reykjanesbær, Sandgerði
og Garður hugsanlega Vogar setji á
fót sameiginlegan verknámsskóla á
grunnskólastigi sem hafi þessa 3
árganga innan borðs. Þessi skóli
væri þá rekinn sameiginlega, en
einnig ætti að fá samtök iðnaðar-
ins, stéttarfélög og fyrirtæki á
svæðinu til þess að koma að kostun
slíks skóla enda þeirra hagur einn-
ig að stórefla verkmenntun í land-
inu, einnig væri hugsanlegt að ríkið
(styrk) / framhaldsskólinn FS tæki
þátt í slíkri þróunarvinnu. Þessi
skóli yrði einnig að geta tekið á
námsvanda nemenda t.d. lestr-
arvanda og vinna að því að öll
hjálpargögn sem hægt er að nota í
bóknámi s.s. hljóðsnældur séu
framleiddar með öllu námsefni og
aðlagaðar kennsluaðferðir notaðar
s.s. munnleg próf. Fyrirtæki sem
tækju þátt gætu þá e.t.v. notið ein-
hverrar ívilnunar frá hendi sveitar-
félaganna sem gæti verið hvati fyr-
ir þau að taka að sér einstaka
þætti s.s. verklegt nám innan síns
fyrirtækis þannig að nemendur fái
bæði kennslu og þjálfun til verka.
Við búum við það að ungt fólk á
svæðinu sérlega drengir flosna upp
úr framhaldsskóla af því að þeir
hreinlega höndla ekki námið og
þrátt fyrir að framhaldsskólinn
bjóði upp á verknám þá fylgir öllu
námi bóklegar greinar sem þessir
nemendur þurfa að ganga í gegn-
um á sama hátt og aðrir nemendur
þó svo að upp á námsgetu þeirra
skorti t.d. varðandi lestrargetu.
Þessi verknámsskóli gæti hugs-
anlega einnig boðið upp á verknám
fyrir 16–18 ára sem þeir gætu svo
lokið í almennum framhaldsskóla
og væru þá hugsanlega búnir með
allar bóklegar greinar, þyrftu að-
eins einhver misseri í verklegu og
sveinspróf væri tekið í framhalds-
skólanum. Ég veit fyrir víst að FS
á mjög erfitt með að taka við þess-
um nemendum sem þurfa svo mik-
inn stuðning þannig að við værum
að leysa úr vanda grunnskólanna
og FS auk þess sem er aðalatriðið
að koma betur til móts við þarfir
nemenda með námsörðugleika.
Ef þessi tillaga mín gæti orðið að
veruleika þá tel ég að Reykjanes-
bær ætti að hafa forgöngu í málinu
þar sem það er í raun sterkasta
sveitarfélagið til þess að halda utan
um slíkt samstarf þar sem miðstöð
fræðslumála fyrir svæðið er hér í
bænum.
Skólaþróun
Ragnhildur L. Guðmundsdóttir
fjallar um skólamál ’Ef þessi tillaga míngæti orðið að veruleika
þá tel ég að Reykjanes-
bær ætti að hafa for-
göngu í málinu þar sem
það er í raun sterkasta
sveitarfélagið til þess
að halda utan um slíkt
samstarf þar sem mið-
stöð fræðslumála fyrir
svæðið er hér í bænum.‘
Ragnhildur L.
Guðmundsdóttir
Höfundur er félagsfræðingur
og kennari.