Morgunblaðið - 11.06.2006, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 11.06.2006, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 53 UMRÆÐAN HALLDÓR Ásgrímsson tilkynnti á Þingvöllum 5. júní sl., að hann hefði ákveðið að segja af sér sem forsætis- ráðherra. Jafnframt kom fram, að hann mundi láta af störfum formanns Framsókn- arflokksins á flokks- þingi á þessu ári. Ráðagerðir fóru út um þúfur Ráðgert hafði verið, að formaður og vara- formaður Framsóknar mundu láta af forustu Framsóknar strax og Finnur Ingólfsson taka við for- mennsku í flokknum og embætti fjármálaráðherra. Þessar ráðagerð- ir fóru út um þúfur. Ekki var sam- staða um þær í flokknum. Halldór Ásgrímsson frestaði því afsögn sinni sem formaður til næsta flokks- þings. Virðingarvert hjá Halldóri Halldór Ásgrímsson sagði á Þing- völlum, að hann væri að axla ábyrgð vegna stöðu Framsóknarflokksins eftir sveitarstjórnarkosningarnar. Það er virðingarvert, að Halldór skuli bregðast við úrslitum sveit- arstjórnarkosninganna með afsögn sinni. Það er nýtt í íslenskum stjórnmálum, að slíkt sé gert. Að vísu hefur Halldór sjálfsagt verið farinn að hugleiða afsögn án tillits til úrslita síðustu kosninga.Hann er búinn að vera lengi í pólitík og það er erfitt starf að vera stjórn- málamaður. Dugir ekki til að rétta flokkinn við Hins vegar er spurning hvort það dugir til þess að rétta Framsókn við, að skipta um mann í brúnni. Tökum dæmi: Ef Finnur Ingólfsson tekur við formennsku verður ekki mikil stefnubreyting. Stefna Hall- dórs og Finns í þjóðmálum er mjög svipuð. Þeir eru báðir hægrisinn- aðir. Halldór hefur fært flokkinn til hægri og Finnur er áreiðanlega sammála stefnumótun Halldórs. Guðni Ágústsson er hins vegar fulltrúi róttækari arms flokksins og því gæti hann fært flokkinn ör- lítið til vinstri. Metur völdin meira en hugsjónir Það er áreiðanlegt, að fylgishrun Fram- sóknar hefur átt sér stað fyrst og fremst vegna samvinnunnar við Sjálfstæðisflokkinn. Framsókn hefur stutt stefnu Sjálfstæð- isflokksins að mestu leyti og á meðan ekki verður breyt- ing þar á eykst ekki fylgi Fram- sóknar á ný. Framsókn hefur metið völdin meira en gamlar hugsjónir Framsóknar um samvinnustefnu og félagshyggju. Með íhaldinu í borgarstjórn Þetta kom vel í ljós við stjórn- armyndun eftir síðustu þingkosn- ingar og við myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Í borg- arstjórn ákvað Framsóknarflokk- urinn að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum áður en nokk- uð var farið að ræða málefni. Það var einungis hugsað um völdin. Það dugði Framsókn að fá formennsku í borgarráði. Flokkurinn hugsaði ekkert um að viðhalda samstarfi R- listaflokkanna, sem höfðu unnið saman í 12 ár með góðum árangri. Best að rjúfa stjórnina Erfitt er að sjá, að Framsókn rétti við í óbreyttu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Besta leiðin til þess að bæta hag Framsóknar er að rjúfa stjórnarsamstarfið. Kjósendur hafa sent Framsókn skýran boð- skap um að þeir vilji breytta stefnu. Annar hver kjósandi yfirgaf Fram- sókn í sveitarstjórnarkosningunum. Túlka má þennan boðskap sem svo, að kjósendur vilji að Framsókn rjúfi stjórnina. Framsókn ætti að taka mark á boðskap kjósenda. Framsókn verður að rjúfa stjórnina Björgvin Guðmundsson fjallar um stjórnmálaviðhorfið í kjöl- far sveitarstjórnarkosninganna ’Túlka má þennan boðskap sem svo, að kjósendur vilji að Framsókn rjúfi stjórnina. Framsókn ætti að taka mark á boðskap kjósenda.‘ Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. Fr u m Skerplugata 2 - 101 Reykjavík Notalegt 132,5 fm einbýli í litla Skerjafirði. Húsið var aðflutt árið 1990 og hefur að miklu leyti verið endurnýjað frá þeim tíma. Rúmgott anddyri, opið eldhús og stofa / borðstofa með kamínu, þaðan sem er útgengt á suðurpall og í fallegan suðurgarð. Gegnheill olíuborinn hlynur á gólfi. Á rishæð er gott alrými, í kjallara eru 3 svefnherbergi, fataherbergi, þvottahús og baðherbergi. Sér inngangur er í kjallara. Rólegt og sjarmerandi um umhverfi Fallegur suðurgarður í góðri rækt. Ásett verð 48,0 milj. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Birkihlíð Stórglæsilegt og mikið endurnýjað 232 fm raðhús á þremur hæðum auk 28 fm sérstæðs bílskúrs með mikilli lofthæð. Eignin er endurnýjuð á vandaðan og smekklegan hátt. Stofa með arni og aukinni lofthæð, eldhús með nýjum, glæsi- legum eikarinnrétt., eyju og vönduðum tækjum og 5 stór herbergi auk fataher- bergis. Glæsileg endurnýjuð lóð með veröndum, skjólveggjum og hellulögðum stéttum. Hiti í innkeyrslu. Suðursvalir. Laust til afhendingar fljótlega. Fornaströnd - Seltjarnarnesi Vel staðsett 210 fm einbýlishús á einni hæð auk 39 fm tvöfalds bílskúrs. Eign- in skiptist m.a. í rúmgott hol, samliggj. borð- og setustofu með útsýni til sjáv- ar, stórt eldhús, sjónvarpsstofu, 4 herb. auk húsbóndaherb. og flísalagt baðherb. auk gestasalernis. Úr sjón- varpsstofu er gengið í hellulagðan sól- skála og á verönd. Falleg ræktuð lóð. Verð 69,0 millj. Tjarnargata- glæsiíbúð með útsýni yfir Tjörnina Stórglæsileg 92 fm, 4ra herb. íbúð á 2. hæð auk 18 fm herb. í kj. Íbúðin er al- gjörlega endurnýjuð á vandaðan og smekklegan hátt, m.a. öll gólfefni, inn- rétting í eldhúsi og tæki, baðherbergi, innihurðir, lýsing og raflagnir. Rúmgóð- ar samliggj. stofur og 2 herb. Frábær staðsetning. Eign sem vert er að skoða. Verð 35,0 millj. Vesturhólar - útsýni Mjög gott 233 fm einbýlishús á tveimur hæðum auk 29 fm bílskúrs. Aðalhæð- in, sem er 145 fm að stærð, skiptist í stofu með útgangi á svalir til suðurs og vesturs, eldhús með nýlegri innréttingu og nýlegum tækjum, 3 herbergi, öll með skápum, og flísalagt baðherbergi auk gesta w.c. Parket og flísar á gólf- um. Sér 3ja herb. íbúð er á neðri hæð, góðar leigutekjur. Ræktuð lóð. Gott út- sýni yfir borgina. Stutt í Elliðaárdalinn í góðar gönguleiðir. Verð 47,5 millj. Hrauntunga - suðurhlíðar Kópavogs Fallegt 263 fm einbýlishús á tveimur hæðum. Eignin er vel staðsett í suður- hlíðum Kópavogs og nýtur mikils útsýn- is. Samliggjandi stofur með arni, eldhús með nýjum tækjum, 4 herbergi og bað- herbergi. Bílskúr innréttaður sem lítil íbúð. Hús nýlega málað og þak nýlegt. Gróin lóð sem er að hluta endurnýjuð. Mikil veðursæld. Verð 53,0 millj. Skeljanes - 100 fm 3ja herb. risíbúð með stórum svölum. Glæsileg og mjög björt 100 fm risíbúð með stórum svölum í suðvestur í fallegu timburhúsi í Skerjafirðinum. Íbúðin skiptist m.a. í rúmgott eldhús, 2 góð herbergi, stofu með góðri lofthæð og baðherb. með þvottaaðst. Parket. Stór- ar suðvestur svalir með fallegu útsýni. Verð 24,0 millj. … bara gaman! Lyngháls 4 – s: 517 7727 – www.nora.is Norræn hönnunun • www.bergis.is COPENHAGEN Fréttir á SMS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.