Morgunblaðið - 11.06.2006, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 53
UMRÆÐAN
HALLDÓR Ásgrímsson tilkynnti
á Þingvöllum 5. júní sl., að hann
hefði ákveðið að segja
af sér sem forsætis-
ráðherra. Jafnframt
kom fram, að hann
mundi láta af störfum
formanns Framsókn-
arflokksins á flokks-
þingi á þessu ári.
Ráðagerðir fóru
út um þúfur
Ráðgert hafði verið,
að formaður og vara-
formaður Framsóknar
mundu láta af forustu
Framsóknar strax og
Finnur Ingólfsson taka við for-
mennsku í flokknum og embætti
fjármálaráðherra. Þessar ráðagerð-
ir fóru út um þúfur. Ekki var sam-
staða um þær í flokknum. Halldór
Ásgrímsson frestaði því afsögn
sinni sem formaður til næsta flokks-
þings.
Virðingarvert
hjá Halldóri
Halldór Ásgrímsson sagði á Þing-
völlum, að hann væri að axla ábyrgð
vegna stöðu Framsóknarflokksins
eftir sveitarstjórnarkosningarnar.
Það er virðingarvert, að Halldór
skuli bregðast við úrslitum sveit-
arstjórnarkosninganna með afsögn
sinni. Það er nýtt í íslenskum
stjórnmálum, að slíkt sé gert. Að
vísu hefur Halldór sjálfsagt verið
farinn að hugleiða afsögn án tillits
til úrslita síðustu kosninga.Hann er
búinn að vera lengi í pólitík og það
er erfitt starf að vera stjórn-
málamaður.
Dugir ekki til að
rétta flokkinn við
Hins vegar er spurning hvort það
dugir til þess að rétta Framsókn
við, að skipta um mann í brúnni.
Tökum dæmi: Ef Finnur Ingólfsson
tekur við formennsku verður ekki
mikil stefnubreyting. Stefna Hall-
dórs og Finns í þjóðmálum er mjög
svipuð. Þeir eru báðir hægrisinn-
aðir. Halldór hefur fært flokkinn til
hægri og Finnur er áreiðanlega
sammála stefnumótun Halldórs.
Guðni Ágústsson er hins vegar
fulltrúi róttækari arms
flokksins og því gæti
hann fært flokkinn ör-
lítið til vinstri.
Metur völdin
meira en hugsjónir
Það er áreiðanlegt,
að fylgishrun Fram-
sóknar hefur átt sér
stað fyrst og fremst
vegna samvinnunnar
við Sjálfstæðisflokkinn.
Framsókn hefur stutt
stefnu Sjálfstæð-
isflokksins að mestu
leyti og á meðan ekki verður breyt-
ing þar á eykst ekki fylgi Fram-
sóknar á ný. Framsókn hefur metið
völdin meira en gamlar hugsjónir
Framsóknar um samvinnustefnu og
félagshyggju.
Með íhaldinu í borgarstjórn
Þetta kom vel í ljós við stjórn-
armyndun eftir síðustu þingkosn-
ingar og við myndun meirihluta í
borgarstjórn Reykjavíkur. Í borg-
arstjórn ákvað Framsóknarflokk-
urinn að mynda meirihluta með
Sjálfstæðisflokknum áður en nokk-
uð var farið að ræða málefni. Það
var einungis hugsað um völdin. Það
dugði Framsókn að fá formennsku í
borgarráði. Flokkurinn hugsaði
ekkert um að viðhalda samstarfi R-
listaflokkanna, sem höfðu unnið
saman í 12 ár með góðum árangri.
Best að rjúfa stjórnina
Erfitt er að sjá, að Framsókn
rétti við í óbreyttu samstarfi við
Sjálfstæðisflokkinn. Besta leiðin til
þess að bæta hag Framsóknar er að
rjúfa stjórnarsamstarfið. Kjósendur
hafa sent Framsókn skýran boð-
skap um að þeir vilji breytta stefnu.
Annar hver kjósandi yfirgaf Fram-
sókn í sveitarstjórnarkosningunum.
Túlka má þennan boðskap sem svo,
að kjósendur vilji að Framsókn rjúfi
stjórnina. Framsókn ætti að taka
mark á boðskap kjósenda.
Framsókn verður
að rjúfa stjórnina
Björgvin Guðmundsson fjallar
um stjórnmálaviðhorfið í kjöl-
far sveitarstjórnarkosninganna ’Túlka má þennan boðskap sem svo, að
kjósendur vilji að
Framsókn rjúfi stjórnina.
Framsókn ætti að
taka mark á boðskap
kjósenda.‘
Björgvin Guðmundsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Fr
u
m
Skerplugata 2 - 101 Reykjavík
Notalegt 132,5 fm einbýli í litla Skerjafirði. Húsið var aðflutt árið 1990 og hefur að miklu leyti verið
endurnýjað frá þeim tíma. Rúmgott anddyri, opið eldhús og stofa / borðstofa með kamínu, þaðan
sem er útgengt á suðurpall og í fallegan suðurgarð. Gegnheill olíuborinn hlynur á gólfi. Á rishæð er
gott alrými, í kjallara eru 3 svefnherbergi, fataherbergi, þvottahús og baðherbergi. Sér inngangur er í
kjallara. Rólegt og sjarmerandi um umhverfi Fallegur suðurgarður í góðri rækt. Ásett verð 48,0 milj.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali.
Birkihlíð
Stórglæsilegt og mikið endurnýjað 232 fm raðhús á þremur hæðum auk 28 fm
sérstæðs bílskúrs með mikilli lofthæð. Eignin er endurnýjuð á vandaðan og
smekklegan hátt. Stofa með arni og aukinni lofthæð, eldhús með nýjum, glæsi-
legum eikarinnrétt., eyju og vönduðum tækjum og 5 stór herbergi auk fataher-
bergis. Glæsileg endurnýjuð lóð með veröndum, skjólveggjum og hellulögðum
stéttum. Hiti í innkeyrslu. Suðursvalir. Laust til afhendingar fljótlega.
Fornaströnd - Seltjarnarnesi
Vel staðsett 210 fm einbýlishús á einni
hæð auk 39 fm tvöfalds bílskúrs. Eign-
in skiptist m.a. í rúmgott hol, samliggj.
borð- og setustofu með útsýni til sjáv-
ar, stórt eldhús, sjónvarpsstofu, 4
herb. auk húsbóndaherb. og flísalagt
baðherb. auk gestasalernis. Úr sjón-
varpsstofu er gengið í hellulagðan sól-
skála og á verönd. Falleg ræktuð lóð.
Verð 69,0 millj.
Tjarnargata- glæsiíbúð
með útsýni yfir Tjörnina
Stórglæsileg 92 fm, 4ra herb. íbúð á 2.
hæð auk 18 fm herb. í kj. Íbúðin er al-
gjörlega endurnýjuð á vandaðan og
smekklegan hátt, m.a. öll gólfefni, inn-
rétting í eldhúsi og tæki, baðherbergi,
innihurðir, lýsing og raflagnir. Rúmgóð-
ar samliggj. stofur og 2 herb. Frábær
staðsetning. Eign sem vert er að
skoða. Verð 35,0 millj.
Vesturhólar - útsýni
Mjög gott 233 fm einbýlishús á tveimur
hæðum auk 29 fm bílskúrs. Aðalhæð-
in, sem er 145 fm að stærð, skiptist í
stofu með útgangi á svalir til suðurs og
vesturs, eldhús með nýlegri innréttingu
og nýlegum tækjum, 3 herbergi, öll
með skápum, og flísalagt baðherbergi
auk gesta w.c. Parket og flísar á gólf-
um. Sér 3ja herb. íbúð er á neðri hæð,
góðar leigutekjur. Ræktuð lóð. Gott út-
sýni yfir borgina. Stutt í Elliðaárdalinn í
góðar gönguleiðir. Verð 47,5 millj.
Hrauntunga - suðurhlíðar Kópavogs
Fallegt 263 fm einbýlishús á tveimur
hæðum. Eignin er vel staðsett í suður-
hlíðum Kópavogs og nýtur mikils útsýn-
is. Samliggjandi stofur með arni, eldhús
með nýjum tækjum, 4 herbergi og bað-
herbergi. Bílskúr innréttaður sem lítil
íbúð. Hús nýlega málað og þak nýlegt.
Gróin lóð sem er að hluta endurnýjuð.
Mikil veðursæld. Verð 53,0 millj.
Skeljanes - 100 fm 3ja herb. risíbúð
með stórum svölum.
Glæsileg og mjög björt 100 fm risíbúð
með stórum svölum í suðvestur í fallegu
timburhúsi í Skerjafirðinum. Íbúðin
skiptist m.a. í rúmgott eldhús, 2 góð
herbergi, stofu með góðri lofthæð og
baðherb. með þvottaaðst. Parket. Stór-
ar suðvestur svalir með fallegu útsýni.
Verð 24,0 millj.
… bara gaman!
Lyngháls 4 – s: 517 7727 – www.nora.is
Norræn hönnunun • www.bergis.is
COPENHAGEN
Fréttir á SMS