Morgunblaðið - 11.06.2006, Page 62
62 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Minningarathöfn um móður mína, ömmu, systur
og mágkonu,
HILDIGUNNI ADOLFSDÓTTUR DIXON,
fer fram í Hjallakirkju, Kópavogi, miðvikudaginn
14. júní kl. 16.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlega
bent á að láta Krabbameinsfélag Íslands njóta
þess.
Adolf Þráinsson,
Daníel Adolfsson, Emma Adolfsdóttir,
Hilmar Adolfsson,
Gylfi Adolfsson, Vilborg Geirsdóttir.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
PÉTUR ÞORBJÖRNSSON
skipstjóri,
Skúlagötu 20,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum Hringbraut fimmtudaginn
8. júní.
Ágústa Pétursdóttir, Sigurður Helgason,
Eyjólfur Pétursson, Ingveldur Gísladóttir,
Líney Björg Pétursdóttir, Kristinn Sigmarsson,
Pétur Örn Pétursson, Ólöf K. Guðbjartsdóttir,
afabörn og langafabörn.
Systir okkar,
KRISTJANA HALLGRÍMSDÓTTIR
frá Grafargili í Önundarfirði,
síðast til heimilis á
Kópavogsbraut 1a,
lést mánudaginn 29. maí sl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar B-7 á Landspítalanum
í Fossvogi fyrir góða umönnun.
Systkini hinnar látnu
og aðrir aðstandendur.
Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
RUTH EINARSDÓTTIR,
Lönguhlíð 21,
Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 8. júní, verður jarðsungin
frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 15. júní
kl. 13.00.
Jón Guðmundsson og börn,
Einar Óskarsson, Dagmar S. Gunnarsdóttir,
Már Óskarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi,
GUNNAR ARNAR HILMARSSON,
Stórási 7,
Garðabæ,
lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði fimmtudaginn
8. júní.
Útförin verður auglýst síðar.
Sigríður Sverrisdóttir,
Elsa Björk Gunnarsdóttir, Jakob Kristjánsson,
Gunnar Örn og Sigrún Ósk.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
SIGURLAUG KRISTJÁNSDÓTTIR,
Tjaldanesi 3,
Garðabæ,
lést fimmtudaginn 8. júní sl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Jón Kr. Sveinsson,
Kristján Þ. Jónsson, Sveinbjörg Guðmarsdóttir,
Inga Sveinbjörg Jónsdóttir,
Jóna F. Jónsdóttir, Þorsteinn Ingi Jónsson,
Sigurður M. Jónsson,
Vala Rún Jónsdóttir, Guðmundur Óli Reynisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANNES KRISTJÁNSSON,
Klambraseli,
lést fimmtudaginn 8. júní.
Útförin fer fram frá Grenjaðarstaðarkirkju miðviku-
daginn 14. júní kl. 14:00.
Kristján Jóhannesson, Kolbrún Friðgeirsdóttir,
Guðrún Jóhannesdóttir, Jón Ísaksson,
Ragnheiður L. Jóhannesdóttir, Gunnar Hallgrímsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Það þyrmdi yfir okkur í Linda-
skóla rétt eins og í veðrinu á vor-
dögum í maí, þegar við fengum þær
fréttir að Helga Þóra okkar væri
látin. Stórt skarð hefur verið
höggvið í nemendahópinn og sitjum
við eftir harmi slegin.
Helga Þóra var fyrirmyndarnem-
andi í einu og öllu, hvort sem var í
námi eða leik. Hún var dugleg,
samviskusöm, kurteis og góðhjört-
uð. Helga Þóra bar virðingu fyrir
öllum og ekki síst þeim sem minna
máttu sín.
Minningarnar eru margar og í
fersku minni er ferðin að Reykjum
í Hrútafirði í vetur. Þar nutu
krakkarnir sín vel í samvistum
hvert við annað og okkur kenn-
arana sem vorum með í þeirri ferð.
Gleðin og hamingjan ljómaði af
Helgu Þóru. Þar sáum við svo vel
þann eiginleika hennar að hrífa
aðra með sér eins og hún gerði á
kvöldvökunum þar.
Söknuður okkar er sár en minn-
ingarnar sem við eigum um Helgu
Þóru munu ylja í framtíðinni. Hug-
ur okkar síðustu daga hefur verið
hjá foreldrum hennar og bræðrum
sem eiga um svo sárt að binda. Við
vottum þeim okkar innilegustu
samúð.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson.)
Arnar, Linda og Sigurrós.
Kveðja frá Lindaskóla
Það skiptir ekki máli hve lengi við lifum,
HELGA ÞÓRA
KJARTANSDÓTTIR
✝ Helga ÞóraKjartansdóttir
fæddist í Reykjavík
9. júlí 1993. Hún lést
á Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi í
Fossvogi mánudag-
inn 29. maí síðastlið-
inn. Hún var dóttir
hjónanna Júlíönu
Friðriku Harðar-
dóttur, f. 1964, og
Kjartans Odds
Kristjánssonar, f.
1959. Tvíburabróðir
Helgu Þóru er
Kristján Oddur en yngri bróðir
þeirra er Friðrik Björn, f. 1995.
Útför Helgu Þóru var gerð í
kyrrþey 6. júní.
heldur hvernig við lif-
um. Vel notað líf er
langt líf.
(Leonardo da Vinci.)
Þegar vor er í lofti
eru nemendur og
starfsfólk skóla um
allt land að undirbúa
komu sumarsins. Við
gerum ráð fyrir því
að við getum öll
gengið glöð í bragði
út í sumarið. En
stundum fer lífið á
annan veg en við ætl-
um.
Það var einn af þessum hlýju
björtu vordögum þegar Helga Þóra
hné niður í kennslustund. Við vor-
um vongóð um að þetta væri ekkert
alvarlegt en vonirnar dofnuðu eftir
því sem á leið og það var kaldur og
napur dagur þegar við fengum þær
fregnir að lengur yrði ekkert að
gert og Helga Þóra kvaddi þennan
heim.
Helga Þóra var frábær félagi
sem best sést á öllum þeim fallegu
kveðjum sem skólasystkini hennar
hafa unnið í útrás fyrir sorg sína og
vanmátt í því sem orðið er. Öllum
þessum kveðjum var safnað saman
í stóra minningabók og hún færð
fjölskyldu hennar.
Við vildum svo gjarnan mega
njóta samvista við hana lengur,
glaðværðarinnar og þeirrar uppörv-
unar sem jákvætt lífsviðhorf,
fölskvalaus umhyggja og skapandi
frumkvæði hennar tendraði í
brjóstum þeirra sem nutu. Þess
vegna finnum við sárt til þess nú
hve mikið við höfum misst. Við
kveðjum Helgu Þóru með söknuði,
eftirsjá og trega.
Hugur okkar og samúð er hjá
foreldrum hennar og bræðrum sem
við biðjum góðan Guð að styrkja.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum í trú
á að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni
vekja hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Starfsfólk Lindaskóla.
Elsku Helga mín, ekki grunaði
mig fyrir rúmum tveimur vikum
þegar við vorum að hlaupa úti í
leikfimitíma og þú hneigst niður
meðvitundarlaus, að það yrði í síð-
asta skipti sem ég sæi þig. Ég geng
núna oft þessa sömu leið og horfi á
staðinn þar sem þú dast, neðan við
beygjuna. Einnig hugsa ég oft um
þær góðu samverustundir sem við
áttum þú ég og Eygló. Við fórum í
hesthúsið að hugsa um kanínurnar,
á hestbak og fífluðumst í stóra
gerðinu. Og síðan öll þau skipti sem
við lékum okkur saman í útivist.
Helga mín, þú varst svo dugleg í
skólanum og fékkst góðar einkunn-
ir, hjartahlý og tilbúin að hjálpa
manni ef á þurfti að halda.
Helga, þú átt stað í hjarta mínu.
Þín skólasystir og vinkona
Helena Ríkey Leifsdóttir 7AB.
Helga Þóra kom á sinn fyrsta
skátafund hjá okkur haustið 2002.
Helga Þóra varð strax áhugasöm
um skátastarfið og starfaði með
sveitinni Baldintátum veturinn 2002
– 2003. Það einkenndi Helgu Þóru
hversu kurteis, samviskusöm, blíð
og góð ung stelpa hún var. Okkur
er sérstaklega minnisstætt að
Helga Þóra kom oftar en ekki og
þakkaði fyrir sig í lok fundar og tók
í höndina á okkur foringjum sínum.
Það eru forréttindi að hafa fengið
að starfa með þessari lífsglöðu
ungu stúlku.
Við, sveitarforingjar skátasveit-
arinnar Baldintáta í skátafélaginu
Kópum, veturinn 2002 – 2003, vott-
um foreldrum hennar og bræðrum,
sem og öðrum ættingjum og vinum
alla okkar samúð, missir ykkar er
mikill.
Halla Jónsdóttir og Sigríð-
ur Alma Gunnsteinsdóttir.
Að dást að ungu efnilegu fólki er
eitthvað það yndislegasta sem hægt
er að hugsa sér. Það yndislegasta
er auðvitað að eiga unga fólkið
sjálfur. Stundum eignast maður
stærri hóp, það gerist í sjálfboða-
liðastarfi íþróttafélaga. Að rita fög-
ur orð um árangur er einnig ynd-
islegt, oft svo að stoltið hefur valdið
tári á hvarmi. Að rita fögur orð um
árangur, heilt lífshlaup ungrar
stúlku sem allt of snemma kveður
okkur, verður seint yndislegt nema
þegar rifjaðar eru upp þær frá-
bæru minningar sem hún skilur
eftir sig. Helga Þóra hóf ásamt
bræðrum sínum að æfa karate árið
2001. Strax varð okkur ljóst að þar
var komin góður og efnilegur hópur
til æfinga. Öll svo prúð, áhugasöm
og dugleg að eftir var tekið. Sér-
staklega var eftir því tekið hve
ástundunin var góð. Við segjum oft
að aðalkapp karateiðkanda sé við
sjálfan sig, gera betur í dag en síð-
ast og svo enn betur næst. Þar
voru þau systkinin á heimavelli.
Sumir vilja etja kappi við aðra og
það gerðu Helga Þóra og bræður
hennar oft og nær undantekning-
arlaust með þeim árangri að verð-
launapeningur hékk um háls á leið-
inni heim. Yfir því lét hún ekki
hátt, var eftir sem áður prúð,
áhugasöm og dugleg, stefndi á
svarta beltið og Ólympíuleikana
þegar fram liðu stundir. Víst er að
við vonuðumst einnig eftir þeim ár-
angri en auðvitað fyrst og fremst
eftir að hún myndi njóta íþrótt-
arinnar sér til góðs um ókomna tíð.
Sú tíð er því miður liðin allt of
fljótt, við hin kveðjum með tár á
hvarmi. Um leið og við vottum
bræðrunum, þeim Kristjáni Oddi
og Friðriki Birni, foreldrum og öðr-
um sem sárt syrgja okkar innileg-
ustu samúð, væntum við þess að
Helga Þóra megi verða okkur hin-
um hvatning til að setja okkur skýr
markmið til að stefna að. Hún mun
svo fylgjast með okkur á Ólympíu-
leikunum.
Karatedeild Breiðabliks,
Indriði Jónsson, formaður.