Morgunblaðið - 11.06.2006, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 11.06.2006, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 63 MINNINGAR ✝ Einar Magnús-son fæddist í Hvítarhlíð í Strandasýslu 2 ágúst 1931. Hann lést 23. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Einarsson og Sigríður Gísla- dóttir. Systkini Ein- ars eru drengur fæddur andvana, Ragnhildur (látin), gift Jóni Björnssyni (látinn), þau áttu 11 börn (2 synir þeirra látnir), Guð- finna gift Indriða Sigmundssyni, þau eiga einn son og Ólöf, gift Óskari Guðmannssyni og eiga þau 2 börn. Einar kvæntist 2. nóvember 1958 Hersilíu Guðrúnu Þórðar- dóttur, f. á Ljúfustöðum 17. jan- úar 1939. Þau bjuggu í Hvítarhlíð allt þar til þau brugðu búi árið 2001 og fluttu til Hólmavíkur. Börn þeirra eru: 1) Hugrún Her- silía, f. 23. janúar 1961, maður hennar er Friðrik Ragnarsson. Dóttir þeirra er Katla Sólborg. Dætur Hugrúnar og fyrri manns hennar Sigurvins Helga Bald- vinssonar (látinn) eru Sigríður Magnea, í sambúð með Magnúsi Auðunssyni og Ólafía Guðrún, í sambúð með Eyvindi Svani Magnússyni. Dóttir þeirra er Sara Dögg. Fyrir átti Eyvindur, Lovísu Oktavíu, Karen Hrönn og Bjarna Salvar. Börn Friðriks eru Alex- andra Signý og Friðrik Sindri. 2) Sigríður 17. apríl 1964, maður hennar er Jón Hákonarson. Börn þeirra eru Sunna, Lilja Guð- rún, Kristín, og Einar Hákon. Kær- asti Kristínar er Benedikt Egils Sævarsson. 3) Gísla Björg, f. 13. janúar 1970, maður hennar er Ólafur Rósant Sigurðsson, dætur þeirra eru Hafrún Huld og Harpa Björk. 4) Magnús, f. 11. desember 1977. Einar lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum á Núpi árið 1953 og vann svo að búi foreldra sinna þar til þau Hersilía hófu búskap að Hvítarhlíð, Einar var virkur í félagsstarfi í sínu sveit- arfélagi og tók fagnandi öllum framförum er lutu að ræktunar- og bústörfum. Einnig var Einar kaupfélagsstjóri í Kaupfélagi Bitrufjarðar á Óspakseyri um árabil. Úför Einars var gerð frá Hólmavíkurkirkju 1. júní. Jarð- sett var í Óspakseyrarkirkju- garði Ég kýs að trúa að lífið sé eins og bók. Þegar við fæðumst eru blöðin tóm en jafnóðum og við vöxum, þroskumst og eldumst fyllast síð- urnar, ein af annarri. Þær fyllast af öllu því sem við upplifum. Gleði, sorgum, sigrum, ósigrum, hreysti og heilsuleysi. Afi minn, bókin þín er þykk. Þú lifðir góðu lífi þó að síðustu árin væru erfið. Ein besta minning mín um þig er þessi. Þú situr með mig í fanginu í eld- húsinu ykkar ömmu í Hvítárhlíð. Ég er varla nema svona fjögurra ára. Þú ruggar mér á hnjánum á þér og við syngjum saman alls konar vísur. Ég man að stundum bað ég þig að syngja lagið um mig. Þá átti ég ýmist við ,,Kristín litla komdu hér“ eða , „Eitthvað tvennt á hné ég hef“. Svo til að forðast allan misskilning söngst þú bara bæði. Þú söngst líka alltaf ,,Við skulum róa sjóinn á“. Mér finnst þú eiga stóran þátt í því hvað sönggleðin er rík í mér. Þú kennd- ir mér líka mjög snemma að bæk- ur eru fjársjóður og þær beri að virða. Þú hefur eflaust ýtt töluvert undir bókaorminn í mér. Það var líka alltaf gott að koma og lúra með þér þegar þú lagðir þig eftir matinn. Þá kúrði ég mig í hálsakotið á þér og sofnaði stund- um þar í hlýjunni frá þér. Elsku afi, síðustu árin voru erfið, en nú er þrautagangan liðin og við höfum séð um okkar hlið, að koma þér síðasta spölinn. Afi minn, nú er bókinni þinni lokið. Síðasti kaflinn hefur verið skrifaður og allir punktarnir eru komnir yfir i-in. Ég sé bókina þína bundna í vínrautt leður og með gyllingum. Hún líkst fallegu bók- unum ykkar ömmu. Hún fær svo að vera á bókasafninu þarna efra. Takk, elsku afi minn, fyrir öll árin og ég veit að þér líður vel núna. Það er erfitt að kveðja en líf- ið heldur áfram. Þú stýrir okkur svo bara réttu leiðina þarna að of- an. Hvíl í friði, við sjáumst svo þeg- ar minn tími er kominn, Ástarkveðja Kristín. Elsku pabbi minn nú er lokið þinni löngu þrautagöngu við ill- skeyttan sjúkdóm sem engu eirði. Hann tók margt frá þér smátt og smátt. En nú trúum við að þér líði vel og að þú horfir til okkar með gleði og von um betri tíð með blóm í haga. Hafðu þökk fyrir öll árin sem við áttum saman við leik og störf í sveitinni okkar. Allt sem mig langar að segja þér í lokin felst í þessu ljóði. Guð veri með þér og okkur öll- um. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar. Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins og þú. Ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt. Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið barn. Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði. Ó, pabbi minn, ég dáði þína léttu lund. Leikandi kátt, þú lékst þér á þinn hátt. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Æskunnar ómar ylja mér í dag. (Þorsteinn Sveinsson) Þín dóttir Sigríður. Til afa. Ég veit að í dag eru mikil for- réttindi að þekkja í raun afa sinn og ömmu, ég fékk ekki aðeins að þekkja ykkur, ég fékk líka að búa hjá ykkur á sumrin. Eitt það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til baka í sveitina er öll girðingarvinnan sem við unnum saman að. Það hefur nú sennilega ekki verið mikil hjálp í mér, hlaupandi um með lykju- pakka og blaðrandi frá mér allt vit, en alltaf bauðstu mér með. Og mér fannst ég vera ómissandi. Það var líka gaman að hjálpa til í fjárhús- unum, við krakkarnir buðumst oft til að hjálpa til við að ýta heyvagn- inum frá hlöðunni, svo þú yrðir nú ekki of þreyttur til að ýta okkur öllum í honum tómum til baka. Alltaf fékk ég að dýfa mola í kaffið og lykta af tappanum úr tóbaks- pontunni. Og helst vildi ég hætta að stækka svo ég gæti alltaf látið þig ganga með mig um gólf. Elsku afi minn, takk fyrir mig. Takk fyr- ir góðu stundirnar og takk fyrir góðu minningarnar. Og ekki gleyma að taka frá sæti á bekkn- um handa mér, við hliðina á þér. Kveðja Sigríður Magnea. Elsku afi minn. Ég man eftir því hvað það var gaman að koma til þín og ömmu í sveitina og sjá öll dýrin. Ég man eftir okkur að spila saman Svarta Pétur og ólsen-ól- sen. Ég man eftir því þegar þú varst veikur og komst til okkar til að fara á spítalann og við heim- sóttum þig og fórum stundum saman í göngutúr. Ég man eftir því að þú áttir alltaf bismark- brjóstsykur til að gefa mér, ég kallaði hann afabrjóstsykur. Ég man hvað mér fannst ósanngjarnt að þú værir svona veikur. Ég sakna þín afi minn og vona að þú sért núna hjá öllum dýr- unum þínum í nýrri og fallegri sveit hjá guði. Takk fyrir allt afi minn, þín afa- stelpa, Katla Sólborg. EINAR MAGNÚSSON Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði Mitt í sorginni býr gleðin. Gleðin yfir að hafa átt vináttu Val- lýjar. Það er erfitt að kveðja þegar enn er svo margt ógert. En … það er svo margt sem aldrei hverfur – samverustundirnar og minning- arnar. Leiðir okkar Vallýjar lágu fyrst saman fyrir tæpum 30 árum, skömmu eftir að Vallý flutti með börnin sín þrjú til Reykjavíkur frá Dalvík. Auk þess að koma úr ólík- um aðstæðum vorum við afar ólík- ar, Vallý róleg, yfirveguð og jarð- bundin – ég andstæðan. Þetta varð upphaf vináttu sem enn styrktist er Vallý kynntist manni sínum Páli Magnússyni sálfræðingi, nánum samstarfsmanni mínum og vini. Í hönd fóru skemmtileg ár. Vallý og Palli eða Pallý og Valli eins og börnin okkar Adda sögðu alltaf, unnu samhent að uppeldi Hlyns, Elísabetar og Bjarka. Vallý sem ekkert vílaði fyrir sér, fór í meira nám og hafði nýtekið við spenn- andi stöðu á sínu sérsviði er hún veiktist. Síðustu árin sáumst við Vallý minna, við Addi upptekin af barnauppeldi, Vallý og Palli sinntu fræðimennsku í sínum störfum og nutu þess að vera til og ferðuðust víða. En alltaf var eins og við hefð- um sést í gær þá við Vallý töluðum saman og ég hlakkaði til að taka upp þráðinn þegar um færi að hægjast. Sterk og hlý nærvera einkenndi Vallý, einnig er við kvöddumst nú síðast. Kæra vinkona, ég kveð þig með virðingu. Innilegar samúðarkveðjur okkar Adda. Rósa Steinsdóttir. Dúnmjúkum höndum strauk kulið um krónu og ax, og kvöldið stóð álengdar, hikandi, feimið og beið. Að baki okkur týndist í mistrið hin lang- farna leið, eins og léttstigin barnsspor í rökkur MARGRÉT VALLÝ JÓHANNSDÓTTIR ✝ Margrét VallýJóhannsdóttir fæddist á Akureyri 21. september 1948. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut í Reykjavík 1. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hallgríms- kirkju í Reykjavík 9. maí. hins hnígandi dags. (Steinn Steinarr.) Undanfarna daga hefur mér verið tíð- litið á myndina af okkur bekkjarsystk- inum, ’48 árgangs í Dalvíkurskóla, sem tekin var þegar við áttum ógleymanlegan endurfund á 25 ára fermingarafmælinu. Við stilltum okkur upp á sama hátt og þegar við sátum fyrir hjá Steingrími Bernharðssyni í 4. bekk. Þetta var fámennur hópur, fyrst aðeins tólf í vorskólanum og sautján þegar við vorum flest. Við vorum samstillt bekkjarsystkini, þóttum nokkuð fyrirferðarmikil og fórum okkar eigin leiðir. Fengum enda stundum að heyra athuga- semdir eins og „af hverju getið þið ekki verið eins og bekkurinn í fyrra“. Í huga mér ríkir nú sorg því enn hefur verið höggvið skarð í hópinn okkar. Vallý, mín gamla vinkona, er sú fjórða sem kveður jarðneska sviðið. Vináttubönd okkar Vallýjar voru sterk, sér- staklega á unglingsárum. Við deildum m.a. áhuga á handavinnu og man ég að þar sem auraráðin voru ekki mikil keyptum við sam- an dönsk blöð til þess að auka við kunnáttu okkar á því sviði. Við hófum báðar búskap á Dalvík á svipuðum tíma og fórum að erja með börn og heimili. Þegar Vallý flutti suður skildi leiðir eins og gengur þegar lengist á milli bú- setu og amstur daganna tekur völdin. Æskuvinátta sem bindur einstaklinga böndum brestur ekki þó togni á og vík verði milli vina. Vináttan er alltaf til staðar traust og óbreytanleg hvenær sem þráð- urinn er tekinn upp að nýju. Við fundum það vel þau skipti sem við hittumst og það varð okkur að umræðuefni stuttu fyrir andlát Vallýjar þegar við áttum tal í síma, það var eins og við hefðum talað saman deginum áður. Þá lögðum við á ráðin um að hittast sem ekki vannst tími til. Vallý var hæglát og blíð mann- eskja, hljóðlát og glöð í sinni en föst fyrir þegar við átti. Allt sem hún tók sér fyrir hendur var unnið af alúð og vandvirkni. Nú á fólkið hennar um sárt að binda. Ég bið þann sem öllu ræður að styrkja það í sorg þess og söknuði. Gamla vinkona, ég þakka af al- hug gömlu kynnin og góðu minn- ingarnar. Hvíl í friði, Elín Antonsdóttir. Á Landspítalanum lágu leiðir okkar Sig- ríðar Stephensen fyrst saman. Það voru mín forréttindi að njóta leiðsagnar hennar á fyrstu árum mínum sem hjúkrunarfræð- ings. Hún var einstakur yfirmaður og framúrskarandi góð fyrirmynd. SIGRÍÐUR M. STEPHENSEN ✝ Sigríður M.Stephensen fæddist á Bjarnanesi í Nesjahreppi í Hornafirði 20. maí 1925. Hún andaðist á Landspítala í Foss- vogi 24. maí síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Langholtskirkju 1. júní. Hún var yfirveg- uð, hljóðlát og bar mikla virðingu fyrir sjúklingum, að- standendum þeirra og samstarfsfólki. Hún var orðvör en ekki fámál og hún var glaðvær. Sigríð- ur hafði góða þekk- ingu, hafði mikinn faglegan metnað fyrir hjúkrun og var alltaf hvetjandi við sitt samstarfsfólk. Yfir henni var mikil reisn og allir sem kynntust henni báru mikla virðingu fyrir henni. Hún var traustur, ákveðinn en hlýr stjórnandi og náði að skapa einstaka liðsheild. Svo góða sam- stöðu náði hún að láta myndast milli starfsmanna að vinahópur myndaðist úr þeim kjarna. Sá hóp- ur hefur haldið sterkum tengslum alveg fram á þessan dag, þótt liðin séu yfir 30 ár síðan við unnum saman. Alltaf voru fagnaðarfundir þegar hist var eða leiðir lágu sam- an. Við fráfall Sigríðar birtast í hug- anum margar góðar myndir. Sig- ríður svo brosandi, skilingsrík og hlý við fréttir af því að ég ætti von á barni. Sigríður að hvetja mig ungan hjúkrunarfræðinginn að læra meira. Sigríður á deildinni sinni eða heima hjá einhverri okk- ar úr hópnum þar sem hún hlær svo innilega að tárin renna niður kinnarnar. En sú mynd sem er sterkust er myndin af henni snemma morguns gangandi stofu af stofu til að huga að því hvernig sjúklingunum liði. Þannig mun ég ætíð minnast Sigríðar Stephensen. Vilborg Ingólfsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.