Morgunblaðið - 11.06.2006, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 65
MINNINGAR
Þökkum hlýhug og samúð vegna fráfalls
SÓLEYJAR ÞORSTEINSDÓTTUR,
Álfaskeiði 64b,
Hafnarfirði,
og virðingu sýnda minningu hennar.
Guðrún Ó. Hafberg,
Guðjón Kristinn Einarsson,
Ingólfur Einarsson,
Einar Þórir Dagbjartsson.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og
útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÞORBJARGAR PÁLSDÓTTUR,
f. 6. apríl 1914, d. 14. maí 2006.
Magnús Skúlason,
Margrét Skúladóttir, Halldór Ármannsson,
Páll Skúlason, Auður Birgisdóttir,
Þórgunnur Skúladóttir, Hörður Halldórsson,
Skúli Skúlason, Sólrún Harðardóttir,
barnabörn og langömmubörn.
ALDA STEINA
ANDERSEN
✝ Alda SteinaAndersen (Tóm-
asdóttir) fæddist í
Reykjavík 16. októ-
ber 1940. Hún lést á
heimili sínu á Lá-
landi í Danmörku
28. apríl síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Nøbbet-
kirkju á Lálandi 6.
maí.
sýndi heimili hennar
það alla tíð. Við átt-
um margar góðar
stundir saman í æsku
þótt að við ælumst
ekki upp saman og að
átta ár hafi verið á
milli okkar. Það sem
við systkinin fengum
í vöggugjöf og áttum
sérstaklega sameigin-
legt var að hafa auga
fyrir fallegum hlutum
og snyrtimennskan
var í fyrrirúmi. Þórð-
ur bróðir hafði mik-
inn áhuga fyrir fallegum bílum og
var félagi í Fornbílaklúbbnum.Tók
hann okkur systurnar oft með sér
á rúntinn, þó oftast Öldu systur
þar sem einungis tvö ár voru á
milli þeirra. Heyrði ég oft af tali
þeirra að í þessum bílferðum hefði
ýmislegt verið brallað, svo sem
komið við á böllum í nærliggjandi
bæjum og þá þótti ekki gott að
hafa litlu systur með í för.
Með þessari kveðju sendi ég ást-
kærri systur minni blessunaróskir
yfir móðuna miklu og minnist
hennar með virðingu og þökk. Að
lokum vil ég votta eftirlifandi eig-
inmanni, börnum, tengdabörnum,
barnabörnum, langömmubarni og
öðrum aðstandendum mína dýpstu
samúð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Þín systir
Guðbjörg.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem.)
Þegar síminn hringdi að kveldi
28. apríl sl. var ég stödd norður á
Akureyri og átti ekki von á því að
ég fengi símtal þar sem mér var
tilkynnt að ástkær systir mín væri
látin, aðeins 65 ára gömul. En
svona er lífið, enginn veit hvað átt
hefur fyrr en misst hefur og fékk
ég nú að kynnast því eina ferðina
enn.
Mér er minnisstætt þegar ég
hugsa til baka hvað mér fannst
alltaf gaman að skoða og gramsa í
dótinu sem stóra systir mín átti.
Mest af öllu var gaman að skoða
naglalökkin, skóna og skartgripi
hennar sem hún átti mikið af. Hún
sagði alltaf við mig hér áður fyrr
þegar ég var krakki, ekki gramsa í
dótinu mínu og nú seinni árin voru
þessi orð oft sögð okkar á milli í
gríni, enda átti hún mikið af dóti
sem gaman var að skoða. Alda
hafði mikið dálæti að safna að sér
gömlum og fallegum hlutum og
Það er með söknuði
í hjarta sem við kveðj-
um frænda okkar og
góðan vin Ingólf Hall-
dórsson sem kvatt
hefur þetta líf langt
um aldur fram. Sjálf-
sagt þykir mörgum
gangverk tilverunnar oft flókið þeg-
ar á reynir hug eða hönd. Á stund-
um sem þessum er það með öllu
óskiljanlegt, ósanngjarnt að manni
finnst.
Ingólfur var hæfileikum gæddur
og vildi svo gjarnan sýna hvað í sér
bjó. Við þekktum öll þá drauma sem
bjuggu innra með honum, drauma
sem snérust um tónsmíðar og texta-
gerð. Nú lifa þeir í minningunni.
Vinir skiljast ætíð alltof fljótt
ástarkveðjur sárt á vörum brenna.
Kertaljósin litlu hafa í nótt
látið, okkar vegna, tár sín renna.
INGÓLFUR
HALLDÓRSSON
✝ Ingólfur Hall-dórsson fæddist
í Reykjavík 21. jan-
úar 1975. Hann lést
19. maí síðastliðinn
og var útför hans
gerð 26. maí.
Þessa dagana hvílir
hugur okkar hjá
Hrönn, Dóra, Inga-
birni, Júlíusi, Elínu og
Rakel. Við vottum
þeim okkar dýpstu
samúð.
Sigrún (Randý),
Fjalar, Brynjar
og fjölskyldur.
Ég kveð þig nú í
hinsta sinn elsku vinur
minn. Ég hugsa nú til
allra stundanna sem
við áttum saman þegar þú bjóst
ásamt foreldrum þínum í Sörla-
skjólinu og ég á hæðinni fyrir neð-
an.
Þegar fjölskylda þín flutti á Hest-
hamra þá var ég stundum eins og
einn af íbúunum og alltaf tókstu
mér fagnandi þegar ég kom í heim-
sókn. Við áttum líka góðar stundir
saman á Spáni síðastliðið sumar.
Minningarnar eru margar og ég
geymi þær í hjarta mínu.
Við burtför þína er sorgin sár
af söknuði hjörtun blæða.
En horft skal í gegnum tregatár
í tilbeiðslu á Drottin hæða.
og fela honum um ævi ár
undina dýpstu að græða.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Hafdís frænka.
Nú hef ég kvatt
minn góða vin og
frænda Begga eins og
hann var kallaður en
hann var ári eldri en ég og það er
undarlegt að hugsa til þess að hann
sé farinn. Við ólumst upp sitt hvoru
megin við Breiðadalsheiðina, hann á
Flateyri og ég á Ísafirði og það var
mikill samgangur á milli fjölskyldn-
anna og við hittumst því oft en á þeim
tíma var ekki óalgengt að Flateyr-
ingar væru veðurtepptir á Ísafirði.
Það myndaðist oft mjög sérstæð og
góð stemming í kringum það heima
hjá mér þar sem Beggi og fjölskylda
gistu á meðan. Það var ekki minna
ævintýri þegar við systkinin fengum
að gista á Flateyri eða þegar allir
fóru í ferðalag á Höfðaströnd,
ógleymanlegt.
Skipaáhuginn hjá Begga var slíkur
að þegar pabbi minn sjósetti nýtt
skip 1979 var Bergur Magnús heið-
ursgestur um borð þegar skipið rann
út úr skipasmíðastöðinni á Ísafirði og
er minningin skýr, stórt glæsilegt
skipið að renna niður og Beggi á
dekkinu stoltur og glaður tíu ára
patti, enda varð sjómennskan síðar
hans lífsstarf.
Þegar svo kom á menntaskólaald-
urinn fórum við bæði suður til
Reykjavíkur í nám og varð úr að við
BERGUR MAGNÚS
GUÐBJÖRNSSON
✝ Bergur MagnúsGuðbjörnsson
vélstjóri fæddist á
Ísafirði 22. júní
1969. Hann varð
bráðkvaddur á
Akranesi 28. maí
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Akraneskirkju 6.
júní.
leigðum saman íbúð í
tvö ár og urðu þá vin-
áttuböndin enn traust-
ari við að standa á eig-
in fótum í
höfuðborginni. Síðan
höfum við mest verið á
sitthvoru landshorninu
eða Beggi á sjó en þó
var alltaf fastur punkt-
ur í tilverunni notalegu
símtölin eða heimsókn-
irnar frá Begga
frænda þar sem farið
var yfir það helsta sem
var að gerast og málin
rædd til hlítar.
Ég varð óendanlega glöð þegar ég
var að fara að gifta mig og Beggi
hringdi og sagðist koma í brúðkaupið
en þá starfaði hann í Suður-Afríku.
Það var þó enn ánægjulegra að fara í
brúðkaupið hans 4. júní á síðasta ári
og sjá hversu stoltur og hamingju-
samur hann var með Oddnýju konu
sinni umkringdur fjölskyldu og vin-
um. Nú ári síðar er þetta dýrmætari
minning en nokkurn gæti grunað.
Hann var mjög ánægður með lífið
á Akranesi og sagði mér stórkostleg-
ar sögur af búsháttum þar sem líkt-
ust helst lífinu fyrir vestan hér áður
eins og hann orðaði það en hann var
jú alltaf Vestfirðingur. Þarna vildi
hann búa með Oddnýju og börnum
hennar Þórhildi og Svavari til fram-
búðar en örlögin klipptu mjög snögg-
lega á þann draum. Beggi var ynd-
islegur vinur og frændi og var alltaf
með góð ráð á reiðum höndum og
vildi öllum vel. Það var ómetanlegt að
eiga þennan trausta klett í baklandi
lífsins svo ég á erfitt með að ímynda
mér hvernig Oddnýju og börnunum
líður sem misstu klett hins daglega
lífs. Ég vil votta þeim og öðrum að-
standendum mína dýpstu samúð.
Guðrún Anna Finnbogadóttir.
Okkar ástkæri sonur, bróðir, barnabarn og
frændi,
HAUKUR FREYR ÁGÚSTSSON
er látinn.
Birna Vilbertsdóttir, Hannes Bjarnason,
Ágúst Þorvaldsson,
Einar Karl Ágústsson, Ingileif S. Finnbogadóttir,
Jóhanna Sif Ágústsdóttir, Andri Þór Valgeirsson,
Aron Elvar Ágústsson,
Elva María Ágústsdóttir,
Þorvaldur Björnsson,
Hlara E. Helgadóttir,
Iðunn Embla Einarsdóttir,
Ágústa Hannesdóttir,
og aðrir aðstandendur.
Innilegar þakkir fyrir samúð ykkar og vinarhug vegna fráfalls dóttur okkar
og systur,
HELGU ÞÓRU KJARTANSDÓTTUR.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey.
Kjartan O Kristjánsson,
Júlíana F Harðardóttir,
Kristján Oddur Kjartansson,
Friðrik Björn Kjartansson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÞORGERÐAR GUNNARSDÓTTUR
Hörðalandi 10,
Reykjavík.
Hrefna Þórarinsdóttir, Gústaf Gústafsson,
Þorsteinn Friðriksson, Svanhildur Skúladóttir,
Ingibjörg Friðriksdóttir,
Friðrik Friðriksson, Nanna Leifsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR KNÚTUR PROPPÉ,
andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði,
föstudaginn 9. júní.
Karl Proppé, Elín Jafetsdóttir,
Hrefna Proppé Gunnarsdóttir, Magnús Þ. Magnússon,
Sigrún Proppé,
Hildur Proppé Gunnarsdóttir,
afabörn og langafabörn.