Morgunblaðið - 11.06.2006, Qupperneq 66
66 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
AUÐLESIÐ EFNI
Netfang: auefni@mbl.is
Abu Musab al-Zarqawi,
meintur leið-togi al-Qaeda
hryðjuverka-hreyfingarinnar í
Írak, féll í loft-árás
Bandaríkja-hers á dvalar-stað
hans norð-austur af Bagdad á
miðviku-daginn.
Zarqawi er talinn eiga sök á
dauða hundruð, ef ekki
þúsunda manna, en sveitir
hans hafa lýst á-byrgð á
hendur sér á ýmsum verstu
ódæðis-verkum síðustu 3 ára
í Írak.
Nouri al-Maliki,
forsætis-ráðherra Íraks,
til-kynnti þetta á
fréttamanna-fundi í Bagdad á
fimmtu-daginn. Með honum
voru Zalmay Khalilzad,
sendi-herra Banda-ríkjanna,
og George Casey,
hers-höfðingi í Bandaríkja-her.
„Við höfum gert út af við
al-Zarqawi,“ sagði Maliki og
brutust í kjöl-farið út mikil
fagnaðar-læti í
fundar-salnum.
Dauði Zarqawis þykir sæta
miklum tíð-indum og þeim var
víða fagnað. Frétta-skýrendur
eru ekki vissir um að dauði
Zarqawis muni draga úr
of-beldi í Írak. Fyrstu
vís-bendingar benda ekki til
þess, en 19 manns týndu lífi í
tveimur sprengju-tilræðum í
Bagdad í gær.
Í yfir-lýsingu sem birtist á
íslamskri vef-síðu í gær
stað-festa sam-tökin
al-Qaeda í Írak dauða
Zarqawis en heita því að
halda áfram „heil-ögu stríði“
sínu í landinu.
Al-Zarqawis fallinn
Jónas Garðarsson, for-maður
Sjómanna-félags Reykja-víkur,
hefur verið dæmdur í 3 ára
fang-elsi fyrir mann-dráp af
gá-leysi. Aðfara-nótt 10.
september 2005 varð Jónas,
með stór-felldri van-rækslu í
skip-stjórnar-starfi, valdur að
því að bátur hans steytti á
Skarfa-skeri á allt að 17
sjó-mílna hraða, að mati
dómsins. Hann var einnig
sak-felldur fyrir að hafa ekki
gert ráð-stafanir til bjargar
far-þegum, sem leiddu til
dauða tveggja ein-staklinga,
auk mikilla líkams-meiðsla á
eigin-konu Jónasar.
Ættingjar Matthildar
Harðardóttur og Friðriks
Hermannssonar, sem létust í
slysinu, hafa af-hent
for-manni
Sjómanna-sambands Íslands
á-skorun þess efnis að Jónas
Garðarsson verði settur úr
stöðu for-manns
Sjómanna-félags Reykjavíkur
(SR) og öðrum stöðum sem
hann gegnir fyrir sam-tök
sjó-manna. Á föstudaginn
sagði Jónas af sér
formennsku í SR. Hann segist
ekki vilja að hið hörmulega
slys trufli
hagsmunabaráttusjómanna.
Vilja að
Jónas víki
Manouchehr Mottaki,
utanríkis-ráðherra Írans,
hefur sagt að stjórn-völd
landsins ætli að taka
vand-lega til at-hugunar
til-lögur stór-veldanna í
deilunni um kjarnorku-áætlun
Írana. Stjórn landsins hefur
verið boðin ýmiss konar
að-stoð ef hún sam-þykkir að
hætta auðgun á úrani.
Til-lögurnar voru lagðar
fram fyrir 10 dögum af fimm
fulltrúum fastaríkja
öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna, auk Þýskalands.
Vonast er til að við-brögð
Írana verði já-kvæð og lausnir
henti báðum aðilum vel.
„Valið er þeirra,“ sagði
George W. Bush
Bandaríkja-forseti fyrr í
vikunni talandi um Írana.
Alþjóða-kjarnorku--
stofnunin (IAEA) birti á
miðviku-daginn nýja skýrslu
um kjarnorku-áætlun Írana,
sem byggir á nýjustu
at-hugunum eftirlits-manna
stofnunarinnar.
Íranar skoða til-lögur
Halldór Ásgrímsson
forsætis-ráðherra til-kynnti á
mánudags-kvöld fyrir framan
ráðherra-bústaðinn á
Þing-völlum að hann hefði
ákveðið að draga sig í hlé úr
stjórn-málum. Geir H. Haarde
utanríkis-ráðherra og
for-maður
Sjálfstæðis-flokksins tekur
við em-bætti
forsætis-ráðherra á
næstunni.
Halldór hættir sem
for-maður
Framsóknar-flokksins á
flokks-þingi sem haldið
verður í ágúst. Ekki er vitað
hver tekur við em-bætti
for-manns af Halldóri, en
rætt hefur verið við Finn
Ingólfsson og fleiri.
Fram-undan eru við-ræður
milli stjórnar-flokkanna um
hvaða breytingar verði gerðar
á ríkis-stjórninni en Halldór
leiðir þær viðræður fyrir
Framsóknar-flokkinn. Hann
lætur ekki af þing-mennsku
en hættir í ríkis-stjórninni
þegar samkomu-lag hefur
náðst við
Sjálfstæðis-flokkinn. Ekkert
annað en að Geir H. Haarde
taki við em-bætti
forsætis-ráðherra hefur verið
á-kveðið um
ráðherra-embættin. Halldór
full-vissaði alla um að
ríkisstjórnar-samstarfið væri
ekki í neinu upp-námi.
Forsæt-
is-ráð-
herra
hættur
Morgunblaðið/ÞÖK
Halldór með sínu fólki á Þing-völlum.
Bubbi Morthens varð 50 ára
á þriðju-daginn og hélt
stór-tónleika í
Laugar-dals-höll þar sem
hann fór yfir feril sinn.
Uppselt var á tón-leikana og
um 5.500 manns voru í
Höllinni, þ. á m. Ólafur
Ragnar Grímsson og Dorrit
Moussaieff.
Eins og við mátti búast
ætlaði allt um koll að keyra
þegar afmælis-barnið steig á
svið og hóf tón-leikana
ásamt fél-ögum sínum í
GCD. Egó virtist þó vera
bandið sem allir biðu eftir.
Þeir tóku sín bestu lög,
„Móðir“ og „Stórir strákar fá
raf-lost“, og Bubbi lét svo
klappa sig upp í það sem
allir virtust vera að bíða eftir
– „Fjöllin hafa vakað“. Hver
og einn einasti maður á
gólfinu virtist hoppa í takt og
fólkið í stúkunni stóð upp og
klappaði með.
Bubbi var í miklu stuði
þetta kvöld, líkt og
áheyr-endur sem sungu
afmælis-sönginn fyrir
kónginn Bubba. Morgunblaðið/EggertBubbi í stuði í Laugar-dals-höll.
Bubbi fimm-tugur
Á föstu-daginn hófst
fótbolta-veisla sem standa
mun í heilan mánuð.
Þetta er í 18. skipti á 76
árum sem bestu
knatt-spyrnu-lands-lið heims
mætast og keppa hart um
sjálfan heims-bikarinn. Liðin
eru 32 og leikirnir 64
talsins.
Gest-gjafinn Þýskaland hóf
mótið með því að leika á
móti Kosta Ríka í München,
en Þjóðverjar unnu 4:2.
Þótt 32 lið séu mætt til
leiks er það ekki nema hluti
þeirra sem í raun berst um
heims-meistara-tignina. Fyrir
flest löndin er það stór
á-fangi að komast áfram úr
riðla-keppninni og í 16 liða
úr-slitin og nokkur í við-bót
gera kröfu um að komast
einu skrefi lengra.
Heims-meistararnir 2006
koma væntan-lega úr
eftir-töldum hópi: Brasilía,
Argentína, Ítalía, Þýska-land,
Engl-and og Frakk-land. Í
þessum löndum kemur
ekkert annað til grein en
verðlauna-sæti, en það
kemur ekki í ljós fyrr en 9.
júlí hvort það rætist. ReutersFrá setningar-hátíð HM 2006.
HM í knattspyrnu hafið