Morgunblaðið - 11.06.2006, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 11.06.2006, Qupperneq 66
66 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Netfang: auefni@mbl.is Abu Musab al-Zarqawi, meintur leið-togi al-Qaeda hryðjuverka-hreyfingarinnar í Írak, féll í loft-árás Bandaríkja-hers á dvalar-stað hans norð-austur af Bagdad á miðviku-daginn. Zarqawi er talinn eiga sök á dauða hundruð, ef ekki þúsunda manna, en sveitir hans hafa lýst á-byrgð á hendur sér á ýmsum verstu ódæðis-verkum síðustu 3 ára í Írak. Nouri al-Maliki, forsætis-ráðherra Íraks, til-kynnti þetta á fréttamanna-fundi í Bagdad á fimmtu-daginn. Með honum voru Zalmay Khalilzad, sendi-herra Banda-ríkjanna, og George Casey, hers-höfðingi í Bandaríkja-her. „Við höfum gert út af við al-Zarqawi,“ sagði Maliki og brutust í kjöl-farið út mikil fagnaðar-læti í fundar-salnum. Dauði Zarqawis þykir sæta miklum tíð-indum og þeim var víða fagnað. Frétta-skýrendur eru ekki vissir um að dauði Zarqawis muni draga úr of-beldi í Írak. Fyrstu vís-bendingar benda ekki til þess, en 19 manns týndu lífi í tveimur sprengju-tilræðum í Bagdad í gær. Í yfir-lýsingu sem birtist á íslamskri vef-síðu í gær stað-festa sam-tökin al-Qaeda í Írak dauða Zarqawis en heita því að halda áfram „heil-ögu stríði“ sínu í landinu. Al-Zarqawis fallinn Jónas Garðarsson, for-maður Sjómanna-félags Reykja-víkur, hefur verið dæmdur í 3 ára fang-elsi fyrir mann-dráp af gá-leysi. Aðfara-nótt 10. september 2005 varð Jónas, með stór-felldri van-rækslu í skip-stjórnar-starfi, valdur að því að bátur hans steytti á Skarfa-skeri á allt að 17 sjó-mílna hraða, að mati dómsins. Hann var einnig sak-felldur fyrir að hafa ekki gert ráð-stafanir til bjargar far-þegum, sem leiddu til dauða tveggja ein-staklinga, auk mikilla líkams-meiðsla á eigin-konu Jónasar. Ættingjar Matthildar Harðardóttur og Friðriks Hermannssonar, sem létust í slysinu, hafa af-hent for-manni Sjómanna-sambands Íslands á-skorun þess efnis að Jónas Garðarsson verði settur úr stöðu for-manns Sjómanna-félags Reykjavíkur (SR) og öðrum stöðum sem hann gegnir fyrir sam-tök sjó-manna. Á föstudaginn sagði Jónas af sér formennsku í SR. Hann segist ekki vilja að hið hörmulega slys trufli hagsmunabaráttusjómanna. Vilja að Jónas víki Manouchehr Mottaki, utanríkis-ráðherra Írans, hefur sagt að stjórn-völd landsins ætli að taka vand-lega til at-hugunar til-lögur stór-veldanna í deilunni um kjarnorku-áætlun Írana. Stjórn landsins hefur verið boðin ýmiss konar að-stoð ef hún sam-þykkir að hætta auðgun á úrani. Til-lögurnar voru lagðar fram fyrir 10 dögum af fimm fulltrúum fastaríkja öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, auk Þýskalands. Vonast er til að við-brögð Írana verði já-kvæð og lausnir henti báðum aðilum vel. „Valið er þeirra,“ sagði George W. Bush Bandaríkja-forseti fyrr í vikunni talandi um Írana. Alþjóða-kjarnorku-- stofnunin (IAEA) birti á miðviku-daginn nýja skýrslu um kjarnorku-áætlun Írana, sem byggir á nýjustu at-hugunum eftirlits-manna stofnunarinnar. Íranar skoða til-lögur Halldór Ásgrímsson forsætis-ráðherra til-kynnti á mánudags-kvöld fyrir framan ráðherra-bústaðinn á Þing-völlum að hann hefði ákveðið að draga sig í hlé úr stjórn-málum. Geir H. Haarde utanríkis-ráðherra og for-maður Sjálfstæðis-flokksins tekur við em-bætti forsætis-ráðherra á næstunni. Halldór hættir sem for-maður Framsóknar-flokksins á flokks-þingi sem haldið verður í ágúst. Ekki er vitað hver tekur við em-bætti for-manns af Halldóri, en rætt hefur verið við Finn Ingólfsson og fleiri. Fram-undan eru við-ræður milli stjórnar-flokkanna um hvaða breytingar verði gerðar á ríkis-stjórninni en Halldór leiðir þær viðræður fyrir Framsóknar-flokkinn. Hann lætur ekki af þing-mennsku en hættir í ríkis-stjórninni þegar samkomu-lag hefur náðst við Sjálfstæðis-flokkinn. Ekkert annað en að Geir H. Haarde taki við em-bætti forsætis-ráðherra hefur verið á-kveðið um ráðherra-embættin. Halldór full-vissaði alla um að ríkisstjórnar-samstarfið væri ekki í neinu upp-námi. Forsæt- is-ráð- herra hættur Morgunblaðið/ÞÖK Halldór með sínu fólki á Þing-völlum. Bubbi Morthens varð 50 ára á þriðju-daginn og hélt stór-tónleika í Laugar-dals-höll þar sem hann fór yfir feril sinn. Uppselt var á tón-leikana og um 5.500 manns voru í Höllinni, þ. á m. Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff. Eins og við mátti búast ætlaði allt um koll að keyra þegar afmælis-barnið steig á svið og hóf tón-leikana ásamt fél-ögum sínum í GCD. Egó virtist þó vera bandið sem allir biðu eftir. Þeir tóku sín bestu lög, „Móðir“ og „Stórir strákar fá raf-lost“, og Bubbi lét svo klappa sig upp í það sem allir virtust vera að bíða eftir – „Fjöllin hafa vakað“. Hver og einn einasti maður á gólfinu virtist hoppa í takt og fólkið í stúkunni stóð upp og klappaði með. Bubbi var í miklu stuði þetta kvöld, líkt og áheyr-endur sem sungu afmælis-sönginn fyrir kónginn Bubba. Morgunblaðið/EggertBubbi í stuði í Laugar-dals-höll. Bubbi fimm-tugur Á föstu-daginn hófst fótbolta-veisla sem standa mun í heilan mánuð. Þetta er í 18. skipti á 76 árum sem bestu knatt-spyrnu-lands-lið heims mætast og keppa hart um sjálfan heims-bikarinn. Liðin eru 32 og leikirnir 64 talsins. Gest-gjafinn Þýskaland hóf mótið með því að leika á móti Kosta Ríka í München, en Þjóðverjar unnu 4:2. Þótt 32 lið séu mætt til leiks er það ekki nema hluti þeirra sem í raun berst um heims-meistara-tignina. Fyrir flest löndin er það stór á-fangi að komast áfram úr riðla-keppninni og í 16 liða úr-slitin og nokkur í við-bót gera kröfu um að komast einu skrefi lengra. Heims-meistararnir 2006 koma væntan-lega úr eftir-töldum hópi: Brasilía, Argentína, Ítalía, Þýska-land, Engl-and og Frakk-land. Í þessum löndum kemur ekkert annað til grein en verðlauna-sæti, en það kemur ekki í ljós fyrr en 9. júlí hvort það rætist. ReutersFrá setningar-hátíð HM 2006. HM í knattspyrnu hafið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.